Dagblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 26
26 ÍGNBOGII Tt 19 000 — sakfrA-- Drengirnir frá Brasilíu Afar spennandi og vel gerð ný_ ensk litmynd eftir sögu Ira Levin. Grcgory Peck Laurence Olivier James Mason Leikstjóri: Franklin J. Schaffner. íslenzkur texti. Bönnuðinnan lóára. Hækkað verð Sýndkl. 3, 6 og 9. - salur B ■ Trafic S>nd kl. 3.05,5.05.7.05 9.05 o8 11.05. — solurC — Capricorn One J ^/IPRICURW Hörkuspennandi ný ensk- bandarisk litmynd. Sýnd kl. 3.10, ó.lOog9.10. ------íalor D--------- Húsið sem draup blóði Spennandi hrollvekja, með Christopher l.ee — Peter Cushing. BiinnuA innan 16 ára. Sýndkl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 N og 11.10. hafnorbió PAM GRIER MARGARET MARKOV Spcnnandi Panavision litmynd meö Pam Grier — Margaret Markov. Bönnuðinnan I6ára. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Adventure in Cinema Fyrir enskumælandi ferða- menn, 5. ár: Fireon Heimaey, Hot Springs, The Country Between the Sands, The Lake Myvatn Eruptions (extract) í kvöld kl. 8. Birth of an Island o.fl. myndir sýndar á laugar- dögum kl. 6. í vinnustofu Ósvaldar Knudsen Hellusundi 6a (rétt hjá Hótel Holti). Miðapantanir i sima 13230 fró kl. 19.00. Sim'. 1147B Engin áhœtta, enginn gróði Bráðskemmtileg ný bandarísk gamanmynd með íslenzkum' texta. Aðalhlutverk leika David Niven og Don Knotts Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUQARAS B I O SlMI 32075 Brtlaæðið Ný bandarísk mynd um bitla- æðið er setti New York borg á annan endann er Bítlarnir komu þar fyrst fram. öll lög- in i myndinni eru leikin og sungin af Bítlunum. Aðalhlutverk: Nancy Allen, Bobby DiCicco Mark MacClurc. Leikstjóri: Robert Zemeckis, framkvæmdastjóri: Steven Spielberg (Jaws, Sugarland Express, Close Encounters). íslenzkur texti. Sýnd kl. 9 og 11. AUKAMYND HLH-FLOKKURINN Cannon Ball Ofsa spennandi mynd um ólöglegan Trans Am kapp- akstur. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 5 og 7. Bamasýning sunnudag kl. 3: Vinur indíánanna Mjög spennandi og skemmtileg. TÓNABÍÓ SlMI 11112 Hefndarþorsti (Trackdown) Jim Calhoun þarf að ná sér niðri á þorpurum, sem flek- uðu systur hans. Leikstjóri: Richard T. Hefron. Aðalhlutverk: Jim Mitchum, Karen Lamm, Anne Archer. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 16ára. SJMI11JS4 Ein djarfasta kvikmynd scm hcr hefur vcrið sýnd: í nautsmerkinu Bráðskemmtileg og mjög djörf dönsk gamanmynd í lit- um. Aðalhlutverk: Ole Söltoft, i Sigrid Horne. Stranglega bönnuð börnum innan 16ára. Endursýnd kl. 5, 7 og9. íslenzkur texti. NAFNSKÍRTEINI í skugga Hauksins (Shadow of the Hawk) r / \ R 4 \ íslenzkur texti Spennandi ný amerísk kvik- mynd í litum um ævifoma hefnd seiðkonu. Leikstjóri: George McCowan. Aðalhlutverk: Jan-Michael Vincent, Marilyn Hassett, Chief Dan George. Sýnd kl. 5,9og 11. Bönnuð innan 12ára Thank God It's Friday Leikstjóri Robert Klane. Aðalhlutverk: Mark Lonow, Andrea Howard, Jeff Goldblum Donna Summer. Sýndkl.7. Ein fraegasta og dýrasta stór- mynd, sem gerð hefur verifl. Myndin er i litum og Pana vision. Leikstjóri: Richard Donner. Fjöldi heimsfrægra leikara. M.a.: Marlon Brando, Gene Hackman Glenn Ford, Chrístopher Reeve o.m.fl. Hckkað verð. Sýnd kl. 5 og 9. Allra síðasta sýningarhelgi. IMw' Úlfhundurinn (Wbite Fang) Islenzkur trxti. Hörkuspcnnandi ný amcrisk- ilölsk ævintýramynd í litum, gerð eftir einni af hinum ódauðlegu sögum Jack London er komið hafa út i isl. þýðingu. Myndin gerist meðal indíána og gullgrafara i Kanada. Aðalhlutverk: Franco Nero Verna l.isi Fernando Rey. Bönnuð börnum.. Sýnd kl. 5, 7 og 9. dBÆJAÍBiP Ctmi RMflá 1Simt 50184 Svefninn langi Hörkuspennandi litmynd. Bönnuð innan 16ára Sýnd kl. 9. Foxy Brown Hörkuspennandi amerísk lit- mynd. Sýnd kl. 5. Bönnuð börnum. HOTEL BORG Diskðfjörið á Borginni i kvöld. Kynntar verða nýjar plötur sem Logi Dýrfjörð skffuþeytir sér um. Dansað til kl. 02.00. Spariklœðnaður — persónuskilriki. Munið gömlu dansana sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar. Borðið — búið — dansið ó Hótel Borg. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979. is Útvarp Sjónvarp i Atriði úr myndinni Þúsund dögum Ónnu Boleyn. ÞÚSUND DAGAR ÖNNU B0LEYN - sjönvarp íkvötd kl. 21.55: 1 ■■ ■■ Onnur kona Hinríks áttunda Á dagskrá sjónvarpsins i kvöld verður brezk bíómynd frá árinu 1969 er fjallar um ævi Önnu Boleyn og hjóna- band hennar og Hinriks áttunda Eng- landskonungs. Hér er um þekkt og ahugavert timabil í sögu Englands að ræða og ekki spillir fyrir að annað aðalhlutverkið í myndinni er í höndum Richards Burton. Anne Boleyn (1507—1536) var önnur í röðinni af sex konum Hinriks átt- unda. Hún var af tignum ættum og fjölskylda hennar nátengd ensku hirðinni. Hinrik konungur fékk fljót- lega ást á Önnu þótt samtímaheimildir hafi það um hana að segja að hún hafi ekki verið fríðasta kona í heimi. Hinrik skildi við fyrstu konu sína, Katrínu af Aragóníu, í júlí 1531 og kvæntist Önnu á laun i janúar 1533. Giftingin var ekki kunngerð fyrr en á páskum. í septem- ber fæddi Anna manni sínum dóttur sem varð siðar drottning yfir Englandi og nefndist Elísabet fyrsta. Anna fékk fljótlega orð á sig fyrir að vera nokkuð hrokafull og hjónabandið versnaði fljótlega, ekki sízt þar sem henni tókst ekki að fæða manni sínum son. Hún var sökuð um að halda fram hjá kon- unginum og voru þeir er taldir voru elskhugar hennar líflátnir. Sjálf var hún hálshöggvin 19. maí 1936 og strax daginn eftir trúlofaðist Hinrik áttundi þriðju konu sinni, Jane Seymour. Anna hélt fram sakleysi sinu allt til hinztu stundar. -GAJ ÁLÞÝÐUTÓNLISTIN—sjónvarp sunnudagskvöld kl. 21.25: Bítlamir ( ollu þáttaskilum ítónlistarsögunni ) Fjórtándi þáttur Alþýðutónlistarinn- ar er á dagskrá sjónvarpsins á sunnu- dagskvöld og er hans trúlega beðið með töluverðri eftirvæntingu því þar getur að lita hljómsveitina The Beatles sem segja má að hafi valdið þáttaskilum í tónlistarsögunni enda er þátturinn nefndur eftir hljómsveitinni og heitir í íslenzkri þýðingu Bítlarnir. Hljómsveitin The Béatles var stofn- uð i sinni upphaflegu mynd árið 1960 í Liverpool. Fljótlega urðu nokkur mannaskipti i hljómsveitinni. Einn félaganna, Stuart Sutcliffe, lézí og trommuleikarinn Pete Best hætti en í hans stað kom Ringo Starr. Hljóm- sveitina skipuðu þá auk Ringos þeir Paul McCartney, John Lennon og George Harrison. í byrjun árs 1963 komst hljómsveitin i efsta sæti brezka vinsældalistans með V______________________________________ laginu Please Please me og þar með var hrundið af stað skriðu sem ekki varð stöðvuð. Bítlaæðið svonefnda var hafið fyrst og fremst með nýrri tegund tónlistar en í kjölfarið fylgdi ný hár- tízka, sem var fólgin í þvi að karlmenn tóku að safna hári, og miklar breyt- ingar urðu einnig á klæðaburði ungl- inga. Árið 1964 var þetta æði ef til vill í hámarki. Hljómsveitin var þáá stöðug- um hljómleikaferðum um Bretland, Bandaríkin og Ástralíu. Til marks um vinsældir hljómsveitarinnar má nefna að eina vikuna þetta ár voru lög hennar í 5 efstu sætum bandariska vinsælda- listans og er það met sem stendur óhaggað enn og verður örugglega seint slegið. Ekkert lát varð á vinsældum hljómsveitarinnar fram til 1970, þá var hljómsveitin leyst upp en þeir félagar hafa hver i sínu lagi komið með lög sem náð hafa miklum vinsældum en enginn þeirra þó eins og McCartney sem hefur -náð miklum vinsældum með hljómsveit sinni, The Wings. Gamlir aðdáendur hljómsveitarinnar hafa stöðugt vonazt eftir því að Bitl- arnir kæmu saman á nýjan leik og hafa þeim boðizt metupphæðir fyrir að koma fram á hljómleikum en allt hefur komið fyrir ekki. Nú í vikunni bárust hins vegar fréttir af þvi að þrír félagar hijómsveitarinnar, Ringo Starr, Paul McCartney og George Harrison, hefðu komið saman og leikið í giftingarsam- kvæmi gítarleikarans Eric Claptons um siðustu helgi. Þetta þótti slíkum tíðind- um sæta að fréttin var forsíðuefni blaða víða um heirn og er það til marks um vinsældir hljómsveitarinnar. - GAJ ___________________________________t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.