Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Page 2
16
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
17
Sport
Sport
Þjóöverjarnir eftir leik:
Má aldrei
afskrifa ís-
lendingana
Heiner Brand, landliðsþjálfari
Þjóðverja, sagði í samtali við
DV-Sport fyrir helgi að úrslit æf-
ingaleikja væru ekki aðalmálið í
undirbúningi fyrir stórmót.
Hann var spurður eftir leiki
helgarinnar hvort hann væri
enn þeirrar skoðunar.
„Vissulega skipta jákvæö úr-
slit máli en ekki það mikilvæg-
asta í æfingaleikjum sem þess-
um.
Vildum vinna
Við vildum samt sem áður
vinna og viö vorum komnir vel á
leið en nokkur afdrifarík mistök
ungu leikmannanna voru dýr-
keypt sem og að við þurftum
einnig að keppa gegn dómurum
leiksins.“
- Hvaó segja þér þessir tveir
œfingaleikir um helgina?
„Að það er enn mikil vinna
fram undan og margt sem þarf
að laga. Ég vissi fyrir fram að ís-
lenska liðið væri gott en við vor-
um að gera of mörg tæknileg
mistök til að geta unnið leik hér.
íslenska liðið og leikmenn
þess komu mér ekki á óvart þó
svo að yfirburða góö frammi-
staða Ólafs Stefánsssonar væri
eftirtektarverð. Kannski komu
einstaka atriði í leik liðsins leik-
mönnum mínum á óvart en ég
hafði reiknað með þessum styrk-
leika frá íslenska landsliðinu,"
sagði Heiner Brand.
Frank von Behren fyrirliði
„Leikirnir gegn fslandi voru
okkur dýrmæt reynsla. Þar sá-
um við nákvæmlega hvar við
þurfum að bæta okkur.
Úrslit leikjanna skipta ekki
öllu máli hvaö undirbúninginn
varðar heldur getum við lagt
áherslu á ýmis atriði í leik okk-
ar sem fóru úrskeðis hér um
helgina.
íslenska liöið til ails lík-
legt
Það getur allt gerst enn á EM
og ég er enn vongóður um árang-
ur, það hefur ekkert breyst. Öll
lið geta gert atlögu að gullinu og
íslenska liðið í þvi formi sem
það sýndi um helgina má alls
ekki afskrifa. -esá
Förum
Patrekur Jóhannesson gegndi
hlutverki landsliðsfyrirliða um
helgina og fór vel í því hlutverki.
DV-Sport ræddi við hann um leiki
helgarinnar.
„Menn voru auðvitað mjög
ánægðir með sigurinn í gær
(laugardag) og það var auðvitað
spurning hvernig við kæmum í
þennan leik i dag (sunnudag). En
við sýndum það og sönnuðum að
það býr mikið í liðinu og mikill
karakter sem er mjög ánægjulegt.
Það er eins og þekkist oft erfitt að
fylgja eftir eins glæstum sigri og
þeim i gær gegn jafn sterku liði og
ekkertá flug
þýska landsliðinu.
En fyrst og fremst
voru leikirnir góðir
æfingaleikir. Nú er
bara að halda áfram
á þessari braut því
það eru vitaskuld
leikirnir í keppninni
sem skipta máli. En
það sást vel hvað
liðiö barðist og menn
standa vel sáman og
gefa sig alla í þetta.
Þannig þarf það líka
að vera í Svíþjóð ef
við ætlum okkur að
Patrekur Jóhannesson.
komast áfram eftir
riðlakeppnina.
Það er klárt að við fórum
ekkert flug eftir þetta og
ég er alveg á jörðinni.
Það sem mér finnst
standa upp úr eftir þessa
leiki er að við sýndum að
við getum unnið þá bestu
en um leið og við
íslendingar slökum
eitthvað á og höldum að
hlutirnir gerist af sjálfu
sér verðum við ekkert
annað en miðlungsþjóð.
-esá
Strákarnir okkar kvöddu landsmenn
á besta hugsanlega hátt með tveimur
glæsilegum sigrum á Þjóðverjum í
Laugardalshöllinni um helgina. Leik-
irnir sýna að bæði getan og karakter-
inn eru til staðar til að gera góða hluti
á komandi Evrópumóti þótt vissulega
megi lítið fara úrskeiðis á jafnsterku
móti og þar um ræðir.
Landsliðið heldur utan á flmmtudag-
inn og mun leika tvo landsleiki til við-
bótar gegn Dönum og Frökkum áður
en alvaran tekur við á Evrópumeist-
aramótinu í Svíþjóð.
Þegar Guðmundur Guðmundsson
tók við stöðu landsliðsþjálfara setti
hann upp skilyrði, liðið yrði að fá al-
vöru undirbúning fyrir komandi mót
og allt annan og betri en fyrir tvö síð-
ustu stórmót þar sem islenska landslið-
ið var í vandræðum og andleysi og
deyfð virtist vera yfir liðinu.
Guðmundur vissi að máltækið æf-
ingin skapar meistarann verður seint
of oft kveðið og handbragð hans er
mest áberandi í meiri yfirvegun og aga
i leik liðsins sem og í markvissari
skipulagningu á þeim stutta tíma sem
hann hefur getað haft landsliðið saman
i vetur.
Guðmundur lagði af stað i undirbún-
ing liðsins í upphafi nóvembermánað-
ar þegar íslenska liðið lék þrjá lands-
leiki gegn Norðmönnum. DV-Sport
gerði úttekt á landsliðinu eftir þann
leik og tilgreindi þar ýmis vandamál í
leik liðsins.
Frá þeim tíma lék liðið sex lands-
leiki i Póllandi og í Noregi og þegar
landsliðsstrákarnir stigu inn á nýjar
fjalir Laugardalshallarinnar sýndu
þeir og sönnuðu í leikjunum gegn hinu
geysisterka liði Þjóðverja að Guð-
mundi og strákunum hafi tekist að
breyta mörgum þessum hlutum til
batnaðar.
Bættu sig á flestum stöðum
Þegar tölfræði liðsins í þessum
tveimur leikjahrinum er borin saman,
eins og sjá má í töflu hér til hliðar í
opnunni, er íslenska liðið að bæta sig
mjög mikið á nánast öllum hugsanleg-
um stöðum. Þetta gerist þrátt fyrir að
Þjóðverjar teljist vera með sterkari lið
en Norðmenn. Þýska landsliðið spilar
þannig á Evrópumótinu í Svíþjóð eins
og íslenska liðið og vann meðal annars
sterkt mót fyrr í vetur.
Liðið er að skora meira, fá færri
mörk á sig, nýta skotin og sóknirnar
betur og það sem skiptir ekki síst máli,
íslenska liðið er að skora fleiri hraða-
upphlaupsmörk eða alls 6,5 að meðal-
tali í leikjunum tveimur um helgina.
Mestu munar um markvörsluna en
Guðmundur Hrafnkelsson lék ekki
leikina gegn Norðmönnum í nóvem-
ber þar sem aðeins íslensku mark-
verðirnir vörðu aðeins 26,7% skot-
anna. Guðmundur stóð sig
frábærlega í leikjunum
tveimur og varði 41%
þeirra skota sem á
hann komu en að
auki skutu Þjóðverj-
ar 11 sinnum í
stöng eða slá þar.
sem Guðmundur
var að loka marki
sínu vel. Verði'
markvarslan hjá
Guðmundi i svipuðum gæða-
flokki á EM er ljóst að það sem
stefndi í að vera vandamál eftir Nor-
egsleikina er orðið einn af sterkustu
þáttum liðsins.
Vörnin gríðarsterk
Varnarleikurinn spilar hér einnig
stórt hlutverk. íslenska vörnin var
gríðarsterk um helgina og samvinna
þeirra Rúnars Sigtryggssonar og Sig-
fúsar Sigurðssonar í miðju hennar var
frábær. Enda sést þetta lika vel á töl-
fræðinni. Norðmenn skoruðu 33 mörk
úr langskotum í leikjunum þremur í
nóvember en Þjóðverjar náðu 16 sinn-
um að fmna glufur fram hjá Guðmundi
og vörninni af niu metrunum í leikjun-
um um helgina. Þeir Rúnar og Sigfús
„kveiktu" sem dæmi á stemningunni í
islenska liðinu í seinni leiknum þegar
þeir vörðu hvor sitt skotið í stöðunni
22-23. Framhaldið vann íslenska liðið
6-1 og fjögur þeirra marka voru úr
hraðaupphlaupum.
Samvinna sést enn fremur í færri
brottvísunum sem að sama skapi gerir
Iþróttaljós
Úskar Ó. Jónsson
liðinu auðveldara fyrir að spila sinn
leik.
íslenska liðið sýndi líka að skotval
leikmanna liðsins var til mikillar fyrir-
myndar. íslenska liðið nýtti sem dæmi
80,% skota sinna í seinni hálfleikjum
liðanna tveggja og er alls að nýta 65%
skota sinna í leikjunum.
Hinn gullni meöalvegur Ólafs
Ólafur Stefánsson hefur stigið stórt
skref á undanfórnu ári. Oft hefur það
verið sagt um þennan snjalla leikmann
að hann hugsi of mikið um að mata
félagana og of lítið um að skjóta sjálfur.
Ólafur er í dag aðalskytta íslenska
iiðsins og leikirnir um helgina sýna að
hann er búinn að fmna hinn gullna
meðalveg milli þessa að skjóta sjálfur
og mata félaga sína með glæsilegum
sendingum. Ólafur átti einn sinn besta
landsleik frá upphafi í fyrri leiknum
þegar hann nýtti 11 af 14 skotum og gaf
að auki flmm stoðsendingar. í seinni
leiknum átti hann i vandræðum
framan af enda í strangri gæslu. En i
stað þess að gráta misheppnuð skot og
glataða bolta þá steig Ólafur upp í
lokin þegar mest á reyndi og sýndi af
hverju hann er í hópi bestu
handboltamanna heims og að hann
hefur karakter tfl að leiða íslenska
liðið í Svíþjóð.
Nú taka við spennandi vikur fyrir
framan sjónvarpsskjáinn hjá íslensku
þjóðinni. Væntingar til íslenska liðsins
að þessu sinni eru kannski öðruvísi en
oft áður. Flestir gera sér grein fyrir að
liðið er í erfiðum riðli þar sem lítið
þarf að gerast til að illa fari. í stað þess
að stefna á ákveðin sæti vonast
íslenska þjóðin eftir að sú leikgleði og
sá karakter sem fjölmargir áhorfendur
urðu vitni að í Höllinni verði i
hávegum hafðir þegar strákarnir
okkar mæta tO Svíþjóðar eftir tíu daga.
Þeirra er síðan að gera sitt besta og
kannski aðeins betur ef það er það sem
þarf. Áfram, ísland. -ÓÓJ
Skotnýting leikmanna
Skot/mörk Nvting Stoös. Fiskuð víti Tapaðir boltar
Aron Kristjánsson 2/2 100% 1
Einar Örn Jónsson 6/3 50% 2 2
Guðjón V. Sigurðss. 8/8 100% 1 3 2
Gunnar B. Viktorss. 11/6 55% 2 3
Gústaf Bjarnason 3/4 75%
Halldór Ingólfsson 0/0
Ólafur Stefánsson 26/18 69% 10 1 9
Patrekur Jóhanness. 6/12 50% 7 11
Ragnar Óskarsson 1/2 50% 1 1
Róbert Sighvatsson 2/2 100% 1 1 0
Rúnar Sigtryggsson 1/1 100% 1
Sigfús Sigurðsson 3/5 60% 2 7 3
Sigurður Bjarnason 3/6 50% 1
Markverðir: Skot/varin Hlutfall Stoðs. Tapaðir boltar
Guömundur H. 80/33 41% 2 1
Bjarni Frostason 1/0 0%
Bland í poka
ítölsk knattspyma stendur á tímamótum. Það
er af sem áður var þegar ítölsk félög voru
ríkustu lið heims og keyptu alla dýrustu
knattspymumennina. Á síðasta ári var ekki
eitt einasta félag i A-deildinni rekið með
hagnaði.
Heildartap félaganna í A-deildinni á siðasta
ári var 427 milljónir sterlingspunda sem er
jaihvirði um 63 milljarða islenskra króna og
ber þess að geta að lið Fiorentina er ekki með
í þessum tölum en það félag er nánast
gjaidþrota.
Þetta þýðir að meðaltap á lið var um 3.S
milljarðar íslenskra króna. Skuldir Fiorentina
eru sagðar vera um 15 milljarðar. Nokkrar
leiðir til úrbóta hafa verið nefndar;
forráðamenn stærstu félaganna eru sagðir
vilja endursemja við sjónvarpsstöðvar um
sýningarrétt og hækka þann samning
verulega, auk þess sem á að reyna að lækka
laun leiitmanna sem em einhver þau hæstu i
boltanum í dag.
„Ekki selja Emanuelle Petit," bað Slavisa
Jokanovic ffamkvæmdastjóra sinn hjá
Chelsea, Claudio Ranieri, á enskum
netmiðlum í gær. Colin Hutchinson,
fjármálastjóri Chelsea, sagði ekkert til í
þessum orðrómi en þó er skrafað um það í
Englandi að Ranieri hafi samþykki Kens
Bates stjómarformanns til að halda áfram að
yngja upp liðið.
Petit er 31 árs og hefur aðeins leikið 17 leiki á
þessari leiktið en hann hefur verið meiddur á
ökkla lengi vel í vetur. Búist er við þó
nokkrum hreinsunum i leikmannamálum
Chelsea næsta sumar. Auk Petits er talað um
að Marcel Desailly, Celestine Babayaro,
Mario Stanic, Albert Ferrer, Winston
Bogarde og Gianfranco Zola verði seldir.
Enn er ekki búið að ganga frá sölu Paulos di
Canio frá West Ham til Manchester United.
Di Canio, sem tryggði West Ham sigurinn
gegn Leicester um helgina, sagði eftir leikinn
að hann vildi vinna titla með West Ham. Búist
var við að Di Canio léki sinn síðasta leik með
West Ham gegn Leicester um helgina en
Glenn Roeder framkvæmdastjóri hefur látið
hafa eftir sér að hann væri alveg til í að fara
að fá einhverjar staðfestar fféttir af þessu máli
og um leið hvort af sölu Di Canios til United
verður eður ei. -vbv
37 manaða bið a enda
Með þessum tveimur glæsOegu sigrum a Þjóðverjum um helgma bundu
íslensku landsliðsinennimir enda á langa bið eftir sigri i landsleik í
Laugardalshöllinni. íslenska liðið hafði aUs tapað þremur landsleikjum í röð
í HöUinni og hafði ekki unnið þar leik síðan að Ungverjar voru lagöir þar að
veUi, 22-19, 25. nóvember 1998 í undankeppni heimsmeistaramótsins 1998.
Liðið lék ekki landsleiki í HöUinni 1999 né 2000. -ÓÓJ
Guðjón Valur Sigurösson fagnar einu marka sinna gegn Þjóðverjum. Hann stóö sig frábærlega í báðum leikjum og nýtti færin sín að fullu. Á efri myndinni er Sigfús Sigurðsson að hrista af sér þýskan lands-
liðsmann með hægri hendinni á meðan hann greip boitann meö þeirri vinstri og geröi sig líklegan til að skjóta. DV-myndir ÞÖK
Tölurnar tala
- ýmsir þættir úr leikjunum gegn Norð- mönnum bornir saman við leiki helgarinnar
Geen Norðmönnum: Geen Þióðverium:
3 Leikir 2
1-2 Sigrar/töp 2-0
26,3 Mörk (meðaltal) 28
27,7 Mörk á sig (meðaltal) 24
48,2% Sóknarnýting 51,4%
58,1% Skotnýting 65,1%
50,9% Sóknarnýting mótherja 44,9%
63,4% Skotnýting mótherja 47,1%
44 (14,7 að með- Tapaðir boltar 30 (15 að meðal-
altali) tali)
30/4 (10) Varin skot 33 (16,5)
26,5% Markvarsla 40,7%
45/3 Varin skot mótherja 26/2 (13)
36,3% Markvarsla mótherja 31,7%
22 mínútur (7,3) Brottvísanir 14 mínútur (7)
20 mínútur (6,7) Fiskaðar brottvísanir 16 mínútur (8)
45 (15) Tapaðir boltar mótherja 22 (11)
12 (4) Hraðaupphlaupsmörk 13 (6,5)
17 (5,7) Hraðaupphlaupsmörk móth. 13 (6,5)
(41/72) 56,9% Skotnýting í fyrri hálfleik 51,1% (23/45)
(38/64) 59,4% Skotnýting í síðari hálfleik 80,5% (33/41)
(41/83) 49,4% Sóknarnýting í fyrri hálfleik 44,2% (23/52)
(38/81) 46,9% Sóknarnýting í síðari hálfleik 57,9% (33/57)
DV-Sport spáir í spilin:
Líklegur lands-
liöshópur á EM
Guðmundur Guðmundsson, þjálf-
ari íslenska handboltalandsliðsins,
mun í dag tilkynna þann sextán
manna hóp sem keppir á
Evrópumótinu sem hefst í Sviþjóð
25. janúar næstkomandi. Hann hef-
ur frá því hann tilkynnti landsliðs-
hópinn skoðað 25 leikmenn en nú
um helgina notaði hann 15 leik-
menn í leikjunum gegn Þjóðverjum.
DV-Sport telur að aflir þeir leik-
menn sem léku um helgina muni
ásamt Degi Sigurðssyni mynda
lokahópinn sem heldur til Svíþjóð-
ar. Dagur var ekki með um helgina
því hann þurfti að leika með félags-
liði sínu í Japan.
Hópurinn gæti því verið þannig
skipaður;
Markveröir: Bjarni Frostason
(Haukum) og Guðmundur Hrafn-
kelsson (PaUamano Conversano).
Línu- og hornamenn: Einar Örn
Jónsson (Haukum), Guðjón Valur
Sigurðsson (Essen), Gústaf Bjarna-
son (Minden), Róbert Sighvatsson
(Dússeldorf), Sigfús Sigurðsson
(Val).
Leikstjórnendur og skyttur: Ar-
on Kristjánsson (Haukum), Dagur
Sigurðsson (Wakaunaga), Gunnar
Berg Viktorsson (Paris St. Ger-
main), Halldór Ingólfsson (Hauk-
um), Ólafur Stefánsson (Magde-
burg), Patrekur Jóhannesson
(Essen), Sigurður Bjarnason (Wetzl-
ar), Ragnar Óskarsson (Dunkerque),
Rúnar Sigtryggsson (Haukum).
Það er líka Ijóst að Guðmundur
getur farið aðrar leiðir en að
tilkynna sextán manna hópinn
strax. Hann hefur þann valkost að
halda sætum opnum í hópnum,
velja sem dæmi fimmtán menn og
halda einu sæti lausu fyrir þá tvo til
þrjá menn sem myndu vera til reiðu
verði þeirra þörf. -esá/ÓÓJ/vbv