Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Page 12
12 FTMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 --------% agasín Mi agasm DV DV gólfur Guóbrandsson stendur ó tímamótum: Það fagra sem leimurinn býður „Þaö kynnist enginn heiminum ööruvísi en skoöa hann meö eigin augum. Menningaráhrif frá Evrópu bárust hingaö seint, nema sem einhvers konar bergmál. Fyrir þetta geldur þjóöin enn. Segja má aö viö höfum misst úr þúsund ár af menningarsögunni. Fólk vaknar á góöum ferðalögum.“ Ferðalög íslendinga eru að flestra mati orðin ómissandi þáttur í lífsmynstri al- mennings. Fæstir hugsa út i hve þessi þró- un gerðist hratt. Án nokkurs efa má full- yrða að Ingólfur Guðbrandsson sé sá maður sem þama hafi haft mest áhrif. Lagt grunn- inn að ferðalögum þjóðarinnar í dag. Fyrst- ur manna hóf hann Spánarferðir árið 1958 og nam í framhaldi af því lönd á ströndum Spánar, allt frá Costa Brava tO Marbella á Costa del Sol. Tók stökk meö þotuöld Ingólfur var stofnandi Útsýnar árið 1955, sem var umsvifamesta ferðaskrifstofa lands- ins um langt árabil. Um leið og þotuöldin hófst færðist Útsýn í aukana - og Ingólfur tók upp leiguflug til Ítalíu sem haldið var uppi í nærri tuttugu ár og þá bættist við Júgóslavía og siðar einnig Grikkland. Fyrir réttum tuttugu árum byrjaði Ingólfur síðan ferðir til Albufeira í Portúgal, sem er nú í tölu vinsælustu sumarleyfisstaða íslend- inga. Árið 1980 var haldið veglega upp á 25 ára afmæli Útsýnar með fyrstu heimsreisu ís- lendinga sem var með leiguflugi til Mexíkós. Þær reisur hafa orðið svo vinsæl- ar að flöldi fólks hefur ferðast um allar álf- ur heimsins í sérskipulögðum ferðum Heimsklúbbs Ingólfs og ferðaskrifstofunnar Prímu. Tímamót hjó Heimsklúbbnum Um þessar mundir eru tímamót í starfi Ingólfs Guðbrandssonar. Nýr eigandi er að taka við starfi Ingólfs sem forstjóri Heims- klúbbsins Primu, Halldór N. Lárusson. „Við Halldór áttum ágætt samstarf að ferðamálum fyrir rúmum áratug, þar sem hann reyndist bæði góður skipuleggjandi og afburðavinsæll fararstjóri," segir Ingólfur. „Hann þekkir því þarfir ferðafólks alveg of- an i kjölinn. Siðasta áratug hefur hann ver- ið búsettur í Bandaríkjunum og aflað sér mikillar viðskiptareynslu í ábyrgðarstarfi stórfyrirtækis með rekstur í nokkrum ríkj- um Bandaríkjanna. Á grundvelli þess tel ég Halldór vel í stakk búinn til þess að taka við starfi mínu, en milli okkar er umsamið að ég verði honum til halds og trausts við stjóm fyrirtækisins fyrst um sinn. Halldór hefur áform um breytingar og stækkun fyr- irtækisins, til dæmis að breikka hóp við- skiptavina en einnig taka upp skipulagðar menningarferðir um ísland fyrir útlend- inga.“ Feröalög eru menntandi „Alltof fáir gera sér grein fyrir því hvað ferðalög eru menntandi. Það er mjög lær- dómsríkt að skoða ný lönd og upplifa nýja menningarheima," segir Ingólfur. Á fallegum snemmsumardegi sitjum við á heimili hans í Reykjavík. „Má ekki bjóða þér eitthvað að drekka?" segir Ingólfur og ég þigg kók í glasi. Við komum okkur þægilega fyrir í leðursófan- um í stofunni sem er prýdd fjölda listmuna víðs vegar að úr heiminum. Þetta er heimUi sem ber yfir sér fjölþjóðlegan blæ og Ingólf- ur Guðbrandsson er heimsmaður I sál og sinni. Hann hefur farið víða - og sumir telja að hann sé víðförlasti íslendingurinn fyrr og síðar. Segja má að Ingólfur hafi breytt heims-' mynd íslendinga. Lengi vel náði hún ekki lengra en tU Kaupmannahafnar. Aukin ferðalög víkkuðu hins vegar sjóndeUdar- hringinn svo um munaði. Feröir til framandi landa Sem ungur maður starfaði Ingólfur sem kennari í tungumálum og tónlist við Laug- arnesskóla í Reykavík og bryddaði upp á ýmsum nýjungum í tónlistarkennslu. Fyrir tUstUli hans varð hann syngjandi skóli með morgunsöng fyrir aUa nemendur, hljóðfæra- kennslu og hljómsveit. Síðar sinnti Ingólfur tónlistarkennslu við ýmsa framhaldsskóla í borginni, sem og námskeiðum við Háskóla íslands á síðasta áratug. Störf Ingólfs að tón- listarmálum mörkuðu tímamót á því sviði. Hæst ber starf Pólýfónkórsins sem Ingólfur stjórnaði um þrjátiu ára skeið. Framhalds- menntun sína sótti Ingólfur í frægar menntastofanir í Bretlandi, Þýskalandi og á Ítalíu. Engum ofsögum er sagt að með því að bjóða íslendingum ferðir tU framandi landa hafi Ingólfur fetað nýjar slóðir. Sama gerði hann í tónlistinni. Pólýfónkórinn stofhaði hann árið 1957 og starfaði kórinn óslitið undir hans stjóm í 31 ár og markaði kórinn djúp spor í tónlistarlífi landsmanna. Margir telja að með söng kórsins hafi fyrst borist tU íslands hinn skólaði söngstUl í glímu við margslungna tónlist frá tímabUi endur- reisnar og barokks, auk nútímatónlistar. Jafnfætis bestu kórum „Fyrstir tU að að meta þá nýbreytni voru ágætir tónlistarmenn innlendir og erlendir og má þar tU dæmis nefna Pál ísólfsson, Jón Leifs og Bodhan Wodizcko hljómsveitar- stjóra sem lýsti skoðun sinni svo að ekkert hefði komið sér meira á óvart á íslandi en að heyra söng þessa kórs. Hann stæði jafn- fætis bestu erlendu kórum og væri hæfur tU að taka þátt í alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Þá átti kórinn aðeins þrjú starfsár að baki og næsta ár hleypti hann heimdraganum og fór í stóra tónleikaferð tU Bretlands þar sem hann hlaut mikla viðurkenningu og söng í BBC, útvarp og sjónvarp," segir Ingólfur og heldur áfram: „Síðar fór kórinn i hljómleikaferðir vítt og breitt um Evrópu og ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands til Spánar, meðal annars með þátttöku í tónlistarhátíðinni í Granada árið 1982. En stærstar voru Ítalíuferðimar með Sinfóníuhljómsveitinni þar sem kórinn kom fram í helstu borgum Ítalíu og söng meðal annars í Róm fyrir páfann og opnaði Alþjóðlegu tónlistarhátíðina á Ítalíu á Ári tónlistarinnar, 1985.“ Tómlæti gagnvart tónlistinni Starf Pólýfónkórsins lagðist af árið 1989, eftir að Ingólfur hafði selt fyrirtæki sitt, Ferðaskrifstofuna Útsýn. „Margir hafa tekiö svo tU orða að slíkt menningarslys gæti hvergi gerst nema á íslandi. Ég hafði þrauk- að launalaust í meira en þrjá áratugi í kreíj- andi listrænu starfi, en nú gat ég ekki meir. Opinberir aðUar synjuðu beiðni um tveggja mUljóna króna framlag á ári tU kórsins." Ekkert áþreifanlegra, segir Ingólfur, finnst um tónUæti stjórnvalda í garð hinnar æðstu listar - tónlistarinnar - er sú stað- reynd að enn skuli ekkert tónlistarhús vera tU á íslandi. „Ég var árum saman einn af baráttumönnum fyrir þessu málefni og gekk svo langt að bjóða fyrirtæki mitt, Útsýn, tU eignar og umráða til tekjuöflunar fyrir tón- listarhús. En hugmyndinni var hafnað á grundvelli þess að fordæmið gæti verið hættulegt!" Höföað til fegurðarkenndar Fagra veröld. Svo kvað Tómas forðum og hið sama hefur Ingólfur ævinlega haft að leiðarljósi í störfum sínum. Hann er fagur- keri í lífi sínu og störfum, hefur vandað tU ferðalaga sem hann hefur boðið. Heims- klúbbur Ingólfs Prima hefur áunnið sér við- urkenningu á heimsvísu fyrir vandaöar, innihaldsríkar ferðir. TU marks um það má nefna að fyrirtækið var útnefht í hóp 25 val- inna ferðaskrifstofa heimsins árið 2000 und- ir kjörorðinu „Exclusive Travel Network for Éxcellence in Travel." „í ferðaþjónustunni hef ég sambönd úti um aUan heim og hefur það opnað margar dyr. Þannig hefur tekist að bjóða íslending- um svonefhd bestu-kjör á valinni aðstöðu og þjónustu. Hjá Heimsklúbbnum erum við með ferðú á fegurstu slóðir heimsins. Bjóð- um aUt það fegursta sem heimurinn býður. Við höfðum tU þeirrar fegurðarkenndar sem er hverjum manni í blóð borin. Tíminn er fullnýttur með dagskrá af ríkulegu inni- haldi; fagurri náttúru og mestu listrænu af- rekum mannkyns." Ferðalög hafa mikið gUdi, segir Ingólfur. „Við teljum okkur búa í upplýstu þjóðfélagi en almenningur er fáfróður um veröldina. íslendingar tala margir hverjir niðrandi um ýmis fjarlæg lönd, tU dæmis TaUand, en vita ekki að þar býr mikU menningarþjóð með merka sögu og náttúrufar þar er ein- stakt. Auk þess er verðlagið þar aðeins fimmtungur af því verði sem við borgum fyrir flest hér heima. Það kynnist enginn heiminum öðruvísi en skoða hann með eig- in augum. Menningaráhrif frá Evrópu bár- ust hingað seint, nema sem einhvers konar bergmál löngu síðar. Fyrir þetta geldur þjóðin enn. Segja má að við höfum misst úr þúsund ár af menningarsögunni. Fólk vakn- ar á góðum ferðalögum." Ferðaveisla lífs míns Ingólfur er spurður að því hvað við taki hjá honum nú þegar hann lætur af forstjóra- starfinu. „Ég held áfram að skoða heiminn. Hann er óþrjótandi viðfangsefni opnum huga með fegurðarskyn. Á því veraldar- flakki langar mig að endurtaka hið besta úr ferðaveislu lífs míns, en einnig kanna það sem ég á óskoðað. Ingólfur segir að vel megi vera að hann verði fararstjóri í enn einni heimsreisunni og það fljótlega. „Hnattreisan þræðir hvort sem er mína eftirlætisstaði á ferðalögum; Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suð- ur-Kyrrahafseyjar og Suður-Ameríku. Þó ég sé búinn að fara sjö sinnum í hnattreisur verður hver um sig ógleymanlegt ævintýri. Ég upplifi hvern stað á nýjan hátt þegar ég kem þangað aftur.“ FerÖabók er draumur minn Ingólfur er maður sem eldist vel og ber ekki árin utan á sér. Aðspurður gefur hann þá skýringu að hann sé eðlishraustur mað- ur, hugsi vel um heilsu sína og mataræði og stundi líkamsrækt reglulega, innan um fólk sem er margt helmingi yngra en hann sjálf- ur. „Ég á samleið með ungu fólki. Það finnst mér ánægjulegt," segir Ingólfur. Við blöðum í myndabunkum og ílettum fallegum ferðabókum sem Ingólfur á, en safn hans af slíkum bókum er mikið að vöxtum. „Þótt lesendur kunni að hafa gleymt því hef ég skrifað allmikið um ævina. Tvær bækur og fiölda greina sem birst hafa í dag- blöðum og tímaritum auk kennsluefnis bæði í tónlist og handbók fyrir fararstjóra. Núna væri draumur minn að skrifa bók um merk- ustu ferðamannastaði heimsins í máli og myndum. Kannski gefst mér tími til að sinna því í náinni framtíð þegar ég fæ meira næði en hingað til. Ritstöf hafa lengi heillað mig, en tíminn verið of knappur. Ég vonast til að geta enn um skeið leiðbeint og liðsinnt ferðamönnum, en jafnframt haldiö áfram aö skoða og skrásefia veröldina á eigin spýtur.“ -sbs „Þó ég sé búinn aö fara sjö sinnum í hnattreisur verður hver um sig ógleymanlegt ævintýri. Ég upp- lifi hvern stað á nýjan hátt þegar ég kem þangað aftur,“ segir Ingólfur meöal annars hér í viðtalinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.