Dagblaðið - 16.02.1980, Page 24
Bjöm svarar fyrír sig:
INGIOGÞORERU MEÐ
„FÆRIBANDAFRAM-
LEIDDA” PRÓFGRAÐU
,,Ég tel þá Inga báða vel hæfa sem
lektora. en ekki til prófessors-
embættis eins og sakir standa en þeir
virðast hvorugir gera greinarmun á
þessum störfum,” segir Björn >or-
steinsson sagnfræðingur í „athuga-
semdum við úlfaþyt” sem hann sendi
frá sér i gær. Björn álti sæti i nefnd
sem rnat hæfni umsækjenda um
prófessorsembætti í sagnfræöi við
Háskóla íslands ásamt Sigurði
Líndal prófessor og Heimi Þorleifs-
syni menntaskólakennara. Nefndin
•nvsdi*. með Sveiiibirni Rafnss^ni.
Björn' skilaði séráliti þar sem hann
lýsir hina umsækjendurna, Inga Sig-
urðsson og Þór Whitehead, ekki
standast kröfur í embættið. Á deiid-
arfundi í heimspekideild var gengið
til atkvæða og greiddu 17 Sveinbirni
atkvæði, Ingi fékk 7 og Þór 3.
Vilmundur Gylfason þáverandi
menntamálaráðherra ,,sat á málinu”
í 7 vikur og vísaði því á nýjan leik til
deildarinnar. Taldi ráðherra að
sérálit Björns („umbúðarlaus áróður
fyrir einum umsækjanda og gegn
öðrum. Er svo langt gengið að telja
doktorspróf frá háskólunum í Edin-
borg og Oxford ekki fullgild
doktorspróf” — tilv. í bréf Vil-
mundar) hefði ráðið mestu um
úrslitin í kosningum á deildarfundi.
Var óskað eftir því að deildin fjallaði
á ný um málið. Deildarfundur hefur-
nú kastað boltanum til Ingvars Gísia-
sonar menntamálaráðherra og óskað
eftir afgreiðslu málsins á grundvelli
umræddrar atkvæðagr^iöslu.
Björn Þorsteinsson kallar
prófgráðu Inga og Þórs brezka
„færibandaframleiðslu”.
„Einum manni reyndi ég að duga
lítilsháttar; — hann heitir Þór
Whitehead. Ég sagði honum reyndar
í sumar að ég gæti ekki stutt umsókn
hans um prófessorsembættið. Síðan
hefur mér reynst tregt talsamband
við Þór,” segir Björn í úlfaþytsat-
hugasemd sinni. Hann segist énn
fremur ekki vita betur en „Háskóli
íslands eigi að vera fuilvalda í eigin
máium og á allan hátt hafi verið
staðið lögformlega að verki 30. nóv.
si.” Þann dag var kosið um
umsækjendurna 3 á deildarfundi. Af-
skipti menntamálaráðherrans kallar
hans „innrás Vilmundar i Afganist-
an”.
Ingvar Gislason menntamála-
ráðherra skoðar nú þetta óvenjulega
mál. Búizt er við ákvörðun hans um
framhaldið fljótlega.
-ARH.
Nærri þvl allir Hornfirdingarnir, sem komu með seinni Fokker-vélinni til Reykjavfkur, sjást á myndinni sem ijósmyndari DB náði á flugvellinum f gær.
I
-UGLEfÐI
„Lífíð er ekki bara fískur”
—segja Homf irðingamir sem komu á tveim flugvélum og þremur rútubflum
að sjá listina og lífið í höfuðborginni
Þrír langferðabílar flytja fólk í sama
tilgangi frá Höfn í Hornafirði. Er það
yngra fójkið.
Ljósmýndari DB, Höfður, var svo
heppinn að ná mynd af farþegum
Tvær sneisafullar Fokkervélar af
Hornfirðingum lentu á Reykjavíkur-
flugvelli síðdegis í gær. Farþegarnir
heimsækja höfuðborgina til þess að
njóta lífs og listar um helgina.
seinni vélarinnar á Reykjavíkurflug-
velli í gær.
Lífið á Höfn er fiskur, ýmist frystur
eða saltaður, en ekkert aftrar Horn-
firðingum frá þvi að njóta einnig þess
sem bezt gerist í höfuðborginni á sviði
lista og skemmtunar.
-BS.
SALA FERDAMANNA-
BJÓRSINS ÓLÖGLEG
—að mati Sigurðar Líndals iagapréfessors
Alltaf fullt
húsá
Land og syni
25 þúsund manns hafa
séð myndina íReykjavík
og látlaus aðsókn
„Hvert sæti hefur verið skipað á
öllum sýningum i þrjár vikur,” sagði
Árni Kristjánsson, forstjóri Austur-
bæjarbíós, er blaðamaður DB spurði
hann hvernig aðsókn væri að
myndinni Land ogsynir.
Hafa því nú 25 þúsund manns séð
myndina í Reykjavík. Ekkert lát er á
aðsókninni og hafa myndazt dálitlar
biðraðir hvern dag þegar miðasala
hefst. -BS.
Það er mat Sigurðar Líndals laga-
prófessors að ólöglegt sé að flytja
sterkan bjór inn í landið og selja
^[ðamönnum. Svo sem mönnum er
kunný||'','V ákvað Sighvatur
Björgvinsso\f;fv,, fj^rmálaráðherra
með reglugerð ■ að *réiloaJiiöhhiÍAj'
skyldi heimilt að flytja inn með sér 12
flöskur af bjór við komuna til
landsins.
Áfengisvarnarráð fól Sigurði að
kapna réttmæti þessa og varð þessi
niðúrstaða hans. Bannað er með
lögum að flytja inn bjór sem er
sterkari en 2.25%. Þvi er ekki hægt
að breyta með reglugerð. Hins vegar
er það mat Sigurðar að reglugerð
Sighvats sem slík sé ekki ólögleg.
Hún er það loðin í orðalagi. Þar er
heimilaður innflutningur á 12
flöskum af öli en ekki talað um
styrkleika.
Það er því niðurstaða þessarar
könnunar Sigurðar, að sögn Ragnars
Tómassonar í gær, að einungis sé
heimilt að flytja inn öl upp að
styrkleikanum 2.25%. (ÓG/JH.
frjálst, úháð dagblað
‘ LAUGARDAGUR Í6. FEBRÚAR1980.
Keflavíkurflugvöllur:
Flugstöðvar-
hugmyndin
endurskoðuð
— sérstök ákvæði þar
umímálefna-
samningnum
„Ég er byrjaður að athuga þessi mál
auk þess sem málefnasamningur ríkis-
stjórnarinnar gerir ráð fyrir að allar
áætlanir vegna flugstöðvarinnar verði
íendurskoðaðar,” sagði Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra í viðtali
við DB í gær um viðhorf stjórnarinnar
|til byggingar nýrrar flugstöðvar á
iKeflavíkurflugvelli.
i Svo sem rakið hefur verið í DB eru
Arkitektafélag íslands og Félag ráð-
gjafaverkfræðinga mjög óhress með
þá framvindu mála að þegar sé búið að
vinna 30% frumhönnunar erlendis án
vitneskju eða samráðs við þau.
Auk þess draga þau í efa þær for-
sendur sem hinir erlendu starfsbræður
leggja til grundvailar og telja umfang
stöðvarinnar allt of mikið miðað við
okkar aðstæður og því verði mann-
virkið óþarflega dýrt. -GS.
dlga meðal
sjálfstæðismanna:
SUSvillaukalands-
fundfyrirveturinn
„Við höfum hugsað okkur að
landsfundur Sjálfstæðisfiokksins yrði
haldinn í haust en þó áður en Alþingi
kemur saman,” sagði Stefán Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Sambands
ungra sjálfstæðismanna, í viðtali við
DB.
Stjórn SUS hefur ályktað að skora á
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að efna
til landsfundar flokksins til þess að
!leysa innanflokksvandamál án þess að
til beins klofnings komi.
Stjórn SUS skorar á alla
forystumenn flokksins að forðast nú
Jallt það sem gæti gert sættir sjálf-
Jstæðismanna erfiðari. Jafnframt
skorar SUS á flokksmenn um allt land
að vinna eftir mætti að samkomulagi
og sáttum innan flokksins.
Samband ungra sjálfstæðismanna
hefur ákveðið að fresta þvi að taka af-
stöðu til ríkisstjórnarinnar þangað til á
sambandsráðsfundi sem haldinn
verður 23. febrúar næstkomandi. Þar
eiga rúmlega hundrað forystumenn
ungra sjálfstæðismanna rétt til fundar-
setu. -BS.
Aðdugaeðadrep-
astíDagblaðsbíói
Gamanmyndin Að duga eða drepast
verður sýnd í Dagblaðsbíói kl. 3 á
sunnudag. Myndin er með íslenzkum
texta og í Hafnarbiói eins og venjulega.
LUKKUDAGAR:
16. FEBRÚAR 15376 jKodak Pocket ,|A—1 myndavél Vinningshafar hrir í síma 33622. ■V- gi