Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.11.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 04.11.1978, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1978 HMBIAÐIB (Jtgofandi: Dagbiafltð hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHssbn. Rttstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri rítstjóman J6- hannes Roykdal. Íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoflarfréttastjórar Atii Stainarsson og Ómar ValdÉ marsson. Monningarmái: Aðabtoinn Ingóffsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Bláflamann: Anna Bjamason, Asgair Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, EMn Afcorts- dóttk, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hailur Hailsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, óiafur Goirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Páisson. Ljósmyndir. Ari Kristínsson, Aml Péll Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlerfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Pormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkarí: Þráinn Þoriorfsson. Sökistjórí: Ingvar Svoinsson. Drerfing arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhoití 11. Aflabimi blaflsins er 27022 (10 linur). Askrift 2400 kr. á mánufli inrpnlands. I busasölu 120 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagbbflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: HHmir hf. Slflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. ,* Leiö til launahækkunar Oft er þess getið, hversu laun séu miklu lægri hér en á öðrum Norður- löndum. Munurinn felst ekki í því, að eigendur íslenzkra fyrirtækja taki svo miklu meira til sín af afrakstri þeirra en kollegar þeirra erlendis. Hann á vafalaust rætur í lakari nýtingu, óráðsíu og vitlausri fjárfestingu. En hann á greinilega að verulegu leyti rætur í því, hversu svonefnd hvetjandi launakerfi er tíðkuð miklu meira í hinum löndunum. íslenzkir launþegar eru farnir að átta sig á þessu. Hér strita menn lágum launum langan vinnudag, þar sem starfssystkinum erlendis tekst að ná betri árangri á mun styttri vinnudegi. Yfirvinnuþrælkunin háir íslendingum. Þetta má gera betur. Það var ein afleiðing yfirvinnu- bannsins í fyrra, að bónuskerfi og önnur hvetjandi launakerfi fóru í vöxt. íslendingar eru langt á eftir í þessu tilliti. Saman- burður sýnir, að hér eru hvetjandi launakerfi aðeins notuð í fimmtán af hundraði starfa. Annars staðar í Vestur-Evrópu eru varla dæmi um, að hlutur þeirra fari niður fyrir 40 prósent. í Danmörku og Noregi er hann 40% og 50% í Vestur-Þýzkalandi. Hlutur hvetjandi launakerfa er 30% í Bandaríkjunum en kemst hæst í kommúnistaríkjum, allt upp í 80% í Sovétríkjunum. Þótt hlutur okkar sé lítill, höfum við ágæta reynslu af bónuskerfum, enda hefur síðustu mánuði dregið úr andstöðu við þau. í vaxandi mæli berast nú óskir frá starfsfólki á hinum ýmsu vinnustöðum þess efnis, að hvetjandi launakerfi verði tekin upp. Reynsla annarra Norðurlanda sýnir, að með þessu er ekki stefnt að aukinni vinnuþrælkun. Þvert á móti ætti að draga úr þrælkun með styttri vinnutíma, meiri frístundum, betri skipulagningu vinnunnar og hærri tekjum. Enginn mun leggja til, að þessi stefna verði ofkeyrð með þeim hætti, sem tíðkast í kommúnistarikjunum. En stefna ber að því marki, sem náð hefur verið í grann- ríkjum okkar. Hagur þjóðarinnar í heild ætti að vænkast með þessu. Setja má upp margvísleg dæmi um hugsanlega aukningu afkasta með vaxandi beitingu hvetjandi launakerfa. Aukin afköst munu efla hag fyrirtækjanna og gera þeim kleift að greiða starfsfólki sínu mun hærra kaup í samræmi við hið nýja kerfi. Með aukningu afkasta verður hagur þjóðarbúsins styrktur, svo sem með auknum gjaldeyristekjum eða minni gjaldeyriseyðslu til innflutnings vara, sem við framleiðum þá sjálf í vaxandi mæli. Innstreymi fjármagns í þjóðfélagið og bættar tekjur þeirra, sem við hvetjandi launakerfi starfa, verður brátt allra hagur, þegarauknartekjur streyma frá grein til greinar, manni til manns. Ef til vill mætti hugsa sér, að aukning afkasta gæti orðið allt að fimmtíu prósent með tilkomu hvetjandi launakerfis. Ef við ykjum hlut þeirra úr fimmtán af hundraði í fjörutíu af hundraði, eins og gerist í grannríkjum okkar, mundu um tíu þúsund manns hefja störf í hvetjandi launakerfi, sem nú vinna með hefðbundnum hætti. Yrði afkastaaukningin fimmtíu af hundraði, eins og rök hafa verið leidd að, mundi þetta samsvara því, að fimm þúsund ný ársverk sköpuðust í þjóðfélaginu, ársverk, sem ekki eru til í dag. Jafnvel þótt aukning afkasta yrði eitthvað minni en þetta, ætti enginn að fara í grafgötur um, hvernig þetta gæti rennt stoðum undir nýja velmegun þessa starfsfólks og þjóðarinnar allrar. Beztu nemendurnir drekka meira og öðlast fyrr reynslu í kynf erðismálum — segir í könnun dansks sálf ræðings Skólanemar, sem hafa fengið reynslu i kynferðismálum, eru einnig atkvæðameiri á öðrum sviðum en félagar þeirra sem enn hafa ekki fengið reynslu í þeim málum. Fyrir utan það að ganga í eina sæng með hinu kyninu, neyta þeir einnig meira áfengis og eiga oftar hlutdeild að smá- afbrotum og fara oftar á veitingahús. Vegna þessarar hegðunar skapast oft vandamál á milli foreldra og stúlkna fremurendrengja. Þeir, sem hlotið hafa kynferðis- reynsluna, standa sig einnig betur í skólanum. Hinir eru bældari. Það eru meiri líkur á að þeir fái ekki kennslu á V ✓ þeim sviðum, sem henta þeim betur og þeir hafa hæfileika til. Þarna getur því komið til skortur á menntun þeirra á mikilvægu þroskatimabili. Þessar upplýsingar komu frá rannsókn sálfræðingsins Hans Hessellund í Álaborg í Danmörku. Sálfræðingurinn rannsakaði 629 nemendur i síðasta bekk grunnskólans, þ.e. 14 ára unglinga. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa nýlega verið gefnar út í bókarformi. „Það er alvarlegt mál,” segir Hans Hessellund, „að það líður mjög langur tími frá því að einstaklingar verða kynþroska og þar til þeir ná félagslegu sjálfstæði. Þegar á aldrinum 11—13 ára hafa unglingarnir náð kynferðisþroska, stúlkurnar u.þ.b. ári á undan drengjunum. En það er ekki fyrr en á aldursskeiðinu 18—30 ára, sem einstaklingurinn öðlast sjálfstæði sitt.” Það er ekki undarlegt að unglingana langi að reyna það sem heyrir hinum fullorðnu til. Að auki væri það leiðinlegt ef það væri ekki svona. Unglingarnir taka ekki þátt í menningu hinna fullorðnu en eru háðir hinum eldri. En þrátt fyrir það eru flestir unglingar ánægðir með lífið. Oft er talað óskilgreint um \ „FORRETTINDA- SIÚKDÓMAR” Psoriasis Samtök psoriasis- og exemsjúklinga voru stofnuð árið 1972 en af þessum sjúkdómum þjást þúsundir tslendinga. Lækning psoriasissjúklinga fer einkum fram með tjöruböðum undir læknis- hendi á sjúkrahúsum og með sólböðum i suðrænni sól, en t.d. sólböð á Norðurlöndum koma ekki að sama gagni, enda leita sjúklingar af Norðurlöndum sér lækninga með sólböðum til suðrænna landa. Aðferð eða meðferð sem læknar psoriasis varanlega er ekki þekkt og tjöruböðin eða sólböðin eru talin sambærileg, þannig að sú lækníng sem fæst er tímabundin og ending lækningar einstaklingsbundin. Samtökin hafa náð samningum um afslátt á fargjöldum til sólarlanda og hafa eignast ibúð á Spáni sem notuð er til að létta félögum kostnað við dvölina. Riki og sjúkrasamlög hafa ekki fengist til þess að taka nokkurn þátt i kostnaði sjúklinga sem fara í þessar ferðir, þrátt fyrir langvarandi baráttu I því efni. Sjúkrasamlög annars staðar á Norðurlöndum taka hins vegar verulegan þátt i kostnaði viö ferðir psoriasissjúklinga til sólar- landa. Heili og hjarta Þeir sjúklingar sem þjást af ýmsum sjúkdómum, svo sem heila- eða hjarta- sjúkdómum, eru stundum sendir utan til lækninga og er svo jafnan að bæði ríki og sjúkrasamlög taka þátt i kostnaði þeirra. Þessar ferðir byggjast helst á því að sérfræðingar eða tæknin er ekki tiltækt á tslandi. Drykkjusýki Drykkjusjúklingar hafa um áraraðir éinungis átt kost á meðferð innanlands en með stofnun nýrra samtaka Kjallarinn Jóna Jónsdóttir áfengissjúklinga þokuðust málefni þeirra fram á við og með nýrri aðferðum hefur náðst betri árangur en oftast áður. Um er að ræða sjúkrahús í Bandaríkjunum, Freeport að nafni, en þar hefur verið beitt nýjum aðferðum og árangur verið góður. Drykkjusjúkl- ingar hafa þannig læknast með nýjum aðferðum i Bandaríkjunum. Lækning drykkjusjúkra er bæði hér heima og erlendis einstaklingsbundin, þannig aö ekki er hægt að segja til um hvort lækning er varanleg. Þeim aðferðum sem beitt er í Bandaríkjunum er svo væntanlega hægt að beita sér heima. Sjúkrasamlag greiðir hluta dvalar- kostnaðar drykkjusjúklinga á sjúkra- húsum erlendis. Hvers vegna er sjúklingum mismunað Eins og fram kemur í framansögðu er nú um mismunun að ræða hvað varðar greiðslur ríkis og sjúkra- samlaga til sjúklinga vegna utanlands- ferða. Sé nánar athugað virðist sem upprunalega hafi verið gripið til greiðslna í þeim tilfellum þar sem sjúklingar gátú ekki fengið nauðsynlega lækningu hérlendis. Þetta er svo sjálfsagður hlutur að ekki ætti að þurfa að eyða orðum að þvi. Þó minnir þetta á atvik sem upplýst var í útvarpi fyrir nokkrum árum, en þá sagði sjúklingur frá því að læknir hefði spurt sig að því hvort hann hefði efni á dýrum meðulum. Um það mun hafa verið að ræða að læknirinn gat valið um ný meðul sem ekki voru greidd niður af sjúkrasam- lagi og gömul og viðurkennd af sjúkra- samlögum. Það væri mjög alvarlegt ef slíkt gerist enn. 1 þeim tilfellum sem um er að ræða utanlandsferð til lækningar er þó vissulega enn um þetta að ræða, bæði í þeirri mynd að spurningin er hvort sjúklingurinn hefur efni á ferðalaginu og þá lika hvort samfélagið telur sig hafa efni á að greiða fyrir sjúklinginn. Afar erfitt er að skilja hvers vegna opinberar stofnanir gera svo mikinn mun á stuðningi við drykkjusjúklinga og psoriasissjúklinga. Einhver hlýtur ástæðan að vera og þvi skal skoða nánar hvorn hópinn. Drykkjusjúklingar eru úr öllum .þjóðfélagshópum, en þeim mun hættara við veikinni sem vegna efna og aðstæðna hafa mikið vin um hönd. Líklegt má telja að meðal drykkju- sjúkra, sem leita sér lækninga, sé að finna umtalsverðan hlut framámanna 1 þjóðfélaginu eða þeirra sem hafa sambönd eins og það er kallað. Psoriasis sjúklingar eru hins vegar algerlega meðalúrtak af þjóðinni enda ræðst sjúkdómurinn jafnt á háa sem lága. Psoriasissjúklingar verða þvi ekki jafn-sterkir sem þrýstihópur, enda hafa þeir ekki náð þvi á sex árum sem samtök áfengissjúklinga hafa náð á rúmlega ári, eða því að fá lækninga- kostnað erlendis greiddan. Vissulega er þetta aðeins einn þátt- ur málsins, en t.d. annar er sá að drykkjusjúklingar fara utan til dvalar á sjúkrahúsi en psoriasissjúklingur sem fer utan til lækninga dvelur á eigin vegum á baðströnd. Kostnaður við dvöl á t.d. Freeport er alveg ljós en aftur á móti er afar mismunandi hver kostnaður er við dvöl i sólarlöndum. Með góðum vilja væri þó sjúkra- samlagi og tryggingaráði í lófa lagið að finna út meðalkostnað við slíka dvöl og greiða sjúklingi i samræmi við það. Eins mætti benda viðkomandi aðilum á að kynna sér þær reglur sem yfirvöld annars staðar á Norðurlönd- um nota í þessu skyni. Loks má benda tryggingaráði á að taka mætti meðal- kostnað af dvöl psoriasissjúklinga á sjúkrahúsum hér og greiða ferðir þeirra niður i samræmi við þann kostnað sem þá sparast. Forréttindi hins ríka Það hefur verið aðalsmerki þeirrar hugsunar sem tryggingakerfi okkar byggist á að allir ættu sama rétt til lækningar án tillitis til stöðu eða efna- hags. Við erum þó enn langan veg frá þvi að ná þessu marki og má í því efni benda á tannlækningar og svo fyrr- greinda möguleika drykkjusjúkra og psoriasissjúklinga. Það er um forréttindi að ræða í þessum málum, þau forréttindi verður að afnema, ekki með því að rýra rétt eins eða neins heldur með því að láta alla sjúklinga njóta sama réttar. Loks vil ég geta þess án þess þó að það verði tekið sem árás á hagsmuni drykkju- sjúklinga að aðferðir Freeport sjúkra- hússins má flytja inn, en seint mun takast að flytja suðræna sól til íslands. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning er líka rétt að taka fram að þær greiðslur sem um er að ræða í þessari grein eru greiðslur sem hvort sem er verður að leggja fram fyrir sjúklingana og spursmálið aðeins til hvaða stofnunar greitt er. Það er fylli- lega timabært að leiðrétta þennan mis- mun, nema hugsanlegt sé að trygg- ingaráð treysti sér til þess að beina sjúkdómum frá efnaminna fólki. Jóna Jónsdöttir, húsmóðir. \ \í

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.