Dagblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 24
 Sparar 60 millj. á árí Viðræður eiga sér stað á milli sam- taka sveitarfélaga i Reykjaneskjör- dæmi og Menntamálaráðuneytisins um það hvort skóli sá sem ónotaður hefur staðið í Krýsuvik í fjölda ára verði tekinn í notkun. Þá ekki til kennslu heldur sem endurhæfingar- eða afvötnunarstöð fyrir áfengissjúkl- inga. Hugmyndin er sú að ríkið og sveit- arfélögin fengju Samtökum áhuga- fólks um áfengisvandamálið skólahús- ið tilbúið til notkunar en samtökin sæju síðan um allan rekstur. Ennþá á eftir að ræða málið við fjármálaráðu- neytið, heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið en menntamálaráðuneytið er tilbúið til að hætta við fyrirhugað, skólahald i Krýsuvik. Hilmar Helgason formaður SÁÁ sagði að ef af þessu húsláni yrði væri um tvær leiðir að ræða til þess að nota - húsið. önnur væri að koma upp bæði endurhæfingar- og afvötnunarstöð en hin væri að hafa eingöngu endurhæf- ingarstöð fyrir sjúklinga sem þá hefðu verið í afvötnun á Kleppsspitala eða í Reykjadal. Skólinn í Krýsuvík hefur að sögn Hilmars þann stóra kost að hann er einangraður án þess að vera langt frá byggð. Einangrun væri það sem áfeng- issjúklingar þyrftu mest á að halda i endurhæfingu , hún er meiri þarna en á sjálfu Freeport sjúkrahúsinu. Hilmar sagði að ef tilkoma Krýsu- víkurskólans sem endurhæfingarstöð. yrði til þess aö menn hættu að fara héðan til Freeport sparaði þetta ríkinu hvorki meira né minna en 60 milljónir króna á ári. DS., Ríkið mun að öllum líkindum fá SÁÁ Krýsuvíkurskóla tilbúinn til notkunar. Til þess að hann verði það verður ríkið að leggja út I umtalsverðan kostnað. DB-mynd Sv. Þorm. Þegar tómataverðið lækkaði: ____________ Salan þrefaldaðist íReykjavík___________ Sala tómata mun hafa margfaldazt í síðustu viku en þá lækkaði Sölufélag Garðyrkjumanna heildsöluverð um kr. 250, úr kr. 750 í 500. Tómatar munu hafa selst upp hjá flestum kaupmönnum fyrir helgina. Þá fengust svo til engir tómatar hjá Sölufélaginu sl. mánudag. Sala á agúrkum mun einnig hafa aukizt nokkuð, en útsöluverð þeirra frá Sölufé- laginu lækkaði nokkuð. DB hafði í gær samband við nokkrar verzlanir hér I bæ og innti verzlunar- stjóra eftir gangi tómatasölu meðan verð var lægra; en verðhækkun að nýju átti sér stað þegar í morgun. „Fólk keypti tómata í stœrri einingum" „Þeir eru vanir að koma hingað til okkar tvisvar í viku frá Sölufélaginu m.a. á mánudögum. í gær komu þeir hins vegar ekki með neina tómata, aldrei þessu vant. Tómatar voru hreinlega ekki til sögðu þeir.” Þetta tjáði okkur Reynir verzlunarstjóri hjá Kjöt og grænmeti. „Þetta kom sér vissulega illa því tómatar voru þegar uppurnir fyrir helgina. Sala i tómötum jókst mjög við lækkunina úr kr. 1040 i 690 sl. mánudg. Þó nokkuð var t.d. um að fólk keypti í stærri eining- um en venjulega 1/2 til 1 kiló.” Agúrkusalan tvöfaldaðist „Jú, salan á tómötum jókst mjög mikið eftir að verðlækkunin átti sér stað i vikunni sem leið. Ætli ég geti ekki sagt að hún hafi u.þ.b. þrefaldazt. Lítið var orðið eftir af tómötum hjá okkur í gær, en ekki fékkst meira hjá Sölufélaginu. Þá hefur salan á agúrkum einnig auk- izt nokkuð, líklega hefur hún tvöfaldazt eftir að farið var að selja hana á lægra verðinu,” sagði Elís verzlunarstjóri verzlunarinnar K ron í Norðurfelli í gær. Sigurjón kaupmaður „á horninu” eins og hann orðaði það, en hann rekur Aðal- strætisbúðina, sagði tómatasöluna hafa gengið mun betur sl. viku en endranær. Þá hefði agúrkusalan einnig aukizt, á nýja verðinu. „Salan dróst þegar saman er verðið hækkaði „Fólk byrjaði strax að kvarta í morg- un þá er það varð vart verðhækkana á tómötunum, sneri frá og hætti kaupum er því varð Ijóst að varan sem í gær kost- aði kr. 690 kílóið kostaði í dag kr. 1040,,” sagði Birgitta kaupmaður með verzlunina Vaðnes í gær í samtali við DB. „Annars jókst salan á tómötum um helming eða meira meðan tómatamir voru á lægra verðinu,” tjáði hún DB að lokum. Hjá Unu verzlunarstjóra kjörbúðar- innar Dalvers gekk sala tómata „alveg ljómandi” eins og hún komst að orði, meðan þeir voru á lægra verðinu. „Það er enginn vafi á því að miklu meira magn seldist af tómötum í sl. viku stjórn Neytendasamtakanna og Þor- valdur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna skýra frá sjónarmiðum neytenda annars vegar og Sölufélagsins hins vegar, varðandi tóm- ata- og gúrkufr amleiðslu og sölu. DB-mynd Bjarnleifur. meðan. á útsölunni stóð, en áður. Hins vegar er salan, nú þegar, á hádegi á þriðjudegi, farin að dragast saman, þ.e. eftir að tómatamir hafa hækkaö aftur,” sagði Una að lokum. „Einhver áhrif hafði nú verð- lækkunin" Starfsmaður Sölufélags garðyrkju- manna vildi ekki gera mikið úr aukinni tómatasölu sakir verðlækkunarinnar. En gaf þá skýringu m.a. á því hve lítið framboð væri nú hjá Sölufélaginu af tómötum að dregið hefði úr aðflutningi tómata frá garðyrkjumönnum. Og það einmitt í sl. viku. „Einhver áhrif mtin þó verðlækkunin hafa haft á tómatasöl- _ una,” sagði starfsmaðurinn að lokum. —JÁ. Bjöm Lfndal, formaður Félags ungra framsóknarmanna ALFREÐ ER LÍTILL KARL MEÐ BITLÍTIÐ SVERÐ — kveður nauðsynlegt að fá nýjan mann í stað Kristins Finnbogasonar en ekki Þórarins „Það er nú vert að maður taki svona skrif alvarlega. Alfreð Þor- steinsson er aðeins lítill karl með bitlít- ið sverð,” sagði Björn Lindal, for- •maður Félags ungra framsóknar- manna, í samtali við DB er hann var spi álits á grein eftir AlfreðíTím- ant ., i p.ær sem DB hefur greint frá. sem Alfreð kýs að kalla M- linga berjumst fyrir umbót- um innan Framsóknarflokksins, bæði með því að efla tengsl hans við verka- lýðs- og samvinnuhreyfinguna og endurskipuleggja flokksstarfið i Reykjavík,” sagði Björn. „Það er siður en svo að við viljum reka menn úr starfi af persónulegri ill- girni. Við teljum þó óhjákvæmilegt að ráða nýja menn í stöður Alvars Óskarssonar og Kristins Finnboga- sonar, til þess að umbótum verði hrundið í framkvæmd. Hins vegar er það hreinn uppspuni úr Alfreð að við viljum víkja Þórarni Þórarinssyni úr starfi ritstjóra Tímans. Sá uppspuni er sprottinn af þvi að Alfreð gerir sér ljóst að framsóknar- menn hafa enga samúð með Alvari og Kristni, en bera virðingu fyrir Þórarni. Alfreð Þorsteinsson vonar að með því að spyrða Þórarinn saman við Alvar og Kristin takist honum að gera okkur tortryggilega í augum framsóknar- manna,” sagði Björn Líndal. Loks sagði formaður Félags ungra framsóknarmanna að hann mundi svara staöleysum Alfreðs ítarlegar I grein í Tímanum innan skamms. — GM frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÍJST1978 Alþýðu- banda- lagið þorir ekki að stjórna — segir verkalýðs- málanefnd Alþýðuflokksins „Verkalýðsmálanefnd fordæmir þau einstæðu svik Alþýðubandalagsins við verkalýðshreyfinguna að þora ekki að stjórna, þora ekki að taka á málum heldur flýja á vit forneskjulegs uppbóta- kerfis, sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar.” Þannig segir m.a. í harðorðri orðsend- ingu frá Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins. í niðurlagi orðsendingarinnar segir svo: „Verkalýðsmálanefnd vekur athygli á þ'vi, að Alþýðubandalagið hefur nú opinberað svik sín við vinstri stefnu og íslenzka alþýðu í því skyni einu að koma pólitisku höggi á Alþýðu- flokkinn. í umræðum síðustu daga hafa lygar og rógur um Alþýðuflokkinn skipað höfuðsess i málflutningi Alþýðu- bandalagsins en þjóðarhagur og efiing efnahagslífsins einskis metið. Telur verkalýðsmálanefnd það ömurlega stað- reynd, að Alþýðubandalagið hefur nú komið I veg fyrir sókn vinstri aflanna til betri lifskjara, félagslegs réttlætis og jöfnuðar.” — GAJ Tilraunirtil stjórnar- myndunar liggja niðri Tilraunir til stjómarmyndunar liggja að heita má niðri þessa viku. Geir Hall- grimsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, fer hægt í sakirnar og er fyrst að reyna „formlega æfingu” með tilraunum til að mynda þjóðstjórn, se.m enginn grundvöllur virðist vera fyrir. Alþýðubandalagið og Ólafur Jóhann- esson, formaður Framsóknarflokksins, hafa þegar hafnað þjóðstjórnarhug- myndinni. Tilraunirnar dragast enn, vegna þess að Ólafur Jóhannesson telur sig ekki geta svarað ákveðið um viðræð- ur fyrr en að loknum fundi Framsóknar- manna á föstudag. — HH KaupiðVi TÖLVUR 'VJl i TÖLVUUR M BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.