Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 15 Þreföld umferð í kvennahandboltanum Á ársþingl HSÍ um síðustu helgi var samþykkt að ef níu lið eða færri tækju þátt í 1. deild kvenna í handknattleik næsta vetur yrði leikin þrefóld umferð í deildinni. Ef liðin verða hins vegar 10 eða fleiri verður leikin tvöíold umferð eins og nú er. Liðin sem eiga heimaleiki í fyrstu viðureignum liðanna munu þá einnig eiga heimaleik í þeim þriðja. Almenn samstaða var um þessa breytingu að sögn Einars Þorvarð- arsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, líka hjá landsbyggðarliðunum KA og ÍBV. Nokkuð hefur verið gagnrýnt hve fáir leikir eru í deildinni og langt á milli þeirra og er vonast til þess að þessi breyting lagi það ástand. -HI Hegic hætt hjá Gróttu/KR Amela Hegic, sem leikið hefur með Gróttu/KR í vetur, er hætt að æfa hjá félaginu. Þetta varð samkomulag miUi beggja aðila samkvæmt heimasíðu Gróttu/KR. Ástæðan er einkum launakostnaður en á síðunni kemur fram að kvennaráð Gróttu/KR hafi staðið við sínar skuldbindingar og gott betur. Aðrir aðUar sem hefðu ætiað að standa straum af kostnaði vegna hennar hefðu ekki staðið við sitt og kvennaráðið hefði ekki bol- magn tU að taka á sig þeirra skuldbindingar. Þetta er áfaU fyr- ir Gróttu/KR þó að frammistaða hennar hafi valdið vonbrigðum í vetur, enda úrslitakeppni fram undan og mikUvægt að hafa sem flesta leikmenn tti taks. Þetta eru ekki einu vandræðin sem lið Gróttu/KR er í. Þegar er ljóst að AUa Gokorian verður frá í 3-4 vikur vegna handarbrots og þá mun markvörðurinn Þóra Hlíf Jónsdóttir ekki leika meira með liðinu á þessu keppnistímabili vegna meiðsla en hún hefur spU- að með slitin krossbönd í aUan vetur. -HI Úrslit í NBA ÚrsUt aðfaramótt sunnudags: Orlando-Toronto .........92-79 McGrady 22, Garrity 15, Armstrong 14 - Carter 16, Davis 15 (12 fráköst), Peterson 12 Boston-Washington .......98-91 Walker 23, Pierce 18, Anderson 17 - Hamilton 21, Lue 19, Alexander 15 (8 fráköst) Cleveland-LA CUppers .... 78-95 Langdon 17, Jones 14 (7 stoðsending- ar, Person 11 - Piatkowski 17, Brand 17 (14 fráköst), Miles 12. Detroit-Indiana .........84-89 WiUiamson 22, Atkins 15, Curry 14, Barry 13, WaUace 7 (17 frák,) - J. O’Neal 23 (14 frák.), Artest 16, Kinsley 15. Houston-Utah.............95-92 Mobley 28, Thomas 18, Francis 16 - Malone 21, MarshaU 18, LaRue 14. LA Lakers-New York . . . 117-103 S. O’Neal 40, Bryant 18 (7 stoðs.), George 17 - SpreweU 31, Thomas 20 (12 frák.), Houston 16, Harrington 13. Phoenix-Charlotte .......82-88 Marion 27, Marbury 22, Gugliotta 10 - Mashbum 26, Davis 18, Magloire 17. ÚrsUt í nótt: Washington-Boston ......99-104 HamUton 31, Alexander 24, White 10 (11 frák.) - Pierce 37 (9 frák.), Walker 19 (8 frák.), Delk 19 Atlanta-Golden State .... 121-96 Terry 32 (9 stoðs.), Rahim 19 (13 frák.), Mohammed 16 , Vaughn 16 - Jamison 27 (9 frák.), Fortson 14 (16 frák.) Minnesota-LA Clippers . . . 99-108 Gamett 26 (11 frák.), Smith 25, BUlups 18 (8 stoðs.) - MUes 20, Mclnnis 17 (14 stoðs.), Richardson 17 Memphis-Utah.............79-78 Gasol 20, WiUiams 15 (9 frák., 9 stoðs.), Battier 11 - MarshaU 16, Malone 14, KirUenko 13 Chicago-Sacramento .... 103-107 Rose 35 (13 stoðs.), Curry 17, Chandler 12 - Stojakovic 29 (9 frák.), Webber 26 (11 frák.), Divac 14 (14 frák.) DaUas-Seattle..........119-108 Finley 26, Nash 23 (9 stoðs.), Notwitzki 19 (12 frák.) - Mason 25, Payton 22, Lewis 17 (10 frák.) Denver-San Antonio......78-93 McDyess 19, Howard 14 (7 frák.), Lenard 10 - Duncan 21 (9 frák.), Daniels 19, Rose 18 arabikarnum i 1. deíid kvenna eftir aö Studinur lógðu KR aö velli i hreinum urslitateik um títil inn i gærkvold. DV-mynd ÞÓK Nýr þjálfari tekur við stjórninni hjá HK í Essodeild karla í handknattleik: Valdimar hættur störfum - eftir brösugt gengi HK-liðsins sem var langt undir væntingum Valdimar Grlmsson, sem stjómað hefur HK í Essodeildinni í vetur, hætti í gærkvöld störfum hjá félaginu. Valdimar sagði i sam- tali við DV-Sport i gær- kvöld að það væru tvær meginástæður fyrir þvi að hann hefði hætt störfum. „Ég var að kaupa fyrir- tæki og það fer gífurlegur tími og vinna í að byggja það upp. Að auki hefur gengi liðsins ekki verið eins og best hefði verið á kosið í vetur. Það lá fyrir að ég myndi að öllum líkind- um hætta í vor vegna vinnu en fyrst staða liðsins var ekki betri en hún er fannst mér rétt að hætta strax og leyfa nýjum manni að reyna að sprauta nýju blóði í leik- menn liðsins, sagði Valdi- mar Grímsson.” Þriggja ára plan „Það hefur verið þónokkur óánægja meöal stjórnarmanna upp á síðkastið vegna gengis liðsins sem mönnum þótti vera langt undir vænting- um. Menn virðast ekki hafa áttað sig á því að við misstum marga lykilmenn áður en tímaþilið byrjaði og því var kannski á bratt- ann að sækja. Það hafa margir ung- ir leikmenn fengið sína eldskim í vetur og því er kannski hægt að segja að menn hafi ekki verið með raunhæfar væntingar. Ég kom til HKog hafði hugsað mér að vinna eftir þriggja ára plani. Forráða- menn liðsins hafa grehiilega ekki verið á sama máli. Þeir vildu kom- ast í úrslitakeppnina sem er auðvit- að skiljanlegt þar sem þeir eru að reyna að reka félag. Menn voru því kannski að vinna að sömu hlutum á mismunandi hátt og það kann aldrei góðri lukku að stýra,“ sagði Valdimar. Kveö sáttur Valdimar sagðist skilja við HK- menn í mesta bróðerni. „Það er allt í góðu á milli mín og forráðamanna HK. Ég kveð sáttur enda hlaut einhvern tíma að koma að því að maður myndi hætta af- skiptum af handknattieik. Nú fæ ég tíma til að einbeita mér að minni eigin vinnu og það verður ærinn staríí. Það getur síðan vel verið að ég snúi aftur i handboltann þegar það róast í vinnunni hjá mér á ný,“ sagði Valdimar Grímsson í gærkvöld. Árni tekur við Ámi Stefánsson, sem verið hefur liðsstjóri HK í vetur, mun stjóma liðinu það sem eftir lifir vetrar. Hann stýrði sinni fyrstu æfingu hjá liðinu í gærkvöld og stjórnar liðinu í fyrsta sinn gegn ÍR í Seljaskóla í kvöld. -ósk Valdimar Grímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.