Dagblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. FUBRÚAR 1980. 15 [vaðerásevðiumhi Sjóiwarp næstuvika Sjónvarp Laugardagur 1. marz 16.30 Vetrarólympiuleikarnir. Ganga og norræn tvíkeppni. (Evróvision — upptaka Norska sjónvarpsíns). 18.30 Lassie. Fimmti þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.50 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og vedur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Reykjavikurskákmótid. Jón Þorsteinsson flytur skýringar. 20.45 Spitalalif. Lokaþáttur. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.I0 „Vegir liggja til allra átta”. Fjallað um störf skemmtikrafta hér á landi á ýmsum tímum. Umsjónarmaður Hildur Einarsdóttir. Stjóm upptöku Tage Ammendrup. 21.50 Lafði Karólina (Lady Caroline Lamb). Bresk bíómynd frá árinu 1972. Aðalhlutverk Sarah Miles, Jon Finch og Richard Chamber- lain. Ung kona. sem gift er aðalsmanni. veldur hneykslun þegar hún gerist ástkona Byrons lá varðar. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur. 2. marz 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Ingólfur Guð- mundsson, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, flytur hugvekjuna. I6.10 Húsið á sléttunnL Átjándi þáttur. Hundrað ára hátið. Efni sautjánda þáttar: Komverð lækkar skyndilega vegna offram leiöslu, og lngalls og Edwards sjá fram á sultarlif. Þeim tekst þó óvænt að fá vinnu i fjarlægu héraði við að flytja sprengiefni. Einn vinnufélagi þeirra er blökkumaður, sem hefur ráð undir rifi hverju, enda þaulvanur slíkum flutningum. Þeir komast á leiðarenda eftir margs konar erfiðleika og fá greidda hundrað dali fyrir tíu daga vinnu. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. I7.00 Þjóðflokkalist. Heimildamyndaflokkur i sjö þáttum. Annar þáttur. Fjallað er um listir indíánaættbálka á vesturströnd Norður Ameriku. Þýðandi Hrafnhildur Schram. Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Farið verður til Akureyrar, þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni. Flutt verður dagskrá i tilefni æsku lýðsdags þjóðkirkjunnar. Lesið verður kvæðið „Á afmæli kattarins" eftir Jón Helgason, við teikningar Ólafar Knudsen. Sigga og skessan og bankastjórinn verða á sinum stað. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upp-. töku Egill Eðvarðsson. I8.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Reykjavikurskákmótið. Skýringar flytur Friðrik ólafsson. 20.45 Veður. Þriðji þáttur Sjónvarpsins. Lýst er þáttum, sem móta veðurfar á Islandi, skýrt frá starfsemi Veðurstofunnar og rætt um hitafar á landinu. Umsjónarmaður Markús Á. Einars- son veðurfræðingur. Stjóm upptöku Magnús Bjarnfreðsson. 21.15 t Hertogastraeti. Fjórði þáttur Við andlát Viktoriu drottningar slítur prinsinn sambandi sinu við Lovísu. Hún sér auglýsingu, þar sem boðið er hótel til sölu, og kaupir það. Trotter verður framkvæmdastjóri, Nóra, systir hans, ráðskona en Lovísa annast eldamennskuna. auk þess sem hún tekur að sér matargerð fyrir tignarfólk. Drykkjuskapur Trotters vex og Nóra er ekki starfi sinu vaxin, svo að gestum hótelsins fækkar. Lovisa er skuldum vafln og hún sér engin úrræði önnur en losa sig við systkinin og hefja rekstur hótelsins að nýju. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.05 Vetrarólympíuleikarnir. Listhlaup á skautum. (Evróvision — upptaka Norska sjón- varpsins). 23.05 Dagskrárlok. Mánudagur 3. marz 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Tommi og Jenni.Teiknimynd. 20.40 Reykjavíkurskákmótið. Skýringar flytur Friðrik Ólafsson. 20.55 Vetrarólympíuleikamir. Sýning verð- launahafa i ísdansi og listhlaupi. (Evróvision — upptaka Norska sjónvarpsins) 22.25 Marc og Bella. Sænskt sjónvarpsleikrit. Siðari hluti. í fyrri hluta var lýst uppvexti Marcs, sem er sonur fátæks verkamanns og hann hefur litinn hug á að feta i fótspor föður síns. Marc kynnist ungri stúlku, Bellu, og ástir takast með þeim. Hann fer til Pétursborgar og á illa ævi þar. en frægur málari, sem sér hvað i honum býr, hvetur hann til að fara lil Parísar. Þýðandi Óskar lngimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpiðl 23.05 Dagskrárlok. Þriðjudagur 4. marz 20.00 Fréttirogveður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Tommi og Jenni.Teiknimynd. 20.40 Reykjavfkurskákmótið. Friðrik Ólafsson flyturskýringar. 20.55 Örtölvubyltingin (Mighty Micro). Nýr, brezkur fræðslumyndaflokkur í sex þáttum. Fyrsti þáttur. Örtölvur koma til sögunnar. Þessi myndaflokkur fjallar um örtölvutækn ina, sem nú er að ryðja sér til rúms. Sérfróðir menn telja, að hún muni senn gerbylta lifnaðarháttum þjóðanna, atvinnuháttum. tómstundum. menntun, fjármálum og stjórn málum og að sinu leyti jafnast á við iðn byltinguna á öldinni sem ieið. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. Þulur Gylfi Pálsson. 21.25 Dýrlingurinn Áreksturinn — fyrri hluti. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 22.15 Hvers virði er norræn menningarsam- vinna? Umræðuþáttur með þátttöku fulltrúa frá Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Sviþjóð. Stjórnandi Sigrún Stefánsdótlir. Þýð andi Jón O. Edwald. 23.05 Dagskráriok. Miðvikudagur 5. marz 18.00 Sænskar þjóðsögur. Tvær fyrstu þjóðsög ur af flmm, sem ungir listamenn hafa mynd skreytt. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Sögu maður Jón Sigurbjörnsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 18.30 Einu sinni var. Sjöundi þáttur. Þýðandi Friðrik Páll Jónsson. Sögumenn Ómar Ragnarsson og BryndLs Schram. I8.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Reykjavikurskákmótið. Jón Þorsteinsson flytur skýringar. 20.45 Vaka. Fjallað verður um manninn sem viðíangsefni í myndlist á undanförnum árum. Rætt verður við myndlistarmennina Gunnar örn Gunnarsson, Jón Reykdal og Ragnheiði Jónsdóttur. Umsjónarmaður Ólafur Kvaran listfræðingur. Stjórn upptöku Andrés Indriða son. 21.30 Fólkið við lónið. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Tonet vill hvorki stunda veiðar né vinna á ökrunum. Honum flnnst skemmti legra að slæpast á kránni. Tonet gengur i her inn og er sendur til Kúbu. Þaðan berast litlar fréttir af honum og Neleta. æskuunnusta hans, gerist óþreyjufull. Hún veit ekki, hvað hún á til bragðs að taka. þegar móðir hennar deyr. en Tono kemur henni tii hjálpar. Styrjöld brýst út á Kúbu. Þýðandi Sonja Diego. 22.25 Biðsalur dauðans. Á St. Boniface sjúkra- húsinu i Kanada er sérstök deild. þar sem ekki er lagt kapp á að viðhalda lífinu meö öllum til tækum ráðum, heldur er dauðvona fólk búið undir það sem koma verður, svo að það megi lifa sina siðustu daga i friði og deyja með reisn. Kanadisk heimildamynd: Coming and Going. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 7. marz 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Reykjavikurskákmótið. Skýringar flytur Jón Þorsteinsson. 20.55 Skonrok(k). Þorgeir Ástvaldsson kynnir vinsæl dægurlög. 21.25 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson frétta maður. 22.25 Ér, Pierre Riviere játa... (Moi, Pierre Riviere...) Frönsk biómynd frá árinu I976. Leikstjóri René Allio. Aðalhlutverk Claude Herbert, Jacqueline Millier og Joseph Le portier. Myndin lýsir frægu, frönsku sakamáli. Árið 1835 myrðir átján ára piltur. Pierre Riviere. móður sina og systkin. Réttað er i máli hans, og þar greinir hann frá þvi. hvers vegna hann framdi verknaðinn. Myndin er alls ekki við hæfl bama. Þýðandi Ragna Ragnars. 00.30 Dagskrárlok. Hinar stórfurðulegu fjölskyldur samankomnar. Þessar fjölskyldur eiga eftir að skemmta okkur næstu þrettán laugardags- kvöld. LÖÐUR — sjónvarp kl. 20.45 laugardaginn 8. marz: Amerísk skopstæling í stað spítalalffs —þættirnir S0AP sem valdið hafa deilum í Bandaríkjunum og njóta heilmikilla vinsælda hvar sem þeir hafa veríð sýndir „Við höfum séð heilmikið af alls kyns fjölskylduvandamálaþáttum þar sem hver hörmungin dynur yfir aðra í ástamálum og öðru. Við höfum þó ekki séð það versta. í 'Bandaríkjunum ganga margir slíkir þættir ár eftir ár. Löður er skopstæl- ing af þessum framhaldsfjölskyldu- vandamálaþáttum — og mjög góð skopstæling,” sagði Ellert Sigur- björnsson þýðandi nýs gamanmynda- flokks sem tekur við af hinum geysi- vinsæla þætti um Spítalalífið. Þættirnir segja frá systrum og þeirra heimilisfólki og margar og margvíslegar flækjur koma þar fram. í fyrsta þættinum er að mestu verið að kynna fólkið og sýna heimilin. Ég hef nú bara ennþá séð fyrsta þáttinn en hann lofar mjög góðu. Að mínu áliti eru þessir þættir mun betri en Spítalalíf,” sagði Ellert ennfremur. Soap, eða Löður, var ákaflega gagnrýndur gamanmyndaflokkur í Bandaríkjunum þrátt fyrir vinsældir hans. Efnið snýst að mestu um tvær systur. Þær eru miðaldra og búa við mjög frjálsleg fjölskylduform. Rikari systirin og dóttir hennar eiga ástar- samband við sama tennisleikarann. Sonurinn er allur i kláminu en önnur dóttirin svo feimin að hún þykir efni i nunnu. Hin systirin og sú fátækari situr uppi með ómerkilegan eiginmann og tvo syni frá fyrra hjónabandi sem hata fósturpabbann. Ameriskir gagn- rýnendur urðu yfir sig hneykslaðir á þáttum þessum og sögðu þá ekkert annað en framhjáhald, fjárkúgun, kynskipti og glæpi. Þrátt fyrir allt þetta hafa þættirnir notið vinsælda hvar sem þeir hafa verið sýndir. Sjónvarpið hefur keypt þrettán þætti en til eru mun fleiri. Hvort við fáum að sjá fleiri verður tíminn að leiða í ljós og vinsældir þáttanna hér á landi. Margir munu eflaust sakna hinna bráðskemmtilegu þátta um Spítalalíf- ið. Þeir eru til fjölmargir í viðbót og ekki ætti að saka fyrir sjónvarpið að fá nokkra enn. Auk þess er ekkert hægt að sjá því til fyrirstöðu að við fáum að sjá gamanmyndaþætti á öðrum kvöldum en laugardögum. Ef hægt er að sýna frá ólympíuleikunum á hverju kvöldi ætti að skaðlausu að vera hægt að sýna gamanmyndaþætti svo sem tvisvar i viku. -ELA Laugardagur 8. marz 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Lassie. Sjötti þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. I8.50 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 AuglýsinRar og dagskrá. 20.30 Reykjavikurskákmótið. Skýringar flytur Jón Þorsteinsson. 20.45 Löður (Soap). Bandarískur gamanmynda flokkur i þréttán þáttum, saminn af Susan Harris. Fyrsti þáttur. Systurnar Jessica og Mary eru giftar og eiga börn. Myndaflokkur inn lýsir á spaugilegan hátt ýmsum uppákom- um i lifi fjölskyldnanna tveggja. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 2I.I0 Haugbúar. Fuglategund nokkuri Ástralíu hefur tamið sér svo óvenjuiega lifnaðarhætti. að þegar fuglafræðingar heyrðu þeim fyrst lýst. aftóku þeir með öllu að birta jafnfárán- legan þvætting i ritum sinum. Bresk heimilda mynd Þýðandi óskar Ingimarsson. Þulur Friðbjörn Gunnlaugsson. 2I.35 Tvö á ferö. (Two for the Road). Brezk bió mynd frá árinu 1967. Aðalhlutverk Audrey Hepbum og Albert Finney. Joanna og Mark hafa verið gift i tólf ár, og fjallar myndin um atvik í stormasömu hjónabandi þeirra. ÞýA andi Jón O. Edwald. 23.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 9. marz 16.00 Sunnudagshugvekja. I6.I0 Húsið á sléttunni. Nitjándi þáttur. Vandræðagemlingur. Efni átjánda þáttar: Bandarikjamenn halda upp á 100 ára sjálf- stæðisafmæli sitt, og mikil hátið stendur fyrir dyrum i Hnetulundi. En þegar skattar eru stór- hækkaðir vegna nýrra vegaframkvæmda, fyllast margir reiði og gremju. m.a. K?.rl Ingalls. og þeim finnst engin ástæða til fagnaðar. Rússneskur innflytjandi, Július Pjatakov, missir ekki kjarkinn, þótt jörðin sé tekin af honum, og hann fær fólk til að fyllast bjartsýni á ný. Auk þess stendur hann við það loforð sitt að smiða fánastöng fyrir afmælis hátíöina. Þýðandi óskar Ingimarsson. 17.00 Þjóðflokkalist. Þriðji þáttur. Fjallað er um fornar gullsmíðar i Mið- og Suður- Ameriku. Þýðandi Hrafnhildur Schram. Þulur Guömundur Ingi Kristjánsson. .8.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Farið i heim sókn i skiðaland Akureyringa og rætt við börn á námskeiði þar. Minnst 30 ára afmælis Sinfóníuhljómsveitar íslands. Umsjónarmaður Bryndis Schram. Stjórn upptöku Egil' Eðvarðsson. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. . 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Reykjavfkurskákmótið. Jón Þorsteinsson flytur skýringar. 20.50 Sinfóniuhljómsveit Isbnds. Tónleikar i sjónvarpssal i tilefni 30 ára afmælis hljóm sveitarinnar. Stjórnandi Páll P. Pálsson. Kynnir Sigurður Björnsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 2I.30 I Hertogastræti. Fimmti þáttur. Efni fjóröa þáttan Lovisa er stórskuldug og verður að loka hótelinu. Hún sér um matargerð i hverri veislunni af annarri og ofgerir sér loks á vinnu, svo að hún þarf að fara á sjúkrahús. Charles Tyrrell býðst til að hjálpa Lovísu úr kröggunum gegn þvi að hann fái ibúð á hótelinu. Hún gengur aö því og opnar það að nýju. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.20 Handritin við Dauðahaf. Bandarisk heimildamynd. Fyrir 35 árum fundust æva- forr handrit i hellum og klettafylgsnum við Dauðahaf. og hafa þau varpað nýju Ijósi á trúarlif Gyðinga á dögum Krists. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.