Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
Lífeyrissparnaður____________________________________________________________________________________________DV
Eftirlaunasparnaður á sér stað alla ævi
segir Rósa Jónasardóttir, deiidarstjóri á lífeyrissviði íslandsbanka
Ávöxtun veröbréfasafna á bandariskum verðbréfamarkaði 1926-2001
Markrið Safn Arteg árOxtun að jafnaS Versta árið Fjöldiára meö nekvæða ávóxUm
Lítii 20% hlutabróf 7.0% -10,1% (1931 13
áhaeíta 80% skildabréf
MeðaL 50% hlutabróf 8.7% -22,5% (1931 17
áhætta 50% skuklabróf
Vðxtur, rrikí 80% hlutabréf 10,0% -34.9% (1931 21
áhœtta mskuWabréf
Tne Venguord Group Ávóxlvn tJUabréfa tx ntkruö ú ff« SAP 500 vístókjrrt OQ évóxtLn
Avöxtun þriggja ólíkra safna
Tafla sýnir upplýsingar um ávöxtun þriggja ólíkra
safna á bandarískum veröbréfamarkaöi árin 1926
til 2001. Á myndinni sést aö í áhættuminnsta
safninu, meö 80% eigna í skuldabréfum, voru 13
ár af 76 meö neikvæöa ávöxtun en árleg ávöxtun
yfir tímabiliö var 7%. í áhættumesta safninu meö
80% eigna í hlutabréfum var ávöxtun neikvæö 21
ár af 76 en meöalávöxtun á ári hins vegar 10%.
Hækkun á höfuðstól miðað við prósentur
Myndin sýnir hvernig höfuöstóll vex ef lagðar eru fyrir 10 þús-
und krónur mánaöarlega og raunvextir eru 5%, 6% og 7%. Ef
sparaö er í 30 ár munar 2 milljónum króna á höfuöstól fyrir
hvert prósent en munurinn eru rúmlega 5 m.kr. ef sparnaöar-
tíminn eru 40 ár. “
„íslandsbanki býður upp á fjöl-
breytt úrval af sjóðum og söfnum í
lífeyrissparnað og það eiga allir að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“
segir Rósa Jónasardóttir, deildar-
stjóri á lífeyrissvið íslandsbanka.
Fyrst má nefna Almenna lífeyris-
sjóðinn sem er lífeyrissjóður í
rekstri íslandsbanka en hann varð
til við sameiningu ALVÍB og Lifeyr-
issjóðs arkitekta og tæknifræðinga
um síðustu áramót. Séreignarsjóður
Almenna lifeyrissjóðsins er góður
kostur fyrir viðbótarlífeyrissparnað
þar sem sjóðfélagar geta valið milli
íjögurra ávöxtunarleiða, ævisafna I,
II, m og IV, eftir því hvað hentar
aldri þeirra og aðstæðum.
Áhættudreifing innbyggð
Rósa segir að eftirlaunasparnaður
eigi sér stað alla starfsævina og því
góð leið aö taka mið af aldri við val
á eignasamsetningu. „Almenni líf-
eyrissjóðurinn býður upp á svokall-
aða Ævileið en í henni er inneign
flutt á milli ævisafna eftir aldri með
það fyrir augum að minnka áhættu.
Áhættudreiflng er innbyggð þar
sem hlutfall hlutabréfa lækkar með
aldrinum en hlutfall skuldabréfa
vex að sama skapi. í Ævisafni IV er
síðan fjárfest 100% í verðtryggðum
innlánsreikningi og ráðleggjum við
lífeyrisþegum og þeim sem ekki
vilja sveiflur í eignasöfnum sínum
það safn.
Þegar fjárfest er í verðbréfum má
alltaf búast við sveiflum í ávöxtun
og jafnvel neikvæðri ávöxtun ein-
stök ár. Til lengri tíma má búast við
að verðbréfasöfn með hátt hlutfall
hlutabréfa skili betri ávöxtun en
veröbréfasöfn þar sem hlutfall
skuldabréfa er hátt og að sjóðfélög-
um sem fjárfesti í slíkum söfnum sé
þannig umbunað fyrir áhættuna."
Hvert prósent skiptir máli
„Meðfylgjandi tafla sýnir upplýs-
ingar um ávöxtun þriggja ólíkra
safna á bandarískum verðbréfa-
markaði árin 1926 til 2001. Á mynd-
inni sést að í áhættuminnsta safn-
inu, með 80% eigna í skuldabréfum,
voru 13 ár af 76 með neikvæða
ávöxtun en árleg ávöxtun yfir tíma-
bilið var 7%. í áhættumesta safninu,
með 80% eigna í hlutabréfum, var
ávöxtun neikvæð 21 ár af 76 en með-
alávöxtun á ári í 76 ár hins vegar
10%. Sé taflan skoðuð virðist vera
lítill munur á ávöxtun, miðað við þá
áhættu sem tekin er, en staðreyndin
er sú að hvert prósent skiptir máli
við ávöxtun fjármuna og getur mun-
að verulegum fjárhæðum á höfuð-
stól þegar sparað er í langan tíma,
eins og í lífeyrissparnaði.
En á myndinni sést hvemig höf-
uðstóll vex ef lagðar em fyrir 10
þúsund krónur mánaðarlega og
raunvextir em 5%, 6% og 7%. Ef
sparað er í 30 ár munar 2 milljónum
króna á höfuðstól fyrir hvert pró-
sent en munurinn eru rúmlega 5
m.kr. ef spamaðartíminn eru 40 ár.“
Margir þættir hafa áhrif
Að sögn Rósu býður íslandsbanki
viðskiptavinum einnig að leggja líf-
eyrisspamaðinn inn á Sérreikning
íslandsbanka en á Sérreikningi get-
ur hver og einn sett upp sína eigin
eignasamsetningu með vali á verð-
bréfasjóðum íslandsbanka og Lífeyr-
isreikningi íslandsbanka sem er
verðtryggður innlánsreikningur
sem ber hæstu vexti bankans hverju
Rósa Jónasardóttir deildarstjóri.
sinni.
„Við ákvörðun á eignasamsetn-
ingu þarf að taka tillit til ýmissa
þátta, þótt spamaðartíminn vegi þar
þyngst. Það eru algengustu mistök
fjárfesta að selja þegar markaðir eru
í lágmarki. Ef valin er eignasam-
setning með háu hlutfalli hlutabréfa
er mikilvægt að vera tilbúinn til að
takast á við sveiílur, og búast við
niðursveiflum ekki síður en upp-
sveiflum.
Ef langur tími er til starfsloka er
gott að hafa í huga að í niðursveiflu
er verð á hlutabréfum lágt og fjár-
festir fær þannig meira af bréfum
fyrir sömu upphæð en þegar verð er
hærra. Ef fjárfestar vilja hins vegar
ekki sveiflur er ráðlagt að velja
áhættuminna safn. Ef sjóðfélagar
eiga nú inneign í áhættumeira safni
en þeir vilja hafa lifeyrisspamaðinn
í ráðleggjum við þeim að fara hægt
í breytingar á eignasamsetningu og
flytja inneign sina á milli safna á
einu til þremur ámm. -Kip
Búnaöarbanki íslands:
Avöxtun skiptir máli
Aldrei er of seint að byrja að
leggja fyrir í viðbótarlífeyrisspam-
aö, þ.e. svo lengi sem fólk er enn þá
úti á vinnumarkaðnum. Hins vegar
er hagstæðast fyrir fólk að byrja á
meðan það er ungt því að iðgjöld
þess eiga eftir að ávaxtast í langan
tíma. Tafla 1 sýnir að spamaðartími
og ávöxtun eru þættir sem hafa mik-
il áhrif á uppsafnaðan spamaö.
Eldra fólk ætti ekki síður að leggja
fyrir til að nýta mótframlag launa-
greiðanda og getur það t.d. valið ör-
uggar fjárfestingarleiðir.
Tafla 1. Ávöxtun og spamaðar-
tími skiptir máli
* Miðað við að launþegi greiði 4%
iðgjald af 200.000 kr. mánaðarlaun-
um og launagreiðandi og ríki alls
2,4% mótframlag.
Fjárfestingarleiöir í Lífeyris-
auka Búnaöarbankans
Búnaðarbankinn býður upp á átta
fjárfestingarleiðir. Velja má að
ávaxta lífeyrisspamaðinn í einni
leið eða að skipta honum á milli ein-
stakra leiða eftir óskum hvers og
eins. Einnig má breyta um fjárfest-
ingarleiðir á samningstímanum án
kostnaðar.
Lífeyrisbók er verðtryggður inn-
lánsreikningur sem ber hæstu inn-
lánsvexti Búnaðarbankans
hverju sinni og er sá kostur til-
valinn fyrir þá sem vilja öryggi
og sleppa við sveiflur verð-
bréfamarkaðarins.
Ávöxtunarleiðir 1, 2 eða 3
samanstanda af blönduðu safni
hlutabréfa og skuldabréfa. Með
því að velja Lífsleið færist inn-
eignin á milli ofangreindra
ávöxtunarleiða eftir aldri þannig aö
rétthafi velur áhættu og væntanlega
ávöxtun sem hentar honum en með
hækkandi aldri eykst hlutfall
skuldabréfa á kostnað hlutabréfa.
Fjórir hlutabréfasjóðir eru í boði,
tveir alþjóðlegir sjóðir og tveir sjóö-
ir sem fjárfesta í innlendum hlutafé-
lögum. Sjóðimir henta þeim sem
vilja taka meiri áhættu í von um
hærri langtímaávöxtun. Framsækni
alþjóða hlutabréfasjóðurinn og Al-
þjóða hlutabréfasjóðurinn fjárfesta í
úrvali erlendra hlutabréfasjóða. Úr-
valsvísitölusjóðurinn fjáifestir í
safni skráðra félaga í hlutfalli við
úrvalsvísitölu Kauphallar íslands og
Icelandic Equity fjárfestir aðallega í
völdum hlutafélögum skráðum í
Kauphöll íslands.
Lífeyris-
spamaður
er í eðli
sínu lang-
tímaspam-
aður og því
skiptir
ávöxtun til lengri tíma höfuðmáli.
Rétt er að benda á að erlend hluta-
bréf hafa lækkað mikið sl. þrjú ár,
sem hefur haft neikvæð áhrif á
ávöxtun lífeyrissjóða. Hafa ber í
huga að þegar gengi sjóða er lágt er
fjárfest á hagstæðu verði sem gefur
von um góða ávöxtun til lengri tíma
litið. í töflu 2 má sjá ávöxtun fjár-
festingarleiða Lífeyrisauka Búnað-
arbankans frá 1999-2002, en frá jan-
úar 1999 var fyrst heimilt að greiða
skattfrjálst iðgjald í viðbótarlífeyris-
spamað.
Tafla 2. Ávöxtun Lífeyrisauka
Búnaðarbankans
* Stofnaður í des. 2001.
**Stofnaður í sept. 2000.
Mánaðarlegt iöRjald* Sparnaðar* tínii í árum Inngreiííslun samtals 1 ppsöfnuð inneigu
4% á\nxtun
12.800 kr. 10 1.536.000 kr. 1.884.000 kr. 2.090.000 kr. 2.320.000 kr.
12.800 kr. 20 3.072.000 kr. 4.672.000 kr. 5.832.000. kr. 7.330.000 kr.
12.800 kr. 30 4.608.000 kr. 8.800.000 kr. 12.534.000 kr. 18.145.000 kr.
12.800 kr. 40 6.144.000 kr. 14.910.000 kr. 24.537.000 kr. 41.495.000 kr.
rjtirfesíiujíarlciOir
1 Jfcvrtsaukn
Lífcyrisbók
ÁvöxtunarleiÖ 1 í Séreignalsj,
Ávöxtunarlciö 2 í Sércignalsj
Ávöxtunarlciö 3 í Sércignalsj
AlþjóÖa hlutabréfasjóÖurinn
Nafiiavoxlun 19VV-2IHI
(4 ár) á ársuruiuivcll
Ilj6%
7.6%
6,4%
4,9%
-1,6%
Lífeyrissparnaöur er spurning um traust
- segir Tómas Gunnar Viöarsson fjármálaráögjafi
„Landsbankinn býður
viðskiptavinum sínum upp
á fjölbreytt úrval ávöxtunar-
leiða í lífeyrisspamaði," seg-
ir Tómas Gunnar Viðars-
son, fjármálaráögjafi á verð-
bréfasviði Landsbankans.
Lifeyrissparnaður Lands-
bankans samanstendur af
þremur ávöxtunarleiðum
sem skiptast í sex leiðir.
„Allir geta fundið ávöxtun-
arleið í Lífeyrissparnaði
Landsbankans sem hentar.
Það er mjög mikilvægt því
sumir eru að leita eftir
miklu öryggi en aðrir vilja
reyna að hámarka ávöxtun
með meiri áhættu.“
Tómas segir að sem betur
fer séu það fleiri sem leita
til bankans en fara frá hon-
um. „Við leggjum mikinn
metnað í að ráðleggja hverj-
um og einum strax í upphafi
og reynum að komast að því
hvaða ávöxtunarleið hentar
viðkomandi. Ef fólk er ekki
sátt við leiðina sem það er í
hjá okkur ráðleggjum við
því frekar að breyta um
ávöxtunarleið innan Lands-
bankans en að skipta um
banka. Það borgar sig ekki
að flakka milli vörsluaðila.
Það er ekkert launungarmál
að sumir eru að skaða
markaðinn og umræðan hef-
ur að einhverju leyti snúist
um það.“
Að sögn Tómasar segja
því miður ekki allir allan
sannleikann. „Þetta á eink-
um við um verktaka, suma
ekki alla, sem virðast stund-
um sleppa að segja frá
kostnaðarliðum. Þeir ráð-
leggja jafnvel fólki að breyta
núverandi spamaði þrátt
fyrir að það hafi í för með
sér aukinn kostnað og sé
ekki til hagsbóta fyrir við-
skiptavininn. í Lífeyrisspamaði
Landsbankans er enginn upphafs-
kostnaður eða leyndur kostnaður.
Við leggjum einnig mikla áherslu á
að ráðgjafar okkar fái þá þekkingu
sem þarf til að selja þennan spamað
en það virðist vera aukaatriði hjá
sumum, því miður.“
Eitthvað fyrir alla
„Lífeyrisspamaður er spuming
um traust og það hefur sýnt sig að
fólk treystir Landsbankanum. Bank-
inn er með öflugt dreifinet, býður
upp á fjölbreyttar spamaðarleiðir og
hefur sýnt góðar ávöxtunartölur.
Með því að bjóða upp á mikinn
sveigjanleika kemur bankinn til
móts við stóran hóp fólks."
-Kip
Neikvæð umræða
Tómas segir að umræðan
um lífeyrisspamað hafi ver-
ið mjög neikvæð síðustu
misseri. „Að mínu viti er
viðbótarlífeyrisspamaður
hagkvæmasta sparnaðar-
form sem völ er á og lög-
bundni lífeyrisspamaður-
inn er síðan auðvitað
skylda. Landsbankinn hefur
sem betur fer ekki verið í
hringiðu umræðunnar sem
hefur snúist um neikvæðar ávöxt-
unartölur enda höfum við ekkert að
fela þegar kemur að ávöxtunartöl-
um og skörum fram úr í mörgum
ávöxtunarleiðum."
Umræða um slæma ávöxtun
Þegar Tómas er spurður hvort
það sé ekki eðlilegt að umræðan sé
neikvæð þegar ávöxtunin hefur ver-
ið slæm segir hann að mismunandi
fjárfestingarstefnur í lífeyrisspam-
aði kalli á mismunandi ávöxtunar-
tölur á mismunandi tíma.
„í upphafi er mikilvægt að átta
sig á áhættuþoli og velja ávöxtunár-
leið í samræmi við það. Ef einhver
hefur valið ávöxtunarleið fyrir
þremur árum þar sem uppistaðan er
í erlendum hlutabréfum er eðlilegt
að ávöxtunin sé neikvæð. Þegar far-
Leggjum mikinn metnað í góöa rábgjof
Ráögiöfin í upphafi skiptir mestu máli, segir Tómas Gunn-
ar Viöarsson, fjármálaráögjafí á veröbréfasviöi Lands-
bankans.
ið er í gegnum svona tímabil er mik-
ilvægt að halda aga í sínum fjárfest-
ingum en það getur stundum verið
erfitt. Því miður er það svo að marg-
ir skipta um ávöxtunarleiö á röng-
um tíma, eru að selja lágt og kaupa
hátt. Það verður alltaf þannig að
einhver ávöxtunarleið nær bestum
árangri eitt árið en það er ekki víst
að hún nái bestu ávöxtun næsta ár
á eftir.“
Ekki flakka milli vörsluaðila
„Ráðgjöfin í upphafi skiptir mestu
máli. Að átta sig á markmiöum sín-
um og áhættuþoli í upphafi og velja
sér svo leið sem hentar. Það sem
hentar einum hentar ekki endilega
öðrum. Ef einhver hefur valið sér
ávöxtunarleið sem hentar ekki er
auðvelt að færa sig til án kostnaðar."