Dagblaðið - 22.01.1980, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980.
9
Hönnun flugstöðvarínnar á Keflavíkurflugvelli:
Tveggja milljarða
verk fíutt úr landi
— íslenzkir arkitektar munu ekki eiga aðild að hönnun
og óljóst með íslenzka ráðgjafarverkfræðinga
,,Nú um helgina lá endanlega fyrir
rð enginn íslenzkur arkilekt mun eiga
aðild að hönnun nýju flugstöðvar-
byggingarinnar á Keflavikurflugvelli
vegna óaðgengilegra kosta bygginga-
nefndar stöðvarinnar,” sagði Vil-
hjálmut Hjálmarsson, formaður
Arkiiektafélags íslands, í viðtali við
DB i gær.
i fyrri viku greindi DB frá hvernig
islenzkir arkiiektar hafa lýst miklum
áhuga á verkinu allt frá þvi að farið
var að tala um þessa byggingu 1970.
Siðan kom óvænt i Ijós á Alþingi
l'yrir jól, að bandarískir arkitektar og
verkfræðingar eru komnir vel á veg
með hönnunina.
Skv. upplýsingum Vilhjálms og
Einars Þorbjörnssonar ráðgjafaverk-
fræðings, áætlar t.d. brezkur staðall
að reikna megi vinnu þessara tveggja
stétta upp á 10 til 12 prósent af
heildarbyggingarkostnaði. Áætlaður
byggingarkostnaður stöðvarinnar nú
er um 18 milljarðar króna þannig að
skv. brezka staðlinum hefðu náléga
tveir milljarðar runnið til þessara
stétta sem íslenzkir skattpeningar.
Lauslega má áætla að hlulur
arkitekta i þessari samvinnu sé um
60% og er nú þegar séð fyrir að hún
verður unnin erlendis. Óljóst er
hvort, eða í hvaða mæli, ráðgjafa-
verkfræðingar muni taka þátt í verk-
inu. Það mun væntanlega skýrast á
fundi þeirra um málið um næstu
helgi.
„Þegar Ísland var nýlenda Dana,
teiknuðu danskir arkitektar íslenzkar
byggingar af því að ekki voru til ís-
lenzkir arkitektar. Upp úr 1918 gjör-
breyttist þetta með tilkomu Guðjóns
Samúelssonar o.fl. er yfirtóku alla
hönnun bygginga á íslandi og hefur
svo verið þar til nú, að dæmið snýst
við. Undanskil ég hér byggingar i
eigu Bandarikjastjórnar innan vallar-
svæðisins á Keflavíkurflugvelli,”
sagði Vilhjálmur.
- GS
Landið stœkkað. Stöðugt er unnið að uppfyllingunni i Reykjavikurhöfn fyrir neðan Slippinn. Þama voru úður trillur en þœr
eru horfnar. Trillukarlar lýstu yfir vonbrigðum sínum en fengu ekki að gert.
DB-mynd Hörður.
Lífsreynsla gamals einbúa á Eskifirði:
Tók sængina, kodda
og peningaveskið
— og flúði brennandi hús sitt
Um klukkan fjögur i fyrrinólt
vaknaði 77 ára gamall einhleypur
maður, Tryggvi Eiríksson, við ógurlegt
væl i reykskynjara í húsi hans við
Réttarstíg 5 á Eskifirði. Var þá eldur
laus á einni hæð hússins en Tryggvi
svaf á neðri hæðinni. Tryggvi bjóeinn i
húsinu.
Tryggvi greip sæng sína, kodda, pen-
ingaveskið og einhverja pappira og
barði upp í næsla húsi og þar var
slökkviliðið til kvatt.
Þó slökkvilið kæmi fljótt á staðinn
var eldurinn magnaður orðinn og gjör-
ónýttist húsið i brunanum.
Húsið var 75—80 ára gamalt for-
skallað timburhús, hæð og ris. Telur
Tryggvi að sprenging hafi orðið í'oliu-
kyntum katli og neistar frá skorsteini
komizt i efri hæðina.
Tryggvi var hress í gær enda
ómeiddur eftir brunann. I.eiðir hús-
missir hans hugann að því ófremdar-
ástandi sem ríkir varðandi elliheimili á
Eskifirði. Fyrir hendi er 140 fermetra
hús ætlað sem elliheimili þá er það var
keypt fyrir I5árum. Kvenfélagið Dögg-
in var búið að kaupa og koma upp
sængurfatnaði og gluggatjöldum i hús-
inu og fleiri félög höfðu lofað aðstoð.
En bæjarfélagið hel'ur enn ekki treyst
I að hefja rekstur hússins.
- A.St. / Regina, Eskifirði.
LJÓÐALESTUR í Norræna húsinu.
Finnsk-sænska leikkonan
MA Y PiHLGREN
les upp ljóð eftir Edith Södergran, Elmer
Diktonius, Solveig v. Schoultz, Lars Huldén
og Per-Hakon Páwals.
þriðjudaginn 22. janúar ki. 20.30.
Allir velkomnir
N0RRÆNA HÚSIÐ
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir desem-
bermánuð 1979, hafi hann ekki verið greiddur í
síðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga,
uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin
4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð,
talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir
eindaga.
Fjármálaráðuneytið
21. janúar 1980.
L óðaúthiutun —
Reykjavík
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um byggingar-
rétt á eftirgreindum stöðum:
a) 64 cinbýlishúsalóðum og 10 raðhúsalóðum í Breiðholti II, Seljahverfi.
b) 50 einbýlishúsalóðum i Breiðholti III, Hólahverfi.
c) 35 einbýlishúsalóðum og 64 raðhúsalóðum á Eiðsgranda, II. áfanga.
d) 12 einbýlishúsalóðum við Rauðagerði.
e) 1 einbýlishúsalóð við Tómasarhaga.
Athygli er vakin á því að áætlað gatnagerðargjald ber að
greiða að fullu í þrennu lagi á þessu ári, 40% innan mán-
aðar frá úthlutun, 30% 15. júlí og 30% 1. nóvember.
Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um lóðir til ráð-
stöfunar svo og skipulags- og úthlutunarskilmála verða
veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3.
hæð, alla virka daga kl. 8.20—16.15.
Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 1980.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja og skila á sérstökum
eyðublöðum er fást afhent á skrifstofu borgarverkfræð-
ings.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Húsavík:
Bátaflotinn stækkar
— Korrí h/f eignast Geira Péturs
Utgerðarfyrirtækið Korri hf. á
Húsavík festi nýlega kaup á mb. Sigur-
bergi GK 212. Sigurbergur kom til
Húsavikur fyrir viku síðan og var því
gefið nafnið Geiri Péturs. Fyrirtækið á
fyrir annað skip, mb. Kristbjörgu, sem
gert er út á línu.
Eigendur Korra eru feðgarnir Olgeir
Sigurðsson, Sigurður Olgeirsson, sem
STENDUR AÐEINS í
4
DAGA
er skipstjóri á Geira Péturs, og Jón Ol-
geirsson sem einnig slundar sjóinn.
Tveir aðrir synir Olgeirs, Egill og Aðal-
geir, hafa keypt eldri Kristbjörgu og
eru nú að hefja þorskveiðar með net-
um. Eldri Kristbjörgu áttu þeir einnig,
Olgeir, Sigurður og Jón.
- ÁB, Húsavik / KI.A
London, dömudeild
AUSTURSTRÆT114