Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2002, Page 16
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 Skoðun Nýjasta nefnd samgönguráöherra Andri Árnason hrl., Gestur Jónsson hrl., Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri, Siguröur Guömundsson landlæknir. Dýrar heilsufars- kröfur í fluginu Fórstu á brennu á þrettándanum? Tinna Jónsdóttir nemi: Nei, ég var niöri í bæ aö horfa á fólkiö skjóta upp flugeldunum. Anna Birgisdóttir nemi: Nei, því miöur gleymdi ég þrettándanum. Friðrik Heimisson nemi: Nei, ég nennti engan veginn aö fara á einhverja brennu. Ólafur Ólafsson nemi: Nei, ég haföi margt annað betra aö gera. Jón Jónsson nemi: Nei, mér finnst leiöinlegt á brennum. Írís Dögg Héöinsdóttir nemi: Nei, ég var á fundi um kvöldiö svo ég komst ekki á neina brennu. Einar Guöjónsson skrifar: Það ætlar að dragast á langinn að tilkynna hvernig úrskurður frá „hærra settu stjórnvaldi" á gjörðir „lægra setts stjórnvalds" fellur í flugöryggismálinu svonefnda sem snertir afturköllun flugskírteinis flugstjóra hjá Flugleiöum og hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Síðasta frétt um málið segir okk- ur sem notum flugvélar til ferðalaga aö flugmálastjóri vilji „hreinsa út tnálið" og að samgönguráðuneytið athugi nú málarekstur trúnaðar- læknis Flugmálastjórnar. Hvað í þessu felst nákvæmlega er ekki auðséð af fréttum. Vitað er að samgönguráðherra hefur nú skipað fjögurra manna nefnd með nokkrum lögfræðingum en einum lækni. (að vísu landlækni sem ef til vill vegur þyngra en tveir venjuleg- ir læknar?) sem á að „fara yfir“ embættisverk fyrrv. trúnaðarlækn- is Flugmálastjómar og ásakanir Fé- lags ísl. atvinnuflugmanna í hans Brynjólfur Brynjóifsson skrifar: Hugmynd Ólafs F. Magnússonar um sérframboð í borgarstjórn Reykjavíkur á fullan rétt á sér og gæti orðið undanfari þess að Sjálf- stæðisflokkurinn kæmist nær miðju í landsmálunum en nú er. Ójöfnuður er of mikill í lifi landsmanna til þess að það verði liðið til frambúðar. Ástæðan fyrir miklu fylgi flokks- ins er gömul arfleifð frá þeim tíma aö hann var nær miðju í landsmál- um og jöfnuður var meiri meðal landsmanna allra. Það var þegar Bjami Benediktsson, Magnús Jón- son frá Mel ásamt Jóhanni Hafstein voru í forystu fyrir flokknum. Augljóslega er verið að teygja dllt mdlið fram og aftur, með óheyrilegum kostnaði fyrir hið opinbera, eins og venju- lega, í stað þess að láta emb- œtti flugmálastjóra leysa það með samræmingu ís- lenskra reglna og þeirra sem gilda hjá Flugöryggissamtök- um Evrópu. garð. - Eins og það sé aðalmálið þeg- ar hér er komið sögu! Flugmálastjórn hefur nú skipað þar til bæran lækni til að kanna heilsufar og sjúkrasögu viðkomandi flugstjóra og taka ákvörðun um heilbrigöisvottorð. Til hvers þá að skipa heila nefnd um málið? Manni sýnist aðalmálið vera það hvort fara eigi eftir alþjóðareglum um útgáfu flughæfniskirteina fyrir flugmenn eða hvort séríslensk lög eigi að gilda þar um. Heilsufarskröfur í „Ég held að stjórnmálamenn hafi ekki reiknað með þeim mikla fjölda sem eldri borg- arar eru orðnir, og þeim fer fjölgandi. Það gœtu þess vegna orðið allt aðrir aldurs- hópar sem réðu landsmálun- um íframtíðinni.“ Árið 1971 urðu formannsskipti í flokknum og þá færðist flokkurinn mikið til hægri og hefir verið þar síðan, fyrir utan þann tíma sem Þorsteinn Pálsson reyndi að færa hann nær miöju. Það gekk ekki, líkt fluginu á islandi eru mál málanna, hélt ég. Ekki málabúnaður sem framlengja á með nefndarstörfum. Það er augljóslega verið að teygja allt málið fram og aftur, með óheyri- legum kostnaði fyrir hið opinbera, eins og venjulega, í stað þess að láta embætti flugmálastjóra leysa það með samræmingu íslenskra reglna og þeirra sem gilda hjá Flugöryggis- samtökum Evrópu. Af orðum flug- málastjóra má og draga þá ályktun að fyrrnefnum reglum (skammst. JAA) hafi verið framfylgt hér og á þeim forsendum hafi embættisverk trúnaðarlæknis Flugmálstjórnar verið unnin. Það er svo umhugsunarvert hvers vegna lagt er í allt þetta umstang við margnefndan flugstjóra þegar honum hefur verið bættur skaðinn með 9 millj. króna (óafturkræft) vegna afturköllunar flugskírteinis síns, hvemig sem mál hans endar, og hafi nú þegar fengið alls um 20 milljónir króna í bætur. - En dýrar skulu auðvitað heilsufarskröfur í fluginu allar. og menn muna. Þess vegna er sú hugmynd mjög jákvæð að eldri borgarar bjóði fram, til að byrja með í borgarstjórn og þar næst til Alþingis. Hugsanlega gæti þessi breyting orðið til þess að meiri jöfnuöur kæmist á afkomu meðal lands- manna. Ég held að stjórnmálamenn hafi ekki reiknað með þeim mikla fjölda sem eldri borgarar eru orðn- ir, og þeim fer fjölgandi. Það gætu þess vegna orðið allt aðrir aldurs- hópar sem réðu landsmálunum í framtíðinni. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir þá sem fleytt hafa rjómann í þjóðfélag- inu undanfarið. Gæti orðið afdrifaríkt Yfirlýsing Það vakti óskiptan áhuga Garra að fylgjast með ummælum Helga Hjörvar - samfylkingar- manns, forseta borgarstjómar Reykjavíkur og stjórnarmanns í Landsvirkjun - í áramótaþætti Egils Helgasonar. Þar var Helgi í panel sem tjáði sig um landsins gagn og nauðsynjar og svaraði hinum og þessum spurningum sem Egill hafði lagt fyrir menn. Meðal annars svaraði Helgi af samviskusemi spurningunni um það hver væri mesti skussi ársins. Ekki virtist forseti borgar- stjómar vera i vafa um hver það væri. Ekki taldi hann það þó vera Davíð Oddsson. Ekki Geir Haarde. Ekki Ingu Jónu Þórðardóttur og ekki borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Allt hefðu það þó verið líklegir valkostir fyrir einn af forustumönnum kosningabandalags R- listans. Nokkuð óvænt kaus Helgi að afhenda þennan skammartitil einum af forustumönnum samstarfsflokks Helga í Reykjavíkurlistanum, framsóknarráðherranum Siv Friðleifsdóttur. Helgi taldi Siv eiga nafnbótina skilið vegna úr- skurðarins um Kárahnjúkavirkjun sem hann taldi einhverja þá „aumkunarverðustu" ákvörð- un sem tekin hafi verið lengi. Sparkar í Framsókn Þessi yfirlýsing Helga hefur vakið minni at- Helga hygli en búast hefði mátt við fyrir fram. Helgi er sem kunnugt er einn af stjórnarmönnum Landsvirkjunar og þegar hann talar gegn úrskurði ráðherra og virkjunaráformunum er hann í raun að tala gegn yflrlýstri stefnu fyrirtækisins. Sú afstaða hans var hins vegar þekkt þannig að út af fyrir sig var það kannski ekki stór- kostleg frétt. Eins kemur það líka dálitið á óvart að Helgi skuli gera einn af forustumönnum Framsóknar að skotspæni í ljósi þess að í Reykja- víkurlistanum eru menn að reyna að ná saman um endurnýjað bandalag og því hefðu margir neitað sér um að sparka mikið í samstarfsflokka sína. En ekki Helgi, hann er greini- lega maður prinsippanna og lætur Framsókn hafa það óþvegið. Hver þarf andstæöinga meö svona ... En allt hefðu þetta nú verið smámunir einir ef einörð og opinská andstaða Helga Hjörvars við Kárahnjúkavirkjun hefði ekki í leiðinni veriö mikið vantraust á hans eigin formann. Skilgrein- ing Helga á úrskurðinum sem aumkunarverðri ákvörðun kemur nefnilega beint ofan í yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Samfylkingar- innar, um að úrskurð- urinn sé faglega unn- inn og að hann gjör- breyti málinu. Þannig kemur einn af helstu forustumönnum Sam- fylkingarinnar á vett- vangi sveitarstjómar- mála í Reykjavík fram í sjónvarpi og lýsir frati á formann flokks síns. Hann gerir það að vísu með því að skamma Albaníu, eins og eitt sinn þótti góð- ur siöur hjá vinstri- mönnum, en engum dylst hvern hann er í raun og vem að skamma. Garri veltir því nú fyr- ir sér hvort völva Vikunnar, sem spáir Össuri lítilli pólitískri upphefð á árinu, hafi verið að horfa á Helga í Silfri Egils þegar hún setti sam- an spádóm sinn. í það minnsta er ljóst að össur þarf ekki á pólitískum andstæðingum að halda þegar samherjamir eru svona. (Wrl Skálaö fyrir opnun Sóltúns Sérbýli fyrir sértæka? Verður Sóltún í sérflokki? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar: Nú er víst búið að opna nýja Sól- túnsheimilið í Reykjavík. Það virðist skipa sérstakan sess í hjarta ráða- manna í heilbrigðisgeiranum og vera í uppáhaldi þeirra. Ekkert til sparað í kerfinu og nýja húsið fær bæði meira fé til daggjalda en önnur dvalarheim- ili, og svo auk þess leigugreiðslur sem nú nefnast „húsnæðisgjald". Ein- hver var að ýja að því í DV nýlega i lesendabréfi að þarna yrðu kannski vistmenn af „öðru sauðahúsi" eins og það var orðað, og gat sér þess til að fólkið úr Efstaleitisíbúðunum, sem eitt sinn áttu að vera þær fínustu fyr- ir eldri borgara, myndi flykkjast í Sóltúnið. Ekki þekki ég þessi mál til hlítar, en mér fmnst að hér sé efni fyrir fjölmiðlana að kanna þetta mál Sóltúns ofan í kjölinn. Þama virðist margt opið og ókannað. Gljúfrasteinn í safnið? Gísli Sigurðsson skrifar: Ég hef fylgst með umræðunni um hugmynd ættingja nóbelsskáldsins að hús hans Gljúfrasteinn yrði í ríkis- eigu. Ég var eins margir aðrir, þegar þessi hugmynd var fyrst reifuð, í ára- mótaávarpi forsætisráðherra, ég hélt að hér væri um að ræða gjöf ættingja skáldsins til handa rikinu. Og svo myndi húsið þjóna einhverju menn- ingarhlutverki. Þegar ég svo heyrði að þarna væri um að ræða að ríkið keypti húsið, þá fannst mér, eins og kemur fram í lesendabréfi i DV sl. mánudag, að ættingjar og aðrir sem vilja sýna skáldinu frekari sóma en gert hefur verið, með opinberum heiðurslaunum til skáldsins um ára- bil meðan það var á lífi, eigi að sjá sóma sinn í því að færa ríkinu Gljúfrastein að gjöf. Vilji þessir aðilar opna málið á annað borð. - En hug- myndin um að bæta húsum í eigna- safn ríkisins finnst mér ekki viðfelld- in. Þetta gæti undið upp á sig þannig að ættingjar sérhvers listamanns sem fellur frá dýrum fasteignum krefðust þess að ríkið keypti góssið. Jimmy Durante í Sjónvarpið Egill skrifar: Það er tekið eftir þvi að Happdrætti Háskólans notar enn auglýsingu með lagi hins gam- alkunna og vin- sæla leikara og söngvara Jimmy Durante. Einhver hefur áður skrifað um þetta og hrósað Happdrætti Há- skólans fyrir smekklegt lagaval (þau eru nú ekki öll aðlaðandi lögin með auglýsingunum).Þessi lög, sem Jim- my Durante (karlinn með skakka hattinn) syngur, eru einmitt einstak- lega aðlaðandi og falla vel að nútím- anum jafnt og þeim tíma sem Jimmy var hvað vinsælastur, á árunum í kringum 1950. Gaman væri að fá svo sem eina mynd í Sjónvarpið eða ann- árs staðar með Jimmy Durante þar sem hann syngur einhver af sínum vinsælustu lögum og steppar um leið. Nóg er til af þessum myndum, og engin frágangssök þótt svarthvítar séu. Vilji er allt sem þarf. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Jimmy Durante Hvaöa stöö verður fyrst meö mynd?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.