Dagblaðið - 17.05.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.05.1976, Blaðsíða 10
10 DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. MAl 1976. Irjálst, úháð dagblað OtKi»fandi: Daj’bladirt hf. Framkvænidostjón: Svoinn H. Kyjólfsson. Kitstjóii: Jónas Kristjánsson. Fróttastjórí: .lón Bir«ir IVtursson. Kitstjórnarfulltriii: Haukur IU*l«asón. Aóstoóarfrótta- stjóri: Atli Stoinarsson. I|>róttir: Ilallur Símonarson. Ilönnun: .lóbanncs Kóykdal. Ilandrit: AsKrlmur Pálsson. Blaóamonn: Anna Bjarnason. Asj>oir Tómasson. Bolli Hóóinsson. Brajp SÍKurósson. Erna V. Inuólfsdóttir. (lissur Siuurósson, Hallur Hallsson. llolui Pótursson, Katrin I’álsdóttir. Olafur .lónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmvndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson. Björ^vin Pálsson. Rajjnar Th. Sijjurósson. (ijaldkeri: Uráinii Uorleifsson. I)reifin«arstjóii: Már F.M. Ilalldórsson. Askriftar«jald 1000 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakió. Ritstjórn Sfðumúla 12. sfmi S:i222. auulýsinKar. áskriftir oj> afKroiðsla Þvorholti 2. sími 27022. Sotnin^ ojí umþrot: Danblaðið hf. o« Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-ou pliitu«eró: Hilmir bf.. Sfðumúla 12.1'rer.tun: Árvakurhf.. Skeifunni lð. Sýðurupp úr Kína: KYNLÍF BANNAÐ \ í ræðu Steingríms Hermanns- sonar alþingismanns í útvarps- umræðunum birtist rík óánægja meó máttleysið í stefnu ríkis- stjórnarinnar í landhelgismálinu. Þaó er ánægjulegt, þegar þing- menn sýna sjálfstæói. Yfirleitt er geö þeirra ekki meira en svo, að þeir láta sér nægja. að örfáir forystumenn hugsi fyrir sig. Dagblaðið hefur jafnan haldið því fram, að allur þorri þjóðarinnar sætti sig ekki vió stefnu ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu. Fólk vill einarðari gerðir. Fólk vill ekki þann eilífa undansláttartón, sem glymur úr stjórnarher- búðunum. Afstaða Steingríms er meira í sam- ræmi við almenningsálitið. Framsóknarforystan hefur metið stöóuna þannig, að ekki væri lengur stætt á því gagn- vart óbreyttum flokksmönnum, að Framsókn bæri fulla ábyrgð á landhelgisstefnu stjórnar- innar. Óánægjan meðal flokksmanna væri meiri en svo, að það gengi. Þess vegna kom Steingrímur fram í útvarpsumræðunum. ,,Þótt ég viðurkenni,-að ekki beri að blanda um of saman þátttöku okkar í Atlantshafs- bandalaginu og fiskveiöilögsögunni, þykir mér ákaflega erfitt að þola það, að við íslendingar sitjum í samstarfi við Breta í þeim félagsskap, á sama tíma og þeir beita okkur slíku ofbeldi á íslandsmiðum, að fáheyrt mun vera,” sagði Steingrímur Hermannsson. Menn segðu gjarnan, að mikill styrkur væri af því að vera í NATÓ, en hann ætti erfitt með að koma auga á þann styrk. Hann kvaðst sannfærður um, að það vopn, sem andstæóingurinn vissi,aó aldrei yrði beitt, væri til lítils gagns. Steingrímur lagði til, að íslenzki sendiherrann hjá Atlants- hafsbandalaginu yrði kvaddur heim. Þeirrar skoðunar væru fjölmargir framsóknarmenn. Þá sagði þingmaðurinn, að færi utanríkisráð- herra á fund NATO ætti það að vera til þess að tilkynna, að við treystum okkur ekki til þess aó taka lengur þátt í NATO-samstarfinu, eins og nú væri ástatt. Viðhorf óbreyttra framsóknarmanna, og raunar sjálfstæðismanna einnig, til landhelgis- málsins munu koma nokkuð skýrt fram í við- tali, sem Alþýðublaðið átti fyrir helgina við formann Framsóknarfélags Hveragerðis. Þar er sagt, að djúpt bil sé milli forystu Fram- sóknarflokksins og verka hennar í núverandi ríkisstjórn annars vegar og hins almenna framsóknarmanns hins vegar. Það sé sorg- legur misskilningur flokksforystunnar, ef hún haldi, að almenn samstaða sé í flokknum um tímabundna samninga við Breta. Bent er á yfirlýsingar Framsóknarfélaga víðs vegar um land, þar sem krafizt er róttækari stefnu í landhelgismálinu. Mikið hefur ólgað undir nióri, og nú er aó sjóða upp úr. Þaö sýna ummæli Steingríms Hermannssonar. Þrátt fyrir fulla ábyrgó fram- sóknarforystunnar á undansláttarstefnu ríkis- stjórnarinnar aö undanförnu, eru vonir til, aó óbreyttum flokksmönnum takist að þoka forystu sinni á rétta braut. Ríkisstjórnin er, undir forystu Geirs Hall- grímssonar, gagntekin af máttleysi. Óbreyttir flokksmenn stjórnarflokkanna verða að herða róðurinn, en að öllu athuguðu er sýnt, aö ekki dugir minna en, að spilin verði stokkuð upp og ríkisstjórnin fari frá. Kaudu varrtlirtarnir í mcnninf'arb.vltinsunni. Hvcnær tckur kynlífsbyltingin við? Landhelgi íslands (vinstri og hœgri stefna) - BÖRNUM UNDIR 25 ÁRA ALDRI íslenzka þjóðin hefur til þessa gert sér þess fulla grein, að fiskimiðin við landið cru fjörcgg hcnnar o.k liftrygKÍng. Landgrunnið er okkar „gull- kista” en fiskurinn „gullið” sem lífsafkoma þjóðar vorrar b.vggist á, og svo mun verða um langa framtíð. tslenzku þjóðinni ber skylda til að verja og vernda þennan rétt sinn með öllum tiltakan- legum ráðum og í einhug — órofasamstaöa cin gctur f;crt okkur sigur um rétt okkar í vfirstandandi fiskvciðidcilu. En fram til þessa hafa það cinna hdzt vcrið forystumcnn okkar þ.jóðar scm hafa hr.ugðizt í samstöðunni vegna innbyrðis deilna og sundurlyndis, þá með gerð sérsamninga um fisk- veiðar innan fiskimiða okkar, á vixl við Brcta og Vestur- Þjóðverja, — scm kunrtugt er. Það cr löngu ljóst að rncgin- hluti íslenzkú þjóðarinnar hefur frá öndverðu verið and- vígur öllum sérsamningum um fiskveiðar við landið innan lögsögu okkar eða landhelgi. Auk stjórnmálamanna okkar, — þó með örfáum undantekn- ingum, — hafa nokkrir fiski- skipstjörar hrugðizt og faliið i þá freistni að veiða innan okkar fiskveiðilögsögu og landhelgi og gengið svo langt að veiða inni á alfriðuðum veiðisvæðum, — uppeldisstöðvum, sem líkja mætti við innbrot og þjófnaði, ef í landi væri. En slíkar gerðir verður að dæma hart með háum fjársekt- um og rcttindamissi til stjörn- unar fiskiskipa. jafnvcl ævilangt og eignaupptöku. Sktpstjórnarmcnn cr þannig haga sér hafa firrt sig trausti og allri tiltrú og þjóðin í heild num d;cma [>a á sama vcg og vtð höfum dæmt veiðiþjófnað Breta og annarra þjóða sem virt hafa að vettugi veiðirétt okkar við landið innan 50 mílnanna og nú innan 200 mílnanna, — öll víxlspor sem við siálfir stigum gcta haft áhrit á gang og réttindi okkar. Við höfum haldið því rétti- lega fram á erlendum vett- vangi, á þingi Sameinuðu þjóð- anna og á fundum Hafréttar- ráðstefnunnar. að framtfð ís- lenzku þjóðarinnar sé í hættu efnahagslega ef ekki tekst að draga úr fiskveiðum á íslands- miðum og hyggja að nýju upp fiskistofnana og hamla gegn of- veiði eins og opinberar skýrslur bcnda rcttílcga á að gcrzt hafi mörg undangcngin ár. Evllstu friðunarreglur verða að gilda, og þær verður að virða, sem helgidóm. Vissulega eru þær upplýstu óliiglcgu vciðar islcnzkra fiski- skipa innan landhelginnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.