Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
15
Simi: JJO 5000 • Rafpóstur: dvsport&dv.is
HiA 1 nott
San Antomo-New Jersey . . 97-99
Duncan 27, Jackson 16, Porter 14 -
Kittles 22, Macculloch 18, Martin 17.
Dallas-Orlando.........87-113
Howard 26, Zhi 13, Buckner 13 -
McGrady 26, Hudson 21, Grant 16.
Denver-Utah............97-106
Exel 26, Anderson 17, Posey 16 -
Malone 26, Russell 17, Stockton 14.
Memphis-LA Lakers......81-120
Gasol 25, Swift 22, Massenburg 13 -
Bryant 56, Horry 12, Fisher 11.
Miami-Golden State......85-79
Jones 28, Mourning 15, Jackson 12 -
Hughes 19, Jamison 15, Mills 10.
Shaq fær 3ja
keppni í hvt
Bandarískar stjörnur forfallast
Æfingin
Andre Agassi, Serena Williams og Lindsay Davenport,
öll frá Bandaríkjunum, taka ekki þátt í opna ástralska
meistaramótinu í tennis sem hófst í gær vegna meiðsla.
Það dró til tíðinda strax á fyrsta keppnisdegi en Bras-
ilíumaðurinn Gustavo Kuerten féll úr leik eftir tap gegn
Frakkanum Julien Boutter. -esá
Todd rekinn frá Derby County
Annar stjórinn á þremur mánuðum hverfur nú frá
störfum sem stjóri Derby en Colin Todd var látinn
taka pokann sinn í gær.
Billy McEwan, þjálfari varaliðsins, stjórnar Derby
sem mætir Ipswich á laugardaginn í hörðum botnslag.
Undir stjóm Todd lék Derby 17 leiki I deild og bikar
og vann einungis 4 af þeim. Hann var á sínum tlma
stjóri Bolton Wanderers og keypti m.a. Eiö Smára
Guöjohnsen til félagsins á sínum tíma. -esá
leikja bann
Shaquille O’Neal, leikmaður
LA Lakers, var i gær dæmdur
í 3ja leikja bann fyrir að slást
við Brad Miller, leikmann
Chicago Bulls.
Shaq sló til hans í tvígang, í
fyrra skiptið reyndi hann að
slá í höfuð Millers en missti
rétt svo marks. Hefði hann
hæft hefði bannið sjálfsagt
oröið mun lengra.
Hann getur því prisað sig
sælan, í það minnsta í þetta
skiptið, að hitta ekki alltaf í
mark eins og vítanýting hans
ber með sér. -esá
Lucas sagt upp
Úrvalsdeildarlið Tindastóls hefur
sagt upp samningi sínum við Banda-
ríkjamanninum Bryan Lucas sem
leikið hefur með liðinu í vetur. í
staðinn hafa Stólamir fengið til sín
kunnuglegt andlit en Maurice Spill-
ers, sem leikið hefur hér á landi
bæði með Keflavík og Þór Akureyri,
er genginn til liðs við Stólana.
■ Spillers kom fyrst hingað til lands
1998 og kláraði tímabilið með Keíl-
víkingum. Tímabilið á eftir samdi
hann við lið Þórs frá Akureyri en
varð fyrir því óláni að fótbrotna i
fyrsta leik sínum með liðinu. Hann
kom aftur til Þórs árið eftir og lék
vel þá 16 leiki sem hann spilaði í
deildinni. Síðasta timabil kom hann
aftur til Þórs eftir áramót tO að taka
við af Clifton Bush sem lék með Þór
fyrir jól Spillers skoraði 25,5 stig í
leik, tók 14,6 fráköst og gaf einar 5,3
stoðsendingar að meðaltali í leik.
Hann mun styrkja lið Tindastóls
mikið en Stólamir spila eins og
kunnugt er í undanúrslitum í bikar
næsta sunnudag gegn Njarðvík.
-Ben
Ólafur
Stefáns-
son gefur
hér ungum
aðdáanda
eiginhandar-
áritun eftir sig-
urleik ís-
lenska lands-
liðsins gegn
því þýska á
laugardaginn.
DV-mynd PÖK
- DV-Sport greinir breytingar til
batnaðar hjá íslenska
handboltalandsliðinu frá því í
nóvemberleikjunum gegn Noregi
meistaraniy
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, telur að íslandsmótið í innanhússknattspyrnu sé tímaskekkja:
„Tími til að segja stopp“
- ótímabært að breyta fyrirkomulaginu, segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ
Á heimasíðu KA er haft eftir Þor-
valdi Örlygssyni, þjálfara knatt-
spymuliðs félagsins, aö íslandsmót-
ið í innanhússknattspymu sé tíma-
skekkja og löngu tímabært að því sé
hætt. DV-Sport náði tali af Þorvaldi
í gær og forvitnaðist um hvað lægi
að baki. „Ég er ekki að fara fram á
það að gert verði út af við keppnina
en kannski er tímabært að gera hlé
á innanhússmótum í þessu formi
þar sem stærri hús, alvöru fótbolta-
hús, eru á leiðinni," sagði Þorvald-
ur. „Þá er kannski hægt að þróa ein-
hverja öðruvísi keppni, t.d. á hálf-
um velli eða eitthvað slíkt. í fram-
tíðinni verða síðan komin það mörg
hús að við getum farið að spila
riðlakepþni í deildabikarnum fyrr
og lengja mótið þannig, spila ellefu
manna knattspymu eins og þá sem
menn eru að spila á sumrin.
Ég er hins vegar ekki að niður-
lægja keppnina sem heild, hún hef-
ur þjónað sínum tilgangi gegnum
árin og menn haft gaman af. En ef
menn eru heiðarlegir þá myndu
flestir leggja það til að tími væri
kominn til að segja stopp. Auðvitað
vilja menn taka þátt í þessari
keppni og vinna og við höfum tekið
þátt í henni og reynt okkar besta.
En þar sem við tökum þátt í þessu
og deildabikamum og förum um 7-8
ferðir á vetri í Reykjaneshöllina þá
má kannski segja að þama sé mögu-
leiki til þess að fækka þessum ferð-
um og einbeita sér að ellefu manna
fótbolta.
Deildabikarinn er alltaf að veröa
betri og betri, við tökum þessa leiki
sem æfmgaleiki og við fáum tryggða
góða leiki sem henta liði eins og
okkur mjög vel. Ef menn halda rétt
á spöðunum og þróa keppnina rétt
þá gæti þetta orðið mjög skemmti-
legt mót i framtíðinni.“
„Aðstæður til knattspymuiðkun-
ar yfir veturinn eru þannig hér á
landi að á flestum stöðum á land-
inu fer hún fram í hefðbundnum
íþróttasölum og því er spiluð gríð-
arlega mikil innanhússknattspyma
á íslandi," segir Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri KSÍ. „Það hefur
verið full þörf fyrir slíkt mótahald
en það kann að breytast í einhverj-
um flokkum á komandi árum og þá
verða málin auðvitað skoðuð. Það
getur vel verið að íslandsmótið í
innahússknattspymu sé barns síns
tíma en ég sé það ekkert endilega
fyrir mér að það muni leggjast af.
Það getur vel verið að einhver félög
hætti þátttöku þar, það henti betur
öðrum félögum, og mótið breytist
því á einhvern hátt.
Ég sé það ekki fyrir mér hver
þróunin verður, í fyrsta lagi verð-
um við að fá þessi nýju hús og sjá
hvaða áhrif þau hafa á vetrariðk-
un. Það er ljóst að þau munu hafa
áhrif en við verðum lika að líta til
þess að það verður áfram full
ástæða til þess að skipuleggja mót
fyrir þann fjölda barna og unglinga
sem stunda innanhússknattspymu
yfir veturinn og kannski að hluta
til fyrir meistaraflokk. Stóru húsin
bjóða upp á ýmiss konar möguleika
á mótahaldi þannig að það er ljóst
að þar verður einhver þróun á mót-
um en það er ekki tímabært í dag
að spá um það.“ -ÓK