Dagblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LÁUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980.
/~' -------
11
Kröpp kjör aldraðra
Tímaskekkja í
nútímaþjóðfélagi
Kjallarinn
Hrafn Sæmundsson
Það kom í Ijós að fleiri en ég skildu
ekki nýsamþykkt lög um eftirlaun
aldraðra. Hafi ég sagt eitthvað
jákvætt um þessa lagasetningu i grein
i Dagblaðinu 4. janúar, þá tek ég það
aftur hér og nú. Lögin eru óskiljanleg
endaleysa, óframkvæmanleg að kalla
og gera litið annað en tefja fyrir
þeirri þróun sem nauðsynleg er að þvi
marki að aldrað fólk og öryrkjar fái
einhvern tíma ofan í sig.
Sú staðreynd
breytist ekki
Ég ætla ekki að skrifa langa grein
um þetta mál núna. Ég talaði eitt-
hvað illa um alþingismennina í þessu
sambandi. Ég tek ekkert aftur af því.
Hins vegar koma fleiri inn i spilið.
Þarna á verkalýðshreyfingin einnig
hlut að máli. Sá hlutur er ekki góður.
Ef við höldum okkur fyrst við
„meðlimi” verkalýðshreyfmgar-
innar, þá voru stofnaðir lífeyrissjóðir
sem áttu að gera öldruðum meðlim-
um kleift að lifa sæmilega á ævi-
kvöldi sínu, eða allavega að deyja
ekki úr skorti. Þessa lífeyrissjóði tók
verkalýðshreyfingin og stofnaði
bankakerfi sem lánaði óverðtryggða
peninga meðan aldraðir liðu skort.
Þessi staðreynd breytist ekki þó að
núna á síðustu árum séu greiddir
smápeningar til aldraðra úr þessum
sjóðum sumum hverjum.
Að f remja
þann glæp
En hverjir eru meðlimir verkalýðs-
hreyfingarinnar? Eftir skilgreiningu
laganna og sjálfsagt verkalýðs-
hreyfingarinnar sjálfrar, þá eru það
þeir sem hafa launatekjur og borga í
lifeyrissjóð, og hafa gert það um
langt skeið. Þetta er auðvitað rétt
skilgreining, faglega séð, eftir núver-
andi aðstæðum. En siðferðislega
hliðin er ekki jafnsterk.
Farandverkamaður, sem hefur
þvælst milli staða og verið á ýmsan
hátt utan þjóðfélagsins, er réttlaus í
verkalýðshreyfingunni samkvæmt
þessum lögum, hafi hann ekki greitt í
lífeyrissjóð. Hann getur sjálfum sér
um kennt! Allir hinir, sem ekki
greiða í lífeyrissjóði af ýmsum orsök-
um, eru einnig réttlausir þó að þeir
hafi verið að vinna og oft á tíðum
verstu verkin. Einhvern veginn finnst
mér nú samt að þetta fólk séallavega
i útkanti verkalýðshreyfingarinnar,
hvað sem formsatriðunum viðvíkur.
En svo eru það allir hinir sem
hvorki eru í verkalýðshreyfingunni
eða að því er virðist, í þjóðfélaginu
yfirleitt. Það eru menri eins og vinur
minn Óli blaðasali til að mynda og
svo allir hinir sem eru sjúkir og með
skerta starfsorku. Þetta fólk allt á
engan rétt. Það fær sina lágmarks
tekjutryggingu þegar best lætur en
ekkert fyrr en það hefur náð eftir-
launaaldri.
Kannski getur þetta fólk líka sjálfu
sér um kennt að það skuli ekki vera
skilgreint í verkalýðsfélag eða hafa
framið þann glæp að missa heilsuna?
Nægur skítur
eftir
Og svo eru það þeir sem sennilega
verða metnir innan ramma marg-
nefndra Iaga um eftirlaun aldraðra.
Þeir fá ekkert sent heim til sín. Þar
bætist aðeins við enn ein umsóknar-
vinnan og niðurlægingin. Hafið þið
tekið eftir því, lesendur, að lif
mannsins er linnulitil umsókn? Þetta
kann að vera eðlilegt og nauðsynlegt í
vissum tilvikum þegar um uppbygg-
ingu og skipulag þjóðfélagsins er að
ræða. En að allir þeir sem hlíta
skömmtun í samfélaginu, til að
mynda lífeyrisþegar og aðrir slikir,
skuli þurfa að leita eftir og sækja um
einföldustu réttindi sín, það er tíma-
skekkja i nútíma þjóðfélagi.
Talið er líklegt að þegar upp verður
staðið þá heyri um 1500 manns
endanlega undir þessi lög um eftir-
laun aldraðra. Þannig verða þeir ca
4000, sem nefndir eru í frumvarpinu,
að fimmlán hundruðum. Þetta sýnir
meðal annars þekkingu þingmanna
og þeirra sem sömdu frumvarpið á
viðfangsefninu. Og ef hægt verður þá
yfirleitt að sía þessa 1500 liklegu úr
þá verða þeir að sækja um. Við
sækjum um, við sækjum um.
Ég ætla ekki að teygja þennan Iopa
lengur þó að það væri auðvelt. En að
lokum langar mig að spyrja ykkur
alþingismenn og forustu verkalýðs-
hreyfingarinnar þessarar spurningar:
Er þessu máli hér með lokið frá ykkar
hálfu? Og þá ráðamenn sem sýsla
með peninga ríkisins langar mig að
spyrja annarrar spurningar: Hvað
kostaði það margar krónur að lcysa
þetta mál í eitt skipti fyrir öll og
greiða öllum öldruðum og öryrkjum
lágmarkslifeyri til jafns við þá
hungurlús sem bætist nú á þessi
fimmtán hundruð? Þó að Alþingi
samþykkti að greiða þetta þá er
nægur skitur eftir í þjóðfélaginu. Það
fullyrði ég.
8.jan. 1980
Hrafn Sæmundsson
prentari
„Verkalýöshreyfíngin stofnaöi banka-
kerfi, sem lánaöi óverötryggða peninga,
meöan aldraðir liöu skort.”
ÁR TRÉSINS
Í byrjun aldarinnar söng aldamóta-
kynslóðin: „Vormenn Íslands, yðar
biða eyðiflákar, heiðalönd, komið
grænum skógi að skrýða skriður
berar, sendna strönd.” Þetta var
herhvöt eins af þjóðskáldunum til
vormanna íslands — til æskunnar —
að stöðva gróðureyðinguna, græða
upp landið og rækta nýjan skóg.
Mikið hefur áunnist. Viða er upp-
blástur stöðvaður og gróðurinn i
sókn. Hin sendna strönd landsins,
sem þjóðskáldið nefnir i kvæðinu, er
allvíða orðin að iðjagrænum renni-
sléttum túnum og sígrænir nýskógar
þekja stór svæði. Þetta má fyrst og
fremst þakka dugnaði þeirra manna,
sem verið hafa í forsvari fyrir þessari
starfsemi. En betur má, ef duga skal.
Gróðurinn er sums staðar enn á
undanhaldi, og við kólnandi tíðarfar
er hætta á að sígi á ógæfuhlið, nema
því aðeins að þjóðin mæti því með
frekari átökum til verndar gróðri og
gróðurmold.
Skógræktarmenn hafa tilnefnt
árið, sem er að byrja, sem ár trésins.
En góður vilji þeirra nær skammt, ef
þeir tala fyrir daufum eyrum þjóðar-
innar og stjórnvalda. í áramóta-
boðskap forsetans okkar, Kristjáns
Eldjárns, fólst brýning um að láta
gróðurinn sækja á auðnina og hann
fullyrti, að draumurinn um íslenskan
skóg gæti ræst. í sama streng tók
skógræktarstjórinn, Sigurður Blönd-
al, og hans verk á Hallormsstað sann-
ar okkur, að draumurinn getur ræst.
Vilji er allt, sem þarf.
Nú, á ári trésins, ættum við að
setja okkur það takmark, að um
næstu aldamót verði íslenskir skógar
Kjallarinn
Jón I. Bjamason
orðnir svo gjöfulir, að engin erlend
jólatré þurfi að flytja til landsins.
Það yrði sá tekjustofn, sem skóg-
ræktin gæti að verulegu leyti byggt
starfsemi sína á. Á næstu öld yxu þá
upp þeir nytjaskógar, sem marg-
háttaður iðnaður gæti byggt á. Þetta
eru ekki draumórar, heldur vissa.
Það sannar okkur Guttormslundur á
Hallormsstað.
Ár trésins á að vekja okkur til
gróðursóknar gegn auðninni. Vekja
okkur til gróðurverndar og gróður-'
setningar, svo að menning okkar vaxi
með nýjum atvinnuvegi í lundum
nýrra skóga.
Jón I. Bjamason
ritstjóri.
A „Nýr atvinnuvegur í lundum nýrra
skóga.”
-
Frá Hallormsstað