Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2002, Blaðsíða 20
í 32 Skoðun MÁNUDAGUR 18. MARS 2002 DV Verðbætur á af- borgun og vexti Ferðu í margar fermingar- veislur á þessu vori? (Spurt á Akureyri) Ólafur Kristjánsson sjómaöur og Gunnar Björn: Það er engin fermingarveisla hjá mér á þessu vori og iangt síöan ég hef fariö í slíka. Bóas Elríksson nemi: Ekki eina einustu. Oft hefur þetta veriö svona ein veisla á vori. Guðrún Jónsdóttir húsmóöir: Kannski tvær. Þaö er svona meöal- skammtur hjá mér. Enga. Þaö er alltaf sjarmi yfir þess- um veislum, gott aö boröa og skemmtilegt fólk. Sigríður Stefánsdóttir bókhaldari: Aö minnsta kosti eina. Þessar veisl- ar eru atitaf skemmtilegar, hitta fjöl- skylduna og boröa eitthvaö gott. Víöir Björnsson kræklingaræktandi: Ég fer i tvær veislur. Já, vissulega fylgir þeim tilhlökkun. Þær eru alltaf skemmtitegar, hitta skemmtilegt fólk. Það er ekki vandalaust að skilja útreikn- inga á greiðslu- seðlum hinna ýmsu lána. Auð- velt er að skilja útreikning beinn- ar lántöku gegn víxli. Þar er láns- upphæð tilgreind, vaxtafótur og kostnaður. Búið mál og afgreitt. Þegar kemur að lánum lífeyrissjóðanna og íbúða- lánasjóðs flækist málið nokkuð fyr- ir mörgum. í mörgum tilvikum eru vextir lág- ir, allt niður í 2% af lífeyrissjóðslán- um og 4,9% af lánum íbúðalánasjóðs. En verðbætur verða mörgum óskilj- anlegar. Á lánum Ibúðalánasjóðs með greiðslujöfnun eru verðbætur bæði tengdar launavísitölu (breyting vísi- tölu 1465,0 í 4746,0 stig) og verð- tryggðri lánskjaravísitölu (grunn- vísitölu 1614,0 stig), en leiða þó til einna en ekki tvenns konar verð- bóta. Dæmi af greiðsluseðli frá lífeyris- sjóði: Afborgun á nafnverði ca 3.000 kr. - verðbætur ca 19.000 kr., vextir tæpar 8.000 kr. og kostnaður tæpar 200 kr. - Til greiðslu rúmar 30.000 kr. Á greiðsluseðlum lífeyrissjóða er annað uppi á teningnum. Þar eru verðbætur tvöfaldar, þ.e. verðbætur af afborgun og verðbætur á vexti. Þar er miðað við byggingavísitölu (grunnvísitala sé 2298 og vísitala á gjalddaga 12593). Dæmi af greiðsluseðli frá íbúða- lánasjóði: Afborgun ca 5000 kr. - vextir ca 1500 kr. - verðbætur á af- borgun ca 22000 kr. - verðbætur á skrifar: í helgarblaði DV 9. mars sl. er skemmtilegt viðtal við Gísla Mar- tein Baldursson sem segist standa í ástarsambandi við Reykjavík og sér finnist Tjarnargatan vera fallegasta gönguleið landsins. Á svona fólki þurfum við að halda í borgarstjórn en ekki byggðastefnufólki sem vill flytja fyrirtæki, störf og fólk burt úr borginni. Gísli vill frjálsan af- greiðslutíma en segir að það sé lýti á miðborginni hve margir nektar- staðir séu þar. Sannleikurinn er þó sá aö nektar- staðir í miðborginni eru ekki nema „Sjálfvirk verðtrygging, t.d. á íbúðalánum, er ósanngjörn. Full ástæða er til að œtla að verðtrygg- ingunni sé fyrst og fremst œtlað að tryggja hagsmuni lánardrottna langt, langt umfram það sem sann- gjarnt og siðlegt getur talist..." vexti ca tæpar 7000 og greiðslugjald 200 kr. í báðum tilvikum hækka eftir- stöðvar með verðbótum eftir greiðslu þar sem verðbætur (eða hluti þeirra) eru lika lagðar á höfuð- stólinn. Þarna lendir því skilgrein- ing á veröbótunum og skilningurinn á þeim fyrir austan sól og vestan mána. Heilbrigðara væri að taka eitthvað „Á svona fólki þurfum við að halda í borgarstjórn en ekki byggðastefnufólki sem vill flytja fyrirtæki, störf og fólk burt úr borginni. “ tveir. Gallinn er að þeir sem skrifa um miðbæinn, og þá sérstaklega skemmtanalífið þar, eru ekki nægi- lega kunnugir á svæðinu eftir að kvölda tekur, og jafnvel ekki Gísli Marteinn, sem kannski er ekki von, hann er einn hinna uppteknu heim- ilisfeðra. Það er rétt hjá Gísla Mar- teini að auka þarf löggæsluna. En hærri vexti af báðum þessum lang- timalánum og sleppa verðbótaþætt- inum að fullu í tiltölulega lágri verð- bólgu. Meðaltcdsverðbólga fyrir árið 1998 var um 1,7%, fyrir árið 1999 3,4%, fyrir árið 2000 5%, árið 2001 6,7%. Og nú síðast 8,7% á þessu ári. - Ekki verður greint neitt samræmi í þess- um verðbólgutölum við verðbætur á afborgun og verðbætur á vexti á þessu tímabili. Verðbætur voru síð- ur en svo lægri t.d. á árunum 1998 eða ‘99. Sjáifvirk verðtrygging, t.d. á íbúðalánum, er ósanngjörn. Full ástæða er til að ætla að verðtrygg- ingunni sé fyrst og fremst ætlað að tryggja hagsmuni lánardrottna langt, langt umfram það sem sann- gjarnt og siðlegt getur talist - og að lánastofnanir hér sýni almenningi einfaldlega í tvo heimana með full- um stuðningi ráðamanna þjóðarinn- ar á hveijum tíma. Nema aðrar út- skýringar komi til. Þeim myndu margir fagna. lögreglumenn segja sjálfir að þeir verði stundum fyrir aðkasti þegar þeir vilja skakka leikinn. Hinn vinsæli sjónvarpsmaður, Gísli Marteinn, gæti e.t.v. komið á betra og vinsamlegra sambandi á milli borgara og lögreglu. Þar er verk að vinna. En „spillingin“ er ekki ný af nálinni. Einu sinni þótti Laugavegur 11 aðalspillingarstaður- inn í bænum! Svoleiðis hugmyndir eru löngu orðnar að brandara en rifjast upp fyrir fólki til gamans. En fólk sem kýs að berjast gegn ímynd- aðri spillingu verður alltaf til. Og baráttan við vindmyllumar tekur víst aldrei enda. Geir R. Andersen blm. skrifar: Gísli Marteinn hefur verk að vinna Sofa eins og englar Þeir sofa vel á Litla-Hrauni, fangarnir. Síðustu fréttir herma að undir skrokk þeirra um nætur sé latexdýna af nýjustu sort sem þróuð hefur verið sérstaklega fyrir langlegusjúklinga af ýmsu tagi, svefnpurkur sem þjást af kæfisvefni og nú- tímavíkinga sem sigla á langskipum vestur um haf í misjöfnum veðrum. Órólegir fangar sem verið hafa til vandræða upp á hvem dag sofa nú eins og englar og eru hvers manns hugljúfi. Mæta gleiðbrosandi í morgunmatinn á Hraun- inu, úthvíldir og tilbúnir að takast á við daginn. Eðli máls samkvæmt eru vistarverur á Hraun- inu ekki eins og hjá venjulegu fólki. Enda ekkert venjulegt fólk sem þar býr. Karlmenn sem kom- ist hafa í kast við lögin, síbrotamenn, morðingj- ar, nauögarar og önnur voðamenni - fæstir 4 þeirrar gerðar að þeim sé tekið fagnandi af sam- borgurum sem mæta þeim einir á ferð í húsa- sundi að næturlagi. í stað venjulegra hurða era stálhurðir og fyrir gluggum eru rimlar. Þessir menn eru að taka út refsingu og ekki æskilegt að þeir séu á ferð innan um venjulegt fólk svona rétt á meðan þeir telja daga, vikur, mánuði og ár. Á réttri leið ^ En Garri sér í hendi sér að með latexdýnun- um góðu era fangelsismálayfirvöld smám saman að komast á rétta sporið. Þar á bæ eru menn seint og um síðir að átta sig á þeirri staðreynd að i fangavistinni eiga menn ekki einasta að taka úr refsingu samkvæmt dómi heldur er meiningin að fangamir séu betraðir í vistinni. Þeir eiga ekki einasta að vera betur í stakk bún- ir að takast á við líflð þegar afplánun er lokið heldur einnig þá spegilmynd raunveruleikans sem þegar blasir við í vistinni. Þeir eiga því eðli- lega að hafa almennilegar dýnur til að geta sofið úr sér dópvímuna. Eða til að liggja á meðan þeir bíða endalaust eftir geðhjálp, meðferðarfulltrúa, presti eöa öðrum gervilausnum sem gera reynd- ar ekki annað en æsa upp í þeim meðvitund um sína aumu stöðu og gera fangavörðunum lífið leitt. Meðan vel fer um fangana í vímunni eða með- an þeir bíöa eftir gervilausnum eru þeir til friðs og koma að auki gleiðbrosandi í morgimmatinn. Sem ekki er af verri endanum því kokkar Hraunsins eru annálaðir listamenn í sínu fagi. Kalla fram þvílíkar krásir að engmn fanga með réttu ráði dettur í hug að reyna að strjúka. Nýtt líf Þessa dagana koma af Hrauninu úthvíldir, gleiðbrosandi menn, pakksaddir og pattaralegir. Á móti tekur samfélag sem hefur tileinkað sér nýjustu strauma í betrunarvist, latexdýnur og lúxusfæði. Fyrrum refsifóngum er ekkert að van- búnaði að takast á við daginn - og nóttina. CrMfl Söngkonan Björk /' „tiiboösstellingum"? Björk setur ofan Guðrún Helgadóttir skrifar: Nú eru okkur bornar þær fréttir að hin ástsæla söngkona, Björk Guð- mundsdóttir, sé ekki lengur gjald- geng á hinni vinsælu MTV-popptón- listarstöð. Ástæðan? Jú, Björk þykir of „djörf ‘ að því er snertir líkamann og hvemig hún sýnir hann - kemur fram berbrjósta og hagar sér ósið- lega á sviði. Þetta er leitt að heyra og eiginlega fer maður að hugleiða hvort nokkuð sé hægt að flagga henni meira sem listakonu. Mér er ekki sama um þessa frétt og líklega ekki mörgum öðrum heldur. En það er eins og segir í spakmælinu: Lengi skal manninn reyna. Og svo hitt: Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, og á ég þá við íslensku þjóðina alla - sem er klámfengin í besta lagi, sið- laus og óábyrg. Hún sagði „svertingi“! Jón Ólafsson skrifar: í einum þjóðmálaþættinum i Rík- isútvarpinu í vikubyrjun, þegar sem mest fór fyrir forsetakosning- unum í Simbabwe og enginn hefur áhuga fyrir, var rætt við islenska konu sem virðist starfa þama syðra. Skyndilega hrökk ég í kút því kon- an sagði að „svertingjarnir" sem þarna byggju ... o.s.frv. Þetta orð hélt ég að íslendingur þyrði bara ekki að taka sér í munn þvi jafnvel verður að fara varlega með orðin „litaður" og „þeldökkur" og alls ekki má nota orðið „blámaður" eða „negri“ þótt einmitt það orð sé hið viðurkennda um mestalla Evrópu; t.d. er oröið „negrito" vinsælt um litlu svörtu krakkana. En nú ruglast maður ærlega, eftir að konan komst upp með „svertingjann" í beinni út- sendingu í RÚV, því musteri mann- gæsku og hégómleika. Sturla Halldór Böövarsson Blöndal Spennuvaldar í stólum sínum? Veröa báðir að víkja Guðjón Sigurðsson skrifar: Sú staðreynd liggur á borðinu að ráðherra samgöngumála er rúinn pólitísku trausti þótt hann kunni að öðru leyti að vera víðkunnur heið- ursmaður. Sama máli gegnir um forseta sameinaðs Alþingis sem hef- ur m.a. verið upptekinn af kjör- dæmapoti með ákvörðunum um til- færslu starfa í símavörslu eða álíka þykjustustörfum, einkum út á landsbyggðina norðanverða. Þáttur hans í ráðningu hins brottvikna for- stjóra Símans, með frábendingu til arftakans, núverandi samgönguráð- herra, er einnig þokukenndur. Sé tregðan á brottvikningu samgöngu- ráðherra rakin til framsóknar- tengsla verður bara að fmna annan og sauðgleggri framsóknarmann í þennan ráðherrastól. Þjóðin unir ekki því taktléysi að leyfa þessum mönnum að sitja undir ámæli öllu lengur. Forsætisráðherra er í lófa lagið að „afiétta" spennunni. IPV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverhotti 11,105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.