Nýtt dagblað - 12.09.1941, Blaðsíða 1

Nýtt dagblað - 12.09.1941, Blaðsíða 1
Smolensk í skofmáli sfórskofalíds rauða hersíns. Auknar hernaðaradgerðír Þjóð« verja á Ishafssfrondínní 04 Suður-Ukraínu Molotoff, utanrikisþjóðfulltrúi Sovétríkjaima, hefur sakað búlg- örsku stjórnina um fjandskap við Svoétríkin, í orðsendingu sem aíhent var í gær sendiherra Búlgara í Moskva, í orðsendingd þessari segir Molotoff að búlgarska stjórnin sé að uiulirbúa árás á Sovétríkin, Hún Iiafi lánað Þjóðverjum til aínota hernaðarstöðvar landsins, flugvelli, járnbrautir og hafnir til undirbúnings hernaðaraðgerða gegn Sovétríkjunum. Þýzki flotaforinginn von Baeder, sem nú dvelur í Búlgaríu, ei að undirbúa sjóhernaðaraðgerðir á Svartahafi gegn lierstöðvum í Sovétríkjunum, og gert er ráð íyrir að búlgarskar hafnir verði notaðar sem bækistövar þý/.kra herskipa segir í orðsendingu Sov étstjórnarinnar. Hundruð brezkra sprengjuflugvéla sendar til Sovétrfkjanna Brezkar orustuflugvélar eru nú sendar til Sovétríkjanna hundruðum saraan, að því er Churchill, forsætisráðlierra Bretlands, skýrði neðri mál- stofunni frá í gær. Allmargt af flugvélum þess- um eru þegar komnar austur, og hefur ráðherra flugvéla- framleiðslunnar í Bretlandi skipulagt afhendingu þeirra, Talið er að orustuflugvélun- um muni vera flogið til Sov- ótríkjanna. Franskír járnbraula- vcrkamcnn leggja níður vínnu Járnbrautarverkamenn í nágrenni Parísar liafa gert verkfall, sem veldur þýzku herstjórninni í Paris mikilla óþæginda. Víðar um hinn hernumda hluta Frakklands hafa járnbrautarmenn lagt niður vinnu, þrátt fyrir hótanir nazista um L;f- látshegnmgu. Verkalýðsleiðtogarnir í Osló, sem tekni voru af lífi í fyrradag voru hinn kunni lögíæðingur Viggo Hansteen og maður að nafni Vikström. Fjórir leiðtogar verkalýðssambandsins hafa verið dæmdir í ævilangt fangelsi, tveir í 15 ára fangelsi og einn í 4 ára fangelsi. Þing sænska verklýðssambands- ins minntist hinna myrtu félaga í gær. Þegar þingfundur hófst, var norskur fáni borinn upp á ræðu- pallinn og stóð þingheimur í þögn eina mínútu. Forseti sænska verkalýðssambaildsins sagðist ekki ætla að láta í ljós t.ilfinning- ar sínar vegna þessa atburðar, en aldrei, aldrei skyldu sænskir verkamenn gleyma þessum norsku bræðrum, sem orðið hefðu píslar- vottar í baráttunni fyrir frelsi Noregs. Þessar aðgerðir eru ekki í sam- ræmi við vilja og hagsmuni búlg- örsku jijóðarinnar né hina góðu sambúð sem verið hefur milli Óáoaegja magnasl í Rúmeníu „Þúsundir fjölskldna liafa misst fyrirvinnu sína borgin er öll í sorg”, segir í bréfi frá Búkarest, sem svissnéskt blað birtir. í brcfi þessu segir að hið óskap lcga mannfall rúmenska hersins á Odessavígstöðvunum sé farið að valda alvarlcgum áhyggjum í Rúmeníu. Særðir hermenn, ný- komnir frá vígstöðvunum skýra svo frá að þýzku liðsforingjarnir reki rúmensku hersveitirnar í dauðann eins og það væru skepn- ur, Matarskortur er þegar orðinn mikill í Rúmeníu, einkum borgun- um, segir bréfritarinn. Loftárásir Sovétflugvéla hafa gert mikinn Framhald á 4. síðu. þjóða Sovétríkjanna og Búlgara, og inótmælir Sovétstjórnin þeim jiví liarðlega. Bútgarska útvarpið réðist lieift- arlega á Sovétríkin og Bretland í gærkvöld. Frá vígsíödvunum At' vígstöðvunmn er þetta helzt að í'rétta: Gagnsólin Tímosjenkos á mið- vígstöðvunum heldur áfram, og Smolensk er nú í skotlínu lang- drægra rússneskra fallbyssna, að því er segir í fregnum frá í nótt. Nyrzt og syðst á hinni 3000 km. víglínu, við Múrmansk og syðst í Ukraínu heíur þýzki lierinn sótt fram að því er virðist. Þjóðverjar viðurkenndu í gær- kvöld, að þeir byggjust við vetr- arstyrjöld í austurveg. Þýzka út- varpið sagði að um Leningrad séu nú háðar íeykilegar stórskota liðsorustur og geisi eldar í borg- inni cttir dag- og næturárásii'. Herstjórnartilkynning rauða hersins í nótt segir aðeins: Harð- ir bardagar héldu áfram í dag á öllum vígstöðvum. Mármansk öflugur þýzkur her frá Noregi ^ióf i gær áhlaup á varnarstöðvar raúða hersins á tshafsströndinni, og sækir frain: í átt til Murmansk. Lít- ið hefur verið um bardaga á þessuni vígstöðvum að undanförnu, en s. 1. þriðjudag réðust hrezk herskip á stóra skipalest, er var að flytja birgðir til Þjóðverja nyrz't i Noregi og þótti það benda til aukins liðs Safnaðar á þeim slóðuni. • Fínnskar ví^síöðvar Um 350 km. suður af Múr- mansk hefur rauði hei'inn hafið gagnáhlaup, og náð á vald sitt hernaðarlega þýðingarmiklum stöðvum. Á þessum slóðum er mjóst mili laudamæra Finnlands og Hvítahafs, og hafði finnski herinn sótt þar nokkuð fram í áttina til Múrmanskjárnbrautar- innar. Lcníngrad Báðir aðilar tilkynna enn að mjög harðar orustur geysi á Leningrad- vígstöðvunum. Þjóðverjar endurtóku í gær fullyrðingu sína um töku bæj arins Slússelbúrg við Ladoga, og bættu því við að þeir hefðu náð á vaid sitt stórri raforkustöð, er sér fjöidaverksmiðju í Leningrad fyrir orku. í sovétfróttum var í gær skýrt frá því, að Þjóðverjar hafi beitt miklum fjölda flugvéla til árása á Leningrad, en skemnulir hafi orðið litlar, vegna þess að loftvarnir borg arinnar hafi reynzt framúrskarandi vel. Þjóðverjar hafa varpað niður flugmiðum í Leningrad, 'Og hótað borginni gereyðingu á sama liátt og Rotterdam og Varsjá, ef borgin gef ist ekki upp. Smolcnsk Gagnsókn Tímosjenko mar- sUálks á miðvígstöðvuniun heldur áíranx með góðum árangri, Báðir aðilar skýra frá liarð- vítugum orustum norður, austur og suður af Smolensk. I útvarpi frá Róm er sagt að rauði lieriun haldi uppi öflugum gagnáhlaupum 150 km. austur af Smolensk. Mik- ili fjöldi sltriðdreka tekur þátt í oriistum þcssum, og er tillxynnt af Þjóðverjar liafi misst 538 skriðdreka á miðvígstö'ðvxinum undanfarna daga. Kieff Þjöðverjar tilkynnifcii i gær að hei þeirra hefði unnið mikinn sig norð- ur af Kiefif i ;gær. í fregnum frá Londiön i gær var talið að gagnáhlaup rauða hersins við Ciomel hafi ekki veríð nógu sterk til að hindra áframlialdandi sókn Þjóðverja suður á bóginn, í átt til Kieff. I Moskvafregnum er sagt að sovétherinn liafi sigrað tvö Framhald á 4. síðu. Aukinn hernaðar viðbúnaður Japana Mikill hernaðarviðbúnaður er nú í Japan, Hefur landinu verið skipt í fjögur landvamarsvæði og karlar og konur skyldaðar til þjónustu að iandvarnarstörfum ef stjórnin telur þuría. Japanskeisari boðaði hermála- ráðherra á fund sinn i dag, og nokkru síðar Konoje forsætisráð- herra. Síðdegis í gær hafði keis- ari boð inni fyrir alla ráðherrana og æðstu menn liers, flota og flughers. Hergagnaframleiðsla Bretlands og banda- rfkjanna samræmd John Biggers, aðalframkvæmda - stjóri hergagnaframleiðslu Banda- rikjanna, er kominn til Bretlands, 1 viðtali við blaðamenn hefur hann gefið í skyn, að erindi sitt sé að kynna sér brezka hergagnafram- leiðslu með það fyrir auguin að samræma hergagnaframleiðsluna í Bandaríkjunum og Bretlandi. Tannctr fer til Berlín Tanner, verziunar- og iðnaðar- málaráðherra Finna, íer i lieim- sókn til Berlín í næstu viku, að liví er þýzka útvarpið skýrði irá í gær. Tanner er sem kunnugt er só- síaldemókrat eitt lielzta átrúnað- argoð Finnagaldursmannanna, og að þvi er virðist einn þarfasti þjónn Hitlers í Finnlandi í nú- verandi styrjöld. Hið kunna sænska blað „Göte- borgs Handels och Sjöfartstidn- ing” ræðir hernaðarbandalag Finna og Þjóðverja. Segir blaðið að yfirleitt séu menn hættir að trúa á sigur Þjóðverja. Ef Finn- ar ætli sér að halda áfram að berjast við hlið þeirra, megi þeir búast við því að sæta samskonar örlögum og Þjóðverjar að styrj- öldinni lokinni, Bandaríkjanefndin að leggja af stað á floskvaráðstefnuna Cordell Hull, utanríkisráðlierra Bandaríkjanna skýrði frá því i gær að bandaríska sendinefndin á þríveldaráðstefnuna í Moskva muni Icggja af stað til Bietlands nú í vikulokin. Úmanskí, sendiherra Sovétrikj- anna í Washington, ræddi i gær við Roosevelt forseta og Cordell Hull. um málefni er varða sam- skipti Bandarílcjanna og Sovét- ríkjanua, að því er tilkynnt hefur verið vestra, þráft fvrír grímmdarvcrk nazísfa Hinar gi'immdarlegu kúgunari'áðstafanir þýzku hernaðaryfir- vaidanna í Noregi hafa ekki megnað að bæla niður mótþróahreyf ingu verkalýðsins. Verkföll halda áfram í Osló og breiðast út um landið. Er gert ráð fyrir að herióg verði sett um iand alit. Ofsóknirnar hlada áfram. I gær var varaforseti verkalýðs- sambandsins norska dæmdur tii dauða, en dómnum breytt í ævi- langt i'angelsi. Annar verkalýðsleiðtogi var dæmdur í æviiangt fangelsi og tveir í 13 ára tukthús. Sænsk blöð telja að hér sé einungis um byrjun að ræða, og megi á næstunni búast við injög alvarlegum atburðum frá Noregi,

x

Nýtt dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt dagblað
https://timarit.is/publication/258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.