Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2003, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 12. JUNI 2003 21 -r I>V M agasm Hestaþáftur í DV-Magasíni: HESTASPORTIÐ koti er hægt að fara tvær leiðir. Annað- hvort um Hraun-tún að Sleðaási í Skðgar- hóla eða yfir í Stekkjargjá, upp úr henni og yfir Þingvailavegin sem leið liggur í Skógarhóla. Þessi leið úr Nesjavöllum er ágæt dagleiö. Umsjón: Guðmundur Guðlaugsson StórQ korfabókjn Riðið að Nesja- völlum Nú er runninn upp tími hestaferðanna. Sleppitúrarnir eru í algleymingi og hest- húsahverfm orðin nánast tóm. Viðkomu- staður margra þeirra sem fara frá Reykja- vík eða Mosfellssveit eru Nesjavellir. Þar er góð aðstaða fyrir og því getur verið gaman að fara þangað ríðandi. Ég fór á stúfana til að kynna mér mögulegar reið- leiðir. Ég spjallaði við Öm Bjamason, en hann er ansi fróður um reiðleiðir, ömefni og sögu. Öm segir nokkrar leiðir færar og bendir mönnum svo á að kíkja í bókina Áfanga en það er ferðahandbók sem ferða- nefnd Landssamband Hestamannafélaga lét gefa út árið 1986. Farið úr Mosfellsdal Fyrst langar okkur að skoða leiðina sem hægt er að fara úr Mosfellsdalnum. Þá fara menn upp að Laxnesi og þar út á veg, Síðan þarf að fara meðfram vegi upp- fyrir Gljúfrastein. Miðja vegu milli Gljúfrasteins og Seljabrekku liggur jeppa- færveguríáttaðeyðibýlinuBringum. At- huga þarf að fyrir austan Seljabrekku er girðing sem liggur frá Þingvallaveginum og fyrir norðan Grímannsfell Fara verð- ur í gegnum hlið á línuvegi. Síðan er far- ið austur um Mosfellsheiði fyrir noröan Sköflung og í Jórukleif. Þessi leið heitir Bringnaleið. Gott er að hafa til hliðsjónar kort sem er einn á móti 100.000 og er núm- er 37, Hengill. Frá Hafrávatni Sé komið upp frá Hafravatni er hægt að fara meðfram nýja Nesjavailaveginum. Síðan er til gömul leið sem heitir Frakka- stígur. Sá vegur byrjar við Miðdai og ligg- ur í Dymar, eða Dyrafjöil. Þetta er gamall linuvegur og nafnið er dregið af því að það voru franskir menn sem lögðu línuna. Dyravegur Sé komið meðfram suðurlandsveginum upp hjá Geitháls er til leið sem heitir Dyravegur. Þá er komið upp hjá eyðibýl- inu Elliðakoti. Sveigt er út af veginum hjá Gunnarshólma. Þessi leið liggur í Dymar fyrir norðan Lyklafell. Þessari leið er lýst í bókinni Áfangar. Einnig kemur til greina leið upp hjá Lögbeigsrétt og sunnan megin við Sand- skeið, upp hjá Litlu-kaffistofunni. Upp að réttinni við Kolviðarhól og út hjá Hús- múla og um Marardal. Þetta er áhugaverð leið. Þegar komið er upp úr Maradal tekur við stikuö leið sem liggur á veginn að Nesjavöllum. Nesjavellir, Skógarhólar Nú langaði mig að forvitnast um hvem- ig maður færi frá Nesjavöllum á Skógar- hóla. Ekki er hægt að fara lengur Graíh- inginn því að hann er búið að malbika og því yrði að riða á veginum. Öm myndi fara frá Nesjavöllum og að Viilingavatni. Þar er girðing og farið í gegnum hlið og svo slegið til vinstri. Þessi leið er kölluð leiðin um Dráttarhlíð, en það er einmitt komið niður hana og að virkjunarsvæðinu við Sogið. Þar er svo farið yfir brúna. Sið- an er farið um stund veginn sem liggur í átt að Þingvöllum. Þá er komið að tveim- ur hliðum á hægri hönd og það er fariö inn um hliðið vinstra megin. Þar byijar leiðin um Driftir. Þar liggur leiðin á ijómagötum í Kringlumýri. Skemmtileg leið. í Kringlumýri er skáli. Síðan hefúr verið stikuð leið frá Kringlumýri að þjóð- garðinum sem er fyrir ofan Gjábakka. Þá er farið um stund eftir veginum svo á Gjá- bakkastíg og yfir Hrafnagjá og í Skógar- kot. Þetta er alveg frábær leið. Úr Skógar- Að lokum er gaman að nefha það að það er til gömul kortabók sem heitir Stóra- kortabókin en hún geymir gömlu herfor- ingjaráðskortin sem voru gerð á árunum eftir 1900. Þá voru engar leiðir nema hesta- leiðir. Þessi bók geymir ailra bestu lýsing- ar á reiðleiðum sem til eru. Hana er hægt að sjá m.a. á lesstofú í Norræna húsinu. Margar fagrar reiöleiðir eru í nágrenni Nesjavalla. u t i ■'; 'i e i i s i 1 u h a i d s Að Seljavegi 2, í hjarta borgarinnar; ertil leigu nýr og glæsilegur veislusalur fyrir allt að 150 manna veislur eða fundi. Utvegum einnig allt til veislunnar frá fyrirtæk- inu Krydd og kavíar sem er alhliða veitinga- og veisluþjónusta með áralanga reynslu. Sjá nánar á www.kryddogkaviaris. Hentugur salur fyrir afmælis-, brúðkaups- og fermingarveislui; erfidrykkjur; móttökur og fundi. Ef veisla er í undirbúningi þá endilega hafðu samband við okkur í síma 821 -5509 eða sendu okkur tölvupóst á elisabet@frodi.is og fáðu allar upplýsingar afmæft,. brúðkaup, erfídrykkjur, fermingar, móttökur og fundir. 5-. ->• ■' '£2^> Fróði - Veislusalur - Seljavegi 2-101 Reykjavík - sími: 821 -5509 fax: 515-5599 netfang: elisabet@frodi.is Krydd & kavíar - Reykjavíkurflugve11i - 101 Reykjavík - símar 565-9933 / 824-7730 / 824-7731 - veffang: www.kryddogkaviaris

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.