Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2003, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2003 DV Fréttir Orð Guðna Ágústssonar um mál Árna Johnsen segja meira en flest annað: Mannlegur harmleikur - langur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag - var áfrýjunin vafasöm? Frétt í DV 13. júlí 2001 Fyrsta fréttín af málum Árna Johnsens. Hún fjallaði um viðskiptí Árna í Byko en það kom á daginn að tímbur sem keypt var í versluninni var merkt Þjóöleikhúsinu en hafði verið sent heim til þingmannsins. Hvað var að gerast? Fjölmiðlar landsins voru nú allir komnir á skrið og þjóðin fylgdist með í hverjum fréttatíma - fólk trúði vart því sem það hafði heyrt. Ámi viðurkenndi svo dómgreindar- brest og áður en langt um leið sagði hann af sér þingmennsku. Hins veg- ar kallaði hann umljöllun fjölmiðla fár. Ríkisendurskoðun fór rækilega yfir málefni sem snera að Þjóðleik- húsinu og ekki síst aðkomu Árna sem formanns byggingarnefndar. Eftir það voru gögn send Ríkislög- reglustjóranum. Nú var þjóðinni farið að verða bragðið af alvöru. Gat þetta virki- lega endað með að alþingismaður yrði dæmdur á bak við lás og slá? Nei, ekki þingmaðurinn, hugsuðu sennilega flestir þegar þarna var komið. Hins vegar átti margt eftir að koma í ljós að vori sem enginn hafði gert sér í hugarlund. Að hausti lok- uðu menn ríkislögreglusljóra dyrun- um á „húsinu i beygjunni" fyrir vet- urinn og máliö fór í eins konar vetr- ardvala af hálfu flestra annarra en lögreglumanna. Þeir áttu eftir að viða að sér miklu magni gagna og tóku að yfirheyra fólk svo mörgum tugum skipti. DVWYND GVA Daginn sem Arni tilkynnti um afsögn sína Þessa mynd tók DV í Vestmannaeyjum sama dag og Árni tilkynnti Davíö Oddssyni forsætisráðherra að hann hygðist segja af sér þingmennsku. fleiri liðum en hann bjóst við. „Nú er bara spurning um áfrýjun. Við getum ekki svarað til um slíkt fyrr en afstaða Árna liggur fyrir,“ sagði sækjandinn og bætti við að ekki væri hægt að taka afstöðu um áfrýj- un hvað varðaði hina fjóra sýknuðu menn - ekki fyrr en Ámi og lög- maður hans ákveddu hvort þeir skytu sínu máli til æðra dómstigs- ins. Undir feld og svo í biö Nú liðu vikm- og menn lögðust undir feld. Er Áma-málinu lokið og hann fer í afplánun, væntanlega sjö og hálfs mánaðar úttekt, sé gert ráð fyrir reynslulausn eftir helming, eða hyggst hann áfrýja? Allir lögmenn sem DV ræddi við á þessu timabili töldu lakari kost fyr- ir Áma að áfrýja en ekki. En hver voru rökin? í 57. grein a-lið í hegningarlögun- um segir að dómi sé heimilt að ákveða að allt að 3 mánuðir af fang- elsisrefsingu skuli óskilorðsbundnir en aðrir hlutar bundnir skilorði. Sé þetta heimfært á 15 mánaða dóminn yfir Áma og dómarinn hefði t.d. vilj- að skilorðsbinda að hluta hefði hann aðeins getað haft 3 mánuði óskil- orðsbundna. Dómarinn hefur hins vegar greinilega talið að 3 mánuðir óskilorðsbundið hefðu verið of eða allt of lítið með hliðsjón af því að hann sakfelldi Áma fyrir 18 af 27 ákæruliðum þar sem í raun var um stór sakarefni að ræða. Svokallað brotaandlag í auðgunarþættinum vora heilar 3,2 milljónir króna. Lögmenn sögðu því samkvæmt þessu að best væri fyrir Áma að una dóminum. Ekki er ólíklegt að það yrði refsiþyngjandi að áfrýja. En Ámi ákvað að leita réttar síns í Hæstarétti. Klukkan átta í morgun hófst svo málflutningur með nýjum sækjanda, Boga Nilssyni ríkissaksóknara og nýjum verjanda, Björgvini Þor- steinssyni, sem Ámi ákvað á haust- dögum að skipa i stað Jakobs Möller sem sótti málið í héraði. Hinn mannlegi harmleikur held- ur áfram um sinn. „Þetta mál hefur frá upphafi til enda verið mannlegur harmleikur, ekki bara fyrir Árna heldur líka fyr- ir fjölskyldu hans og vini. í sjálfu sér kemur ekkert á óvart í þessum efnum hvað dóminn varðar. Mér er hins vegar efst í huga að hér er harmleikur á ferð.“ Svo mæltist Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra þegar DV ræddi við hann í stuttu spjalli snemma í júlí í sumar daginn eftir að héraðsdómur hafði kveðið upp 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi yflr Árna Johnsen. Orð Guðna tala sínu um máli en það hafði komist í hámæli rétt um einu ári áður. Byrjun í Byko Sumarið 2001, þegar starfsmaður hjá Byko greindi blaðamanni DV frá því að vera kynni að vöraúttektir Áma Johnsen, þáverandi alþingis- manns og formanns byggingamefnd- ar Þjóðleikhússins, hjá fyrirtækinu kynnu að vera óeðlilegar svo ekki sé meira sagt, tóku við allnokkrar vangaveltur innan blaðsins. Tíðind- in þóttu næsta óvanaleg sé horft til háttsemi fulltrúa Alþingis íslend- inga. Næstu daga tók við rann- sóknarvinna blaðamanns og málin voru rædd fram og til baka í rit- stjóm. „Getur þetta verið rétt?“ spurðu menn. í vikunni á eftir birtist fyrsta fréttin, úttekt DV á ýmsu sem studdi að frásögn Byko-mannsins væri á rökum reist. Boltinn í einu óvenjulegasta saka- máli íslandssögunnar var að fara af stað - málið var að sjálfsögðu sér- stakt í þvi ljósi að hinn grunaði var alþingismaður sem var að nota að- stöðu sína. Á daginn kom að timbur, sem merkt var Þjóðleikhúsinu, hafði ver- ið sent heim til þingmannsins. I kjöl- farið komu ýmislegt annað upp á yf- irborðið - að til heimilisins i Reykja- vík höfðu einnig ratað óðalskant- steinar og hálfdularfullur jarðvegs- dúkur sendur að húsi Áma í Vest- mannaeyjum - allt vörar sem einnig höfðu verið teknar út í nafni Þjóð- leikhússins. Óttar Sveínsson blaðamaður hafði hins vegar ákært fyrir ýmis- legt fleira. Þegar málið var tekið til dóms liðu vikur þar sem skeggrætt varð hver niðurstaða héraðsdómar- ans yrði. Þegar þjóðhátíðardagur Banda- ríkjamanna rann upp, 4. júlí síðast- liðinn, var kveðinn upp dómur. „Ámi Johnsen skal sæta 15 mánaða fangelsi," sagði dómarinn. Þegar hann hélt áfram og ljóst varð að hann ætlaði ekki að hafa neitt af refsingunni skilorðsbundna varð fólki ljóst hve alvarleikinn var mik- ill. Ámi var sakfelldur fyrir um það bil 2/3 af því sem ákæruvaldið hafði lagt af stað með. Fjórir meðákærðu voru hins vegar allir sýknaðir. Hér- aðsdómur virti það Áma til refsi- þyngingar að hann hafi brugðist trausti sem honum var sýnt er hann var skipaður til að sinna opinberum störfum á vegum byggingamefndar Þjóðleikhússins. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sótti mál Áma fyrir héraðs- dómi. Hann sagði við DV eftir dóm- inn að „þetta hefði verið heldur slakara" - sýknaö hefði verið af Réttarmeöferðin Um veturinn bárust fregnir af því að 12 menn væra komnir í réttar- stöðu grunaðra vegna sakamálsins sem hófst með frásögn Byko-manns- ins til blaðamanns DV. Þann 6. maí rann svo upp dagurinn sem málin skýrðust. RLkislögreglustjóri hafði rannsakað málið og sent öll gögnin til ríkissaksóknara sem gaf nú út ákæra. Kunngert var að fimm menn yrðu dregnir fyrir dóm. Ámi var ákærð- ur fyrir 27 sakarefni. Þegar ákæran var gerð opinber mætti Ámi í ísland í dag og síðan Kastljós eftir að hafa dregið sig í hlé um veturinn. En landsmönnum fannst sennilega flestum að Árni hefði átt að sleppa þessum viðtölum - viðtölum þar sem hann hugðist hreinsa til - en útkoman varð eins og fólk man - samúð ef einhver var rauk þama út um gluggann. Ekki var sjá iðrun eða eftirsjá heldur var fjölmiðlum m.a. kennt um ófarimar. En Ámi hristi af sér alla gagnrýni og mætti við þingfestingu þar sem hann svaraði skýrt og skilmerkilega fyrir hvem þann ákærulið af 27 sem dómarinn las upp fyrir hann. Játað, ekki játað og svo framvegis. Ámi játaði 11 ákæraliði. Nú voru aðeins hin þriggja daga réttarhöld fram undan i júní þar sem ríkissaksókn- ari sótti en fimm veijendur gripu til vama fyrir sina menn. Undrun og alvara Þegar upp var staðið reyndist Ámi hafa játað fjárdrátt upp á 2,5 milljónir króna. Ríkissaksóknari Bragi sótti í héraöi - Bogi mun sækja í Hæstarétti Myndin er tekin þegar réttarhöld fóru fram I Héraðsdómi Reykjavíkur í sumar. Til hægri er Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. Hann víkur nú frá Árnamálinu þar sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari mun sjálfur sækja málið á hendur Árna. Ákæran erí 27 liðum. Byggingarefrti tekið út í nafni Þjóðleikhússins og sent tii Vestœannaeyja: Starfsmaður Byko klagaði þingmann - sem stxikaði út nafn leikhússitts. Mistök, segja Ámi Johnsen og yfirmenn Byko matmlt* tafö* S f)rr» Ámi Johnsen reyndi að koma dúk J>jóðleikhússins suður: Dúkurinn til Eyja og laumað til baka — þingmaðurinn hríngdi t bílinn og leiðbeindi hontun í Gufunes iwóiriik-' Frétt DV 19. júlí 2001 Fréttin af þéttidúknum varð til þess að málið komst í hámæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.