Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Side 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 REUTER-MYND Afsögn í Eistlandi Mart Laar, forsætisráöherra Eist- lands, sagöi af sér í gær vegna deilna innan stjórnarinnar. Hugað að nýrri ríkisstjórn eftir afsögn Laars Miðflokkurinn í Eistlandi, sem er í stjórnarandstöðu, hefur óskað eft- ir samstarfi tveggja annarra flokka við myndun nýrrar ríkisstjómar landsins, i kjölfar afsagnar Marts Laars forsætisráðherra í gær. Ann- ar flokkanna hafnaði boðinu. Laar afhenti Arnold Ruutel for- seta afsögn sína eftir að tilraunir til að leysa ágreining innan þriggja flokka samsteypustjórnar hans mistókust. Deilurnar má rekja til þess að flokkur Laars, Umbótaflokk- urinn, gerði leynilegt samkomulag við Miðflokkinn um myndun sveit- arstjórna. Flokkur Laars mun halda um stjórnartaumana þar til tekist hefur að mynda nýja stjórn. Fangar á dauða- deildum vilja láta taka sig af lífi Aðstæður á dauðadeildum banda- rískra fangelsa eru orðnar svo slæmar að sífellt fleiri fangar sem þar sitja hafa farið fram á að verða teknir af lífi sem fyrst. Andstæðingar dauðarefsinga hafa af þessu miklar áhyggjur. Þeir telja að svo til algjör einangrun dauða- fanganna frá öllum mannlegum samskiptum valdi þunglyndi og öðr- um geðrænum sjúkdómum og að dauðinn sé fýsilegur kostur við þær aðstæður. Undir lok siðasta árs voru um 3.700 karlar og konur í dauðadeild- um bandarískra fangelsa í þeim 38 ríkjum þar sem aftökur eru stund- aðar og i alríkisfangelsum. REUTER-MYND Carey erkibiskup Andlegur leiötogi ensku biskupakirkj- unnar ætlar aö kveðja biskups- hempuna í haust. Carey erkibiskup búinn að fá nóg George Carey, erkibiskup af Kantaraborg, leiðtogi sjötíu millj- óna manna sem eru í ensku bisk- upakirkjunni, tilkynnti í gær að hann ætlaði aö hætta sem erkibisk- up af Kantaraborg. Carey hafði gegnt embætti erki- biskups í áratug, embætti sem hann einhverju sinni sagði að væri mjög slítandi. Carey, sem er 66 ára, hættir 31. október í haust, þremur árum áður en til stóð að hann settist í helgan stein. Búist er við að baráttan um sæti hans verði hörð. Það er sérstök nefnd sem kýs biskupinn. Donald Rumsfeld lýsir stuðningi við ísraela í vopnamálinu: Höfum sannanir fýrir beinum tengslum Arafats — segja talsmenn ísraelskra stjórnvalda styggja írana, sem ísraelsk stjórnvöld hafa sakað um hafa lagt til vopnin. Daniel Ayalon, helsti utanríkisráð- gjafl Ariels Sharons, forsætisráðherra ísraels, lét hafa eftir sér í gær að stjómvöld myndu fljótlega birta skjöl sem sönnuðu bein afskipti Arafats af málinu. „Við höfum nægar sannanir fyrir því og skjöl sem tengja hann beint við málið,“ sagði Ayalon. Að sögn Bouchers, sem er sann- færður um tengsl háttsettra Palestínu- manna, sagði málið hið vandræðaleg- asta fyrir Yasser Arafat, sérstaklega með tilliti til yfirlýsinga palestínska skipstjórans sem sagðist aðeins hafa verið að hlýða skipunum yflrboðara sinna hjá yfirvöldum, en hann upp- lýsti einnig að hann væri meðlimur í Fatha-samtökum Arafats. Hann var mjög samvinnuþýður í yf- irheyrslum og sagðist hafa tekið við vopnunum úti fyrir ströndum írans í Persaflóa og bætti við að hann teldi írönsk stjórnvöld og líbönsku Hiz- bollah-samtökin tengjast málinu. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við ísraelsmenn vegna töku vopnaflutningaskipsins á Rauðahafi og sagði þá hafa verið í fullum rétti. „Það er augljóst að Palestínumenn hafa ætlað sér að nota vopnin gegn þeim, þannig að þeir eru í fullum rétti,“ sagði Rumsfeld í sjónvarpsvið- tali í gær. Richard Boucher, talsmaður banda- ríska varnarmálaráðuneytisins, sagði sannanir nægar fyrir þvi að palest- ínsk yflrvöld væru viðriðin málið og nú væri beðið eftir frekari skýringum á málinu frá Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. „Það liggja þó engar sannanir fyrir því að Arafat eða að- stoðarmenn hans séu viðriðnir mál- ið,“ sagði Boucher og bætti við að nánari rannsókn þyrfti að fara fram. Þessi viðbrögð bandarískra stjóm- valda koma fram eftir að Ephraim Sneh, samgönguráðherra ísraels, hafði gagnrýnt bandarísk. stjórnvöld fyrir að gera lítið úr málinu og veikja Yasser Arafat. þar með málstað ísraelamanna í bar- áttunni gegn hryðjuverkum Palest- ínumanna. Hann lét einnig að því liggja að Bandaríkjamenn vildu ekki REUTER-MYND Öskukallar mótmæla Argentínskir sorphiröumenn gripu til þess ráös í gær aö kveikja í bíldekkjum og ööru rusli í gær til að mótmæla því aö þeim hafi ekki veriö greidd laun. Argentínumenn bera nokkurn kvíöboga fyrir deginum í dag þegar gengisfelling pesans, sem nýr forseti tilkynnti um á dögunum, gengur í gildi. Indversk sendinefnd til Bandaríkjanna: Talið að þjóðarávarp Mus- harrafs muni mark þáttaskil Indversk sendinefnd undir stjóm Lal Krishna Advani, innanríkisráð- herra Indlands, er komin til Wash- ington þar sem hún mun dvelja í sex daga til viðræðna við fulltrúa banda- rískra stjórnvalda um deilur Indverja við Pakistana sem blossuðu upp eftir sjálfsmorðárás kasmírskra aðskilnað- arsinna á indverska þingið í síðasta mánuði. Advani kemur til Bandaríkjanna í boði Johns Ashcroft dómsmálaráð- herra og mun auk hans hitta á Ric- hard Cheney varaforseta og Colin Powell utanrikisráðherra á fundum næstu daga. Líklegt er talið að hann muni einnig hitta George W. Bush Bandaríkjaforseta en það hafði ekki verið staðfest í morgun. Einnig eru ráðgerðir fundir sendinefndarinnar Powell og Advani. með fulltrúum alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónustunnar, CIA, en meðal fulltrúa í indversku sendi- nefndinni era Kamal Pande, öryggis- málafulltrúa landsins og K.P. Singh, yflrmaður leyniþjónustunnar. Búist er við að bandarisk stjórn- völd muni leggja hart að Indverjum að sýna þolinmæði á meðan Perves Musharraf, forseti Pakistans, undir- býr ávarp sitt til þjóðarinnar sem hann mun flytja næstu daga, en hann hefur lofað að aðgerðum gegn skæruliðahóp- um aðskilnaðarsinna sem herjað hafa á indversk stjómvöld i Kasmir. Aö sögn bandaríska þingmannsins Josephs Libermans, sem hitti Mus- harraf á ferð sinni í Pakistan í gær, mun ávarp hans marka þáttaskil i sögu landsins. „Eftir að háfa rætt við Musharraf í gær er ég viss um að spennan milli ríkjanna verður úr sögunni. Hann er tilbúinn til sátta og vill stíga það skref til fulls." Kosið um evruna 2003 Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að Svíar myndu líklega efna til þjóðaratkvæða- greiðslu á næsta ári um hvort taka bæri upp evruna, sam- eiginlegan gjaldmiðil Evrópusam- bandsins. Tólf aðildarlönd ESB tóku upp evruna um nýliðin áramót. Rússar drepa Tsjetsjena Rússneskar hersveitir í Tsjetsjen- íu sögðust í gær hafa drepið allt að tólf aðskilnaðarsinna í aðgerðum í þriðju stærstu borg héraðsins. Gert að fjarlægja slæðu íslömsk samtök í Bandaríkjunum hafa krafist afsökunarbeiðni frá tveimur stórum flugfélögum fyrir að krefjast þess að 17 ára skóla- stúlka tæki af sér slæðu. Bush fagnar samstarfi George W. Bush Bandaríkjafor- seti undirritaði í gær umfangs- mestu lög um menntamál frá árinu 1965 og fagnaði um leið þeim sam- starfsvilja flokkanna sem einkenndi gerð frumvarpsins. 3.126 látnir eða saknað Samkvæmt opinberum tölum sem gefnar voru út í gær eru 3.126 manns látnir eða saknað eftir hryðjuverkaárásimar á Bandarikin í september síðastliðnum. íhaldsmenn deila Kristilegir íhalds- menn í Bæjaralandi eru eindregið á því að Edmund Stoiber, forsætisráðherra fylkisins, keppi um kanslaraembætti við Gerhard Schröder, núverandi kanslara, í kosningunum í haust. Þar með hafa deilurnar við kristilega demókrata, helsta stjórnarandstöðu- flokkinn, færst í aukana. Simbavestjórn i vanda Allt útlit er fyrir að stjórn Simbabve muni lenda i deilum við önnur ríki breska samveldisins vegna umdeildrar lagasetningar. Hugsanlegt er talið að landið verði rekið úr samveldinu. Tilraunabann áfram Donald Rumsfeld, landvarnaráðherra Bandarikjanna, ít- rekaði í gær að bandarísk stjórn- völd myndu standa við bann um til- raunir með kjarn- orkuvopn. Varnar- málaráðuneytið hefur sent þinginu nýjar leynilegar tillögur um breyt- ingar á kjarnorkustefnu landsins. Skotnir á kaffihúsi Fjórir létust í gær þegar óþekktir menn hófu skothríð inni á kafflhúsi í borg í suðausturhluta Tyrklands. Giuliani fær að halda fénu Rudolph Giuliani, fyrrum borgar- stjóri í New York, þarf ekki að deila tæpum 300 milljónum króna sem hann fær fyrir að skrifa tvær bæk- ur, með eiginkonu sinni fyrrver- andi, að því er dómari úrskurðaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.