Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Blaðsíða 10
Bannlisti MTV birtur ... Það eru ekki margar stórstjörnur í raftónlistarheiminum en Richard D. James, þekktari sem AphexTwin, er ein þeirra. Trausti Julíusson rifjaði upp sögu hans í tilefni af útkomu nýju plötunnar, 26 AAixes For Cash. Klikkaður snillingur MTV Europe hefur birt reglur um spilun á meðan á stríð- inu við íraka stenður. Öll myndbönd sem sýna myndir af stríði, hermönnum, herflugvélum, sprengjum, uppþotum og mótmælum, aftökum og öðru „við- kvæmu efni“ eru sett á bannlista. Þar á meðal má nefna, Boom með System Of A Down, Don’t Want To Miss A Thing með Aerosmith, Miss Sarajevo með U2/Passangers, Corr- uption með Iggy Pop og Lucky með Radiohead. Að auki eru lög sem innihalda orð eins og bomb, missile og war bönnuð, t.d. B.O.B. (Bombs Over Baghdad) með OutKast, Holy Wars með Megadeath og Invasion með Radiohead... Og svo öll lög með B-52S eins og vanalega ... Paul McCartney á toppnum Bandarfska tfmaritið Rolling Stone birti nýlcga sinn árlega lista yfir 50 ríkustu popparana. Á toppnum trónir Paul McCartney, en samkvæmt blað- inu er innkoma hans á síðasta ári róm- ar 72 milljónir dollara, þar af tæpar 65 milljónir frá tónleikaferðinni hans um Bandarfkin í fyrra. I síðustu viku komu upptökur frá þessari tónleikaferð út bæði á CD og DVD þannig að hann ætti að fá nokkrar krónur íviðbót út á hana. Listinn yfir þá tfu poppara sem þéna mest er annars svona: i. Paul McCartney (70,1 milljón dollara) 2. The Rolltng Stones (44 milljónir) 3. Dave Matthews Band (43,4) 4. Celine Dion (22,4) 5. Eminem (19,4), 6. Cher (26,7) 7. Bruce Springsteen (24,8) 8. Mariah Carey (23,3) 9. Jay-Z (22,7) og Ozzy Osbourne og fjölskylda eru í 10. sæti með 22,5 milljónir þar af 20 millj- ónir vegna sjónvarpsþáttanna... Ekki í mínu nafni ... Enn bætist í hóp þeirra tónlistarmanna sem mótmæla strfðinu við íraka. Zack De La Rocha og DJ Shadow gerðu saman lagið March Of Death sem hægt er að nálgast á vef- sfðunni marchofdcath.com. Zack segist vona að lagið eigi ekki bara að vekja menn til umhugsunar hetdur Ifka hvetja þá til að standa upp og láta ísér heyra. „Lygar, efnahagsþvingan ír og Cruise-flaugar hafa aldrei skapað frjálst og réttlátt samfélag," segir hann. Þeir félagar eru annars að vinna plötu saman ásamt Trent Reznor og hafa þegar klárað 3 lög. Það verður því væntanlega einhver töf á því að Zack gangi til liðs við Quarashi eins og sumir vonuðu. Meðal annarra tónlistarmanna sem hafa gert lög gegn strfðinu má nefna Beastie Boys sem settu lagið In A World Gone Mad á vefsfðuna sfna II. mars, Robbie Williams sem gerði lagið Happy Easter (War Is Coming) sem verður á b hliðinni á hans næstu smáskífu og Saul Williams, en lagið hans Not In My Name er hægt að sækja á ninjatune.net... Og líka ... Fyrsta smáskífan af næstu Radiohead plötu verður lagið ThereThere. Það kemur út í maí, en platan sjálf íjúnf... Mart- in Scorsese og Mick Jagger hafa lokið við gerð handrits um rokkbransann frá sjöunda áratugnum til þess tíunda. Mynd- in sem Scorsese ætlar að gera á næsta ári hefur fengið nafn- ið The Long Play... Breska lögreglan hefur hætt rannsóknum á 3-D úr Massive Attack, en tölvan hans hafði verið tekin til skoðunar vegna gruns um barnaklám ... lan Brown og Mani úr Stone Roses koma saman f nýju lagi á næstu plötu U.N.K.L.E sem James Lavctle er að gera ... Tvær heimildar- myndir um Ramones verða frumsýndar f maí. Sú fyrri End Of The Century:The Ramones Story rekur sögu sveitarinnar með viðtölum við eftirlifandi meðlimi og samferðamenn þar á meðal meðlimi The Clash og Blondie. Sú seinni Hey! Is Dee Dee Home? fjall- ar um sögu bassaleikarans sem lést af of stórum skammti af eitri ffyrra... Er- ick Sermon, Chuck D og Chris Rock verða meðal gesta á næstu sólóplötu Prince Paul, Politics Of The Business sem kemur út6. maí... Breska vikublaðið NME birti nýlega lista yfir 100 bestu plöt- umar í 50 ára sögu blaðsins. Þar var að finna fyrirsjáanlega blöndu af rokktónlist síðustu áratuga ásamt smá hipp-hoppi, fönki og soul-tónlist. Raffónlistarmenn voru hvergi sjáanlegir á listanum, með einni undantekningu þó: Ap- hex Twin átti þama tvær plötur, Richard D. James og Selected Ambient Works 85-92. Það segir töluvert um stöðu hans. I vikunni kom út platan 26 Mixes for Cash sem safnað er saman 26 endurgerðum sem hann hefúr gert á ferlinum. I einu orði sagt frábær plata, en áður en við snúum okkur að henni skuium við rifja upp feril þessa sérlundaða snill- ings sem stundum er kallaður „Mozart teknótónlistarinn- ar“. Hliðrænt freyðibað Fyrsta platan hans var ep-platan Analogue Bubblebath sem kom út árið 1991 en fyrsta stóra platan, Selected Ambient Works 85-92, var gefin út af belgíska fyrirtækinu R&S ári seinna. Nafnið vísar til þess að hann hafði verið að gera tilraunir með tónlist, m.a. smíðað sinn eigin synthesizer og hannað tónlist- arforrit fyrir tölvur allt ffá því hann var 14 ára. Tónlistarlega er Aphex Twin afkvæmi manna eins og Stockhausen, Brian Eno, John Cage, Kraftwerk og Derrick May. Árið 1993 gerði hann samning við Warp-útgáfuna í Sheffield og hún hefúr gefið út all- ar stóru plötumar hans sfðan. Selected Ambient Works II kom út 1994, 1 Care Because You Do 1995, Richard D. James 1996 og Drukqs 2001. Allt merkilegar plötur. Aphex vakti mikla at- hygli fyrir smáskífumar Come To Daddy og Windowlicker, en myndböndin við bæði þessi lög, sem voru gerð af Chris Cunn- ingham, áttu stóran þátt f velgengni þeirra. I því fyrra er höfúð- ið á Aphex Twin komið á hóp af krökkum og í Windowlicker er hausinn á honum kominn á íturvaxinn kvenlfkama. Hvort tveggja gjörsamlega trufluð myndbönd við algjörlega klikkuð lög. Neitaði bæði Björk og Madonnu 26 Mixes For Cash er plata þar sem safnað er saman endur- gerðum Aphex Twin í gegnum tíðina. Flest þeirra hafa komið út áður á einhverri tólftommunni eða smáskífúnni en hér er þeim safnað saman og svo eru tvö þeirra áður óútgefin. Remix- plötur valda oft vonbrigðum og virka gjaman eins og samsafn af uppfyllingarefni á b-hliðar á smáskífúm. Þetta er hins vegar alls ekki raunin hér, enda er Aphex þekktur fyrir að fara ótroðn- ar slóðir í remixum eins og öðm. Hann leggur reyndar mismikla vinnu f þau og viðurkenndi nýlega að þegar hann átti að skila inn remixi á lagi með hljómsveitinni Lemonheads þá fattaði hann að hann hafði alveg gleymt þvf og tók einhverja upptöku, al- gerlega óskylda og af handa- hófi, og skilaði inn í staðinn. Sú hljóðritun er ekki á 26 Mix- es..., en þar em tvö mix sem hann gerði fyrir Nine Inch Nails og hann hefúr viður- kennt að hafi verið algerlega ffumsamin - hann hafi ekki einu sinni heyrt þessi lög. Meðal frábærra hljóð- ritana á plöt- unni, sem er tvöföld, má nefna endur- gerðir á lögum með Gentle People, Jesus Jo- nes, Saint Etienne, Nav Katze, Nobukatzu Takemura, Curve, Meat Beat Manifesto, Wagon Christ, DMX Crew, Baby Ford og Mike Flowers Pops. Svo er þama líka mix af endurgerð Philip Glass á Heroes með Bowie og endurgerðir Ap- hex á sínum eigin lögum. Aphex gerir samt alls ekki remix fyrir hvem sem er. Hann neitaði t.d. bæði Björk og Madonnu. Safnar gömlu herdóti Aphex Twin er þekktur fyrir ýmis skrautleg uppátæki. Hann á sér ótal aukasjálf, þ.á m. AFX, Polygon Window, Caustic Window, Blue Calx, The Dice Man, GAK, Power-Pill og Q- Chastic. Þegar Madonna bað hann að vinna með sér sagði hann nei takk, en bauð henni samt að syngja inn á lag með sér. Ekki með sinni rödd, heldur átti hún að rýta eins og svín. En svo hætti hann við það líka. Hann býr, að sögn, í yfirgefnum banka og er þekktur fyrir að safha aflóga herdóti. Hann keypti sér skrið- dreka sem hann keyrir um á í sveitinni og bætti kafbáti í safnið fyrir tveimur árum. Hann kostaði víst ekki nema 40 þúsund pund, enda hægt að fá hvað sem er ódýrt frá Austur-Evrópu- löndunum þessa dagana. Alinn upp í SVEIT Aphex Twin, sem heitir réttu nafhi Ric- hard D. James, er fæddur og uppalinn í Comwall í Suðvesmr- Englandi. Comwall er rómaður stað- ur fyrir nátt- úmfegurð en líka þekktur fyrir að þar ger- ist harla lítið. Þegar mönnum leiðist verða þeir að gera eitt- hvað sjálfir, láta eitthvað ger- ast. Richard stofnaði fyrir- tækið^ Rephlex ásamt nokkrum vinum sínum. 1 þeim hópi vom Grant Wil- son Clarriage, Tom Jenkin- son, betur þekkmr sem Squ- arepusher, og Luke Vibert, einnig þekktur sem Wagon Christ. Tilgangur Rephlex- útgáfunnar var að koma með nýjungar inn í Acid-house tón- listina. Richard fór í listaskóla en hætti fljótlega og sneri sér alfarið að tónlistinni. plö^udómar Flytjandi: Junior Senior Platan: D-d-do.n': Stoj Útgefandi: Crunchy Frog Skífan Lengd: 32:19 mín. Flytjandi: Interpol Platan: Turn Or. Útgefandi: Labels/Skífan Lengd: 49:01 min. w Flytjandi: R. Kelly Platan: Chocoiiis Fact- Útgefandi: Virgm/Skífan Lengd: 106:07 min. (2 diskar) I hvaS fvrir skemmtileaar niðurstaða hvern? sta&reyndir Junior Senior er danskt dúó sem hefur verió aö gera það gott víöa í Evrópu undanfariö með laginu Move Your Feet. Junior er gagnkynhneigður. Hann syngur, semur flest lögin, spilar á hljóðfærin og pródúserar plötuna. Senior er samkynhneigður. Hann syng- ur, klappar og er í stuði. Platan er gef- in út hjá sama danska fyrirtækinu og gefur út The Raveonettes. Plötufyrirtækið líkir tónlistinni við blöndu af B-52s, Beck, Run DMC, The Cramps, Michael Jackson, DJ Shadow og The Rolling Stones ... Þaö er í átt- ina, en við þetta má bæta Mano Negra, Fatboy Slim, 80’s diskó og danska stuðbandinu Shu-Bi-Dua. Sem- sagt algjör gleöisprengja og partímús- ík fýrir þá sem taka sig ekki of alvar- lega. Danir hafa lítið gert af viti í tónlist síð- ustu ár. í fljótu bragði man ég bara eft- ir Aqua (æ, æ) og rapparanum með offituvandamálið, L. Ron Harald. Nú er hins vegar að lifna yfir þessu hjá þeim, þökk sé The Raveonettes og þeim fé- lögum Jesper .Junior" Mortensen og Jeppe .Senior" Breum Laursen. Það var kominn tími til! Þetta er hiklaust ein af skemmtilegri gleðiplötum síðustu ára. Það er hreint ótrúiegt að þetta sambland af 60’s strandapoppi, 70’s pönki, 80’s stuð- tónlist og euro-gleðilátum virki, en það gerir það samt. Stanslaus skemmtun frá fyrsta laginu Go Junior Go Senior til þess síöasta White Trash. traustl Júlíusson Fyrsta stóra plata New York-rokksveit- arinnar Interpol sem þykir ein af at- hyglisverðari rokksveitunum í dag. Hér hittum við fyrir fjóra unga og snyrtilega menn sem kynntust T háskóla og fóru aö leika sér við að gera tónllst. Smátt og smátt fjölgaði tækifaerunum hjá þeim og þegar þeir fengu að taka upp hjá John Peel í Bretlandi voru þeir komnir langleiðina. Eins og mörg önnur indie-bönd frá New York þykir Interpol sækja nokkuð í smiðju klassískra breskra banda á borö við Joy Division, Echo and the Bunnymen og Ride svo einhver séu nefnd. Þeir verða þó ekki sakaöir um að vera hermikrákur því þessi fyrsta plata þeirra er afar heilsteypt og skemmtilegt verk. Gítarleikarinn Daniel Kessler kynntist bassaleikaranum Carlos D. í sögutíma 1 háskóla, ákvað aö tala við hann til að spyija hvar hann hefði keypt skóna sem hann var í. Þeir fóru að spjalla saman um tðnlist og eitt ieiddi af öðru. Söngv- arann og gitarleikarann Paul Banks hafði Daniel hitt í Frakklandi en þegar þeir hitt- ust fyrir tilviljun úti á götu í NY var hann tekinn inn í bandið. Þetta var árið 1998. Það er ekki á hveijum degi sem frumraun hljómsveitar kemur svona á óvart. Turn On The Bright Lights er hreint út sagt frábær plata og liðsmenn Interpol bjóða hér upp á gítarrokk af bestu gerð. Þaö er erfitt að tala um bestu lög því þau eru hvert öðru betra en Roland stendur þó óneitanlega upp úr. Skyldukaup fyrir rokkunnendur. hóskuldur magnússon Hér er á feröinni sjötta sólóplata R. Kelly sem þessa dagana er reyndar þekktari fyrir myndband sem á að sýna hann í kynlífsleikjum með unglings- stúlku undir lögaldri heldur en tónlist- ina. Aödáendur hans virðast ekki setja þessi meintu lögbrot hans fyrir sig, plat- an fór beint á toppinn vestra. Fyrsta upplagi fylgir aukadiskur meö 6 lögum af hinni óútgefnu Loveland frá því í fyrra. R. Kelly er eitt af stóru nöfnunum í r&b heiminum. Hann lítur sjálfur á sig sem arftaka Marvin Gaye og þó að það sé kannski full djúpt í árinni tekið þá hpyrast áhrif hans glöggt í tónlist Kellys. Kelly er frægur fyrir mjög opinskáa kynlífstexta sem lýsa honum sjálfum sem ómótstæði- legu ástar-ofurmenni, en á nýju plötunni er hann töluvert siðprúðari en oft áður, kannski vegna yfirstandandi málaferia. R. Kelly er fæddur 1969 i Suður-Chicago. Hann ólst upp í fátækt í dæmigeröri bæj- arblokk, en vakti á sér athygli þegar hann söng og spilaði undir á rafmagnspíanó fyr- ir pening á götum úti. Hann sló í gegn með plötunni 12 Play árið 1993 og hefur síöan basði gefið út vinsæl lög sjálfur og samið og pródúseraö lög með listamönn- um eins og Michael Jackson, Whitney Houston og Luther \fendross. Þetta er ágætis plata hjá R. Kelly. Hann er fínn iagasmiöur og hörku- söngvari. Sándiö er gott og oft grúvar þessi r&b soul seiður hans bara helvíti vel. Þetta er mínu mati mun betn plata en bæði TP-2.com sem kom út árið 2000 og dúóplatan hans meö Jay-Z frá því í fyrra. Alls ekki glæpsamlega vond plata hvað sem öðrum sakargift- um líður... trausti júlíusson 10 f ó k u s 28. mars 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.