Nýtt dagblað - 04.07.1941, Blaðsíða 2

Nýtt dagblað - 04.07.1941, Blaðsíða 2
2 NÝTT DAGBLAÐ Föstudagur 4. júlí 1941. Wíllíam Z. Fosfcr Konan mín, Guðlaug Magnúsdóífír, andaðíst á sjúhrahúsí Hvítabandsíns 2. þ. m. Arí Fínnsson. í marzmánuöi síöastliðn um var gefinn út bæklingm vestan hafs, sem bar titilinn „World Capitalism and World Socialism“. Alþjóða- auðvald og alþjóðasósíalismi”. Höfundur bæklingsins heitir William Z. Foster. Síðan bækl ingur þessi kom út, hefur stór lega breytzt taflstaðan á skákborði styrjaldarinnar. En bæklingurinn fjallar ekki um einstaka atburði styrjaldarinn ar, heldur um sjálft eðh henn ar, undirrót hennar og afleið ing fyrir skipun mannfélags- málanna í framtíðinni. Þess vegna er efni hans ekki orð- ið á eftir tímanum. En allt er þar svo skarplega athug- að, og dregið upp með svo skýrum dráttum,. að „Nýtt dagblað” telur það ómaksins vert að birta lesendum sín- um smátt og smátt nokkra kafla bæklingsins í íslenzkri þýðingu. Upphaf yfirstandandi styrj- aldar táknar stórfelda aukn- ingn þeirrar allsherjar kreppu sem nú gengur yfir auðvalds heiminn. ÞaS, sem af er styrj- öldinni sýnir áþreifanlega, að' allt hagkerfi auðvaldsskipu- lagsins verður nú fyrir djúp- tækari áverkum og með marg- falt meiri hraða er nú grafið undan þeim grunni, sem fjár- málahöll auðvaldsins er á reist, en átti sér stað á sam- bærilegum tíma í heimsstyrj- öldinni. Til sönnunar þessari meginstaðreynd nægir að at- huga nokkra aðalþætti og helztu árangra styrjaldarinn- ar fram að þessu. . a. Andstæður auðvaldsins skerpast. Árekstursefnin, sem liggja til grundvallar þessari þolraun, sem nú fer fram í á- tökum stórveldanna um heims yfirráðin og um undirokun veikari hagsmunaheilda, eiga sér dýpri rætur, eru nær- göngulli og óleysanlegri en í heimsstyrjöldinni næstu á undan. Orustusvæðið færist út með algerlega ósambæri- legum, hraða. í fyrri heims- styrjöldinni gerðust miklu fleiri þjóðir opinberir þátttak- endur en orðið er í þessari styrjöld, en samt sem áður var sú styrjöld því nær ein- göngu Evrópustyrjöld, að því er snertir vopnaviðskiptin. Mjög lítilf jörleg vopnavið- skipti fóru fram 1 Asíu, Afríku og í Vesturálfu heims. í þess- ari síöari styrjöld hafa ekki aöeins næstum allar þjóðir Evrópu dregizt inn í hildar- leikinn, heldur er nú Afríka orðinn víðáttumikill vígvöllur og átökin teygjast nú óðfluga til Austurálfu. Bandaríki Norður-Ameriku hafa miklu fyrr og með meiri bægsla- gangi veitt brezka heimsveld- inu virkan stuöning nú en þá. Eru nú margfalt sterkari lík- ur til þess en þá voru, að styrjöldin berist alla leiö til Ameriku. Nú þegar eru miklu fleiri milljónir manna flæktar í net styrjaldarinnar, heldur en í fyrri heimsstyrjöldina, þegar hún stóð sem hæst, og þó er þessi styrjöld ennþá sem óðast að færa út kvíam- ar. Ennfremur er um margfalt meira barizt nú en í hinni heimsstyrjöldinni. Andstæðurn ar innan auðvaldsskipulagsins sem með ómótstæðilegu afli hrundu stórveldum þess út í þessa styrjöld, hafa nú bók- staflega gert hana að barátt- unni um líf eða dauða þessa skipulags. Það er ekki bara það, að stórveldin berjist um heimsyfirráðin, heldur er til- vera þeirra sjálfra blátt áfram í hættu. Af því, sem þegar hef ur gerzt í ýmsum herteknum löndum í Evrópu, er þaö ljóst, að örlög þau, sem bíða þess aðilans, sem undir verður 1 hildarleiknum, hvor aðilinn, sem sigrar, verður meira eða minna algjör glötun þjóðlegs sjálfstæðis, hnigmun iðnaöar- og viöskiptalífs og hálfgerð nýlenduafstaða til sigurvegar- ans, ný tegund þrælahalas, verri en áður hefur þekkst, fyrir alla vinnandi alþýðu, flutningur heilla þjóðarbrota til miður byggilegra lands- svæða eða jafnvel gjöreyðing þjóðernis í heilum landshlut- um. Heimsstyrjöldin fyrri sökk aldrei nándar nærri eins djúpt í eyðingu menningarverömæta þrátt fyrir miskunnarlausa friðarsamninga í Brest-Lit- ovsk og Versölum. í samræmi viö þessar skerptu andstæður innan auðvaldsskipulagsins og vegna þess hve margfalt meira er um barizt, eru bar- dagamir háðir með margfalt meiri gTimmd og stórfelldari eyðingu verðmæta, bæði efna- legra og andlegra. b. Umturnun á sviði fjár- mála- og viðskiptalífs. Yfir- standandi styrjöld er miklu fijótari að vinna á stöðum auðvaldsins en raun varð á í síðasta heimsstríði, vegna þess hve truflun fjármálalífsins ’er djúptækari og yfirgripsmeiri en þá var. Fyrst og fremst hefur hergagnaiðnaðurinn og einhæfni. framleiðslunar vegna styrjaldaraðgerða kollvarpað fjármálgrundv. margra landa. Margfalt meiri hluti framleiðsl unnar er nú miðaður við hern aöarþarfir en nokkurntíma varð í fyrri, heimsstyrjöldinni, en af því leiðir lakari lífskjör fjöldans. En auk þess er at- vinnulíf maígra hertekinna landa algerlega í lamasessi vegna framleiöslukvaða, nauð- ungarskatta og eyðilegginga, sem þau verða fyrir vegna henámsins. Millilandaviðskiptin dragast saman margfalt meira en raun varð á 1 fyrri styrjöldinni, vegna hafnbanns og lokunar verzlunarleiöa frá hálfu beggja aöila. Allt meginland Evrópu er nú í hafnbanni og íbúar landanna horfast í augu við sult og allsleysi, en í fyrri styrjöldinni verzluðu hlutlaus- ar þjóðir Evrópu óátalið við önnur lönd og heimsálfur. Bandaríkin sigla nú ekki verzl- unarflota sínum til neinna landa á ófriðarsvæðinu, en í heimsstyrjöldinni fyrri gerðu þau það. Yfir mörg rómönsku landanna í Ameriku gengur nú ömurlegasta viðskipta- kreppa, vegna þess aö þeim er algerlega varnaö að ná til Ev- rópumarkaðarins, sem þau geta ekki án verið. Nýlendu- ríki Frakka, Hollendinga og Belga eru í molum og geta litlum eða engum viöskiptum við komið. Og styrjöldin milli Kínverja og Japana lokar að heita má verzlunarviðskiptum enska og ameriska aúðmagns- ins við Austur-Asíu. Auk alls þessa er framleiðslugeta styrj- aldarþjóðanna að mikilu leiti skert við vinnutafir af völdum loftárása á verksmiöjuborgirn- ar og eyöileggingu iöjuvera. í Englandi er talið, að loftárás- imar hafi nú þegar minnkað hergagnaframleiðsluna um 50% og í Þýzkalandi um 20 til 30%. c. Herkostnaðurinn marg. falt meiri en áður. Hemaðar- útgjöldin eru að þessu sinni miklu stórfenglegri en áður. Af því leiðir, að aúðvaldslönd- in, sem árum saman hafa orð- ið a'ð búa við stórlega lam- andi viðskiptakreppu, berast nú óðfluga að barmi gjald- þrotsins. í ræðu sinni 1. mai 1940 staðhæfði Georg Dimi- troff, að þó styrjöldin væri þá ekki búin að standa nema nokkra mánuði, væri þókostn aðurinn við undirbúning og aðgerðir styrjaldarinnar, þeg- ar orðinn hundað þúsund milljarðar dollara, en í hinni styrjöldinni taldist svó til, að hernaðarútgjöldin hefðu orð- ið eitt hundrað og áttatíu þúsund milljarðar öll fjögur stríðsárin til samans. Síðan Dimitroff lagði fram þessa út- reikninga hafa heildarútgjöld þessarar styrjaldar vitanlega margfaldazt. Sem stendur (þ. e. í marz 1941), eyöir Stóra-Bretland 60 % af þj-óðartekjum sínum til hernaðarþarfa og Þýzka- land álíka miklu. Japanir hafa þegar eytt í Kínastyrjöldina tólfföldum herkostnaði 1 styrj- öldinni við Rússa 1904—5, enda eru þeir nú að komast á glötunarbarminn fjárhags- lega. Frakkland, sem nú ligg- ur í sárum, sigraö og sundur- tætt, er neytt til þess aö borga 400 milljónir franka á dag til setuliðsins þýzka. Blaðið „New York Times” álítur, að allur stjómarkostnaður Frakka nemi a. m. k. öllum þjóðar- tekjunum. og má þá augljóst vera, hvert stefnir. ítalía, eins Alpingi ákvað að hækka húsaleiguna Hun hækkar án tíllíts tíl þess, hvort nohhuð hefur veríð hostað tíl húsanna Síöasta Alþingi samþykkti lög um breytingar á húsaleigulögun- um. Sjálfsagt hafa það veriö ein- hverjar umbætur til þess aöleysa úr vaudræðum manná, munu þeir hugsa, sem enn eru þeirrar skoð- utiar, að Alþingi sitji á rökstól- og raunar mörg önnur Ev- rópuríkin, er raunverulega gjaldþrota. Grannar vorir, Kandamennimir eyða 40% af sínum þjóðartekjum til her- kostnaðarins. Bandaríkin, sem þegar hafa komið ríkisskuldum sínum upp í sextíu og fimm þúsund millj- aröa dollara, eyöa svo milljörð um skiptir með óheyrðum hraða í örvita hervæöingu. Verði stríðinu haldið áfram í 2 til 3 ár enn, eins og flest bendir til að geti oröið, mun alheimsaúðmagnið að því loloiu standa augliti til aug- litis frammi fyrir botnlausum ríksskuldum, verðlausum gjald miöli, drápsklyfjum skatta, gagngerðu viðskiptahruni, alls herjar vonleysi um viðreisn og endalausum gjaldþrotum. Framh. á morgun Nýr lax Nautakjöt Svíð Lífur um til þess að fjalla um þjóðfé- lagslegar umbætur og ráða fram úr vandamálum þess fólks, sem byggir þetta land. fjú er fjöldi manna húsnæðisliaus í þessum bæ. Eitthvað hlýtur Alþingi að hafa gert til þess að afstýra því, að fjöldi Reykvikinga þurfi að vena á götunni í vetur.. Og nú leggja fulltrúar þjóðarinnar vísdóm sinn saman til þess að sporna viö aukinni dýrtíð. Þeir hljóta að hafa fundið ráð til að komaí í veg 'fyrir hækkun leigunnar. Svo munu þess ir menn hugsa. En staðreyndin er þessi: Alþingi hefur samþykkt þá breytingu á húsaleigulögun- um, að öll húsalega skal nú hækka í hlutfalli við aukinn viðhaldskostnað almennt, sam kvæmt vísitölu, er kauplags- nefnd skal gera. Samkvæmt þessu hækkar öll húsaleiga frá 1. október í haust. Hve mikil hækkunin verður er ekki unnt að segja nú. Samkvæmt húsaleigulögun- um, sem gilt hafa til þessa, var heimilt aö hækka húsa- leigu í hlutfalli við aukinn viðhaldskostnað, en eftir mati. En nú skal húsaleigan hækka alls staðar án tillits til þessr hvort nokkuö hefur verið kost að til viðhalds húsanna. Ákvörðunin um hækkun húsaléigunnar, er verk þjóð- stjórnarflokkanna allra,' Sjálf- stæöisflokksins, Framsóknar- 1 flokksins og Alþýðuflokksins. Þegar mest er rætt um lækk un dýrtíðarinnar og ákveðið að skattleggja alþýöu manna um tugi milljóna, gerir Ai- þingi og stjórnarvöld sínar „praktisku” ráðstafanir. Húsa leigan er hæklcuð, útsöluverð á mjólk er hækkað um 7 au. á Iíter. Alþingi situr nefnilega alls ekki á rökstólum til þess að ræöa hagsmunmál þjóðar- innar, heldur hitt, hvernig bezt er hægt að græöa á fólk- inu. Drengi eða telpnr vantar til þess að bera Nýtt dagblað til kaupenda í bæn- um. Upplýsingar á afgreiðslu Nýs dagblaðs, Austurstræti 12, sími 2184.

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.