Nýtt dagblað - 02.07.1941, Blaðsíða 3

Nýtt dagblað - 02.07.1941, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. júlí 1941. NÝTT DAGBLAÐ 3 Það er flofekur valdránsmanna sem sfjórnar Islandl (3)acj,Mad Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Benediktsson, Grundarstíg 4, sími 5510 Ritstjóm: Garðastr. 17, sími 2270. Afgreiðsla: Austurstr. 12, sími 2184. Víkingsprent h.f., Hverf- isgötu. Sími 2864. Kosnliigafresfur o$ fyllírí Undanfarna daga hefur mikið verið rætt hér í bænum um opnun áfengisútsölunnar, er fram fór síðastliðinn mið- vikudag. Öll blöð bæjarins höfðu áður birt sameiginlegt álit frá öllum lögreglustjór- um á landinu um það, að á meöan áfengisútsalan neydd- ist til að loka, af því að drop- ann vantaöi, þá urðu allir bæ- ir á landinu eins og nýir bæir í háttsemi. En svo var áfeng- isútsalan opnuð og þá kom eitt reiöinnar afturkast, fyll- iríisaldan flæddi yfir, eins og jökulhlaup, lögreglan hér í Reykjavík gefur skýrslur um það, að fyrstu dagana eftir opnunina og þó einkum um liðna helgi, voru sett met í því að taka úr umferð, og góö þjóöstjórnardagblöð fundu það sér helzt til á- hyggju á þessum hörmunga- tímum, aö húsnæðisleysi fyrir þessa menn var orðið svo mik- ið í bænum, að lögreglan átti ekki annars kost en að fara með manntetrin heim til sín. Enda hafði allt verið gert af hálfu hins opinbera til aö gera þetta júnímánaðarfyllirí sem allra eftirminnilegast. Þótt nokkrir dagar féllu úr í mánuðinum, þá var séö svo um, að fylliríið þyrfti einskis 1 að missa, hvað magn snerti. Bókaforlag áfengisverzlunar- innar var í fullu gildi, Guð- brandsbiblía hin nýja hækk- aði í verði, og þaö fyllirí, sem að jafnaði dreifist á 30 daga hvers mánaöar samanþjappist nú á nokkra, síðustu daga mánaöarins. Og nú varð kaldhæöni ör-- laganna svo átakanlega nöp- ur, að úrslitafyllirí mánaðar- ins var háð hinn sögulega dag sunnudaginn 29. júní, þann hinn sama dag og kosningar til Alþingis áttu fram að fara samkvæmt skýlausum ákvæð- um stjórnarskrárinnar og kosningalaganna. Háttvirt Al- þingi íslendinga þóttist líta svo á, aö hér á landi væri á- stand svo alverlegt, að ékki væri í þaö leggjandi að lofa íslenzku alþýðufólki að koma á kjörstað og merkja meö lát- lausum krossi við nöfn þeirra manna, er það kysi helzt til að fara með umboð sitt á lög- gjafarþingi íslendinga. Vér höfum enn ekki hitt aö máli neinn þann mann, er komi'ö hafi auga á möguleika á hætt um, er af því gætu stafað, Framh. af 2. síðu. tali hafa þessir flokkar menn á Iaunum til J>ess að halda vörð um svo að segja hvierja einustu sál. Yfirráð atvinnutækjanna eru not- uð til þess að byggja upp svo fullkomið mútukerfi, að pað ier hrein völundarsmíð. — Þar hafa Islendingar komizt lengst í skipu- lagningu. Á undanförnum árum hefur þúsundum islenzkra verka- manna verið settir tveir kostir: að hætta að hugsa eða hætta að borða, það er: þeim hefur verið gert að fylgja matgjafa sínum að málum eða standa iella uppi alls- að fólk skryppi á kjörstað, og hafi einhverjum fundizt sem eitthvað væri hæft í því, þá skilur hann það nú enn síður, þegar engin nauðsyn er talin á að hindra það, að heilt mánaöarfyllirí geti farið fram á fáum dögum. En í þessum eínum er þó engin mótsögn fólgin, þegar dýpra er skoðaö. Sannleikurinn er sá, að í sambandi við kosn- ingar hér á landi er stórkost- leg hætta fólgin, en á þeim hinum sanna hættunnar vett- vangi er fyllirí og götuóspekt- ir algerlega hættulausir hl,ut- ir. Hættan við kosningar snýr nefnilega alls ekki á neinn hátt að íslenzku þjóðinni sem heild, heldur aðeins örlitlum hluta hennar, hvers tákn er hin virðulega þjóðstjórn. Fyrir hana eru kosningar lífshættu- legur hlutur, því að íslenzk þjóðstjórn er mjög léleg stjórn, sem hefur mjög lítiö fylgi með íslenzku þjóðinni, og sjálf er hún sér sundur- þykk eins og illu andarnir i biblíunni. Hvenær sem kosn- ingar fara fram, verða þær hennar banabiti. Hins vegar er henni þaö stór ávinningur, að sem flestir íslendingar drekki frá sér ráð og rænu, því að því meiri sem er menn- ing íslendinga, því erfiðara veröur henni á setunum. Auk þess fær hún líka miklar fúlg- ur fjár í sambandi við alla þessa stórkostlegu áfengissölu. Þannig er stjórnmálaástand ið núna, að stjórnarvöldum landsins er það stórhættuleg- ur hlutur, að íslenzkir þegnar komi allsgáðir á kjörstað og kjósi sér fulltrúa á löggjafar samkomu sína með tilliti til framtíðarúrlausna á málum þjóðarinnar. En almennt fyll- irí hundruö blindfullra manna sem veltast á götunum slagsa um gangstéttir, hendandi síð- ustu krónum sínum í eitt hið ógeðslegasta eitur, sem mann- kynið hefur komizt 1 ýæri við, það er þjóðstjórninni ekki hættulegt. Þannig er þjóðstjórnin. Fara menn nú ekki að skilja, i hverju hún liggur þessi mikla hætta, sem þjóðstjórnarliðíð var að forða sér frá, er það tók í eigin hendur þann kosn- ingarétt, sem íslenzkir þegnar eiga samkvæmt stjórnarskrá ríkisins, og lagði hann í sínar eigin hendur og notaði hann til aö kjósa sjálft sig á þing. lausir með sitt skyldulið. Þetta eru staðreyndir, sem allir þm. vita. Hinsvegar hafa áróðurstæki verklýðsflokksins verið af svo skornum skammti, að það var fyrst við síðustu kosningar, sem Kommúnistaflokkurinn hafði yfir litlu, fátæklegu dagblaði að ráða. Foringjar hafa verið hundeltir bæði atvinnulega og stuindum af dómstólunum. Aðeins örfáum mönnum innan Sösíalistaflokksins hefur verið gert kleift fyrir fórn- fúsan styrk félagan'na að beita sér að mokkru ráði fyrir flokk sinin og stefnu. — Um verulegan kosn ingaundirbúning af hálfu verka- lýðsflokksins hefur ekki verið að ræða í mörgum kjördæmum), flokkurinn og frambjóðiendur hans hafa ekki verið svo stæðir, að tök væru á því. Nú eru surnir andstæðingar okkar allt í einu búnir að upp- götva, að lýðræðislega kosningar geti ekki farið fram, 'þar sem Sósialistaflokkurinn hafi verið sviptur málgagni sínu. -- Þetta er gleðilegt og ég efast ekki um að réttlát gremja yfir aðfiörum brezku herstjórnarinnar gegn ís- lenzkum þegnurn hafi opnað augu- manna fyrir ýmsu ranglæti, sem þeir hafa ekki áður veitt athygli. Það er rétt að minna á, að það hafa farið fram kosningar, sem t. d. Kommúnistaflokkurinh tók þátt í án þess að hafa aninað mál- gagn en eitt örlítið vikublað og þessir menn ættu að minnast þess, að síðan íslenzk stjórnmál urðu fyrst og fremst barátta milli stétta, hafa aldrei farið framkosn ingar, sem væru lýðræðislegar í þeim skilningi að báðir aðilar stæðu jafnt að vígi. Á Islandi hef- ur ríkt og ríkir enn stéttareinræði hvað sem öllum sýndarformum lýðræðisiins líður. Nú er það svo, að Sósíalista- flokkurinn þarf allra flokka sízt að óttast kosningar núna, enda þótt hann hafi ekkert málgagn. Hainn á það víst að koma út úr kosmingum, sem haldnar yrðu á venjulegum tíma, sem margfalt stærri og stérkari flokkur en áð- ur. Þegar á þetta er litið er það ærið afkáralegt að ætla áð bæta Sósíalistaflokknum blaðmissinn með því að svipta hamn rétti til þess að bæta viÖ sig þiingmönn- um fyrir inæsta kjörtímabil. Það er kunnugt að Alþýðufl. og sá hluti Framsóknarflokksins sem næst stemdur formanni þess flokks og ræður yfir „Tímanum“;, hefur krafizt þess að Sósíalista- flokkurinn og blað hans, Þjóð- viljinn, yrði bannað. Nú vil ég spyrja: Var þessi krafa borin fram í þeim tilgangi, að bannið mætti síðar inota sem röksiemd fyrir því að fresta kosningum ? Var hún um leið krafa um að þingræðið skyldi afnumið? Ég get ekki skilið að þessir menn geti notað bannið á Þjóð- viljanum sem röksemd fyrir frestun kosninga — og þieir munu heldur ekki gera það. En hvaða rök hafia þeir þá? —Hvaða rök? Ég álít að þaú rök, sem hér hafa veriö borin fram séu engin rök, eins og ég hef leitast við að sýna fram á. Þessir rmenn hafa leitað að rökum í margar vikur, — en þeir hafa engin fund- ið, því að það tekur enginh mark á slíkum slagorðum sem þeim, að : við séumi í hernumdu landi, tím- arnnir séu breytilegir, allt á hverf- .• anda hveli o. s. frv. — Eins og það sé ekki því meiri nauðsyn á því að fólkið fái að kjósa og hafa almennilegt þing og stjórn, því breytiliegri og erfiðari sem tímarnir eru! — það Iiggu(r í aug- um uppi! Loks héldu þeir lokaðan þing- mannafund með hinum ábyrgu og Iétu berast út af þeim fundi að þar hefðu komið fram svo mik- ilvæg rök fyrir nauðsyn þess að fresta kosningum, að tekið hefði af öll tvímæli, svo að þeir, sem áður voru; á móti kosningafrestun inni hefðu snúist fyrir þunga þeirra raka. En þessi rök mátti bara enginn heyra, nema þeir á- byrgu og rökiin eru ekki komin fram enn. Þetta var þrautalend- ingin, en það dugði skammt. — Á Alþingi spurðist einn þm. fyrir um, hver þessi rök væru og fékk þau svör, að ég hygg hjá hæst- virtum utanríkismálaráðherra, að engin ný rök hiefðu komið fram á þessum fuindi. Nú mætti ætla, að þeir þm., sem mest hneyksluðust yfir at- ferli bnezku herstjórnarinnar gagn vart Sósíalistaflokknum vildu nú stuðla að því, að flokkurinn fengi sem rýmst málfrélsi. En hvað skeður þá? Flokkurinn fór fram á, að útvarpsumræður yrðu hafð- ar um fjárlögin eins og lög standa til en því var synjað. Og bréfi til ríkisstjórnarinhar, þar sem þess er æskt, að hún grennsl- ist eftir því á hvaða grundvelli flokkuriinin geti gefið út málgagn, hefur ekki verið svarað. — Það er sem sé eins og hæstv. ríkis- sjórn þætti ekki nóg, að flokku> inn væri sviptur málgagni sínu, heldur þyrfti einnig að svipta hann því málfrelsi, sem hann á heimtiingu á samkv. þingsköpum Alþingis. Það er fjarri því, að ég vilji drótta neiníu að hæstvirtrf rísisstjórn, en svona framkoma verður óneitanlega til þess að styrkja þær grunsemdir manna, að rikisstjórninni sé ofbeldi Breta gaagnvart Sósíalistaflokknum ekki eins leitt og hún lætur og þyki gott að' hafia strákinn í ferðinni. Hinar raunverulegu ástæður. En æskilegra væri það fyrir ríkisstjórnina að geta notað Breta til þess að skjóta sér undara því að hafa kosningar, því að rök fyrir frestuninni hafa enn ekki komið fram. Þau rök, sem; í r,a.un og veru liggja fyrir því, að rik- isstjórnin ber slika þingsályktunar tillögu fram eru þess eðlis, að ekki er hægt að skýra almenn- ingi frá þeirn. En það er hægt að renna grun í þau. ÖIl pólitík þjóðstjórnarinnar hefur frá upphafi veriö í beinni andstöðu við hagsmuni meiri- hiuta þjóðarinnar. Auk þess virð- ist ríkisstjórnin una vel því hlut- skipti að vera leppstjóm hins er- lenda imnrásarhers, en þjóðin vill stjórn, sem getur verið fulltrúi hennar gagnvart hinu erlenda valdi Þjóðstjórnin veit því að hún hefur stórtapað fylgi. Einnig e* það vitanlegt að Sósialistáflokk- urinn hefur mjög aukið fylgi sitt. Enginn efast um fylgishrun Al- þýðuflokksins. Það má vel búast við því að hann fengi engan þing- mann kosinn, ef kosningar færu (fram. I sínum eigin flokki stánda fiormenn allra stjórnarflokkanna, pllir 3 formennimir, sem eru uppi staðan i þjóðstjórninni, mjög völtum fótum. Pólitískt rót, eins og kosningar, mundi þess viegna vera mjög hættulegt fyrir þá spilaborg, sem þeir hafa hrófaS (upp. I kosningahitanum gætu vel komið fram uppljóstranir, sem yrðu þamnig vaxnar, ;að kosning- arnar riðu þjóðstjórnarsamvinn - unni að fullu eða a. m. k. torvield- uðu hana mjög. Þá má líka geta þess, að á þessum viðjárverðu tímum sem við lifum á, þá tek- ur yfirleitt enginn mark á gulln- um kosningaloforðum. Þess vegna er það alveg satt frá sjónarmiði j>essarar hæstv. rikisstjórnar, að það er ekki gott að hafa kosning- ar, þegar enginn veit hvað ívænd um er. En án kosningaloforða, sem hægt er að svíkja, geta þjóð- stjórnarflokkarnir ekki hugsað sér neinar kosningar. Ég vil ekki skella nieinni ábyrgð á Bnetana í þessu sambiandi, en hitt þykir mér þó líklegt, að brezka setulið- ið vilji ekki eiga neitt á hættu í kosningum, sem gætu veikt þessa leppstjórn þeirra, sem er þeim eins þægur Ijár í þúfu og nokkur stjórn getur verið. Niður- staðan verður því þessi: Sósialista flokkurinn álítur, að þeð mundi ekki koma verulega að sök þó kosn ingum yrði t. d. frestað til hausts- ins, ef það þætti betra. Að vísu er hæpið að slíkt sé heimilt sam- kvæmt bókstaf gildandi laga, en myndi engu breyta, því stjórnin situr hvort eð er þangað til, og vitaskuld væri ekki rétt að gera það nema mjög gildar ástæður lægju fyrir, en verði kosningum frestað um óákveðinn tima eins og hér er farið fram á, þá mundi Sósíalistaflokkurinn ekki viður- kenna, að til séu neinir löglegir j>m. né stjórn í landinu eftir 29. júní. Núverandi hv. þm. hafa þá ékki meiri rétt til að gegna full- trúastörfum fyrir þjóðina eða sam þykkja lög heldur en hverjir aðrir Islendingar, og núverandi hæst- virtir ráðh. hafa ekki rneiri rétt til þess að fara með stjórn lands- ins heldur en Pétur eða Páll. Allt, sem þeir gera eftir 29. júní verður á þeirra persónulegu á- byrgð, umboðslaust frá þjóðinni. Drengi efla telpnr vantar til þess að bera Nýtt dagblaö til kaupenda í bæn- um. Upplýsingar á afgreiðslu Nýs dagblaðs, Austurstræti 12, sími 2184.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.