Dagblaðið - 16.02.1980, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1980.
Eltum við alltaf hæsta olíuverð?
Rotterdam lægra en „mainstream”
— lognið a undan storminum
„Endanlegt samningsuppkast um
olíuviðskipti okkar við British National
Oil Corporation hefur enn ekki
borizt,” sagði Geir Haarde, hagfræð-
ingur í Seðlabankanum, í viðtali við
DB. Hann hefur verið starfsmaður
olíuviðskiptanefndar i viðræöum
nefndarinnar við BNOC. Hann kvað
endanlegt uppkast væntanlegt innan
tiðar.
BNOC hefur ekki áður selt fullunnar
olíuvörur til annarra landa. Samkomu-
lag hefur orðið um þaö milli BNOC og
oliuviðskiptanefndar að samiö sé um
verð á gasolíu fyrir þrjá mánuði i senn
fyrirfram. Fyrsti samningur um verð.
gildir fyrir júli, ágúst og september,
enda fari afhending fram á þeim tíma.
Ákvæði verður í samningnum um
að ef ekki næst samkomulag um verð
gasolíunnar þá haldi samt afhending
áfram á þvi magni sem umsamið var. í'
því tilviki skal greiða dagverð í Rotter-
dam miðað við lestunardag í Bretlandi.
Til dæmis um þær sveiflur, sem
verða á Rotterdamverðinu, má geta
þess að tvo síðustu dagajanúarmánað-
ar fór verðið í 297 dollara tonnið. Þrátt
fyrir þáð reyndist meðalverð mánaðar-
insvera344dollarar.
Nú hefur Rotterdamverð á gasolíu
lækkað nokkuð eða niður í kringum
310 dollara tonnið.
Slysið í Sovótviðskiptunum
Þann dag sem gasolia til íslands var
eitt sinn lestuð i Sovétríkjunum á
síðastliðnu ári fór Rotterdamverð í há-
mark á því ári. Samkvæmt samningum
okkar við Sovétmenn greiddum við því
Hæf ileikakeppnin rúllar af stað:
Keppt á Akur
eyri 30. maí
Birgir Gunnlaugsson situr fyrir
svörum i Sjálfstæðishúsinu á Akur-
eyri á morgun, sunnudag, kl. 15—17
um Hæfileikakeppni Dagblaðsins og
Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar.
Þangað ættu menn að snúa sér með
ábendingar og fyriíspurnir varðandi
keppnina. Sjálf hæfileikakeppnin á
Akureyri fer fram í Sjálfstæðishúsinu
föstudagskvöldið 30. maí.
Hæfileikakeppnir eru fyrirhugaðar
víðar á landsbyggðinni. Þá er keppt á
Hótel Sögu mánuðina júli, ágúst og
september á sunnudagskvöldum.
Sigurvegara hvers kvölds velja áheyr-
endur í salnum og þeir keppa síðan til
úrslita í septemberlok.
Vinningur er málsverður fyrir tvo á
— Birgir til viðtals
íSjallanum
á morgun
valda kreppuástandi í orkufátækum
ríkjum hafa olíurisarnir aldrei grætt
önnur eins kynstur af peningum og á
síðastliðnu ári, þ.e. 1979. Olíuvið-
skiptanefnd hefur með samningunum
við brezka olíufyrirtækið BNOC tryggt
okkur a.m.k. gasolíu á verði sem
naumast nær þeim toppum sem
Rotterdamverðið gæti farið í á næstu
misserum.
Með þeim samningum er þó engu
lokatakmarki náð. Áfram verður
haldið að kanna sem flesta möguleika á
hagstæðari oliukaupum en þeim sem
við höfum búið við.
-BS.
hverju undanrásakvöldi. Aðalvinn-
ingur keppninnar er sólarlandaferð
að eigin vali.
Tekið skal fram að ekki er ein-
göngu leitað eftir söng- og grin-
atriðum, heldur öllu sem orðið gæti
fólki dægrastytting. Ljóðalestur,
leiklist, dans og ótal margt annað
kemur til greina. -ARH.i
Oliuborpallur i Norðursjó.
Rotterdam á eftir að hækka
algert ,,topp”-verð fyrir þennan farm.
Áðurgreint dæmi er sýnishorn af því
hversu varhugavert er að binda samn-
inga um olíukaup við Rotterdamverð.
Þetta dæmi rak einnig mjög á eftir því
að leitað yrði eftir hagstæðari olíu-
kaupasamningum en þeim sem við
höfðum gert við Sovétrikin um Rotter-
damverðið.
Eltum við alltaf hœsta verð-
ið?
Árangurinn af leit olíuviðskipta-
nefndar að hagstæðari viðskiptum fyrir
okkur er samkomulagið við BNOC.
,,Það er eins og ógæfan elti okkur,”
sagði einn heimildarmanna DB um
olíuviðskipti. ,,Nú þegar við erum
nærri því að gera samninga um fyrstu
farma af oliu frá BNOC, þá fer Rotter-
damverðið niður fyrir „mainstream”
sem við höfum þó verið að sækjast
eftir.”
Aðrar heimildir telja víst, að Rotter-
damlækkunin sé ef til vill eins og lognið
á undan storminum. Rotterdamverð
muni á næstu vikum og mánuðum fara
langt upp fyrir „mainstrem” eða fram-
leiðslukostnaðarverð að viðbættri
áiagningu.
Olíurisarnir græða á krepp-
unni
Þrátt fyrir að hið stöðugt hækkandi
verð á olíu í heiminum sé nálægt því að
UM MEYNA
ALOSTRAEL
Það var ávallt fagnaðarefni þegar
nýir og smekklegir sýningarstaðir
opnast listamönnum í fásinninu hér,
sérstaklega þegar eins vel er að
málum staðið eins og i Djúpinu við
Hafnarstræti. Þar ofan á hófu
nokkrir framsæknir menn að reka
veitingastaðinn Hornið seint á síðast-.
liðnu ári, en bæði var það að stór
kjallari i húsjn^inýttist þelm ijl^ oé
þá lysti í myncjnKfjqg þvjjókp/ittjr!
upp á því að innrétta* téðan 'kjaliara
til sýningarhalds. Siðan var'
Ríkharður Valtingojer fenginn til að
skipuleggja sýningar og starfsemi
hófst í desember með samsýningu
grafíklistamanna. Þarna leika svo
jassmenn af fingrum fram með
reglulegu millibili og hefur það fyrir-
komulag mælst vel fyrir.
Alfreð Flóki — Stúlka
Salurinn sjálfur er af hentugri
stærð, hvítmálaður með trégólfi og
miklum röftum og lýsingin er góð,
þótt hún mætti vera jafnari.
Þarna niður í undirdjúpin („lá-
bas”) hefur Alfreð Flóki flutt sig,
eftir áralanga tryggð við Bogasalinn
sem nú er úr leik sem myndlistar-
salur.
Þar spinnur hann sínar fantasíur
sem forðum, fágar draumfarir sínar
sem perlur og lætur unaðarblandinn
hrollinn hríslast um mjóhrygg áhorf-
andans, í 27 nýjum verkum, teikn-
ingum og pastelmyndum. Það eru
margar leiðir færar til umfjöllunar á
verkum Flóka. Það er hægt að
klappa honum á öxlina fyrir
teiknifimi og makalaust hugarflug,
— nú svo er líka hægt að nota eigið
hugarflug. Það má t.d. líta á verk
Flóka sem kafla í óskrifaðri bók, —
að sjálfsögðu meistaraverki,
innbundnu í mannsskinn, lögðu
dýrum steinum. Ég gæti t.d.
imyndað mér upphaf þeirrar sögu
sísona:
Alostrael
eöur Sigurför Lostans
handrit I 27 köflum eptir Alfrcð
Flóka
Annó MCMLXXX
„Hvar fyrir koma meyjar
spjallaðar og óspjallaðar, skrímsli,
alkemístar, nornir, apturgöngur og
finngálkn, stórvesírar, gamlir menn
og getulausir, gamlir menn sem þjást
af bruna, og aðrar verur úr
kosmógóníu höfundar”.
Kafli hinn fyrsti: Meyjan Alostrael
fæðist í heiminn fullsköpt af engri
móður, með fugl visku og myrkra
dáða i munni. Fegurð hennar er ekki
af þessum heimi og í augum hennar
er glóð meiri grimmdar en menn hafa
áður séð.
Kafli annar: Hvar sem meyjan
gengur, flykkjast að henni öldúngar,
og vampýrur bifast í jörðu hvar sem
hún stígur, — allir í von um æsku-
ljómann í skauti hennar. En undarleg
teikn eru á lopti.
Kafli hinn þriðji: Apóþeósis
mærinnar Alostrael, er hún verður
þess vís í holdi sinu, hve kenndir;
hennar eru máttugar. Full kven-
dómur blasir við í líki hins eilífa
kjóls.
Kafli hinp fjórði. Sem blóm nætur
blómstrar mærin skjótlega og augu
hennar og fas eru slík að dauðlegir
menn falla i stafi og missa náttúru til
annarra kvenna. En hún er köld eins
og gröfin og egnir þá með fyrirlitlegu
tilliti.
Kafli hinn fimmti: Hvar Alostrael
brennur af fýsnum í fyrsta sinn, en
heldur þó rósemi sinni.
Kafli hinn sjötti: Fyrsta martröð
meyjarinnar og jafnframt vígsla
(initiatio) í þá veröld sem að henni
stendur. í taktföstum dansi hreyfir
sig höfuðlaus her og kykvendi, alin á
sæði og dauða, liðast um fætur
hennar.
Kafli hinn sjöundi: Hvar undur-
samleg fegurð meyjarinnar gagntekúr
allan landslýðinn, mest þó gamlingja,
sem leita náttúru á ný og ungmeyjar
sem finna fýsnir bifast í brjósti sér í
nálægð hennar.
Kafli hinn áttundi: önnur martröð
meyjarinnar, og nú skal reynt á
staöfestu hennar. Ýmar skepnur vítis
hringsóla kringum hana næturlangt._
Alfreð Flóki — Módel.
Myndlist
Kafli hinn niundi: Að martröðinni
yfirgénginni, flíkar Alostrael nekt
sinni og drýsildjöflar ýmsir sveima
um, en dirfast ekki að leggja á hana
hendur, því hinn alvísi Melenchem
hefur tekið að sér vernd hennar.. .
Svona má halda áfram til enda
sýningarinnar, ef menn vilja.
Hvernig sem fólk er innrætt, getur
það notið Flóka, hann er hið stöðuga
akkeri hringiðu hvunndagsins og
jafnframt ofar hvunndagslegu
þrasi.
-AI.