Dagblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.09.1975, Blaðsíða 14
14 Dagblaðið. Laugardagur 27. september 1975; Hvað segja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir sunnudaginn 28. september. Vatnsberinn (21. jan.-19. feb.): Hugsanir þinar virðast sndast um einhvern sem er viðs fjarri. Langt fréttabréf væri vel þegið og mun bera óvæntan árangur. Fiskarnir (20. feb.-20. marz): Sjáðu til þess að heimilisverkum verði skipt I dag. Þú ert I þægilegu skapi og fólk gæti reynt að hagnýta sér það. Til greina gæti komið spennandi ferð til staðar sem þú hefur ekki séð áður. Hrúturinn (21. marz-20. april):Nýr vinur hefur tilhneigingu til að valda þér óþæg- indum með grobbi á almannafæri. Vertu hreinskilinn og segðu að þér geðjist ekki að sliku framferði. Haltu eyðslunni i skefjum. Nautið (21. april-21. mal): t dag á að gera út um misskilning. Rólegt og þægilegt kvöld væri bezt fyrir þig þvi að annasöm vika er framundan. Tviburarnir (22. mai-21. júni): Þú virðist hugsa um hagnýta hluti I dag og ættir að ljúka ýmsum verkefnum fyrir sjálfan þig. Frumleg hugmynd um gestakómu ætti að vekja hrifningu. Krabbinn (22. júni-23. júli): Margt bendir til tilfinningasams fundar viö gamlan vin. Hugsanir þinar gætu orðið á reiki I kvöld vegna óvæntra frétta. Ljónið (24. júlí-23. ágúst): Það tekur ekki langan tima að bæta sambúð ef ákveðinni persónu er sagt að vera ekki eigingjörn. . Gott að heimsækja gamla vini. Það gæti aflað þér nýrra vina. Meyjan (24. ágúst-23. sept.): Þetta gæti orðið rólegur dagur. Þvi ættir þú að nota tækifærið og ljúka ýmsum verkum heima fyrir eða í garðinum. Ekki er víst að slikt tækifæri bjóðist fljótlega aftur. Vogin (24. sept.-23. okt.): Nú ættir þú að hugsa um uppáhaldstómstundaiðjuna. Vinur kann að lána þér bók, sem hefur að geyma góð ráð i persónulegum vanda- málum. Sporðdrekinn (24. okt:.-22. nóv.): Spenna kann að stafa af einhverju sem þú segir. Þú getur verið fyndinn og skemmtilegur, en aðgát skal höfð I nærveru sálar. Sumir skilja ekki fyndni. Bogmaðurinn (23. nóv.-20. des.): 1 dag er gott að losna við daglegt amstur. Gott væri að ferðast til þægilegs staðar. Þú ættir að geta komið til baka hvildur og ferskur. Steingeitin (21. des.-20.jan.): Þú gætir lent i óvenjulegu umhverfi hluta dagsins. Þér ætti að lika það vel. Fréttir I simtali vekja þig til umhugsunar. Afmælisbarn dagsins: t ár ætti leynd ósk að rætast. Þú kannt að taka upp tómstundaiðju. Hæfileikar þinir munu vaxa og verða þér til ánægju. Þeir, sem vinna úti, munu sennilega skipta um starf. Gott ár til ásta, einkum um mitt ár. Laugarneskirkja: Messa klukkan 11. Séra G^rðar Svavarsson. Kirkja óháða safnaðarins: Messa klukkan 2 siðdegis. Séra Emil Björnsson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta klukkan 11. Séra Þorbergur Kristjánsson. Keflavikurkirkja: Sunnudaga- skóli ki. 11 árdegis. Guðsþjónusta kl. 2 siðdegis. Séra Páll Þórðar- son prédikar. Æskulýðssamkoma kl. 8.30 siðdegis. Séra Ólafur Odd- ur Jónsson. Háteigskirkja: Messa klukkan llárdegis. Séra Arngrimur Jóns- sön. Messa klukkan 2 siðdegis. Séra Jón Þorvarðsson. Neskirkja: Guðsþjónusta klukk- an 11 árdegis. Séra Frank M. Halldórsson. Fella- og Hólasókn: Messa I Fellaskóla klukkan 2 siðdegis. Séra Hreinn Hjartarson. Röðuli: Experiment. Opið frá 8—2. Klúbburinn: Hljómsv. Guömund- ar Sigurjónssonar og Laufið. Opið frá 8—2. Hótel Borg: Kvartett Arna Is- leifs, Janis og Linda. Opið til 2. Hótel Saga: Haukur Morthens og hljómsveit. Opiö til kl. 2. Silfurtunglið: Nýjung. Opiö frá 9—2. Glæsibær: Asar. Opið til kl. 2. Tjarnarbúð: Dögg. Opið frá 9—2. Ingólfskaffi: Gömlu dansarnir. Tónabær: Eik. Opið frá 9—1. Sigtún: Pónik og Einar. Opiö til kl. 2. Sesar: Diskótek. Opið til kl. 2. óðal: Diskótek. Opið til ki. 2. Borg, Grimsnesi: Júdas. Borgarnesbló: Paradls. Festi: Stuðlatrló. Stapi: Pelican og Haukar. Njálsbúö: Réttadansleikur, Hljómsv. Þorsteins Guðmunds- sonar. Arnarstapi: Trló 72. FINNIÐ FIMM VILLUR — lausnin er á bls. 16. Þér hafið alveg rétt fyrir yður herra, en hins vegar er hún 5 metra djúp. s Sýningar MlR-salurinn Laugavegi 178: Sýning á myndum eftir sovézk börn. Opin laugardag og sunnu- dag kl. 14r-ifl,_ .......... 1 dag, 27. september, verður opnuð ljósmyndasýning I franska bókasafninu að Laufásvegi 12. Þeir, sem sýna, eru tveir ungir Frakkar, Philippe Patay og Christian Roger. Sýningin stend- ur til 19. október og er opin dag- lega frá kl. 15—22. Myndirnar eru allar til sölu. Aðgangur ókeypis, Sigurþór Jakobsson sýnir I vinnustofu sinni að Hafnarstræti 5, kjallara, gengið inn Tryggva- götumegin. Sýningin er opin frá 2—10 og stendur frá 27. septem- ber til 5. október. Loftið: Hafsteinn Austmann sýn- ir. Opnaðkl. 21 dag, en verður op- iö á verzlunartima aðra daga, og sunnudaga frá kl. 2—6. Sýningin stendur frá 27. sept. til 11. október. Kjarvalsstaðir: Pétur Friðrik sýnir. Opið frá 2—10. Stendur til 5. október. Bogasalur: Rigge Gorm Holten. Opið frá 1.30—10. Stendur til 28. september. Mokka. Gunnar Geir sýnir til 27. september. Norræna húsið: Danski listamað- urinn Jens Urup Jensen sýnir ollumálverk og frumdrætti að glermyndum og myndvefnaði I sýningarsölum Norræna hússins 10.—30. september næstkomandi. Sýningin verður opin daglega kl. 13—19. Gaiieri Súm: Kristján Guð- mundsson sýnir.Opið kl.16-22 dag- iega.Stendur til 28.sept. Kjarvalsstaðir. Sýning á verkum JÓhannesar S. Kjarvals er opin alla daga nema mánudaga kl. 16—22. Laugardagur 27/9 kl. 13: Gengið um Hjalla og litið á haust- liti Heiðmerkur. Fararstjóri Gisli Sigurðsson. Verð 500 kr. Sunnudagur 28/9 ki. 13: Draugatjörn—Bolavellir—Lykla- fell. Fararstjóri Friðrik Daniels- son. Verð 600 kr. Fritt fyrir böm I fylgd með fullorðnum. Brottfar- arstaður B.S.l. (vestanverðu). Blöö og tímarit Sveitarstjórnarmál, 3. tbl. 1975 birtir m.a. grein um Bolungarvik eftir Guðmund Kristjánsson bæjarstjóra, I tilefni af kaup-; staðarréttindum sveitarfélags: ins. Hallgrimur Dalberg ráðu- neytisstjóri i félagsmálaráðu- neytinu skrifar um fjármálaleg samskipti ráðuneytisins og sveit- arstjórna og dr. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjun- ar skrifar um framtiðarþróun raforkukerfisins. Sagðar eru fréttir frá sveitarstjórnum, landshlutasamtökum sveitarfé- laga, frá Hafnasambandi sveitar- félaga og Landssambandi slökkviliðsmanna. Ritstjóri Sveitarstjórnarmála, Unnar Stef- ánsson,skrifar um nýlegar breyt- ingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Einnig skrifar hann forustugrein blaðsins Merkir áfangar i gatnagerðar- málum. A kápu þessa tölublaðs er lit- mynd af Bolungarvlk. Út er komin bókin „Þættir um heimsfræði Helga Pjeturss”. 1 bókinni eru tvær ritgerðir. Sú fyrri heitir „Heimspekileg hug- myndaþróun dr. Helga Pjeturss árin 1895—1918”. Er þar leitazt við að lýsa á hlutlægan hátt, hvernig heimspekihugmyndir dr. Helga þróast og mótast á þessum árum og úr hvaða jarðvegi þær eru sprottnar, einkum með til- vitnunum i ýmsar ritgerðir hans frá þessu timabili. Siðari ritgerð- in nefnist „Efni, orka og heim- speki Helga Pjeturss”. Er þar gerð grein fyrir, hvernig hugsan- lega megi skýra ýmis atriði I eðlis- og lifefnafræði og heim- spekikenningum dr. Helga ef gert er ráð fyrir samhæfðri hreyfingu efnis og orku. Bók þessi er offsetfjölrituð og 75 bls. að stærð. Útgefandi er URÐ s/f. islenzk frimerki 1976. Isafold hef- ur gefið út frimerkjaverðlistann fyrir árið 1976. Sigurður H. Þorsteinsson sá um útgáfuna. Þettá er 20. útgáfa listans og hafa orðið á honum allmiklar breyt- ingar. Þess skal geta til saman- burðar á listanum sem fyrst kom út og hinum nýja að þar er 2. skildingamerkið, fyrsta íslenzka merkið verðlagt á 900 krónur, núna kostar það .95000 krónur, hefur meira en hundraðfaldazt á 20 árum. isienzk fyrirtæki ’75—'76 eru komin út. Nýlega kom út uppsláttarbókin Islensk fyrirtæki, en tilgangur bókarinnar er að koma á fram- færi Itarlegum upplýsingum um fyrirtæki, félög og stofnanir, sem leggja áherslu á tengsl við al- menning og aðra aðila I við- skiptalifinu og stjórnsýslu. Bókinni er skipt niður I þrjá meginflokka, fyrirtækjaskrá, við- skipta- og þjónustuskrá og um- boðaskrá. 1 heild gefur hún upp- lýsingar um eftirfarandi: Nafn, heimilisfang, sima, pósthólf, stofnár, telex, nafnnúmer, sölu- skattsnúmer, stjórn, stjórnendur, starfsmenn, starfssvið, þjónustu og umboð. Þá veitir bókin einnig upplýsingar um Alþingi og al- þingismenn, félög og stofnanir, sendiráð og ræðismannsskrifstof- ur erlendis o.fl. 1 ár koma íslensk fyrirtæki út i sjötta árið i röð, og hafa aldrei verið jafnmörg fyrirtæki skráð og nú. Fulltrúar Frjáls framtaks h/f., sem gefur bókina út, hafa ferðast um gervallt landið til að afla upplýsinga I bókina beint frá forráðamönnum fyrirtækja, fé- laga og stofnana, sem I bókinni eru. Bókin hefur verið i stöðugri framför sl. sex ár og þannig voru t.d. gerðar nokkrar skipulags- breytingar á henni i ár, sem stuðla að auknu notagildi. Fyrir- tækjum, stofnunum og félaga- samtökum hefur fjölgað árlega frá byrjun og jafnframt hefur verið aukið við aðrar upplýsing- ar, er væntanlegakoma aðgagni I bók sem þessari. Út er komin hjá Rikisútgáfu námsbóka fjórða útgáfa af Staf- setningarorðabók eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guðmunds- son. Þessi fjórða útgáfa hefur verið rækilega endurskrifuð og henni að sjálfsögðu breytt I sam- ræmi við nýjar stafsetningarregl- ur sbr. auglýsingu menntamála- ráðuneytisins frá 3. mai 1974. Jafnframt hefur bókin verið auk- in að mun. Bókin er einkum ætluð barnaskólum, gagnfræðaskólum og öðrum framhaldsskólum. — Þetta mun vera fyrsta stafsetn- ingarorðabókin, sem kemur með hinni nýju stafsetningu. Hún er prentuð I Rikisprentsmiðjunni Gutenberg. Fundartimar A.A. Fundartimar A.A. deildanna i Reykjavik eru sem hér segir: Tjarnargata 3C, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9 e.h. öll kvöldin. Safnaðarheimiii Langholtssafn- aðarföstudaga kl. 9 e.h. og laug- ardaga kl. 2 e.h. Fellahellir Breiðholti, fimmtu- daga kl. 9 e.h. Bibiiusöfnuður Immanúei. Boðun fagnaðarerindisins annað kvöld kl. 20.30 að Fálkagötu 10. Allir velkomnir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.