Dagblaðið - 21.09.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SÉPTEMBER 1979.
Hvað er á seydium helgina?
Landsþing Lands-
samtakanna Þroskahjálpar
Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar veröur
haldið laugardag og sunnudag 22. og 23. september
nk. Þingið, sem er hið annaðj röðinni, hefst kl. 10 f.h.
á laugardag að Hótel Loftleiðum, Kristalssal. Lands-
samtökin hafa I tilefni þingsins boðið hingaðdr. Peter
Mittler, prófessor frá Manchesterháskóla, og mun
hann flytja fyrirlestur f.h. á laugardag um þátttöku
foreldra í kennslu og þjálfun þroskaheftra barna.
Prófessor Peter Mittler er m.a. forseti alþjóðasam-
bands foreldra þroskaheftra barna, ennfremurer hann
stofnandi og veitir forstöðu rannsóknarstofnun á veg-
um háskólans í Manchester þar sem unnið er að gerð
þjálfunaráætlana og framkvæmd þeirra i samvinnu
við foreldra þroskaheftra bama.
Á laugardag verða ennfremur flutt crindi um lög-
gjöf um aðstoð við þroskahefta og framkvæmd
hennar. Um þetta efni munu fjalla Ingimar Sigurðsson
deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
og Jón Sævar Alfonsson varaformaður Þroskahjálpar.
Þá munu þau Þorsteinn Sigurðsson og María Kjeld
flytja erindi um málörvun þroskaheftra barna á for-
skólaaldri en námskeið um þetta efni er að hefjast um
þessar mundir á vegum Námsflokka Reykjavíkur
undir stjórn þeirra Þorsteins og Maríu.
Að loknum framsöguerindum á laugardag starfa
umræðuhópar. Það skal tekiö fram að öllum er heimilt
að hlýöa á framsöguerindin á laugardag og taka þátt i
umræðuhópum.
Landsþinginu verður framhaklið á sunnudag en þá
veröur haldinn aðalfundur Þroskahjálpar og hefst
hann kl. lOárdegis.
íþróttir
Islandsmótið
í knattspyrnu
SUNNUDAGUR
Valur-ÍA kl. 14.
Reykjavíkurmótið
í handknattieik
LAUGARDALSHÖLL
SUNNUDAGUR
Valur-ÍR, mfl. karla kl. 14.
Vikingur-Fram, mfl. karlakl. 15.15.
Ármann-Þróttur, mfl. karla kl. 16.30.
KR-Fylkir mfl. karla kl. 17.45.
Reykjavíkurmótið
í körfuknattieik
HAGASKÓLI
LAUGARDAGUR
Ármann-Fram kl. 14.
KR-ÍS
IS-Valur
SUNNUDAGUR
Ármann-KR kl. 13.30.
ÍR-tS
Fram-Valur
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur 1979
hefst sunnudag 23. sept. kl. 14. I aðalkeppninni tefla
sameiginlcga meistara-, L, II og kvennaflokkur. Þátt-
takendum verður skipt i flokka eftir Eló-skákstigum.
Tefldar verða 11 umferðir í öllum flokkum. í efri
flokkunum verða 12 keppendur, sem tefla allir við
alla, en í neðsta flokki verður teflt eftir Monrad-kerfi.
Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á iðviku-
dögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar verða
ákveðnir siðar. Lokaskráning i aðalkeppnina verður
laugardag 22. sept. kl. 14—18.
Keppni i flokki 14 ára og yngri hefst laugardag 29.
sept. kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-
kerfi, umhugsunartími 40 minútur á skák. Keppnin
tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bóka
verðlaun verða fyrir a.m.k. 5 efstu sæti.
Skákhátíð
í Munaðarnesi
í dag, föstudag, hefst i Munaðarnesi Deildakeppni
Skáksambands tslands í skák, hin sjötta i röðinni, og
er þetta i annaö sinn sem hún er hafin með sameigin-
legu móti þar sem öll liðin mætast á einum stað. í 1.
ideild, sem hefur keopni nú, eru eftirtalin 8 lið: Taflfé-
jlag Reykjavikur, Skákfélagið Mjölnir, Skákfélag
.Akureyrar, Skákfélag Hafnarfjarðar, Taflfélag Kópa-
jvogs, Skákfélag Keflavíkur, Skáksamband Austur-
lands og Taflfélag Scltjarnamess, sem vann sig upp í 1.
deild siðast.
Áætlað er að tefla 3—4 umferðir um helgina en
'keppni fer fram á 8 borðum.
Háskólafyrirlestur
um kennslu þroskaheftra
Dr. Peler Mittler, prófessor við háskólann i Manchest-
er, flytur fyrirlestur i boði félagsvisindadeildar Há-
Iskóla tslands. Fyrirlesturinn fjallar um kennslu
þroskaheftra og veröur fluttur sunnudaginn 23.
september kl. 2030 í stofu 101 í Lögbergi, húsi laga-
,deildar Háskóla tslands.
Merkja- og blaðsöludagur
Sjálfsbjargar <
I Næstkomandi sunnudag, 23. september, er hinn ár-
jlegi merkja- og blaðsöludagur Sjálfsbjargar. Ársrit
Sjálfsbjargar er nú selt í 21. skipti. Af efni þess má
nefna: Ávarp Magnúsar H. Magnússonar ráðherra
grein um lánveitingar Húsnæðismálastjómar til breyt-
inga á ibúðum öryrkja eftir Sigurð Guðmundsson
frkvstj., greinar um byggingaframkvæmdir við Sjálfs-
bjargarhúsið að Hátúni 12 Reykjavik og við nýbygg-
ingu Sjálfsbjargar á Akureyri, smásögur, frásagnir,
ásamt ýmsu er varðar hagsmunamál fatlaðra.
Blaðið kostar kr. 500 og merkið kr. 300.
Nú eru framkvæmdir við sundlaugina í Sjálfs-
bjargarhúsinu í fullum gangi og verður sjálf sundlaug-
in stcypt fyrir næstu mánaðamót en sundlaugarbygg
ingin verður fokheld um miðjan nóvember. Sundiaug-
in erður 7x16 2/3 metrar að stærð og dýpið 0.80 m til
1.60 m með jöfnum halla. í og við sundlaugina verður
mjög góð aðstaða til þjálfunar, fyrir mikið fatlað fólk.
Sundlaugin verður á daginn rekin í tengslum við
æfingastöð hússins en eftir vinnutíma sjúkraþjálfara
er ráðgert að laugin verði opin öllu fötluðu fólki.
Sala á merkjum og blöðum fer fram hjá Sjálfs-
bjargarfélögum og vclunnurum samtakanna um allt
land.
Afgreiðsla merkja og blaða á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu veröur í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni
112, 1. hæð, nk. laugardag kl. 13—17 og sunnudag frá
jkl. 10.
*...... ~l
. Vetraráætlun Arnarf lugs
BÍLDUDALUR: Þriðjudaga og laugardaga kl. 10.00.
BLÖNDUÓS: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10.00,
föstudaga og sunnudaga kl. J 7.30.
FLATEYRI: Miðvikudaga og föstudaga kl. 12.00,
sunnudaga kl. 11.00.
JHÓLMAVÍK: Mánudaga kl. 12.30, fimmtudaga kl.
10.00. 4
GJÖGUR: Mánudaga kl. 12.30, fimmtudaga kl.
10.00.
RIF: Mánudaga, miðvikudaga. föstudaga og laugar-
daga kl. 9.30, sunnudaga kl. 15.00.
STYKKISHÓLMUR: Mánudaga, miðvikudaga,
föstudaga og Iaugardaga kl. 9.30, sunnudaga kl. 15.00.
SUÐUREYRI: Miövikudaga og föstudaga kl. 12.00,
sunnudaga kl. 11.00.
SIGLUFJÖRÐUR? Þriðjudaga og laugardga kl.
12.30, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.30.
Bridgefélag
Breiðholts
Fyrsta spilakvöld félagsins veröur nastkomandi
þriðjudagskvöld 25. sept. kl. 7.30 og er þess vænzt að
sem flestir mæti. Byrjaö verður á eins kvölds tvímenn-
ingi. Spilað verður í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54.
Fólk er beðið að mæta stundvlslega. Stjórnin.
Læknaþing
í Reykjavík
Fræðslunefnd Læknafélags tslands og Læknafélags
Reykjavíkur mun gangast fyrir Læknaþingi I Domus
Medica dagana 24. og 25. sept. nk.
Áður hafa veriö haldin hér læknaþing annað hvert
ár en þetta er i fyrsta skipti sem öllum íslenzkum lækn-
um heima og erlendis hefur verið boðið að senda efni
til þingsins. Munu 19 íslenzkir læknar flytja 25 stutt
erindi á þinginu, auk þess sem þar verða pallborðsum-
ræður um ýmis læknisfræðilegefni.
í framhaldi af læknaþingi verður haldið námskeið
um atvinnusjúkdóma dagana 26. og 27. sept. Slik
fræðslunámskeið hafa verið árlegur þáttur i fræðslu-
starfsemi læknafélaganna.
Þessari fræðsluviku lýkur meö ráðstefnu um at-
vinnuheilbrigðismál sem haldin verður í samvinnu við
aðila vinnumarkaðarins þann 28. sept. nk. Ráðstefna
sem þessi hefur ekki áður verið haldin hér á landi og er
vonazt til aðsem flestir, sem áhuga hafa á atvinnuheil-
brigðismálum, sæki hana en hún er opin öllum sem
þessi mál snerta.
Til þessara fundahalda hefur verið boðið 5 erlend
um fyrirlesurum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kan
ada, Sviþjóð og Danmörku.
Fræðslunefnd læknafélaganna væntir þess að sem
allra flestir læknar sæki þingið, námskeiðið og ráð-
stefnuna, en takist vel til um Læknaþing mun fyrir-
hugað að halda slik þing annað hvert ár i framtiðinni.
Ráðstefna um kennslu í
Norðurlandamálum
Dagana 21. og 22. september stendur Norræna
félagið á íslandi að ráðstefnu, þar sem fjallaö verður
um kennslu í Noröurlandamálum, en Menningar
málaskrifstofa Norðurlanda i Kaupmannahöfn fór
fram á það að norrænu félögin í hverju Norðurland-
anna fyrir sig aðstoðuðu við ráðstefnuhald um mál-
efnið „Vára grannsprák" á árinu 1979, hvert i sínu
landi. Ákveðið var að Finnland, Noregur og Sviþjóð
héldu þegar í vor sinar ráðstefnur en Danmörk,
Færeyjar og ísland skyldu halda sinar á haustmán-
uðum.
Um 60 fulltrúar munu sækja íslenzku ráðstefnuna,
sem verður i Norræna húsinu í Reykjavik, og verða
þeir frá ýmsum kennarasamtökum, framhaldsskólum
og námsflokkum auk norrænu sendikennaranna við
Háskóla íslands, ennfremur verða fulltrúar frá
menntamálaráðuneytinu. Menningarmálaskrifstofan
sendir fyrirlesara bæði frá Svíþjóð og Finnlandi og
auk þess verður þátttakandi frá Færeyjum. Norræna
félagið og vinafélög Norðurlandanna eiga og sína full-
trúa á ráðstefnunni, svo og væntanlega sendiráð
Norðurlandanna hérlendis.
Árið 1980—81 verður norrænt málaár og má segja
að ráðstefnur þær er hér að ofan var getið séu eins
konar aðdragandi þessa málaárs.
Félag einstæðra foreldra
heldur sinn árlega flóamarkað i byrjun október.
Óskum eftir öllu hugsanlegu gömlu og nýju dóti sem
fólk þarf að losa sig við, sv< sem húsgögnum, búsá-
höldum og hreinum fatnaði. Sækjum. Sími 11822 frá
■ kl. 10-5 og 32601 frá kl. 8-11 á kvöldin.
Málverkasýning
á rakarastofu
Nú gefst almenningi kostur á að kynnast verkum
hinna ýmsu listamanna i hinu daglega viðskiptalifi.
Hefur Pétur Melsted. eigandi Hárskerans að Skúla
»götu 54. fengið fyrst nýleg verk Jóhanns G. Jóhanns -
sonar til sýnis í stofu sinni.
Á myndinni er Pétur ásamt nokkrum verkum lista-
mannsins.
Málverkasýning á Grensás-
deild Borgarspítalans ,
Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning i
Grensásdeild Borgarspítalans á vcrkum NikulásarSig
fússonar. Sýningin, sem er á vegum Starfsmannaráðs
Borgarspítalans, var opnuð 4. þ.m. og átti að Ijúka 17.
cn hefur nú verið framlengd um eina viku.
Nikulás sýnir 32 vatnslitamyndir. Hann hefur ekki
sýnt opinberlega áður. Hann hefur um langt skeiðlagt
stund á málun i fristundum og þá einkum vatnslita-
málun. Nikulás Sigfússon er læknir að mennt og
starfar nú sem yfirlæknir hjá Rannsóknarstöð Hjarta
verndar.
Sýning þessi er opin öllum almenningi og eru mynd-
irnarallar til sölu.
Frá Dýraspítalanum
Vegna óviðráðanlegra ástæðna mun hjálparstöð dýra
i Dýraspitalanum verða lokuð frá og með 1. septembei
ióákveðinn tíma.
Gæzla dýra heldur áfram til 1. október.
Sigfríð Þórisdóttir
dýrahjúkrunarkona.
Frá Lionsklúbbi
Kópavogs
Á sunnudaginn verður réttað i Lögbergsrétt i Lækjar-
botnum og að venju verður þá kaffisala Lionsklúbbs
Kópavogs i sumardvalarbéimilinu Kópaseli í Lækjar-
hotnum. Kaffisalan er haldin til ágóða fyrir minning-
arsjóð Brynjúlfs Dagssonar læknis, en sjóðurinn
styrkir börn úr Kópavogi til sumardvalar.
Kaffisala Lionsmanna i Kópaseli hefur undanfarin
ár notið mikilla vinsæida og vonast þeir til aö mega
þjóna sem flestum til borðs um kaffileytið á sunnudag
inn og færa þeim gómsætar kökur með kaffinu. Kök-
urnar bragðst líka enn betur fyrir þá sök að allt and
virði þeirra rennur til þess að hjálpa þeim börnum að
komast til sumardvalar, sem annars ættu erfitt með
jPeter Bettany
sýnir við Suðurgötu
Laugardaginn 22. sept. kl. 16 verður opnuð í Galleri
Suðurgötu 7 sýning á verkum brezka myndlistar-'
mannsins Peter Bettany. Hann er fæddur í Norður
Wales 1945 og nam myndlistarnám í Englandi en
stundaði siðan framhaldsnám i Bandarikjunum.
Bettany hefur haldið nokkrar einkasýningar í Bret
landi og viðar. Einnig hefur hann tekið þátt i samsýn-
ingum um allan heim. Myndirnar á sýningunni i.
Suðurgötu eru 40 að tölu. vatnslitamyndir og teikn-
ingar. Verkin eru öll til sölu. Sýningin verður opin
virka daga frá kl. 16—22 og 14—22 um helgar. Sýn-
ingunni lýkur 7. okt.
Helga Weisshappel Forster
sýnir þessa dagana 42 myndir i Hamragörðum við Há
vallagötu 24. Sýningin verður opin til sunnudagsins
23. sept. nk. Helga hefur sýnt víða um heim, m.a. I
Vinarborg, Osló, Bergen, Helsinki, Kaupmannahöfn,
LQbeck, Berlín, New York og Washington DC auk
fimm staða á íslandi. Sýningin, sem var opnuð siöast-
liðinn laugardag, hefur verið fjölsótt og 17 myndir
hafa selzt. Sýningin er opin frá kl. 15—20 daglega.
næstuvika.
16.15 Veðurfregnir. ;16.20 Vinsxlustu popplögin. Vignir Sveinsson - Sunnudagur - Jónsson til djákna i Grensássöfnuði. Sóknar- presturinn, séra Halldór Gröndal, þjónar fyrir 16.20 Endurtekið efni: Frá Múlaþingi. Ármann Halldórsson safnvörður á Egilsstöðum segir dóttir og Halldór Haraldsson leika: G-svitu eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sónötu fyrir
kynnir. 17.20 Tónhornið. Guðrún Birna Hannesdóttir 23. september altari. Organleikari: Jón G. Þórarinsson. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. frá landsháttum á Austurlandi og Siguröur ó. Pálsson á Eiðum talar i léttunt dúr um aust- fiðlu og pianó eftir Jón Nordal. 21.20 Sumri hallar; — þriðji þáttur og siðasti:
sér um þáttinn. 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einars- 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. firzkt mannlíf fyrr og nú. (Hljóöritað á bænda- Að byggja. Umsjónarmaður: Sigurður Einars-
17.50 Söngvar i léttum tón. Tilkynningar. son biskup flytur ritningarorð og bæn. -i Tónleikar. samkomu á Eiðum sumarið 1977 og útvarpaö son.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. * 8.10 Fréttir. 13.25 Listin I kringum þig. Blandaður mannlifs- í janúaráriðeftir). 121.40 Frederica von Stade syngur óperuaríur
19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar. V. 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl. þáttur i umsjá önnu Ólafsdóttur Björnsson. 17.20 Ungir pennar. Harpa Jósefsdóttir Amin
* (útdr.). Dagskráin. M.a. rætt við Björn Th. Björnssn listfræðing. sér um þáttinn. eftir Mozart og Rossini. Filharmoniusveitin i
19.35 „Góði dátinn Svejk”. Saga eftir Jaroslav 8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Hans Carstes 4 14.00 Frá útvarpinu f Stuttgart. a. Flautukons- 17.40 Dönsk popptónlist. Sverrir Sverrisson Rotterdam leikur með; Edo De Waart stjórn-
Hasek í þýðingu Karls lsfelds. Gisli Halldórs v- leikur. ert nr. 1 í G-dúr (K313) eftir Mozart. b. Fiðlu kynnir Anne Linnet og hljómsveitina ar.
son leikari les (32). •> 9.00 Á faraldsfæti. Birna G. Bjamleifsdóttir konsert I d-moll op. 47 eftir Sibelius. Útvarps- Sebastian. 22.05 Kvöldsagan: „Á Rfnarslóðum” eftir Heinz
30.00 Kvöldljóð. Tónlistarþáttur i umsjá Ásgeirs stjórnar þætti um útivist og ferðamál. Hún :v hljómsveitin í Stuttgart leikur. Einleikarar: 18.10 Harmonikulög. Carl Jularbo leikur. Til-
■ Tómassonar. talar viö fimm manns um þjálfun starfsfólks til Irena Krstic-Grafenauer á flautu og Chou- kynningar. G. Konsalik. Bergur Björnsson islenzkaöi.
20.45 Ristur. Hávar Sigurjónsson og Hróbjartur ferðaþjónustu hérlendis og skilyrði fyrir ferða- Liang Lin á fiðlu. Stjórnandi: Hans Drewanz. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. Klemenz Jónsson les (12).
Jónatansson sjá um þáttinn. skrifstofu- og hópferðaleyfum. 15.00 Fyrsti Islenzki Kinafarinn. Dagskrá um 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 22.30 Vcðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun
21.20 Hlöðuball. Jónatan Garðarsson kynnir E:\ 9.20 Morguntónleikar. Alfons og Aloys Árna Magnússon frá Geitastekk í samantekt 19.35 Umræður á sunnudagskvöldi: Verðhækk- dagsins.
ameriska kúreka- og sveitasöngva. Kontarsky leika á tvö píanó „Lindarja” eftir Jóns R. Hjálmarssonar fræðslustjóra. Lesarar un búvörunnar. Þátttakendur: Ráðherrarnir 22.50 Létt músik á sfðkvöldi. Sveinn Árnason og
l- Claude Debussy og Spænska rapsódíu eftir með honum: Albert Jóhannsson, Runólfur Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson
22.05 Kvöldsagan: „Á Rinarslóðum” eftir Heinz Maurice Ravel. Michael Laucke leikur á gitar Þórarinsson og Gestur Magnússon. Einnig og Magnús H. Magnússon, svo og Steinþór Sveinn Magnússon kynna.
G. Konsaiik. Bergur Björnsson islenzkaði. s. • „Me duele Espana”eftir Francois Morel. V leikin íslenzk og kinversk lög. Gestsson bóndi á Hæli, — auk þess sem talað \ K 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Klemenz Jónsson leikari les (8). 10.00 Fréttir. Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 15.45 „Danslagið dunaði og svall”. Einar Krist er viö aðra bændur og neytendur. Umræðum
22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun . 'í 10.25 Ljósaskipti. Tónlistarþáttur I umsjá Guð- jánsson rithöfundur frá Hermundarfelli talar stjórna blaðamennirnir Guðjón Arngrimsson
dagsins. * , mundar Jónssonar píanóleikara. um dansmúsík á 19. öld og kynnir hana meö og Sigurveig Jónsdóttir.
22.50 Danslög. (23.50 Fréttir). 11.00 Guðsþjónusta 1 safnaðarheimili Grensás- fáeinum dæmum. 20.30 Frá hernámi íslands og styrjaldarárunum
01.00 Dagskrárlok. prestakalls; — djáknavfgsla. Biskup íslands, 16.00 Fréttir. slðari. Susie Bachmann flytur frásögu sína. " túÆWL
■>| i' - 1 .>-1 herra Sigurbjörn Einarsson, vígir öm Bárði. 1 16.15 Veöurfregnir.^ 'r[ 20.55 Samleikur f útvarpssal: Guðný Guðmunds- j --