Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2002, Blaðsíða 10
Skömmu fyrir jólin kom út ný plata með bandarísku hljómsveit- inni No Doubt. Á plötunni, sem heitir Rock Steady, segja þau skilið við ska-poppið sem þau eru þekktust fyrir. „Eina planið var að hafa ekkert plan,“ segja þau um gerð plötunnar. Trausti Júlíusson hlustaði á utkomuna. Gömlu reglunum hent og byrjaS upp á nýtt Popp(\\olar NÝ PLATA FRÁ TANKIAN ÚR SYSTEM Of A DOWN Platan Toxicity med System Of A Down er ein af plötum sfðasta árs hjá flestum áhangendum kraftmikillar rokktónlistar. Söngvari sveitarinnar, Serj Tankian, hljóðritaði heila plötu á meðan á tónleikaferðalagi þeirra f haust stóð. Platan, sem hefur fengið nafnið Serart, er unnin með armenska hljóðfæraleikaranum Arto Tuncboyaciyan og kemur út f vor á vegum plötufyrirtækis Serjs sjálfs sem heitir Serjical Strike Records. Tónlistin á plötunni er ekkert f Ifk- ingu við tónlist System Of A Down, en Serj kallar hana „brjálaða heims-, djass- og tilraunatónlist". Þeir félagar nota m.a. hljóðfæri eins og gosflösk- ur, vatnsdropa og ævaforna flautu og söngurinn er nær allur f scat-stfl, þ.e.a.s. án orða og f stfl við impróviseraðan djasssöng. SlGUR RÓS + CÉLINE DlON = ? Bootleggar hafa alltaf verið til staðar f tónlistarsögunni. Oft eru þetta ólöglegar tónleikaupptökur eða illa fengnar stúdfóupptökur. Ýmis ólögleg mix hafa Ifka lengi verið vin- sæl f danstónlistinni, en þá er gjarnan verið að blanda saman tveimur lögum og svo nota plötusnúðar þetta til þess að trylla dansgólfin. Svona sambland hefur orðið algengara að undanförnu með aukinni tækni og nú er ekki leng- ur bara verið að blanda saman danslögum. Meðal vinsælli bastarða sfðustu mánaða má nefna „Enter The Bitch44 (sambland af Enter Sandman með Metallicu og Missy Elliott laginu Is That Your Bitch), sambland af Hard To Explain með Strokes og Genie In A Bottle með Christinu Aguilera , gert af Freelance Hellraiser , sambland af Smells Like Teen Spirit með Nirvana og Get Ur Freek On með Missy Elliott og svo sambland af Bfum Bfum Bambaló með Sigur Rós og My Heart Will Go On með Céline Dion... Englar Alheimsins mæta Titanic semsagt... Þeir sem þora að hlusta á útkomuna geta leitað að Cigar Ros vs Sealion Dion (leyninafn þess sem á „heiðurinn" af mixinu) á audiogalaxy.com, eða öðrum mp3 tónlistarsfðum sem hafa tekið við af Nap- sternum... SÓLÓPLATA JOEY RAMONE LOKS TILBÚIN Eins og kunnugt er lést New York pönkstjarnan Joey Ramone á sfðasta ári. Hann hafði verið að vinna að sóló- plötu f nokkum tfma og þegar hann lést 15. aprfl f fyrra var hann nýbúinn að taka upp sönginn f sfðustu lögunum. Platan hefur sfðan verið f eftirvinnslu. Hún var hljóðblönduð af Daniel Rey sem einnig stjórnaði upptökunum. Platan sem hef- ur fengið nafnið Don’t Worry About Me kemur út á vegum Sanctuary Records 18. febrúar næstkomandi og mun m.a. innihalda útgáfu Joey á Louis Arm- strong slagaranum What A Wonderful World. Það tók tvö ár að taka upp plöt- una, en upptökur töfðust nokkuð vegna veikinda Joey, en hann dó úr krabbameini. Hann vildi ekki taka upp neinn söng nema þegar hann var f góðu formi. Hljómsveitin Ramones verður tekin inn f „Rock ö Roll Hall Of Fame“ við hátfðlega athöfn 18. mars næstkomandi, en við sama tækifæri verður önnur sveit af New York pönksenunni, Talking Heads Ifka heiðruð með sama titli. Danstónustarplötur ársins Lesendur tónlistarvefsíðunnar dotmusic.co.uk völdu nýverið bestu dans- tónlistarplöturnar fyrir árið 2001. Útkoman kemur ekki mikið á óvart, en hún var þessi: I. Daft Punk-Discovéry 2. Ba- sement Jaxx-Rooty 3. Gorillaz- Gorillaz 4. Avalanches-Since I Left You 5. Groove Armada- Goodbye Country, Hello Nightclub. Helstu danstónlistartímaritin hafa Ifka verið að birta sfna lista yfir plötur ársins. DJ vatdi Melody AM með norska dúóinu Röyksopp plötu ársins, Mix Mag valdi Execute með Oxide 6 Neutrino og hjá Muzik var það Run Come Save Me með Roots Manuva. „Eitt af því erfiðasta sem maður gerir er að koma einföld' um tilfinningum til skila,“ segir Gwen Stefani söngkona No Doubt um tilurð nýrrar plötu hljómsveitarinnar, Rock Steady, „tilfinningin á þessari plötu er mjög einföld. Vð vorum öll í góðu skapi þegar við gerðum hana. Vonandi skín það í gegn þegar fólk hlustar á hana.“ Upphafið og hin geysivinsæla Tragic Kingdom No Doubt var stofnuð í Orange County í Kaliforníu fyr- ir 15 árum. Upphaflega mannaskipunin innhélt m.a. Gwen Stefani sem söng og bróður hennar Eric sem spilaði á harmonikku. Eric skipti fljótlega nikkunni út fyrir hljómborð og þeir Tony Kanal bassaleikari, Tom Dumont gítarleikari og Adrian Young trommuleikari bættust í hópinn. Tony, sem hafði alist upp f London til 11 ára ald- urs, var mikill aðdáandi bresku ska-bylgjunnar. Tom hafði hins vegar alltaf dáð rokksveitir áttunda áratugarins og þessir ólíku bakgrunnar meðlimanna höfðu mikil áhrif á þá tónlist sem hljómsveitin þróaði með sér. I dag er Eric hætt- ur, en hin fjögur eru enn í sveir- inni. No Doubt spilaði með ýmsum hljómsveitum fyrstu árin, t.d. Red Hot Chili Peppers, Mano Negra, Urban Dance Squad og Fishbone. Þau vöktu strax at- hygli fyrir kraftmikla sviðsfram' komu. Það var Flea, bassaleikari Chili Peppers, sem tók upp fyrstu demó upptökurnar með þeim og fljótlega upp úr þvf gerðu þau sína fyrstu plötu, No Doubt, sem kom út hjá Interscope árið 1992. Þremur árum seinna komu svo tvær plötur, Tragic Kingdom og Bacon Street. Tragic Kingdom var platan sem kom þeim á kort- ið. Hún seldist í 12 milljón ein- tökum og innihélt m.a. hið geysi- vinsæla lag Don’t Speak. Bacon Street sem sveitin gaf út sjálf var safh umframlaga sem þau vildu losa sig við. Arið 2000 kom svo næsta plata, Return To Saturn, en hún fékk misjafna dóma og seldist töluvert minna en Tragic Kingdom. Tekin upp á fjórum stöðum Rock Steady er tekin upp á fjórum stöðum, Los Angeles, San Francisco, London og Jamaica. Hljómsveitin byrjaði að vinna hana í L.A. Eftir tvær vikur þurfti Gwen að fara til London og þar sem þau skemmtu sér svo vel við upptökurnar var ákveðið að hinir meðlimir sveitarinnar færu bara með og upptökum yrði haldið áfram þar. Hljómsveitin hafði mikið verið að hlusta á dancehall reggítónlist á síðasta tónleikaferðalagi og það var ein af ástæðunum fyrir því að þau héldu til Kingston á Jamaica til þess að taka upp. I Kingston unnu þau með sumum af þekktustu upptökumönnum eyjarinn- ar, þ. á m. með Sly & Robbie sem upphaflega urðu þekkt- ir sem ryþmadúóið í hljómsveit Peter Tosh, en sem í dag eru eftirsóttir upptökumenn. Þau unnu líka með öðru frægu upptöku'dúói, þeim Steely & Clevie sem hafa tek- ið upp mörg af þekktustu dancehall-lögunum. Það voru Steely og Clevie sem fengu dancehall stórstjörnurnar Bounty Killer og Lady Saw til að syngja á plötunni, Bounty er gestur í fyrsta smáskífulaginu Hey Baby, en Lady Saw setur mikinn svip á lagið Underneath It All sem Gwen samdi með Dave Stewart úr Eurythmics. Stjörnufans við stjórntækin Auk þeirra Sly og Robbie og Steely og Clevie eru það þeir Nellee Hooper, William Orbit, Ric Ocasek og sjálfur Prince sem pródúsera lög á plötunni. Og Mark „Spike“ Stent hljóð- blandar. Það má þvf með sanni segja að það sé stjörnufas við stjómtækin. Það voru reyndar fleiri kallaðir til þvf að bæði Dr. Dre (sem tók upp Let Me Blow Your Mind með Eve sem Gwen söng í) og Timbaland tóku upp efni fyrir plötuna, en það þótti bara ekki nógu gott til að það kæmist á hana. Hip-hop dúóið Neptunes tók þátt í gerð lagsins Hella Göod sem er eitt af flott- ari lögunum á plötunni. No Doubt segja plötuna vera æf- ingu f því að gera hlutina beint út. „Þegar maður er búinn að vera 15 ár í þessum bransa er maður farinn að búa sér til vinnuregl- ur,“ segir Gwen, „en svo svo kemur að því að maður þarf að henda þeim út um gluggann og byrja upp á nýtt. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Sá tími var kominn hjá okkur.“ Og útkoman er ekki slæm. Góða skapið kemur vel í gegn og áhrif frá reggí, ska, dancehall, hip'hoppi, 80’s poppi og nýrómantík blandast saman í einni af skemmtilegri partíplötum síðustu missera. „Þegar maður er búinn að vera 15 ár í þessum bransa er maður farinn að búa sér til vinnu- reglur,” segir Gwen Stefani, söngkona No Dou- bt, „en svo kemur að því að maður þarf að henda þeim út um gluggann og byrja upp á nýtt. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Sá tími var kominn hjá okkur." hvaS fvrir skemmtileaar niðurstaða hvern? staðreyndir Flytjandi: Wu-Tang Clan Platan: Iron Flag Útgefandi: Loud/Skífan Lengd: 59:08 mín. Iron Flag er fjóröa Wu-Tang Clan plat- an. Hún kemur réttu ári eftir hina frá- bæru The W sem markaði endurkomu frægustu rapp-klíku sögunnar í desem- ber 2000. Wu-Tang Clan er niu manna grúppa, en 01’ Dirty Bastard er fjarri góðu gamni hér, enda á bak við lás og slá í einhvern tíma í viðbót. Þetta er auðvitað plata fyrir alla rapp- aðdáendur og hip-hop hausa. Wu-Tang skortir ekki flotta rappara, en til þess að auka fjölbreytnina enn (og til þess aö bæta upp fjarveru Ol’ Dirty) þá eru hér gestainnkomur frá Flavor Flav úr Public Enemy og frá gamla soul hund- inum Ron Isley. RZA pródúserar megniö af plötunni, en í fyrsta sinn fá Wu-Tang utanaðkom- andi pródúsera til þess að vinna á plötunni þar á meðal Trackmasters sem eiga heiðurinn af hinu útvarps- væna „Back In The Game" sem Ron isley syngur með þeim í. Hið hráa og kraftmikla sánd RZA einkennir samt flest lögin. Þetta er ótrúlega flott plata. Það er ekkert lélegt lag af jjeim 13 sem eru á plötunni. Þetta er kraftur og keyrsla út í gegn. Platan inniheldur öll helstu einkenni flottrar Wu-Tang plötu, geggj- að sánd, soul-sömpl, píanóstef og kraftmikiö rapp. Ef lög eins og Uzi, Chrome Wheels og Rules hreyfa ekki við þér á ertu dauður... traustl júlíusson Flytjandi: Bob Marley & The Wailers Platan: Exodus (DeluNe Útgefandi: Island/Skífan Lengd: 123:56 mín. (2 diskar) Hér er á ferðinni endurútgáfa á einu af meistaraverkum Bobs Marleys í sér- stakri viðhafnarútgáfu. Exodus kom upphaflega út áriö 1977 og innihélt 10 lög þ. á m. „Natural Mystic', „Exodus" og „Jamming". Þessi útgáfa er tvöföld og inniheldur alls 25 lög. Bob Marley er einn af höfuösnillingum í popptónlist síðustu aldar og tónlist hans á erindi við alla tónlistaráhuga- menn. Útgáfa af þessu tagi er samt kannski fyrst og fremst stíluð inn á harða aödáendur. Hér er að finna áður óútgefið efni, tónleikaupptökur og sjaldgæfar útgáfur. Byssumaður réðst inn á heimili Mar- leys í nóvember 1976 og slasaöi bæði Bob og Ritu. Bob Marley spilaði á tón- leikunum Smile Jamaica nokkrum dög- um seinna til styrktar sósíalistaleið- toganum Michael Manley, en flutti svo til London þar sem efnið á Exodus og Kaya var tekið upp í janúar og febrúar. Þessi útgáfa er sannkölluð veisla fyrir Marley-menn. Bæði er upprunalega Exodus-platan mikil snilld og eins eru öll þessi aukalög mjög vel þegin. Tón- leikarnir hér eru magnaðir og svo eru upptökurnar sem Lee Scratch Perry gerði líka flottar. Vandaður bæklingur fylgir fyrir nördana. trausti júlíusson f ó k u s 10 11. janúar 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.