Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 19 ...........................'""...... Allt um bikarúrslit körfunnar Simi: 550 5000 • Rafpóstur: dvsport@dv.is Ólafur á leiö til Spánar? Spænska liðið Ciudad Real er á höttunum eftir Ólafi Stefánssyni eftir því sem fram kemur á þýska netmiðlinum sportl. Samningur Ólafs við Magdeburg rennur út á næsta ári en Spánverjarn- ir nenna ekki að biða eftir því. Þeir vilja fá hann strax í sumar og eru tilbún- ir að greiða Magdeburg háa Qárhæð fyrir hann auk þess sem Ólafs bíður himinhár samningur til ársins 2007. Ólafur gefur litið fyrir þetta og segist vera með samning við Magdeburg en hann hef- ur áður sagt að hann hafi áhuga á því að leika á Spáni. Real Ciudad er í öðru sæti spænsku deildar- _____________ innar og er með hinn fræga Ólafur Stefánsson. Talant Dujshebaev innanborðs. -ósk Chelsea mætir Preston Það verður Chelsea sem mætir Preston í 5. umferð ensku bikarkeppninnar eftir að liðið bar sigurorð af West Ham í aukaleik úr 4. umferð á Upton Park í gærkvöldi, 3-2. Jermain Defoe kom West Ham yfir á 38. mínútu en Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði metin á 43. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Defoe kom West Ham aftur yfir á 50. minútu en Finninn Mikael Forssell jafnaði aftur metin, 2-2, fyrir Chelsea á 65. mínútu, þremur mínútum eftir að hann hafði komið inn á fyrir Eið Smára Guðjohnsen. Það var síðan varnarmaðurinn John Terry sem skoraði sigurmark Chelsea á síðustu mínútu leiksins. -ósk Markaveisla hjá Stoke Leikmenn Stoke svöruðu gagnrýni Guðjóns Þórðarsonar eftir tapið gegn Bournemouth um helgina með því að efna til markaveislu á Britannia-leikvanginum í gærkvöldi. Stoke mætti Cambridge og fór með sigur af hólmi, 5-0. Bjarni Guðjónsson og Stefán Þórðarson skoruðu sitt markið hvor og þeir Andy Cooke og Marc Goodfellow, auk þess sem einn leikmanna Cambridge varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Stoke komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar. Bjarni var í byrjunarliðinu en þeir Stefán Þórðarson og Pétur Marteinsson komu inn á sem varamenn. -ósk Óvænt tap Bæjara Bayern Múnchen tapaði í gærkvöldi óvænt fyrir St. Pauli, 2-1, á útivelli í þýsku 1. deildinni í knattspymu. Borussia Dortmund jók forystu sína á toppi deildarinnar í fjögur stig með sigri á Hansa Rostock, 2-0, á meðan þeirra helsti keppinautur, Bayer Leverkusen, tapaði á heimavelli fyrir Schalke, 1-0. Kaiserslautern tapaði einnig dýrmætum stigum í toppbaráttunni þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli gegn Hamburger SV, 2-2. -ósk Juventus í bikarúrslitin Juventus tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar með því að gera jafntefli gegn ACMilan, 1-1, í seinni leik liðanna í undanúrslitum. Juventus vann fyrri leikinn, 2-1, og mætir annaðhvort Parma eða Brescia í úrslitum en þau eigast við í kvöld. -ósk Arnar fékk rautt spjald Amar Grétarsson fékk að líta rauða spjaldið á 44. mínútu í kvöld þegar íslendingaliðið Lokeren tapaði, 3-0, fyrir Club Brúgge, toppliði belgísku deildarinnar, á útivelli i belgísku bikarkeppninni. Þetta var fyrri leikur liðanna í keppninni. -ÓK Allir Sýn-dir Nú er orðið ljóst að knatt- spyrnuþyrstir íslendingar fá að sjá heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fer í Japan og Suður-Kóreu 31. maí til 30. júní næstkomandi. Á tímabili var útlit fyrir að ekki yrði sýnt frá keppninni þar sem RÚV taldi sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sýningarréttinn en þess i stað hefur fjölmiðlafyrirtæk- ið Norðurljós, sem á Stöð 2 og Sýn, keypt sýningarréttinn á HM 2002 og 2006 af þýska fjöl- miðlarisanum Kirch. Allir leikir keppninnar, 64 talsins, verða sýndir beint á Stöð 2 og Sýn og verða þeir í lokaðri dagskrá nema opnunarleikur- inn, undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn en reglur Al- þjóða knattspyrnusambands- ins kveða á um að þessir leik- ir verði að vera sýndir í op- 'iil* iiíiliii' inni dagskrá. „Þessi samningur sýnir metnað okkar og vilja til að að þjóna áskrifendum okkar. Ég vil ekki gefa upp hvað þessi samningur kostar okkur en við teljum að hægt sé að græða á honum,“ sagði Hermann Hermannsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpssviðs Norður- ljósa, í samtali við DV-Sport í gær. Stöð 2 og Sýn munu einnig sýna 16 þætti um leið liðanna í úrslitin og hefjast útsendingar á þeim þáttum í mars, 20 markaþætti, 40 viðtalsþætti, 10 þætti um sögu HMauk þess sem allir leikirnir verða end- ursýndir á Sýn. Það er því ljóst að knattspyrnuáhuga- menn fá eitthvað fyrir sinn snúð þetta sumarið. Að sögn fróðra manna í sjónvarpsgeiranum er þessi pakki sem Stöð 2 og Sýn festi kaup gífurlega dýr, nálægt 100 milljónum króna, og jafnvel þótt fjórir stórir styrktaraðil- ar, Olís, Mastercard, KPMG og B&L, standi á bak við dæmið þá er fjárhagsleg áhætta Norð- urljósa mikil. Hermann Hermannsson er þó hvergi banginn. „Þetta er viðskiptaleg ákvörðun. Við teljum okkur hafa burði til að hagnast á þessu og ekki má gleyma því að keppnin 2006 fer fram í Þýskalandi. Þetta er því líka fjárfesting til framtiðar. Fólk hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og við höfum orðið varir við mikinn þrýst- ing frá okkar áskrifendum. Áhorfendur eru tilbúnir að borga fyrir þetta efni og ég yrði hissa ef afnotagjöldin hækkuðu ekki eilítið,“ sagði Hermann. -ósk Hreggviöur Jónsson, forstjóri Norð- urljósa, var ánægöur meö að hafa tryggt sér sýningarréttinn aö HM 2002 og 2006. DV-mynd E.ÓI. NBA í nótt Sacramento-Boston ......108-85 Stojakovic 24, Bibby 16, Christie 15, Divac 15 - Walker 26, Pierce 16, Strickland 9 Houston-Cleveland......109-111 Mobley 29, Francis 25 (10 stoðs.), Torres 13 - Miller 31, Person 23, Davis 13 Dallas-New Jersey .....112-100 Nowitzki 22 (9 frák.), Nash 18 (12 stoðs., 8 frák.), Zhi Zhi 15 - Martin 26, Van Horn 21, Kidd 14 (12 stoðs.) Portland-Minnesota .... 103-113 Wells 35, Stoudamire 19 (10 stoðs.), Wallace 18, Pippen 16 - Szczerbiak 30, Smith 21, Billups 18 (11 stoðs.) Phoenix-Seattle .........79-90 Marion 19, Marbury 16 (12 stoðs.), Delk 12, Wallace 11 - Barry 21, Baker 17, Lewis 15, Payton 11, Radmanovic 11 Chicago-LA Lakers........97-89 Fizer 21, Ollie 15, Artest 13 - Bryant 38, Medvedenko 11, Fisher 9 -EK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV sport (07.02.2002)
https://timarit.is/issue/200847

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV sport (07.02.2002)

Aðgerðir: