Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2002, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 DV Fréttir Hið tígulega A’Rosa Blu, fljótandi lúxusbær, kom til Reykjavíkur í gær: 2.100 komu meö stærsta farþegaskipi Þjóöverja - ísland inni í einni af ellefu tegundum af ferðum sem skipið býður upp á Á þriðja þúsund erlendra gesta kom til Reykjavíkur með skemmti- ferðaskipinu A’Rosa Blu í gær - um 1.500 farþegar, mestallt Þjóðverjar, og 600 manna áhöfn. „Tært loft, frelsi og hrein náttúra, firðir, jöklar og „Geysire". Þar sem miðnætursól- in skín og sjóndeildarhringur hafs- ins er.“ Eitthvað á þessa leið hljóm- ar kynning á 2 vikna hringferð skipsins frá Warnemúnde í Þýska- landi, noröur með ströndum Nor- egs, þá til íslands (Akureyri/Reykja- vik) Færeyja og Skotlands. Hringur- inn nefnist Blu Viking. Geysir gamli í Haukadal er eitt af aðalað- dráttaröflum hringsins. Eftir að hinn tígulegi farkostur, fljótandi „lúxusbær", lagðist upp að í Sundahöfn í gær renndu 15 rútur upp að síðu skipsins og fóru með um helming farþeganna í Gullna hringinn svokallaða, Hveragerði, Geysi, Gullfoss og Þingvelli. Aðrir fóru í styttri ferðir i Bláa lóniö, Nesjavelli eða rölt um Reykjavík. „Ég er sex mánuði héma um borð og fæ ekki frí fyrr en 15. nóv- ember,“ segir Bernd Köberich, ör- yggisfulltrúi um borð, sem gekk með DV um skipið sem er á 14 hæðum (þilforum). Bernd er frá Berlín, einn af um 120 þýskum yf- irmönnum á skipinu en um 70 pró- sent fólks í áhöfninni eru frá Asíu, flest frá Filippseyjum. „Ég hlakka óskaplega til að fá konuna mína og barn um borð til mín í næsta mánuði því það er langur tími að vera 6 mánuði á sjó í einu,“ segir hinn glaðlegi Bernd sem heilsar öllum, bæði farþegum og fólki í áhöfninni. Hann er mjög stoltur af skipinu. „Þetta er stærsta farþegaskip Þýskalands," segir hann. A’Rosa Blu var smiðað árið 1990 en var endurbyggt og fór aðra jóm- frúrferð sina í vor. Hægt er að velja um ellefu 7-14 daga ferðir á ýmsar slóöir - þrenns konar í Miðjarðar- hafinu, tvær við strendur N-Áfríku, tvær í Karíbahafið, eina um Vestur- Evrópu, tvær til Noregs og Dan- merkur, þar af aðra einnig til Ham- borgar, og eina um Eystrasalt og norðurferðina m.a. til íslands. Verðið er frá um 56 þúsund krónum fyrir vikuna þar sem fjór- ir gista saman í herbergi sem ekki snýr út á hafið, upp í um 640 þús- und krónur fyrir svítu fyrir einn í tvær vikur. -Ótt Skiplð för í aðra jómfrúrferð sína í vor „Ég hélt nánast aö ég sæi alla leiö til íslands þegar viö lögöum afstaö frá Noregi, svo langt sér maður af útsýnispallinum fyrir ofan brúna," sagöi einn viömælenda DV. Við erum flestir frá Fllippseyjum Glaölegir starfsmenn á útibarnum viö sundlaugina. Asíubúar eru um 70 prósent fólksins í áhöfninni. , DV-MYNDIR PJETUR I tómlegum móttökusalnum Hann er á þremur hæöum. Fátt var um fóik í gær enda flestir f rútum á leiö- inni til Gullfoss og Geysis eöa í styttri feröum. Farþegar fá afhent kort sem þeir nota svo / allri feröinni. Þegar þeir fara frá skipi í land er kortinu rennt í gegnum tölvu þannig aö í hvert skipti veit maöur upp á hár hve margir eru um borö. Viö brottför sést strax hvort einhvern vantar. Köperich uppi á þilfari nr. 13. Mann hreinlega sundlar aö horfa niöur. Þrjú stór skip Eim- skips, fossar sem þykja sumir hverjir mjög stórir, virkuöu nánast sem dráttarbátar þegar litiö varyfir Sundahöfnina. Mörg hundruð manns horfa á kabarett Einn af stóru sölunum í skipinu. Um borð eru sjö veitingastaöir, hver öör- um glæsilegri og sjö diskótek, skemmtistaöir og barir. Sundlaugarpartí á hverjum degi Inn af rými meö tveimur sundlaugum og heitum pottum er mjög rúmgóöur líkamsræktarsalur. III meöferö Mikið hefur borið á kanínum í Öskjuhlíð og þær valdið nokkrum usla í Fossvogskirkjugarði. Þetta er ekki ný saga á íslandi en er til komin sökum þess að fólk sleppir gæludýr- um sínum lausum. Hallgrímur Ind- riðason, forstöðumaður Gróðrarstöðv- arinnar í Kjarnaskógi við Akureyri, þekkir þetta vandamál vel. „Við reyn- um að halda þessu í ákveðnu horfi og það er enginn stórskaði af þeim með- an þær koma ekki inn í gróðrarstöð- ina hjá okkur," segir Hallgrímur. Þeir lentu í talsverðum vanda vegna fjölg- unar kanína fyrir sex árum en Hall- grímur segir aðgerðir til fækkunar hafa tekist vel. „Síðan sér veturinn að mestu um að grisja þetta." Hailgrimur segir það níð að sleppa gæludýrum til skógar, þetta sé gert með ketti líka sem sé í raun enn verra, þar sem þeir eigi sér fátt til bjargar. „Þetta er ekki rétta aðferðin til að losa sig við gæludýr," segir Hallgrimur. -ÓK Sumarhvellur á föstudag Kröpp lægð á Grænlandshafi er á leið upp að landinu og veldur miklu hvassviðri á fóstudag, allt að 18 metr- um, og aðeins á norðausturhluta landsins verður að mestu frítt við rok- ið. Þessu fylgir víða nokkur úrkoma eða skúrir en heldur hlýnar í veðri. Töluvert dregur úr hvassviðrinu á laugardag og sunnudag, en þá gæti vindhraði mælst 5 til 10 metrar. Fleiri lægðir eru á leiðinni en að sögn veð- urfræðings á Veðurstofu eru þær ekki eins krappar en valda þó þvi að víða verður vindasamt. -GG Bláskógabyggð: Ragnar Sær Ragnar Sær Ragnarsson hefur verið ráðinn sveit- arstjóri Bláskóga- byggðar, sem er nýtt sameinað sveitarfélag Þing- vallasveitar, Laug- ardalshrepps og Biskupstungna. Áöur var Ragnar sveitarstjóri í Biskupstungum um íjögurra ára skeið. Ragnar Sær er fertugur að aldri og er leikskólakennari að mennt. Hann lauk síðar námi í hótelstjómun, í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla ís- lands 1997 og námi í opinberri stjóm- un og stjómsýslu árið 2000. Áður en Ragnar kom til starfa í Biskupstungum var hann fram- kvæmdastjóri eigin fyrirtækis á sviði skólaþjónustu í Reykjavík. Utan þess hefur hann svo gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og komið víða við í félagsstarfi ýmiss konar. -sbs Ragnar Sær Ragnarsson. Liðlega 77% fjölgun Alls sóttu 2.674 skólanemar um störf hjá Vinnumiðlun skólafólks í ár á móti 1.856 árið 2001. Borgarráð hefur sam- þykkt 100 milljón króna viðbótarfjár- veitingu til að gera borgarstofnunum kleift að ráða skólafólk í sumarstörf. Alls hafa 1.955 skólanemar verið ráðn- ir til starfa í ár hjá stofnunum og fyr- irtækjum á móti 1.410 árið 2001. Ráðningum hjá Vinnumiðlun skóla- fólks frá 1999 til 2002 hefur fjölgað úr 875 í 1.555 eða um 680 störf, eða 77,7%. Flestar ráðningar eru hjá borgarverk- fræðingi og íþrótta- og tómstundaráði, eða um 87% allra starfanna. -GG Kassagítarar Verð frá } 9.900 Stórtiöfða 27 Sfmi 552 2125 og 895 9376 www.gltarlnn.is gltarinn@gitarinn.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 167. tölublað (24.07.2002)
https://timarit.is/issue/201121

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

167. tölublað (24.07.2002)

Aðgerðir: