Dagblaðið - 16.11.1979, Side 1

Dagblaðið - 16.11.1979, Side 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979. 15 Hvað erá seyði um hi Sjónvarp næstuvika s Sjónvarp Laugardagur 17. nóvember 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Villiblóm. Franskur myndaflokkur. Þriðji þáttur. Þýðandi Soffia Kjaran. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Leyndardómur prófessorsins. Norskur gamanmyndaflokkur. Ellefti þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 20.45 Flugur. Fjórði og siðasti þáttur. Kynnir Jónas R. Jónsson. Umsjón og stjóm upptöku Egill Eðvarðsson. 21.15 ELO. Tónleikar hljómsveitarínnar Electric Light Orchestra, haldnir i Wembley- höli i Lundúnum til ágóða fyrir Styrktarfélag fatlaðra. Kvikmyndaleikarínn Tony Curtis flytur stuttan formála. Þýðandi Bjöm Baidurs- son. 22.15 Framkvæmdastjórinn (Man at the Top). Bresk biómynd frá árinu 1973. Aðalhlutverk Kenneth Haigh, Nanette Newman og Harry Andrews. Joe Lampton hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lyfjaverksmiðju. Hann kemst brátt að því að honum er ætlað að bera ábyrgð á þvi aö sett var á markað lyf sem haft hefur hryllilegar afleiðingar fyrir þúsundir kvenna. Þýðandi: Ragnar Ragnars. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprestur, Reynivöllum í Kjós, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsid á sléttunni. Bandarískur mynda- flokkur. Þriðji þáttur. Ebenezer. Efni annars þáttar: Maríu Ingalls fer að ganga ótrúlega illa í skólanum. Fyrir dyrum stendur sögupróf þar sem veita á verðlaun og Mariu finnst hún alls ekki fær um að taka þátt i þvi. Faðir hennar kemst af tilviljun að þvi að hún er farín að sjá mjög illa, og Maria fær gleraugu hjá lækni í Mankato. En skólasystkin hennar striða henni óspart á þeim. Minnstu munar að það eyðileggi fyrir henni námið en þó fer allt vel að lokum og hún verður efst á söguprófinu. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 17.00 Tigris. Annar þáttur um leiðangur Tors Heyerdahls og félaga hans á sefbáti frá lrak um Persaflóa og suður með austurströnd Afriku. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. (Nordvision). 18.00 Stundin okkar. Meöal efnis: Hvaö ætla ég að verða? Nemendur í Hliðaskóla og börn i Tjamarborg tekin tali. Flutt verður tyrkneskt ævintýri með teikningum eftir ólöfu Knud- sen, öddi og Sibba og Barbapapa lita við og bankastjóri Brandarabankans glímir við kross- gátu. Umsjónarmaður Bryndis Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. < 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Íslenzkt mál. Fjórði þáttur. Haldið verður áfram að skýra myndhverf orðtök úr íslensku sjómannamáli. Textahöfundur og þulur Helgi J. Halldórsson. Myndstjórnandi Guðbjartur Gunnarsson. 20.45 Maður er nefndur. J6n Þórðarson prentari. Jón Þórðarson er einn af vígreifustu prenturum landsins og er nú að verða niræður. Hann var með afbrigðum næmur á íslenskt mál og leiðrétti gjarnan handrit manna svo lítið bar á. Jón Helgason blaðamaður ræðir við nafna sinn. Myndstjórnandi Guðbjartur Gunnarsson. ■ 21.45 Andstreymi. Ástralskur myndaflokkur. Fimmti þáttur. Samkomulagið. Efni fjórða þáttar: Jonathan og Mary kynnast þjáningar- bróður sinum, Dinny O’Byrne. Hann hvetur þau til að reyna aö sætta sig við refsivistina. Mary fer að ráöum hans en Jonathan lendir saman viö harðlyndan eftirlitsmann og er stefnt fyrir Samuel Marsden, „prestinn með vöndinn". Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok. Mánudagur 19. nóvember 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 fþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.05 Broddborgarar. Gamanleikur eftir Dion Boucicault. Sjónvarpshandrit Gerald Savory. Leikstjóri Ronald Wilson. Aðalhlutverk Charles Gray, Dinsdale Landen, Anthony Andrews og Judy Cornwell. Spjátrungurinn Sir Harcourt Courtly er frábitinn sveitallfi en hann kemst ekki hjá því að heimsækja unnustu sína, Grace Harkway, sem er ung, fögur og forrik og býr i sveit. Af tilviljun kemur sonur hans lika i sveitina og verður ást- fanginn af unnustu föður sins. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.40 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20. nóvember 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Setið fyrir svörum. í kvöld og annað kvöld verða umræður um alþingiskosningamar 2. og 3. desember. Talsmenn þeirra stjórnmála- flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins, taka þátt i umræðunum. Talsmenn hvers flokks sitja fyrir svörum i 30 minútur, en spyrjendur verða tilnefndir af andstöðuflokk- um þeirra. Fyrra kvöldið sitja fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins fyrir svörum en siðara kvöldið fulltrúar Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Fundarstjóri Ómar Ragnarsson. Stjóm upp- töku RúnarGunnarsson. 21.35 Saga flugsins. Franskur fræðslumynda- flokkur. Annar þáttur. Lýst er einkum notkun flugvéla í heimsstyrjöldinni fyrri. Þýðandi og þulur Þórður öm Sigurðsson. 22.35 Hefndin gleymir engum. Franskur saka- málamyndaflokkur. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Lucien Trincant hefur slitið sambandi við ástmey sina, en hún kemur óboðin til veislu á heimili hans og þvingar hann til að skrifa ávisun. Trincant fer ti hennar síðar um kvöldið en þá hefúr hún veriö myrt. Hann segir nú konu sinni frá ástarsambandi sinu en hún hefur lengi vitað um það. Frú Trincant býðst til að hjálpa manni sinum út úr ógöng- unum en svikur hann þegar á reynir. Þar með hefur Jean Marin hefnt sin á tveimur farþeg- anna sem voru í flugvélinni foröum. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 21. nóvember 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund- inni okkar frá siðstliðnum sunnudegi. 18.05 Höfuðpaurinn. Bandariskur teiknimynda- flokkur um kattahöfðingja i stórborg og fylgi- ketti hans. Þessi teiknimyndaflokkur var áður sýndur i Sjónvarpinu árið 1975. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.30 Fellur tré að velli. önnur mynd af þremur sænskum um lif i afrisku þorpi. Þýöandi og þulur Jakob S. Jónsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Setið fyrir svörum. Seinni hluti. Talsmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum. Talsmenn flokkanna svara spumingum fulltrúa andstöðuflokkanna. Fundarstjóri ómar Ragnarsson. Stjórn upp- töku Rúnar Gunnarsson. 21.45 Vélabrögð I Washington. Bandarískur myndaflokkur. Fimmti þáttur. Efni fjórða þáttar: Hóteleigandinn Bennett Lowman er kvaddur fyrir þingnefnd þar sem Atherton öld- ungadeildarþingmaður sakar hann um skatt- og gjaldeyrissvik og styðst þar við upplýsingar sem Sally Whalen útvegaði honum með aðstoð CIA. Dregin er til baka veiting sendi- herraembættisins og jafnframt hætt við að halda flokksþing á Hawaii. Monckton kemst að þætti CIA í þessu máli og hugsar Martin þegjandi þörfina. Monckton ákveður að auka átriðsreksturinn i Suðausur-Asiu og kynna þessa ákvörðun með sjónvarpsræðu. Hank Ferris blaöafulltrúa er falið að falsa jákvæðar undirtektir við ræðuna með þvi að láta forseta berast skæðadrifa af stuðningsbréfum og skeytum. Þessi herferð Moncktons heppnast vel en áform hans vekja mikla gremju meðal háskólanema og þeir fjölmenna til Washing- ton til að mótmæla styrjöldinni. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 23. nóvember 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prúóu leikararnir. Gestur i þessum þætti er leikkonan Elke Sommer. Þýðandi Þrándur Thdroddsen. 21.05 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Um- sjónarmaður Hermann Sveinbjörnsson frétta- maður. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. 22.10 Þögn reiöinnar s/h (Angry Silence). Bresk bíómynd frá árinu 1960. Verkamaður neitar að taka þátt í ólöglegu verkfalli og vinnu félagar hans útskúfa honum í hegningarskyni. Leikstjóri Guy Green. Aðalhlutverk Richard Attenborough. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.45 Dagskrárlok. Laugardagur 24. nóvember 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Villiblóm. Franskur myndaflokkur. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Brúnó gefur Páli hjól. Þeir fara að heimsækja fósturmóður Páls en komast að þvi að hún er látin. ítalir segja Frökkum strið á hendur og Maillard-hjónin reka Brúnó sem er ítali. Páll biður Brúnó að taka sig með. Hann getur það ekki en fer með Pál til Flórentins gamla. Þýðandi Soffía Kjaran. 18.55 Enska knattspyman. Hlé. 20.00 Fréttirog veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Leyndardómur prófessorsins. Norskur gamanmyndaflokkur. Tólfti og næstsiðasti þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 20.45 Spilverk þjóóanna: Einbjörn. Músikþáttur um hjónin Línu Dröfn og Valda skafara og son þeirra, táninginn Einbjörn. Fjölskyldan er nýflutt á Reykjavikursvæðið úr sjávarplássi úti á landi. Með lögum sinum og textum lýsir Spilverkið lífi þessarar fjölskyldu. Dagskrár- gerð Þráinn Bertelsson. 2l.l5 Hayes fer til Japans. Nýsjálenski kvik- myndafrömuðurinn Hanafi Hayes gerði þessa heimildamynd um ferð sina til Japans nýverið. Þjóðlif Japana er fullt af cinkennilegum þver- stæðum. Þar togast á nýjungagimi og íhalds- semi, og undir faldi stórkostlegrar tækni- væðingar lifa ævafomar hefðir góðu lífi. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.05 Flóttinn frá Bravó-virki (Escape from Fort Bravo). Bandariskur „vestri” frá árinu 1953. Leikstjóri John Sturges. Aðalhlutverk William Holden, Eleanor Parker og John Forsythe. Sagan gerist i bandarísku borgarastyrjöldinni. í Bravo-virki er fjöldi striðsfanga úr Suðurrikj- unum. Þeir óttast meira fangabúðastjórann, Roper höfuðsmann en indiánana fyrir utan virkið og því hyggja þeir á flótta. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.40 Dagskrárlok. EINBJÖRN—sjónvarp laugardag 24. nóv. kl. 20,45: BRÁÐABIRGÐABÚGÍ SPILVERKS ÞJÓDANNA Jan Frances og Judy Cornwell I hlutverkum sfnum I brezka leikrítinu Brodd- borgarar. BRODDBORGARAR - sjénvarp mánudagkl. 21,05: Á mánudagskvöld sýnir sjónvarpið brezkt gamanleikrit eftir Dion Bouci- cault. Leikritið segir frá spjátrungi nokkrum, Sir Harcourt Courtly. Honum er ekkert um sveitalíf gefið, telur það fyrir neðan sina virðingu. Sir Harcourt á unnustu, Grace Harkway, sem er ung, fögur og for- rík. Vandinn er að Grace býr í sveit og hana verður hann þó að heim- sækja. Af tilviljun kemur sonur Har- courts lika í sveitina og það æxlast þannig að hann verður einnig ást- fanginn af hinni ungu fögru konu, unnustu föðursins. Sjónvarpshandrit að leik þessum gerði Gerald Savory og leikstjóri er Ronald Wilson. Með aðalhlutverk fara Charles Gray, Dinsdale Landen, Anthony Andrews og Judy Cornwell. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir og er Ieikritið einnar og hálfrar stundar langt. - El.A Bráðabirgðabúgí Spilverks þjóð- anna, þáttur sem nefnist Einbjörn verður sýndur i sjónvarpinu laugar- dag 24. nóvember. í þættinum bland- ast bæði tónlist af plötu þeirra þre- menninga og látbragðsleikur. í látbragðsleik sínum leika þau Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Val- geir Guðjónsson og Sigurður Bjóla persónur sem fram koma í textum plötunnar. Það eru þau Lína Dröfn sem vinnur í pökkunarvinnu, Valdi sem er skafari og sonur þeirra hjóna, Einbjörn, sem er á táningaaldrinum. Spilverkið vann að gerð plötunnar i sumar og er hún væntanleg á mark- aðinn innan skamms. Allir textar plötunnar fjalla í samhengi um þessa einu fjölskyldu sem er nýflutt úr sjávarplássi að vestan til Reykja- vikur. Þátturinn Einbjörn var tekinn upp um mánaðamótin september-október áður en þau Sigrún og Valgeir fóru utan til náms. Sjónvarpið hefur áður aðist Þráinn Bertelsson og er þáttur- sýnt einn þátt með Spilverkinu og var inn hálftíma langur. það árið 1975. Dagskrárgerð ann- -EI.A Spilverk þjóðanna við upptöku á þættinum. Valgeir, Diddú og Sigurður i hlut- verkum Valda, Linu og Einbjörns. UNNUSTAN FAGRA OG SVEJTALÍFIÐ

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.