Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2002, Page 14
14 _____MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 Skoðun Fimm eyþjóðir gætu tortímst Frá Marshall-eyjum. Spurning dagsins Hver er uppáhaldsveitinga- staðurinn þinn? Þóra Míneva, starfsm. Eimskips: Naustiö er ægilega gott og Jómfrúin stendur alltaf fyrir sínu. Saga Ýrr Jónsdóttir, starfsm. Eimskips: Ítalía, ég fór einmitt þangaö á laug- ardaginn í góöra vina hópi og þaö var allt eins og þaö gerist best. Magnea Sif Agnarsdóttir klippari: Ég á aldrei peninga til aö gera eitt- hvaö „grand“ en leyfi mér aö fara svolítiö oft á Vegamót þar sem er besti maturinn í bænum. Gunnar Björgvin Ragnarsson klippari: Apótekiö. Þar eru alveg pínulitlir skammtar en bragöast alveg rosa- lega vel. Guðmundur Hallgrímsson: Pylsuvagninn, Selfossi. Mary hársnyrtir: Tapasbarinn er góöur, svo elda ég góöan mat sjálf. Framhald greinar Andrews Simms í Guardian sem Guðmundur Sig- valdason á Akureyri þýddi og sendi okkur: Það mundu vera mistök hjá iðn- ríkjunum að halda að þau geti klætt af sér storminn. Hamfara-boomer- angið mun lenda á ríku löndunum með margsvíslegum hætti. Trygg- ingafyrirtæki eru að draga sig út úr flóðatryggingum hjá tíunda hluta breskra heimila. Langtímaspár stórra tryggingafyrirtækja, svo sem CGNU, gera ráð fyrir því að efna- hagslegur skaði af hamfórum vegna loftslagsbreytinganna muni fara yfir verga heimsframleiðslu árið 2065, sem í raun þýðir gjaldþrot hagkerflsins i heiminum. Alvarlegur óstöðugleiki vegna þessarar þróunar mun koma fram löngu fyrr. Umhverfisflóttamenn eru núna mun fleiri en pólitískir flóttamenn. Núna hafa 25 miiljón manns flutt sig um set af umhverf- islegum ástæðum, en pólitískir flóttamenn eru 12 milljónir. Um- hverfisflóttamenn eru orðnir svo stórt mál að æðstu yfirmenn Sam- einuðu þjóðanna í flóttamannamál- um vilja ekki að þeir fái lagalega stöðu sem flóttamenn og þá viðeig- andi vemd. Þegar hamfarir, sem stafa af lofts- lagsbreytingunum, reka fólk til að flýja heimili sin, hlýtur ábyrgðin að lenda mjög mikið á ríku þjóðunum, þar sem losun þeirra á gróðurhúsa- lofttegundum hefur fyrst og fremst skapað vandamálið. Sú áskorun sem við þeim blasir er að veita efna- hagslegan og tæknilegan stuðning og skapa umhverfisflóttamönnum stöðu sem veitir þeim vernd. Það er ekki til neitt mat fyrir allan heim- inn á flölda þeirra sem verða að flytja vegna hækkunar sjávarborðs Innbrot Gu&jón Ólafsson skrifar: Við fórum á miðvikudaginn í göngutúr og sólbað inn í Elliðaárdal og lögðum bíi okkar við Félagsheim- ili Orkuveitu Reykjavíkur og fórum niður í dalinn. Ekki vorum við búin að vera meira en 30 mínútur niðri í dalnum þegar okkur datt í hug að fá okkur eitthvað að drekka og ætlaði ég að skreppa í bakarí. En þegar ég kom að bíl okkar var búið að brjóta hliðarrúðu í afturhurð. Engu hafði verið stolið, þar var aðeins flispeysa sem hafði verið hreyfð, sennilega at- „Það dugar ekki lengur að fela sérfrœðingum að fást við vamir gegn hamförum. Loftslagshreytingamar krefjast algerlega nýrrar hugsunar. “ um hálfan til einn metra, sem er möguleg í fyrirsjáanlegri framtíð. Afleiðingar þeirrar hækkunar eru að milljónir verða að flytja í þróun- arlöndunum, svo sem í Bangladesh, Nígeríu, Egyptalandi og Guyana. Að minnsta kosti fimm eyjaþjóðir gætu tortímst. Það eru m.a. Maldive-eyj- „En þegar ég kom að bíl okkar var búið að brjóta hliðarrúðu í afturhurð. “ hugað hvort verðmæti væru í peys- unni sem engin voru. Rúðan hefur verið brotin með verkfæri, ef til vill skrúfjámi. Ég vil vara fólk við að hafa verðmæti í bíl- um á þessu svæði. Eins má benda Orkuveitunni á að setja ætti upp eft- irlitsmyndavélar á öllum bilastæð- um í dalnum. Það er hart að geta ekki farið frá læstum bílum og að fá ar, Marshall-eyjar og Tuvalu, sem nú eru í öngum sínum vegna að- gerðaleysis heimsbyggðarinnar, og leita eftir lögfræðilegum stuðningi til að leiða helstu mengunarvalda heims fyrir dómstóla. Ekkert mat hefur verið gert á lík- legum kostnaði fyrir fátæku löndin að aðlagast loftslagsbreytingunum. Að gera ráðstafanir í tíma skiptir gífurlega miklu máli. Tveimur milljónum mannslífa var bjargað í Bangladesh á 10. áratugnum með samræmdum aðgerðum. Það dugar ekki lengur að fela sérfræðingum að fást við varnir gegn hamforum. Loftslagsbreytingamar krefjast al- gerlega nýrrar hugsunar. ekki að hafa þá í friði út af óþjóða- lýð. Tjón okkar fáum við ekki bætt þó svo að bíllinn sé með kaskótrygg- ingu. Sjáifsábyrgðin er há hjá okk- ur. Það er fullhart að vera að greiða háar upphæðir fyrir tryggingar og fá ekki bætt tjón af inhbroti. Ég vil biðja fólk sem var í Elliða- árdal milli 13.30 og 15.30 og við Fé- lagsheimilið miðvikudaginn 26. júní og hefur séð grunsamlegar manna- ferðir að hafa samband við mig í síma: 867 8356 eða netfang: gutti@strik.is í bíl í Elliðaárdal Garri Boltaþreyta (alias ball-lag) að æsa sig, en liggja sjálfur uppi í sófa og maula maískom á milli þess sem skotin dynja á stöng- um og þverslám. Nú er sumsé sælan búin og það fór eins og Garri hafði alltaf spáð; Suður-Kórea komst í fjórðungsúrslit og tapaði þar fyrir Brasilíumönn- Garri getur ekki á heiium sér tekið þessa dagana. Hann er eiginlega alveg ga ga. Þannig eru málin vaxin að Garra hefur tekist á einum mánuði að snúa sólarhringnum við. Hann sofnar upp úr miðmunda og liggur í láréttum draumaheimi fram yfir miðnætti að hann byrjar að rumska. í niðdimmri nóttinni hefur hann flengst fram úr og farið í sturtu og klætt sig upp i tilefni dagsins i gamla dómaragallann, popp- að og hlammað sér framan við sjón- varpið. Besta sumarleyfið Þessir sólarhringar framan við sjón- varpstækið hafa verið besta sumar- leyfi Garra frá því hann man eftir sér. Og man Garri nú tímana tvenna. Ekkert, segi og skrifa ekkert, fær glatt Garra hjarta meira en góður fótbolti, ekki síst þegar hann þarf ekki að taka þátt i honum sjálfur held- ur lætur öðrum og æði betur vöxnum mönnum eftir að eltast með boltann markstanganna á milli. Og gefa þeim sem lýsa leiknum það eftir um sem þar af leiðandi urðu heims- meistarar. Garri hafði alltaf séð fyrir sér að Ronaldo myndi skora átta mörk ef hann kæmist í úrslit og það gekk líka eftir. Spádómshæfileikar Garra gengu jafnvel svo langt að hann sá fyr- ir á hvaða mínútum mörkin tvö voru skoruð í úrslitaleiknum á sunnudag, en því miður hefur miðinn glatast sem Garri skrifaði þær tímasetningar á. Sólarhringurinn hringsnýst En hvað um það. Nú er kominn hversdagslegur júlimánuður og aftur þarf Garri að fara að mæta á kontór- inn sinn en kemst varla fet fyrir bolta- þreytu (e; ball-lag), sem rétt eins og flugþreyta (e; jet-lag) getur gert mann æði ruglaðan í riminu. Öfugsnúinn sólarhringurinn hringsnýst þessa dag- ana í kollinum á Garra sem gerir lítið annað en að sofa í vinnunni, en vaka þess utan. Hann get- ur sumsé ekki á heilum sér tekið og hefur ein- hvem veginn á tilfmningunni að svo sé um fleiri. En svona er boltinn. Csfivffi. Þankastrik Gísla Á. eru góð. Góð Þankastrik Gísla Á. Lesandi skrifar: Ég vil eindregið benda lesendum á að missa ekki af Þankastrikum Gísla Ástþórssonar í DV. Oft á tíðum dreg- ur hann upp í sjónhendingu inntak atburðanna í afburða vel útfærðum teikningum. Gísli hefur lagt gjörva hönd á blaðamennskuna í þessu landi og margir minnast Aiþýðublaðsins undir hans stjóm sem var frábært blað sem veitti Morgunblaðinu verð- uga samkeppni. Fáviti á ferð ðkumaður hringdi i gær: Á baksíðu Morgunblaðsins í dag blasir við stór mynd af fávita á ferð. Því miður er alitof mikið af slíku fólki á vegunum og það er einmitt það sem skapar stórslysin. Þama ekur maður niður Lögbergsbrekkima á röngum vegarhelmingi. Ökuþór þessi hefur ekið yfir tvær óbrotnar línur. Viti hann ekki hvað óbrotin lína á vegi þýðir, þá á hann ekki að snerta við ökutæki. Einmitt á þessum stað hafa orðið stór og sorgleg slys i gegnum árin. Löggæsla á íslandi er eins og alþjóð veit i algjör- um molum og stjómvöldum til skamm- ar. Óprúttnir og heimskir ökumenn skálka í því skjólinu að þeir verði næst- um örugglega ekki gripnir. En mann- inn á Morgunblaðsmyndinni á að kalla fyrir dómara hið fyrsta, hann er mein- semd í umferðinni. Hanakambur Beckhams Knattspyrnuáhugamaður skrifar: HM í fótbolta er að baki og við sáum þetta ailt, sem er Sýn að þakka. Athyglis- vert var að ýmsar dýrustu stjörnur boltans komust lítt áfram, Beckham, Zidane, Viera og fleiri og fleiri gerðu ekkert sérstaklega góða ferð til Asíu. Hins vegar komu margir snjallir leikmenn í ljós, menn sem spiluðu fótbolta en voru ekki ei- líflega í að skoða naflann sinn. Mér finnst margar þessar rándýru heims- stjömur hundleiðinlegar og ekki pen- inganna virði. Beckham farrnst mér varla hálfur maður, hann hugsaði meira um hárgreiðslu sína sem breyttist milli leikja. Hanakamburinn hans segir kannski sögu um mann sem hreykti sér of hátt. Áfengisauglýsingar í trássi við bann SS hringdi: Það er fróðlegt að fylgjast með því að áfengi er auglýst í fjölmiðlum í trássi við bann við slíkum auglýsing- um. Þetta sjá allir sem vilja, ölgerðar- og víngerðarmenn fara fram hjá þessu banni og láta sem ekkert sé. Áfengis- varnaráð gerir ekkert - og varla þarf að taka fram að lögreglan tekur ekki á neinu. Ég er ekki að kvarta yfir þessum auglýsingum í sjálfu sér. Mér finnst i góðu lagi að þær birtist í fjöl- miðlum. Hitt er annað mál að þær eru lögbrot, það finnst mér ekki í lagi. Lögum þarf að breyta þannig að aug- lýsa megi áfengi á íslandi. Það eykur varla drykkjuna - en gæti kannski rétt við hag fjölmiðla sem mér skilst að séu, ailir sem einn, í vandamálum með reksturinn. Lesendur geta hringt ailan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Beckham meö hanakamb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.