Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.04.1976, Blaðsíða 2
l)A(iHLAf)li). M H)VI KUDAíiUH 28. APKIL 1976. TÖKUM HÖNDUM SAMAN í BARÁTTUNNIVIÐ BAKKUS Raddir lesenda Snælauíiur Stefánsson Akur- evri skrifar: ,,Það fer ekki framhjá neinum að við lesum ekki da>í- blað, hlustum og horfum ekki á útvarp ög sjónvarp öðruvísi en að ekki sé mmnzl á af'brot. svo sem innlirol. þjófnaði. árásir á fölk og jafnvel morð. Núna er verið að vinna að rannsókn eins mesta plæpamáls sem upp hefur komið á tslandi. Éfí held að í öllum eða flestum ti 1- fellum, sem afbrot eru framin, megi rekja þau til áfengis eða fíkníefna. Það stóra glæpamál, sem verið er að rannsaka í dag og margir þættir ])ess máls sem komið hafa fram í fjölmiðlum. hafa slegið óhug á mttrgan land- ann. Hvað skyldu þessir glæp- tr hafa koslað mörg tár, sár og harma? Þar á cg sérstak- lega við aðstandendur þess fólks sem misst hefur ástvini sína og einnig aðstandendur þess fólks sem á ættingja og vini lokaða inni í fangelsi, en þeir eru lokaðir inni vegna þess að þeir hafa villzt svo langt af leið vegna áfengisbölsins. Eg get nú ekki státað af því að vera algjör bindindismaður. En ég áht nú samt að hægt sé að stvðja stúkurnar og bindindis- hreyfingarnar almennt í landinu þótt fólk sé ekki starf- andi félagar sem slíkir. Þetta mikla glæpamál, sem ég hef verið hér að fjalla um, hefur vakið mig verulega til umhugsunar um það hvað áfengisbölið er orðið alvarlegt á íslandi og hygg ég að það hafi vakið fleiri Islendinga en ntig til umhugsunar. Hvað er tll varnar En hvað er hægt að gera þessu til varnar? Eg hef fengið þá hugmynd, að ef allar stúkur í landinu og allar bindindishreyfingar í landinu tækju höndum saman og fengju alla fjölmiðla með sér til að berjast við þennan mikla vanda, madti ég leyfa mér að vera svo bjartsýnn að álita að það sé hægt að sigrast á vanda- málunum. Og ekki þarf að efast um að prestar þessa lands muni leggja þessum málum lið. Þeir hafa beðið fyrir drykkju- sjúkum mönnurn í kirkjum landsins. Bænin er sterk og vafalaust hefur hún hjálpað mörgu fólki. Prestar hafa oft sagt I viðtölum að langflestir hjónaskilnaðir stafi ^ af áfengisneyzlu. Eg vil minna á að þegar fjölmiðlar héldu hátt á lofti baráttu gegn reykingum hafði það ekki svo lítil áhrif á fólk. Alveg eins tel ég að þá leið megi fara í sambandi við áfengisbölið og það hef ég verið að fjalla um hér nú. Eg álít einnig að það muni hafa göð áhrif á fólk sém hefur fyllzt ötta vegna þessara voða- glæpa, sem verið er að konta upp um. Það er vitað mál að fleiri þjóðir en íslendingar eiga við sama vanda að etja. En ef við tökum upp þá baráttu, sem ég gat um, og ef okkur tækist að gera íslenzku þjóðina að bindindisþjóð, gætu þá ekki fleiri ríki tekið okkur tslendinga til fyrirmyndar? Það er hægt að hugsa sér baráttuna án tillits til kynþátta, þjóðernis, trúar, stétta eða stjórnmálaskoðana. Lokunin var til góðs í síðasta verkfalli lét dórns- málaráðhérra loka áfengis- verzlunum landsins og einnig vínveitingahúsum. Og hver var árangurinn af því? Engin slys. Engir glæpir. Rólegir dagar hjá lögreglu o.s. frv. Og það urðu mikil umskipti þegar opnað var aftur og þá sönnuðu vin- veitingahúsin ógagn sitt. Fyrir stuttu héldu laganemarvið Háskóla Islands ráðstefnu Orators um síbrota- menn. M.a. kom þar frani að vistin á l.illa-Hrauni bætir engan mann. Bent var á að hl. þcirra manna sem vte'ru sendir á Litla-Hraun til betrunarhúsvistar, kæmu þangað aftur. Jafnframt var bent á að það væru fá dæmi þess að ekki væri hægt að rekja orsakir afbrota hjá unglingum til erfiðra heimilisástæðna, svo sem drykkjuskapar, skilnaðar foreldra o. fl. Umferðarráð hefur gefið út skýrslu um kærur vegna ölvunar við akstur árið 1975. Þar kemur fram að ölvaðir öku- menn voru valdir að 39 slysum. Aukningin er þvi 0,4% rniðað við árið 1974. Fyrr í vetur kom út skólabíað MT. Andríki. sent veitir upplýsingar unt niður- stöður atferlisrannsóknar í einunt skólanna i Reykjavík. Þar segir m.a.: Fimmti hver menntaskólanemi notar fíkniefni. 88.9% nemenda við Menntaskólann við Tjörnina nota vímugjafa (áfengi eða fikniefni). Menntamólaráðherra reið á vaðið Oft hafa kontið fram tillögur til þingsályktunar á Alþingi um að fella niður vínveitingar í opinberum veizlum. En þær hafa aldrei náð fram að ganga heldur verið svæfðar I nefndum. Þó háfa þessar tillögur mælzt vel fyrir og fólk verið þeim fylgjandi langt út f.vrir raðir bindtndismanna. Þegar Vilhjálmur Hjálmarsson varð menntamálaráðherra sumarið 1974, ákvað hann að hafa ekki vínveitingar í þeim veizlum, sem hans ráðuneyti stæði fyrir meðan hann gegndi þessu starfi. Þetta vakti talsverða athygli og mæltist vel fyrir. En Vilhjálmur er sjálfur bindindismaður og hefur alltaf verið. Sagðist hann því ekki geta hugsað sér að standa fyrir vínveitinguin. Ýmis félög gerðu samþykktir og þökkuðu ráðherranum þessa skeleggu afstöðu gegn áfengisneyzlunni, meira að segja bæjarstjórnir og hreppsnefndir þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Notaði ráðherrann sérstaka skrif- borðsskúffu fyrir þessar sam- þykktir og eru þær þar geymdar. Þótti honum vænt um þessar kveðjur þar sem tekið var undir þá ákvörðun sem hann hafði tekið. Ég vil því spyrja: Væri ekki öðrum ráð- herrum og ráðuneytum þeirra þessi ákvörðun Vilhjálms, lær- dómsrík? Mörg ráðuneytanna eyða óhemju fé í drykkjuveizlur. Væri þeim fjármunum ekki betur varið til vangefinna barna, til fátækra ekkna eða gamals fólks? Eg vil að lokum óska öllum bindindishreyfingum í landinu alls hins bezta í baráttu sinni.” œttir ekki að tönnlast á þessu, Jón! Helga Magnúsdóttir hringdi: „Kjördæmin keppa — spurn- ingaþátturinn sem þekktur af endemum — hefur bætt enn einni „skrautfjöðrinni” I hatt sinn. Var þó ekki á bætandi, illa orðaðar spurningar, illa dæmdar spurningar o. fl. o. fl,— Nei, það sem míg langaði að minnast á er þátturinn sem var á laugardaginn. Þegar kynnirinn og spyrjandi þáttarins, Jón Ásgeirsson, var að kynna keppendur Vest- fjarða þá talaði sá ágæti maður um skrautfjöður liðsins. Atti hann þar við að Kristín Aðal- steinsdóttir væri skrautfjöður Vestfjarða. Þetta fannst mér mikill óþarfi — var engu líkara en Jóni f.vndist óviðeigandi að kvenmaður skuli hafa verið valinn. Nei. Kristín hefur verið valin vegna eigin mannkosta hæfileika og þekkingar. Ekki að Kristín sé ekki myndarleg — fjarri því, en það var óþarfi f.vrir stjórnanda að tönnlast á þessu.” Óneitanlega er léttari bragur yfir Vestfirðingum, þar sem Kristín situr við hliðina á þcim kunipánum Þórarni Þór og Halldóri Kristjánssvni. En Jón, þú áttir ekki að segja að Kristín va'ri skrautfjöður. Viltu losna við streitu og stress? Viljirðu losna við streiíu og slress ,og styrkja minn fjárhag. þá verðurðu hress. Skrifaðu lilhoð i skyndi á hlað og sk.józlu 1 iI Dagblaðsins rakleitt með það. Loksins „risakók"! Eiríkur Jónsson skrifar: „Loksins kom „risa" Coca Cola flaskan á ntarkað hér á landi og hefði mátt vera fyrr. Þetta er y.el metin nýjung sem ber að þakka. Þó er þakklæti ekki aðalat- riði bréfs mins — heldur vildi ég eindregið hvetja aðra gos- dr.vkkjaframleiðendur til að feta í fótspor Vifilfells og selja gosdrykki í „risa'Tlöskum. Slikar flöskur eru afskaplega hentugar við ýmis ta'kifæri til að mvnda yfir hátíðir, svo sent páska og jól og í útilegur. Nú þarf maður ekki að burðast tneð margar litlar flöskur — nei. heldu „risakók." Hringið i síma 83322 kl. 13-15 eða skrifið Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.