Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003
27
Landsbankadeildin 2003
Finnur Kolbeinsson, fyrMiði Fylkis-
manna, var valinn besti leikmaður ís-
landsmótsins í fyrra af leikmönnum
deildarinnar og er hann fyrsti Fylkis-
maðurinn sem hlýtur þessa útnefningu
síðan hún var fyrst veitt 1984. Finnur
var aðaldrifkraftur liðsins á miðjunni
og Fylkisliðið náði sínum besta ár-
angri frá upphafi, varð bikarmeistari
annað árið í röð og í öðru sæti í deild-
inni eftir að hafa misst af íslandsmeist-
aratitlinum á síðustu stundu.
Finnur varð aðeins þriðji leikmað-
urinn í sögunni til þess að vera valinn
besti leikmaður fslandsmótsins án
þess að skora deildarmark en enginn
lagði aftur á móti upp fleM mörk því
Finnur átti alls niu stoðsendingar og
kom alls að undirbúningi 13 marka
liðsins með beinum hætti.
Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar
Þorvaldsson var valinn efnilegasti
leikmaður deildarinnar og í liði ársins
voru eftMaldir: Birkir Kristinsson,
ÍBV, Hilmar Bjömsson, FH, Ólafur
Örn Bjarnason, Grindavík, Þormóður
Egilsson, KR, Gunnar Þór Pétursson,
Fylki, Ellert Jón Bjömsson, ÍA, Finnur
Kolbeinsson, Fylki, Ágúst Gylfason,
Fram, Einar Þór Daníelsson, KR,
Grétar Hjartarson, Grindavík, og
Veigar Páll Gunnarsson, KR.
Willum Þór Þórsson, KR, var valinn
þjálfari ársins. -ÓÓJ
Finnur Kolbeinsson, sem hér sést í baráttunni gegn FH í leik í fyrrasumar,
var valinn besti leikmaður Símadeildar karla í fyrra.
nýja bítíb í bœnum
AMRK
www.markid.is • Símii 553 5320 • Ármula 40
BIKARINN