Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980. 9 Undirbýr málshöfðun gegn Ríkisútvarpinu: „Rekið eins og einkafyrirtæki” — segir Amþór Helgason um útvarpið, sem hann telur hafa brotið lög á sér „Mér gekk illa að fá lögfræðinga til að taka málið að sér framan af sumri og síðan vefjast kröfurnar fyrir þeim,” sagði Arnþór Helgason er Dagblaðið spurði hann, hvað liði málshöfðun hans á hendur Ríkisút- varpinu. Eins og áður hefur komið fram í fréttum telur Arnþór, sem er blindur, að lög hafi verið brotin á sér er gengið var framhjá honum við veit- ingu stöðu aðstoðarardagskrárstjóra útvarpsins. Er staðan var auglýst laus til umsóknar var tekið fram, að háksólamenntun væri æskileg. Arnþór hefur lokið háskólaprófi en Guðrún Guðlaugsdóttir, sem stöðuna hlaut, hefur ekki háskóla- próf. Bæði höfðu þau starfað talsvert við útvarpið. Amþór er öryrki og hefur notið endurhæfingar og sam- kvæmt lögum eiga þeir forgangsrétt að atvinnu hjá ríki og bæ að öðru jöfnu. Arnmnundur Bachman hrl. hefur tekið að sér þetta mál fyrir Arnþór og skrifaði hann útvarpsstjóra bréf 21. nóvember sl. þar sem gerð er grein fyrir málavóMum og óskað eftir greinargerð útvarpsstjóra vegna stöðuveitingarinnar. Svar hans hefur enn ekki borizt. „Mér finnst ástæðulaust að láta þetta mál kyrrt liggja þegar engar skýringar eru gefnar. Það er heldur Arnþór Helgason hefur fengið lögmann til að reka mál gegn Rfkisútvarpinu: kröt- urnar vöfðust fyrir þeim. DB-myndir: BB/H V. engin ástæða til þess að láta menn komast upp með að reka þetta fyrir- tæki eins og sitt einkafyrirtæki,” sagði Arnþór. í vetur hefur Arnþór stundað nám í uppeldis- og kennslufræði og kenndi hann æfingakennslu i sögu við Menntaskólann í Hamrahlið í rúmar tvær vikur. „Það gekk afskap- lega vel og nemendurnir voru mjög samvinnuþýðir,” sagði Arnþór að lokum í samtali sínu við DB. -GAJ. Reykvíkingar voru þakklátir fyrir veður til að þvo bílana sína í gœr, eftir óveðrið á undan. Þessar tvœrsýndu röskleika viðþvottinn. DB-mynd: Hörður. Flugstöðin ekki hætt — samvinna við Amarflug DB barst i gær athugasemd frá Flug- stöðinni h.f. og Arnarflugi h.f.: „Að gefnu tilefni viljum við geta þess að Flugstöðin hf. í Reykjavík hefur ekki lagt niður starfsemi sína, svo sem skilja má í fréttum ýmissa fjöl- miðla að undanförnu. Hins vegar hefur Arnarflug keypt eina flugvél af Flug- stöðinni og tekið á leigu afgreiðslu og viðhaldsaðstöðu í húsakynnum Flug- stöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Flugstöðin mun verða þar áfram til húsa og verður náin samvinna meðal þessará tveggja flugfélaga í leiguflugi og öðrum óreglubundnum verkefnum. HEFUR DÓMSKERF- IÐ VERIÐ OPNAÐ? Likast til verða margir til að mæta á opnun dómskerfisins.” fund hjá Orator, félagi laganema, í Þeir flytja framsöguræður í upphafi kvöld og heyra Vilmund Gylfason, fundarins i Lögbergi kl. 20.30, en Eirík Tómasson, fyrrum aðstoðarmann svara síðan fyrirspurnum fundarmanna dómsmálaráðherra Framsóknar, og og taka þátt í almennum umræðum. Má Pétursson, formann Dómarafélags Fundurinn er öllum opinn. Reykjavíkur, tala um „endurbætur og -ÓV. Smurbrauðstofan BJORNINN NjáUgötu 49 - Sími 15105 Kampútseu-söfnunin: 120 MILUÓNIR HAFA B0RIZT „Það er verið að vinna að þessu máli af fullum krafti og markvisst í þeim til gangi að peningarnir nýtist sem allra bezt,” sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, er DB spurði hann, hvort ákveðið hefði verið, hvernig peningum þeim sem safnazt hafa í Kampútseu- söfnuninni yrði varið. Guðmundur sagði, að enn væru of margir endar lausir í þessu máli til að hægt væri að svara spurningunni endanlega. Allt mundi þetta þó skýrast á næstu dögum. Alls hafa nú borizt 120 milljónir króna og enn væru söfnunarbaukar að berast. Guðmundur minnti á, að bauk- unum mætti koma til sóknarpresta, skrifstofu Hjálparstofnunarinnar eða á gíróreikning 20005. Söfnuninni lýkur 15. janúarnk. -GAJ. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamióum rennur út þann 23.janúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yöar, aö þér ritiö allar upplýsingar rétt og greinilega á miöana og vandió frágang þeirra. Meó því stuðlið þér aó hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yöur óþarfa tímaeyöslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.