Dagblaðið - 16.02.1979, Page 10

Dagblaðið - 16.02.1979, Page 10
10 Út|)«fandi: DagbtaðM hf. Fnunkvæmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. RHstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir: Hallur Sfmonarson. Aöstoðarfróttastjórar Atii Steinarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarmái: Aðabteinn Ingótfsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Btaðomenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofánsdóttir, Gissur Sigurðs son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hailsson, Helgl Pétursson, Jónas Haraidsson, Óiafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamletfur Bjamletfsson, Höröur VUhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóösson. Skrtfstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorietfsson. Söiustjóri: Ingvar Svoinsson. Dretfing- arstjóri: Már E.M. Haildórsson. Rhstjóm Siðumúla 12. Afgreiösla, óskriftadeild, auglýsingar og skrtfstofur Þvorhohi 11. Aðalsimi biaösins er 27022 (10 línur). Áskrtft 2500 kr. á mánuöi innanlands. i iausasöki 125 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaöiö hf. Siðumúla 12. Mynda- og plÖtugerð: Hilmir hf. Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skotfunni 10. Fyrírferðarlítill lýðræðissinni Efnahagsfrumvarp Ólafs Jóhannes- sonar er komið út um borg og bý. Fjöl- miðlar hafa það undir höndum. Mörgum stéttasamtökum hefur það verið sent til umsagnar. Ríkisstjórnin hnakkrífst um það á opinberum vettvangi. En stjórnar- andstaðan hefur formlega séð ekki enn fengið að sjá það. Auðvitað sýnir þetta skort á mannasiðum forsætisráð- herra. í öllum nágrannalöndunum er það talin sjálfsögð kurteisisskylda að leyfa stjórnarandstöðunni að fylgjast með gangi mála, að minnsta kosti þegar þau eru komin á það stig, að ýmis samtök fá þau til umsagnar. Það er rétt hjá Ólafi, að uppkast hans er í rauninni ekki enn orðið frumvarp, hvað þá frumvarp ríkis- stjórnarinnar. En það eru útúrsnúningar hans, að ríkis- stjórnarsamþykki þurfi til að senda stjórnarandstöðunni gögn, sem ríkisstjórnin sendir öðrum aðilum út og suður. Ólafur átti að afhenda stjórnarandstöðunni eintak með eðlilegum fyrirvara um, að þetta væri ekki frumvarp, heldur uppkast, sem sent væri ýmsum aðilum til um- sagnar, þar á meðal stjórnarandstöðu. Hví skyldi stjórnarandstaða ekki vera umsagnaraðili, jafngildur stéttasamtökum? Sá, sem í dag er í stjórn, getur á morgun verið í stjórn- arandstöðu. Af slíkri reynslu átta menn sig á tilgangin- um í gagnkvæmri tillitssemi. Enda er talið sjálfsagt í löndum með traustum lýðræðishefðum, að stjórnarand- staða fái örar og ýtarlegar upplýsingar hjá ríkisstjórn. Einhverra hluta vegna hefur tillit til stjórnarandstöðu átt furðulega erfitt uppdráttar hér á landi. Kannski er lýðræðið hér enn of ungt til að hefðir þess hafi náð að mótast til samræmis við nágrannalöndin. Og svo er auð- vitað lýðræðissinninn í Ólafi Jóhannessyni einkar fyrir- ferðarlítill. Er Sjálfstæðisflokkurinn til? Allt þjóðfélagið hefur dögum saman staðið á öðrum endanum út af uppkasti forsætisráðherra að efnahags- frumvarpi. Menn hafa hnakkrifizt um það sumir hverjir og aðrir haft á því einhverja skoðun að minnsta kosti. Nema stjórnarandstaðan. Hún er úti að aka að venju. Fyrst í gær opnar leiðtogi stjórnarandstöðunnar munninn á baksíðu höfuðmálgagnsins. Og hvað skyldi maðurinn hafa að segja um vísitölutryggingu fjárskuld- bindinga og raunvexti, um þak á ríkisútgjöldum og fjár- festingu og um ýmis fleiri tímamótamál? Ekkert! Geir Hallgrímsson hampaði í löngu máli gömlum lummum um,að tveir stjórnarflokkarnir hafi svikið kosn- ingakröfur sínar um „samningana í gildi”. Þetta vissu raunar allir fyrir löngu. En hvaða innlegg er þetta í mál líðandi stundar og framtíðar? Formaður stjórnarandstöðunnar talar eins og heimur- inn hafi hætt að snúast við úrslit kosninganna í sumar. Sú eina hugsun komist að þar á bæ, að ósigurinn í fyrra- sumar sé fölskum kosningaloforðum þáverandi stjórnar- andstöðu að kenna. Og hvað svo? Forustu stjórnarandstöðunnar er vel kunnugt um, hver eru hin brennandi vandamál. Hún veit urú olíu- hækkun og þorskveiðisamdrátt ofan á allt, sem fyrir var. Allt fjas um „samningana í gildi” er tímaskekkja. Það er einkar dapurlegt, að enn skuli stjórnarandstaðan ekkert hafa til málanna að leggja um, hvernig eigi að stjórna landinu á þessu ári. Menn gleyma því bráðum, að Sjálfstæðisflokkurinn sé til. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979. ...... Danmörk: Allt of margir eru leshamlaéir en án hjálpar ^ — miklar tilraunir með hvernig bókasöfn geta aðstoðað þetta fólk Þjóðfélaginu ber að leggja meira af mörkum en gert er til að aðstoða þá sem eiga í lestrarerfiðleikum. Er um að ræða svo mikilvægt atriði bæði félags- lega og menningarlega að nauðsyniegt er að grípa skjótt í taumana til að- stoðar. Allt of oft lenda þeir sem eiga við lestregðu að stríða í vanda vegna þes að þeir fá enga hjálp til að leysa vandamál sín. Þannig hljóðar niðurstaða skýrslu danskrar nefndar sem sett var til að kanna þessi mál þar í landi og nýlega hefur veriðbirt. I skýrslunni kemur fram að stór hópur fólks er á einhvern hátt lestrar- hamlaður og getur því ekki notfært sér þau tækifæri sem gefast til skemmt- unar, fróðleiks og upplýsingar sem gefst með lestri bóka, blaða og tíma- rita. Lestrarerfiðleikar geta stafað af ýmsum orsökum. Má þar nefna les- blindu og sjúkdóma, bæði andlega og líkamlega. Einnig geta erfiðleikarnir stafað af gáfnaskorti auk þess sem margir eiga erfitt með að lesa vegna æfingaleysis á því sviði. Reynt hefur verið að gefa lestrar- hömluðum kost á að notfæra sér bóka- söfn með því að lesa inn á segulbönd fyrir þá. Er þar um að ræða tilraun sem fram fer í nokkrum héruðum Danmerkur og á að standa fram til l. febrúar næsta ár. Er jafnvel gefinn kostur á að gefa fólki upp ýmsa stutta ug löggæsla og dugmikil dómsyfirvöld geta aldrei veitt nema takmarkað við- nám, en vönduð fræðsla í fjölmiðlum og skólum gæti haft í mörgum til- vikum varanleg og fyrirbyggjandi áhrif. Auðvelt er að fá með sáralitlum tilkostnaði góðar fræðslumyndir frá ýmsum V-Evrópuríkjum og Banda- ríkjunum. Ennfremur ætti að vera hægt að fá hérlenda lækna, lyfjafræð- inga, sálfræðinga og löggæslumenn til að flytja innlent fræðsluefni um með- ferð, skaðsemi og afleiðingar hinna ýmsu tegunda vímugjafa. Fjármunum sem væri varið til slíkrar fræðslu væru þjóðinni til mikils gagns. Þörf á breyttri stefnu Hér er um stærra verkefni að ræða heldur en áhugamenn einir ráða við, þvi verða viðkomandi ríkisstofnanir að veita þýðingarmikla og fljótvirka að- stoð. Hin aukna tíðni síðari ára á al- varlegustu tegundum afbrota sanna ótvirætt hvert stefnir. Það getur tæp- ast farið fram hjá viðkomandi ráða- mönnum hverjar eru helstu orsakir mannsmorða og annarra stórafbrota. Með stöðugt aukinni fíkniefna- og ávanalyfjaneyslu mun þróunin hér á landi sem annars staðar verða á þann veg að hvers konar stórafbrotum mun fjölga. Þessi reynsla er mjög augljós á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega éftir að heroinneysla náði að festa þar rætur. Verum þess minnug að aðeins nokkrir tugir heroinneytenda myndu valda straumhvörfum i glæpatíðni hér á landi, sú hætta virðist á næsta leiti, þar sem vitað er um íslendinga er- lendis sem eru heroinneytendur. Hin stöðuga notkun „vægari” fíkniefna og lyfja hérlendis sl. 10 ár hefur rutt þessum ófögnuði braut, það virðist að- eins tímaspursmál hvenær holskeflan skellur á. Engri þjóð hefur fullkomlega tekist að verjast þessum vágesti, en hægt er með samstilltu átaki og vel skipulögðum aðgerðum að draga veru- Á undanförnum mánuðum hafa birst nokkrar greinar í Dagblaðinu, þar sem áhrifum cannabisneyslu er lýst með þeim hætti, að það sé nánast allra meina bót. Talsmenn þessa vímu- gjafa telja áhrif efnisins vera slík, að öll skynjun þeirra á nánasta umhverfi verði skýrari og jafnframt öðlist þeir jákvæðari afstöðu og aukna innsýn í hin margslungnu vandamál lifsins. Þegar þessir aðilar ræða um þá gervi- veröld sem áhrif efnanna koma þeim í forðast þeir eins og heitan eldinn að ræða um kjarna málsins, þ.e. afleiöing- ar neyslunnar. Ýmsir sérfræðingar, sem skrifað hafa um áhrif cannabisneyslu, halda því fram að afmörkuð neysla efnisins valdi sennilega ekki meira heilsufars- tjóni heldur en áfengi. Þeim ber hins vegar saman um að afleiðingar canna- bisneyslu séu margfalt hættulegri, þar sem það sé undanfari og leiði til notk- unar á hættulegri skynvilluefnum og sterkum verkjadeyfandi ávanalyfjum eins og heroin. Skýrslur frá lögreglu- jg heilbrigðisyfirvöldum í V-Evrópu sanna ótvírætt þessa óheillaþróun. Þar breyta engu um fullyrðingar tals- manna cannabisefna á íslandi. Þau heimskulegu rök þeirra að lögreglu- yfirvöld í Bandaríkjunum og V- Evrópu líti nú orðið á cannabisneyslu sem eðlilegan og hættulausan verknað eru algjörelga úr lausu lofti gripin. Hins vegar er lögreglunni ofviða að hafa eftirlit með hinum mikla neyt- endafjölda á cannabisefnum í þessum löndum. Ekkert réttlætir notkun Það réttlætir að sjálfsögðu á engan hátt notkun þessara efna, að tugir millj. manna hafi ánetjast þeim. Það eru álíka röksemdir eins og að telja síga- rettureykingar æskilega vegna þess að hundruð millj. manna reykja. Flestir eru sammála því að ofnotkun áfengis og misnotkun ýmissa tegunda tauga- og svefnlyfja sé mjög stórt vandamál hérlendis. öll frekari neysla á öðrum vimugjöfum þ.á m. canna- bisefnum er því einungis til að auka á þann vanda sem fyrir er. Þær fárán- legu hugmyndir cannabisneytenda að lögleyfa ætti notkun þessara efna eru andstæðar þeirri viðleitni að draga úr og banna notkun á hvers konar vímu- gjöfum. Eins og kunnugt er hafa ýmis áhugamannasamtök gert stórátök í að veita áfengissjúklingum raunhæfa læknismeðferð. Þá hafa ýmis tauga- og róandi lyf ásamt svefnlyfjum verið gerð eftirritunarskyld, svo að betur sé hægt að fylgjast með notkun þeirra. Sterk verkjadeyfandi lyf og ýmis örv- Kjallarinn Kristján Pétursson andi lyf hafa hins vegar verið eftirrit- unarskyljj um árabil. Mun meiri fræðsla Sterkasta vopnið gegn ofnotkun ávanabindandi lyfja og fíkniefna er raunhæf og öfgalaus fræðsla. Hér á landi hefur ríkt nær algjört athafna- og sinnuleysi I þessum efnum, enda þótt reynsla annarra þjóða hafi ótví- rætt sannað gildi slíkrar fræðslu. öfl- texta eftir óskum þess í gegnum síma. Lengri greinar og heilar bækur verða lesnar inn á segulband sem síðan verða send til þeirra sem þess óska. Gerð hefur verið skrá yfir hvers konar efni leshömluðum verður boðið upp á. Verður meðal annars boðið upp á efni úr dagblöðum, tíma- ritum, bæklingum, alfræðiorða- bókum, uppsláttarritum, lagasöfnum, þingtíðindum og bréfum. Engan veginn er útilokað að hægt verði að fá annað efni lesið inn á segul- bönd, segja forsvarsmenn tilraunar- innar. Danir gera sér vonir um að þessi til- raun með þjónustu og hjálp fyrir les- hamlaða muni leiða í Ijós raunveru- lega nauðsyn hennar og síðan að byggja upp á þeim grundvelli slíkt hjálparkerfi sem næði til allra lands- manna.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.