Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 1
FIMMTUDAGUR 3. APRIL 2003
sparnaður
Viðbotarlifeyrissparnaður Kaupþings:
Hvaöa leiö
Mikið hefur verið rætt um fjár-
festingar viðbótarlífeyrissparnaðar
að undanfórnu og hvaöa leið sé best
til að ávaxta fé sitt vel. Öll eigum
við það sameiginlegt að vilja sem
besta ávöxtun á það fé sem við leggj-
um til hliðar í viðbótarlífeyrisspam-
að. Hins vegar eru ólíkir einstak-
lingar tilbúnir til að taka á sig mis-
mikla áhættu til að ná þessu mark-
miði. Flestir vilja sem hæsta ávöxt-
un með sem minnstri áhættu.
Þannig brennur á mörgum að vita
hvaða viðbótarlífeyrisspamaður
gefi hæstu ávöxtunina. Því svörum
við einfaldlega með þvi að vísa í
sögu fjárfestinga, þ.e. hvaða spam-
aðarleiðir hafa gefið hæstu ávöxtun-
ina í gegnum tíðina.
Síðastliöið ár hafa verðtryggðir
reikningar gefið hæsta ávöxtim og
svo er enn í dag. Þetta er jafnframt
áhættuminnsta leiöin. Sjóðir í
rekstri Kaupþings bjóða verðtryggð-
an reikning sem gefur 6,65% vexti
auk hækkun verðbólgu en það eru
hæstu vextir sem bjóðast á mark-
aðnum í dag. Þegar hins vegar er lit-
iö aftur til ársins 1999 kemur annað
á daginn. Þá veitti áhættumesta fjár-
festingin, hlutabréf, hæstu ávöxtun-
ina.
Reynsla Islendinga af fjárfesting-
um í verðbréfum í einhverjum mæli
nær ekki mikið lengra aftur í tím-
ann en ef saga fjárfestinga í Bret-
landi og Bandaríkjunum sL 80 ár er
skoöuð kemur í ljós að hlutabréf
hafa geflð hæsta ávöxtun þegar litið
er til langs tíma, 10 ára og lengur.
Þess ber þó aö geta að á liðnum 80
árum hafa komið tímabil þar sem
hlutabréf hafa gefið neikvæðari
ávöxtun, rétt eins og reynsla síðustu
tveggja ára sýnir. Þrátt fyrir það
segir sagan okkur að verðmæti
hlutabréfa hækkar að nýju.
Einingar keyptar
Þóra Valný Yngvadóttir, deildar-
stjóri í Kaupþingi, segir að ávöxtim
ráðist af verðmæti hlutabréfa
hverju sinni, þ.e. því verði sem
markaðurinn er tilbúinn til að
greiða fyrir þau. Þegar fjárfest er í
viðbótarlífeyrissparnaði, er í raun
verið að kaupa einingar í þeim verð-
bréfasjóðum sem bjóðast. Síðan er
það verðmæti þessara eininga sem
ræður ávöxtuninni. Því er það svo
að þegar ávöxtunin hefur veriö góð,
þá er verðmæti eininga hátt og fáar
einingar fást fyrir hverja krónu. Á
sama hátt fást margar einingar þeg-
er best aö velja?
ar ávöxtunin er lág. Því getur veriö
hagstæðara að fjárfesta í verðbréfa-
sjóðum þegar ávöxtunin hefur veriö
neikvæð því þá fást fleiri einingar
fyrir hverja krónu. Þegar markaður-
inn hækkar svo aftur, eins og sagan
sýnir að gerist, þá hækkar verð-
mæti eignarinnar í réttu hlutfalli
við fjölda eininga.
Tíminn ræður miklu
Þannig er það í raun tíminn sem
ræður því hvaða fjárfestingarleið
hentar hverjum og einum til að fá
bestu ávöxtunina, þ.e. hve lengi á að
spara. í viðbótarlífeyrisspamaði er
ákveðin upphæð lögð fyrir mánað-
arlega og næst því svokallað meðal-
verð á þær einingar sem fjárfest er í
- stundum eru þær keyptar á lágu
verði og stundum á háu verði. Við-
bótarlifeyrisspamaður er jafhframt
langtímaspamaður fyrir flesta og
því er fjárfesting í hlutabréfasjóðum
sérstaklega heppileg fyrir þá sem
yngri eru. Því eldri sem þú ert þeg-
ar þú byrjar að fjárfesta þeim mun
mikilvægara er að draga úr áhættu.
Ævilínur í viðbótarlífeyrsspam-
aði Kaupþings ganga út frá þessari
staðreynd. Þannig er í upphafí fjár-
fest 100% í hlutabréfasjóðum fýrir
þá sem yngri eru. Þetta hlutfall
minnkar svo viö 30 ára aldur og þá
er fjárfest að hluta í hlutabréfum en
að hluta í skuldabréfum. Hlutfall
fjárfestinga í hlutabréfum minnkar
svo eftir því sem árin líða allt þar til
að því kemur að lífeyrisspamaður-
inn er leystur út. Þá er sparnaður-
inn alfarið kominn í verötryggðan
innlánsreikning. Meö þessum hætti
er tryggt að viðskiptavinir geti nýtt
sér þá ávöxtunarmöguleika sem
fylgja hlutabréfum jafnframt því að
draga úr áhættu eftir því sem þeir
eldast.
Ævinlína
Þegar viðbótarlífeyrisspamaður
var fyrst í boði árið 1999 vom sjóöir
sem fjárfestu aö miklu eða öllu leyti
í hlutabréfum vinsælastir. Nú hefur
verið lækkun á hlutabréfamörkuð-
um þrjú ár í röð og vextir eru sér-
staklega háir. Þar af leiðandi er
mun meiri áhugi á verðtryggðum
innlánsreikningum í dag en áður.
Þess ber hins vegar aö geta að í stað
þess að horfa á ávöxtun liðins árs
eða fárra ára er mun vænlegra að
líta til lengri tíma þegar lífeyris-
spamaðarleið er valin.
Kaupþing ráðleggur þeim sem
byrja ungir að fjárfesta í lífeyris-
sparnaði eindregið að velja ÆvÚínu
og halda sig við hana. Á þeirri íjár-
festingarleið er áhættan mest í upp-
hafi en minnkar svo smátt og smátt
eftir því sem fólk eldist. Þeir sem
velja Ævilínu, eða aðrar íjárfesting-
arleiðir sem fela í sér fjárfestingu í
hlutabréfum, þurfa hins vegar að
vera meðvitaðir um þær sveiflur
sem verða á ávöxtuninni og vera
viðbúnir því að sum ár geti ávöxt-
unin verið neikvæð. Þeir sem flytja
sig á milli fjárfestingarleiða eftir aö-
stæðum hverju sinni tekst sjaldan
að velja rétta tímapunktinn til þess.
Þannig getur niðurstaðan orðið sú
að þeir kaupa hlutabréf á háu verði
og selja þau aftur þegar verðið hefur
lækkað.
Þegar fjárfest er í viðbótarlífeyris-
sparnaði ber ávallt að hafa í huga að
um langtímafjárfestingu er að ræða
og sagan segir okkur að fjárfesting í
hlutabréfum gefur hæstu ávöxtun-
ina til langs tíma litið. Þeim sem
ekki vilja taka þátt í sveiflum verð-
bréfamarkaöa og þeim sem eldri eru
er ráðlagt að velja áhættuminni fjár-
festingar s.s. verðtryggðan innláns-
reikning eða skuldabréf.