Dagblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 06.01.1976, Blaðsíða 3
Oagblaðið. Þriðjudagur 6. janúar 1976. Raddir lesenda HALLUR HALLSSON Helgi skrifar: ,,Kæri Garðar, ég þakka þér fyrir þá eftirtekt sem þú veittir grein minni i Dagblaðinu þann 29.12. bað er rétt hjá þér, Garðar — ég kom viða við i grein minni og það á kostnað samhengisins. Vafalitið hefði ég orðið óðamála i mæltu máli enda liggur mikið við. Þróun i iþróttamálum okk- ar Islendinga er slik. Ég ætla ekki að koma víða við i þetta skipti — heldur einbeita mér að þvi máli sem hefur kitl- að þig mest, það er negrainn- flutningiiþróttahreyfingarinnar. Engin erlend fyrirbrigði Innflutningur negra til Islands er mér mjög á móti skapi, jafn- vel þó þeir séu ódýrir eins og þú segir. Ég er þess fullviss að hægt er að fá nóg af negrum hingað — jafnvel ókeypis. En ég tel það litla huggun. Ég tel að innflutningur ólikra kynstofna til tslands sé mjög óheillavæn- legt skref og sérstaklega á ég bágt með að sætta mig við að iþróttahreyfingin standi fyrir slikum innflutningi. Það hljóta að vera til aðrar og betri að- ferðir til að læra körfubolta og afla aðgangseyris. tJti i hinum stóra heimi tröllriður kynþáttavandamálið stórum sem smáum þjóðum þrátt fyrir að sumar þessara þjóða hafi margra alda reynslu i að striða við þetta geigvænlega vandamál. Ég tel ennfremur að tslendingar yrðu ekki barnanna beztir i þeim efnum. Það er ekk- ert vandamál eins ógeðfellt og kostnaðarsamt við að etja og kynþáttavandamálið. Allir vita að kynþáttavanda- málið er öðrum fremur að kné- setja voldugustu þjóð veraldar. Svo þú sérð, kæri Garðar. Inn- flutningur negra, þó ekki sé um heila hjörð að ræða, getur orðið tslendingum ærið kostnaðar- samt fyrirtæki i framtiðinni — sér i lagi þar sem við erum fáir. Mér finnst að okkar kynslóð færi niðjum okkar yfrið nóg af vandamálum þó þessu sé ekki bætt við. Það yrði höggið sem mundi riða islenzku þjóðerni að fullu. Þvi held ég sé heillavænlegast að sjá um að sem bezt sé hlúð að æsku þessa lands til að iðka iþróttir. Við núverandi aðstæður hefur árangur hennar verið furðu góður og það eigum við að virða við þetta duglega fólk og um leið verðlauna. Ef iþróttahreyfingin telur sig þurfa að tefla fram einhverjum erlendum fyrirbrigðum til þess að tæla unglinga til að iðka iþrótt og forvitna til aö horfa á — þá tel ég það óheilbrigt — ef ekki annarlegt.” Verið stundvís varizt slysin! Leigubilstjóri hringdi: ,,Hefur almenningur nokkurn tima hugsað út i það að óstund- visi tslendinga er sennilega ein aðalorsökin fyrir hinum tiðu umferðarslysum um allt land, þó' sérstaklega hér i Rvik þar sem umferðin er þung. Einnig er sifellt gláp bifreiðarstjóra á annað en veginn stór þáttur — einkum ef fallegur kvenmaður er i sjónmáli. Við sem störfum við leigbila- akstur könnumst vel við það þegar fólk heldur að það geti ekið um borgina þvera á fimm minútum — enda ökulagið eftir þvi. Væri nú ekki rétt að fólk ætlaði sér meiri tima til þess að komast á stefnumót? Einnig mættu ökumenn fylgjast betur með veginum — ekki sifellt gláp. Þá kæmist fólk örugglega á leiðarenda. Það er eins og engum sem boðaður er á fund, segjum kortér yfir fimm, detti i hug að ætla sér að mæta á tilsettum tima. Siðan, þegar að fundinum liður, er ekið eins og allt sé vitlaust að verða. Maður hefur margoft séð ökurrienn „svina” fyrir aðra og hreinlega aka yfir á rauðu ljósi án þess að blikna. bara af þvi að þeir eru orðnir allt of seinir i vinnu eða á fund. Varizt slysin...verið stundvis og munið: ekkert óþarfa gláp!.” Postulínsplattarnir dönsku HVAR VERÐUR ÞESSI MIKLI MISMUNUR TIL? Einn nýkominn heim simaði til hlaðsins i gær: ,,Ég var i Kaupmannahöfn á dögunum og gerði mér þá ferð f verzlanir Bing & Gröndahl og verzlun Konunglegu postulinsverksmiðjunnar. Báðar framleiða jólaplatta sem vinsælir eru og margir safna eins og kunnugt er. Plattarnir kosta nákvæmlega það sama i búðunum, sem eru hlið við hlið á Vesturbrúargötu. Plattarnir fást lika i frihöfn- inni á Keflavikurflugvelli og þá kemur i ljós að B&G kostar 10 dollara en diskurinn frá Kon- unglegu kostar 14 dollara. t búðum i Reykjavik var munur- inn eitthvað álika skilst mér. Sannar þetta ekki einmitt að innflutningsmálin okkar virðist eitthvað tilviljanakennd á stundum? Kannskier 40% mun- ur á fleiri sambærilegum vöru- tegundum en þessum postulins- diskum. Blöðin ættu að gera meira af þvi að gera samanburð á vörum og vöruverði og fá er- lent verð til viðmiðunar. Menn sem ekki virðast hæfir til að flytja vöru til landsins á sam- keppnishæfu verði ættu að hætta þeirriiðju en láta aðra menn og betur til þess fallna sjá um viðskiptin.” Gjaldfallinn söluskattur — vangoldin útsvðr Páll hringdi: ,,Nú þegar fimbulkuldi vetr- arins er i hámarki og skamm- degið leggst hvað þyngst á menn vill oft henda að menn skeyti skapi sinu á einhverju. Þetta eitthvað sem ég vil benda á er tilkynningalestur i hádegis- útvarpi. Mikið skelfing fer það i taug- arnar á mér þetta sifellda stagl um gjaldfallnar skuldir, van- goldin útsvör, bönn við rjúpna- veiði, sýslubæjarskrifstofurnar i þessu eða hinu þorpinu ætli nú að fara að sekta menn fyrir vit- lausar bifreiðastöður og svona mætti lengi telja. Niðurdrepandi — skelfing niðurdrepandi er nú að hlusta á þetta stagl dag eftir dag — viku eftir viku —■ mánuð eftir mánuð allan ársins hring. Ekki svo að skilja að opinberir aðilar þurfi ekki að koma sinum skilaboðum áleiðis, — öðru nær — en Rikis- útvarpið er ekki réttur vett- vangur fyrir þennan barlóm, aö minnsta kosti er ekki vert að fórna jafn góðum tima i þetta og raun ber vitni. Er nema von að andlegt ástand þjóðarinnar sé bágborið með allan þennan tilkynninga- lestur glymjandi i eyrum sér dag eftir dag?” Spurning dagsins /, Hvað er þér spurning dagsins?" Franklin Georgsson liffræöingur: „Hún er nú helzt sú aö veður fari að batna, svo maður tali nú ekki um minnkandi atvinnuleysi og hættuna á verkföllum.” Brandur ögmundsson sjómaöur: „Hvort dýrtið minnki. Maður er nú svona mátulega trúaður á það en verður þó að vera bjartsýnn.” Þórir Óskarsson Ijósmyndari: „Ætli það sé ekki spurning um það hvort veðrið fari ekki að skána. Ég er hins vegar ekki trúaður á það.” Hrönn Jóhannsdóttir húsfrú: ..Ég vona að veðrið fari að skána. Ég bý i Kópavoginum og eins og allir vita er nógu erfitt að komast leiðar sinnar þar, þótt ekki bætist við snjókoma.” Sigrún Siguröardóttir nemi: „Spurning er hvort umferðin fari ekki að batna. Auk þess verður mér oft hugsað til þessarar voða- legu dýrtiðar.” Anna llaröardóttir nemi: „Að einhver lausn fáist á mjög aðkall- andi vandamálum. eins og i efna- hagsmálum og i landhelgis- málinu.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.