Dagblaðið - 16.02.1979, Síða 5

Dagblaðið - 16.02.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979. HEIMILISLÆKNIR SVARAR Sárívélinda — sjaldgæft fyrirbrigði Ingibjörg Ingvadóttir, Hjaltabakka 2, hríngdi: Af hverju stafar vélindasár? Hverj- ar eru afleiðingar þess? Hvað er hvotsótt? Af hverju stafar hún? Qg hvað er hægt að gera við henni ef maður hefur jafnframt vél- indasár? Er hægt að lina þá ofsalegu verki sem sóttinni fylgja á einhvern hátt? Svan Sár í véiinda er sjaldgæft fyrirbæri, oftar er um bólgur í slímhúð að ræða, án þess að sármyndun verði. Orsök er yfirleitt sú að efra op magans lokast ekki sem skyldi og kemst saltsýra úr maganum upp í vélindað, sem illa er varið gegn slíku. Orsakir þessa fyrir- bæris eru svo t.d. svokallað þindarslit, offita og fleira. Venjulega gróa þessi sár sé beitt venjulegri magasársmeðferð að við- bættri meðferð vegna sýrulekans upp í vélindað. Sú meðferð getur þýtt skurð- aðgerð, en venjulega nægir megrun og hækkun rúmgafls um ca tuttugu senti- metra, þannig að sýran renni síður upp að magaopinu. Slæmar afleiðing- ar eru sjaldséðar, helst er að örmynd- un geti valdið þrengslum í vélinda, sem oftast koma fram í kyngingarörð- ugleikum. Hvotsótt er bráð veirusýking sem einkennist af hita og verkjum, oft mjög svæsnum, neðst i brjósti eða efst í kvið. Þetta er sjaldséður kvilli, ekki hættulegur, fylgikvillar fáir. Tímalengd er mjög mismunandi, venjulega ein til þrjár vikur. Lyf lækna ekki sjúkdóm þennan og beinist með- ferð því eingöngu að verkjunum, er oft krefjast sterkra verkjalyfja. Vélindasár breytir hér meðferð að því leyti að ekki má nota lyf er erta magaslímhúð, t.d. aspirín (magnýl, codimagnýl, codi- phen, dolviran). GETA LÆKNAR SETT UPP VERÐ AÐ EIGIN GEÐÞÓTTA? Tannholdssjúklingur hríngdi: Sjúkrasamlög greiða ekki tann- holdsaðgerðir. Skyldi ekki vera á döf- inni að sjúkrasamlög taki þátt í grejðslu slíkra aðgerða? Fái maður drep í lim, þá tekur sjúkrasamlag fullan þátt í kostnaði. Sár sem ekki gróa í munni, eru mun óþægilegri en mörg önnur. Geta læknar sett upp það verð sem þeim þóknast, án þess að sjúklingur viti hvort reikningur sé réttur? Finnist mönnum reikningur óeðlilega hár, er þá hægt að fá einhvern til þess að fara yfir þá reikninga? Svan Ekki er mér kunnugt um að sjúkra- samlög hyggist taka þátt í greiðslum vegna tannholdsaðgerða. Sparnaðar- ráðstafanir hins opinbera um þessar mundir hljóta líka að kæfa allar slíkar ráðagerðir í fæðingu. Raunar ræðst greiðsluþátttaka ekki af líkamshluta þeim, sem til meðferðar er, heldur af framkvæmanda aðgerð- arinnar. Þannig eru til samningar við lækna um slíkar greiðslur svo að tann- holdsaðgerð fengist greidd væri hún framkvæmd af íækni. Við tannlækna hafa slíkir samningar ekki verið gerðir og því engar greiðslur. Læknisverk eru langflest greidd af sjúkrasamlögum. Þau er því sá aðili, sem á að fylgjast með reikningum lækna og tryggja að ekki sé seilst í vasa rikissjóðs með þvi að taka of hátt gjald eða jafnvel með gjaldtöku fyrir verk sem aldrei voru unnin. Sjúkrasam- lögin hafa farið mjög vægilega í sak- irnar í þessum efnum og í ljósi nokk- urra dæma (að vísu mjög fárra) um misferli lækna verður slíkt trúnaðar- traust að teljast vafasamt og virkara eftirlit sennilega vel þegið af þorra lækna, sem telja sig hafa hreinan skjöld í þessum efnum. Hvað er til ráða við einstöku kvefnæmi? Nemi skrífar. „í rúmt ár hef ég gengið með slæma kvefbakteríu. Annað slagið hef ég verið uppfullur af kvefi en hinn dynt- inn sæmilegur í smátíma. Þetta hefur haft ýmsar aukaverkanir í för með sér. Hef ég t.d. verið slæmur af slími sem setið hefur í hálsinum á mér og svo er það stöðug hella fyrir eyrunum, sem er alltaf að angra mig og gerir hvort sem ég er kvefaður eða ekki. Ég tek það fram að slímið á engar orsakir að rekja til tóbaksins, þar sem ég reyki ekki. Ég hef leitað til heimilislæknis míns með þetta og hefur hann látið mig hafa nokkur meðul eftir að ég hef lýst þessu í síma, en þau hafa alls ekki verkað, svo sem: nefdropar, hylki og hálsskolunarvatn. Læknirinn hefur þó athugað á mér eyrun og ekkert fundið i eyrnagöngun- um, sem gæti valdið þessum óstöðuga loftstraumi. Hef ég gefist upp i þvi að leita til hans um fleiri meðul. Kvefnæmimitt er einstakt þar sem ég er yfirleitt hraustur og virðist vera ónæmur fyrir öðrum pestum og smá- kvillum sem hrjá jafnaldra mína í þeim skóla sem ég er i. Útiveru er ég vanur og vinn útivinnu á sumrin og trimma mátulega á veturna og syndi mikið. Ég trúi því ekki, að það vinni ekkert á jtessum þráláta hvimleiða kvilla minum. Mér er orðið mikið mál að losna við hann. Ég spyr því: Getur heimilislæknirinn gefið mér holl ráð??? Svan Holl ráð á ég fá og smá, enda skortir mig ýmsar upplýsingar til að geta lagt þér lið. Vandamál númer eitt eru óþægindi þín. Þau gætu vel stafað af ofnæmi einhvers konar, en ýmislegt annað kann að vera að verki. Ég get sem sé ekki gefið nein ráð án þess að líta á þig og e.t.v. rannsaka lítillega. Hitt vandamálið , og það sem ég get fremur tjáð mig um, er svo samskipti þín við heimilislækninn. Þið virðist hafa samið um hlutverkaskiptingu þannig að þú lýsir þínum einkennum og hann „skaffi” síðan viðeigandi lyf. Ekki er ég sáttur við þessa hlutverka- skipan. Samkvæmt mínum lækna- bókum felst einnig í þínu hlutverki sú skylda að láta lækninn vita um óánægju þína með árangurinn, ekki í síma, heldur á stofu, jafnvel þótt nokkur fyrirhöfn sé. Hans skylda er að gefa þér nægan tíma, þannig að það andrúmsloft skapist, sem leyfir slík tjá- skipti. Einnig ber honum að skoða þig nán- ar og visa þér til viðeigandi sérfræð- ings geti hann ekki veitt þér viðunandi úrlausn sjálfur. Því held ég að þér sé ekki hjálplegt að ég sé að gizka á hugs- anlegar orsakir þinna óþæginda, sam- vinna þín og þíns heimilislæknis þarf fyrst að batna, síðan vinnið þið að lausn málsins. Og fyrir alla muni hætt- ið að reyna að leysa svona mál i síma, verkfræðileg vandamál komast sjálf- sagt ágætlega til skila á þann hátt, en mannleg aldrei. Flugmenn - flugnemar - flugáhugamenn! Sameigin/eg ÁRSHÁTÍÐ VFFÍ og flugskólanna á Reykjavíkurflugvelli verður haldin föstudaginn 16. febrúar og hefst kl. 19 í Víkingasal á Hótel Loftleiðum. Miðar fást hjá flugskólunum og í Flugstöðinni. Flugtak hf. - Flugskóli Helga Jónssonar - Vélflugfélag Islands Læknir 1 Reykjavfk að störfum. DB-mynd Jim Smart. Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands um um- sóknir um lán á árinu 1979. Á árinu 1979 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði íslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarút- vegi í samræmi við lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinn. 1. Til framkvæmda í fískiðnaöi. Skal þar eink- um lögð áherzla á framkvæmdir er leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að hefja byggingu nýrra fiskvinnslustöðva, eða auka verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem gera má ráð fyrir, að til falli í byggðarlaginu. 2. Til fiskiskipa. Lán verða veitt til nýbygg- inga innanlands, eftir því sem aðstæður leyfa. Ennfremur verða veitt lán til skipta á aflvél og til tækjakaupa ef talið er nauðsyn- legt, svo og til meiriháttar breytinga og endurbóta, t.d. lenginga og yfirbygginga sé slíkt talið heppilegt með tilliti til aldurs skips og ástands. Ekki verða á árinu veitt lán til kaupa á skipum erlendis frá, um- fram það, sem þegar hefur verið samþykkt. 3. Umsækjendur um lán skulu á fullnægjandi hátt með vottorði viðskiptabanka síns, gera grein fyrir eigin framlagi sínu til þeirra framkvæmda, sem láns er óskað til. 4. Öllum umsóknum um lán fylgi nákvæm áætlun um kostnað framkvæmdanna og ef um tilboð er að ræða í framkvæmd verks skal það fylgja með. 5. Umsóknir um lán á yfirstandandi ári til framkvæmda í fiskiðnaði, nýbygginga skipa og meiriháttar breytinga og endur- bóta skulu hafa borizt eigi síðar en 16. marz næstkomandi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.