Dagblaðið - 21.03.1980, Síða 3
Hvað er á seyðium helgina?
Skemmtisfaðir
Skemmtistaðir borgarinnar eru opnir til kl. 3 e.m.
föstudags- og laugardagskvöld og sunnudagskvöld til
kl. 1 e.m.
FÖSTUDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glassir og diskótek.
HOLLYWOOD: Diskótek.
HÓTEL BORG: Framsækin rokktónlist og fleira.
Plötukynnir Jón og óskar frá Dísu.
HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Einkasamkvæmi. Mimis-
bar: Gunnar Axelsson leikur á pianó. Stjörnusalur:
Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur
klæðnaöur.
INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansarnir.
KLtJBBURINN: Hljómsveitin Goðgá.
LEIKHÍJSKJALLARINN: Hljómsveitin Thalía.
ÓÐAL: Diskótek.
SIGTtJN: Hljómsveitin Pónik og diskótek. Grillbar-
inn opinn.
SNEKKJAN: Diskótek.
TEMPLARAHÖLLIN: Félagsvist. Dansaðá eftir.
ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek.
Matur framreiddur fyrir matargesti. Snyrtilegur
klæðnaður.
LAUGARDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir og diskótek.
HOLLYWOOD: Diskótek.
HÓTEL BORG: Framsækin rokktónlist og fleira
Plötukynnir Jón ogó^kar frá Dísu.
HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar ásamt söngkonunni Mariu Helenu.
Mímisbar: Gunnar Axelsson leikur á pianó. Stjörnu-
salur Matur framreiddur fyrir matargesti.
Snyrtilegur klæðnaður.
HREYFILSHÍJSIÐ: Gömlu dansarnir.
KLÍJBBURINN: Hljómsveitin Goðgá.
INGÓLFSCAFÉ: Gömlu dansarnir.
LEIKHÖSKJALLARINN: Hljómsveitin Thalia.
LINDARBÆR: Gömlu dansarnir.
ÓÐAL: Diskótck.
SIGTtJN: Hljómsveitin Pónik. Bingó kl. 15.
SNEKKJAN: Diskótek.
ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek.
Matur framreiddur fyrir matargesti.
Snyrtilegur klæðnaður.
SUNNUDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glassir og diskótek.
HOLLYWOOD: Diskótek.
HÓTEL BORG: Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt
söngkonunni Kristbjörgu Löve leikur gömlu dansana.
Diskótekiö Disa leikur á milli.
HÓTEL SAGA: Súlnasalur: Samvinnuferðir
með skemmtikvöld með mat. Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar ásamt söngkonunni Mariu Helenu leikur
fyrir dansi. Mimisbar: Gunnar Axelsson leikur á
pianó. Stjörnusalur: Matur framreiddur fyrir matar-
gesti. Snyrtilegur klæðnaður.
LEIKHtJSKJALLARINN: Hljómsveitin Thalia.
ÓÐAL: Diskótek.
ÞÓRSCAFÉ: Hljómsveitin Galdrakarlar og diskótek.
Matur framreiddur fyrir matargesti.
Snyrtilegur klæðnaður.
Fundir
Arsfjórðungsfundur Rauð-
sokkahreyfingarinnar
verður haldinn í Sokkholti, Skólavörðustig 12.
fimmtudaginn 27. marz og hefst kl. 20:30. Rætt
verður m.a. um undirbúning að 1. mai.
Mætum öll!
Bæjarmálaráð'Akranes
Fundur verður haldinn i bæjarmálaráði sjálfstæðis-
félaganna á Akranesi laugardaginn 22. marz kl. 10 i
Sjálfstæöishúsinu Heiðargeröi 20.
Geðhjálp
Félagar, munið fundinn að Hátúni 10 mánudaginn
24. marz kl. 20.30. Hjúkrunarfræðingarnir Bergþóra
Reynisdóttir og Magnhildur Sigurðardóttir rabba við
fundargesti um nýtt göngudeildarform á Noröurlönd-
um.
Fjölmennum.
íslenzka málfræðifélagið
ef nir til umræðufundar
Laugardaginn 22. marz efnir íslenzka málfræði-
fékagið til umræðufundar um nýútkomna kennslubók
Kristjáns Árnasonar, Islensk málfræði handa
framhaldsskólum. Málshefjendur verða, auk höfund-
ar, Arnór Hannibalsson lektor og Baldur Ragnarsson
menntaskólakennari. Að loknum stuttum
framsöguerindum verða frjálsar umræöur. Fundurinn
verður haldin í stofu 422 i Árnagarði og hefst kl. 14.
öllum er heimill aðgangur og þátttaka í umræðum.
Fiskeldi hf.
Selfoss
Fiskeldi hf. boðar til kynningarfundqr á Selfossi,
laugardaginn 22. marz nk. Fundurinn verður haldinn
i Hótel Selfossi og hefst kl. 13.30.
Kynnt verða markmiö félagsins og möguleikar. Allir
áhugamenn velkomnir.
Fiskeldi hf.
— Akureyri
Fiskeldi hf. boðar til kynningarfundar á Akureyri,
sunnudaginn 23. marz. Fundurinn verður haldinn á
Hótel KEA og hefst kl. 16.00. Kynnt verða markmið
félagsins og möguleikar. Allir áhugamenn velkomnir.
Happdrætti
Happdrætti
Laugarnessafnaðar
Dregið hefur verið i happdrætti Laugarnessafnaðar.
Þessi númer komu upp: — 1. ferð til Júgóslaviu fyrir
tvo nr. 6309, 2. ferð til Lodnon nr. 5986, 3. litasjón-
varp nr. 4583, 4. reiðhjól nr. 7605, 5. reiðhjól nr.
8857,6. Sunbeam hrærivél nr. 7409.
Fyrirlestrar
Frá Alliance
Francaise
Prófessor Jean Thoraval heldur fyrirlestirr á frönsku
um franska skáldsagnagerð á vegum Alliance
Francaise i kvöld kl. 20.30 í franska bókasafninu,
Laufásvegi 12. Allir velkomnir.
Tilkynningar
Fáskrúðsfiiðingar og aðrir
Austfirðingar á Suðurlandi
halda sina árlegu vorskemmtun i Fóstbræðraheimil-
inu laugardaginn 22. marz kl. 20.30.
Félagsvist, kaffiveitingar, dans.
Ágóðinn rennur til styrktarfélags vangefinna á
Austurlandi.
Allir vclkomnir.
Hvöt heldur ráðstefnu
um neytendamál
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna i Reykjavik, heldur ráö-
stefnu um neytendamál sunnud. 23. marz kl. 9.30.
Ráðstefnan verður haldin í Sjálfstæðishúsinu að Háa-
leitisbraut 1.
Skaftfellingar
Opið hús
með kaffisölu og kökubasar í félagsheimilinu Skaftfell-
ingabúð, Laugavegi 178 A (inngangur er frá Brautar-
holti). Ýmislegt verður til skemmtunar, en hún hefst
kl. 14. Aðalfundur Skaftfellingafélagsins verður að
viku liöinni i félagsheimilinu.
Flóamarkaður og kökubasar
að Hallveigarstöðum
Umsjónarfélageinhverfra barna heldur flóamarkaðog
kökubasar að Hallveigarstöðum, sunnudaginn 23.
marz kl. 14 til 18.
Allur ágóði rennur til byggingarsjóðs umsjónar-
félagsins. Sjóðurinn var stofnaður i byrjun árs 1979 og
verður fé úr honum varið til að koma á fót meðferðar
heimili fyrir einhverf (geðveik) börn.
Magnús Norðdahl
í Suðurgötu 7
Laugardaginn 22- marz 1980 kl. 3 e.h. opnar Magnús
Norðdahl myndasýningu að Galleri Suöurgötu 7 i
Reykjavík. Sýningin stendur yfir frá laugardeginum
22. marz og lýkur föstudaginn 4. april kl. 9 e.h.
Hálfsjálfvirk
hringabrynju-
saumavél
Þeir fébgar Ámi PáU Jóhannsson og Magnús Kjartans
son halda um þessar mundir myndverkasýningu I
Djúpinu við Hafnarstræti. Kjallara veitingastofunnar
Hornið. Verkin hafa þeir unniö sameiginlega og kenn-
ir þar ýmissa grasa. Myndin hér að ofan sýnir þá Árna
Pál og Magnús við eitt verka sinna, hálfsjálfvirka
hringabrynjusaumavél.
Frá Skíðaf élagi
Reykjavíkur
Á laugardaginn kl. 2 og á sunnudaginn kl. 2 verða
gönguæfingar I brautinni fyrir ncöan skiðaskálann I
Hveradölum. Ennfremur verður á sama tíma báða
dagana, svigæfingar með tímatöku, (fyrir unglinga)
Skráning á mótsstað.
Hallgrímskirkja
Kvöldbænir eru á fimmtudags- og föstudagskvöldum
kl. 18.15.
Kvenfélagið
Hrund
heldur vorfagnað í Iðnaðarmannah. laugardaginn 22.
marz kl. 20.30. MiÖasala frá 2—4 sama dag. Hrókar
sjá um fjöríö.
Frá Guðspekrfélaginu
I kvöld kl. 21.00 verður Skúli Magnússon með erindi,
um Tantrískan Búddhisma (Baldur). Laugardaginn 22.
marz'kl. 21.00 verður framhakJ erindis um Búdd
hisma.
Hársnyrtiklúbbur Medulla
Laugardaginn 22.3. 1980 verður I Hollywood sýning á
myndsegulbandi frá Tony & Card. London. Sýndar
verða 2 spólur um nýjustu tízku I klippingum og flétt-
ingum. Einnig verður snyrtivörukynning frá KADUS.
Sýningin hefst kl. 16.00, fyrir fólk sem vill fylgjast
mcð.
Lúðrasveitin Svanur
50 ára
Lúðrasveitin Svanur verður 50 ára á þessu ári.
Afmælistónleikar sveitarinnar verða haldnir i Há
skólabiói laugardaginn 22. marz kl. 14. Efnisskrá er
mjög fjölbreytt og einleikari með hljómsveitinni
verður Einar Jóhannesson klarinettleikari.
Sveitina skipa nú 56 hljóðfæraleikarar.
Einnig kemur fram 18 manna „Big band” sem er
myndað af hljóðfæraleikurum úr lúðrasveitinni Svan.
„Big band" Svansins hefur víða komið fram að undan
förnu við mjög góðar undirtektir áheyrenda.
A afmælistónleikunum mun „Big bandið” koma
meðalveg nýja efnisskrá.
Stjórnandi lúðrasveitarinnar og „Big bandsins” er
Sæbjörn Jónsson.
1 lúðrasveitinni Svan er mikið af ungum og efnileg-
um hljóðfæraleikurum sem stunda nám I tónlistarskól-
um og jafnframt eru margreyndir hljóðfæraleikarar
sem spilað hafa með sveitinni í 30 ár. Nokkrir hljóö-
færaleikaranna spila jafnframt í Sinfóniuhljómsveit ts-
lands.
Ákveðið er að fara í tónleikaför til Noregs á kom
andisumri.
Leiklist
Leikhúsin um helgina
FÖSTUDAGUR
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Stundarfriður kl. 20.
IÐNÓ: Ofvitinn kl. 20.30. UPPSELT.
AUSTURBÆJARBtÓ: Leikfélag Reykjavikur sýnir
gamanleikinn Klerkar i klipu á miðnætursýningu kl.
23.30.
LAUGARDAGUR
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Óvitar kl 15. UPPSELT. Nátt
fari og nakin kona kl. 20.
IÐNÓ: Er þetta ekki mitt lif? kl. 20.30.
AUSTURBÆ'JARBÍÓ: Leikfélag Reykjavikur sýnir
gamanleikinn Klerkar i klípu á miðnætursýningu kl.
23.30.
LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: Þorlákur þreytti kl.
20.30.
SUNNUDAGUR
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Óvitar kl. 15. Sumargestir kl.
20.
IÐNÓ:Ofvitinn kl. 20:30. UPPSELT.
Leikfélag
Kópavogs
sýnir annað kvöld kl. 20.30 leikritið Þorlák þreytta.
Aðsókn að verkinu hefur verið meö fádæmum góð og
stórir hópar komið utan af landi að sjá það. Til dæmis
kemur á sýninguna annað kvöld hópur Lionsmanna
frá Hellu. Leikfélagið hyggst leggja land undir fót með
Þorlák og verða Flúðir að öllum likindum fyrsti
staðurinn sem komið verður við á. En þar til að af
þessu veröur verða nokkrar sýningar i viðbót i Kópa
voginum.
Leikfélag
Menntaskólans
á Akureyrí
leggur land undir fót. Leikfélagið Menntaskólans á
Akureyri hefur nú lagt upp i leikferð með Týndu
teskeiöina eftir Kjartan Ragnarsson. Ætlunin er að
heimsækja þrjá skóla, Héraðsskólann á Reykjum i
Hrútafiröi á fimmtudag, Menntaskólann á Laugar-
vatni á föstudag og Menntaskólann i Hamrahlíð á
sunnudag. Sýningar þeasar eru liður i samskiptum
skólanna og þess má geta aö nýlega sótti Hamrahlíðar-
kórinn Menntaskólann á Akureyri heim á listaviku.
Sýningarnar eru þó að sjálfsögðu opnar öllum sem
áhuga hafa á leiklist menntaskólanema á meðan hús-
rúm leyfir á hverjum stað. Leikstjóri að Týndu
teskeiöinni er Steinunn JóhannesdóttirX
Leikfélag Eskifjarðar
sýnir Skjaldhamra
Leikfélag Eskifjarðar er alltaf i uppsiglingu þrátt fyrir
mikiö annriki hjá öllum stéttum. Allir vinna langan
vinnutíma og flestir keppast við að eyöa peningunum i
eitthvað í þessu mikla verðbólguþjóöfélagi. Nú er
tízka hjá nokkrum mönnum að kaupa sér sporlbáta, '
sem kosta um 10 milljónir krória. Já, égsegi sportbáta,
þvi ekki er hægt að veiða sér fisk eða skjóta sér fugl til
matar úr þeim.
Gunnlaugur Ragnarsson, sem er formaður leik
félagsins hér, er mikill athafnamaöur. Hann hefur
drifið leikfélagið upp og sýnt tvö til þrjú leikrit á hverj
um vetri undanf«irið. Leikfélag Eskifjaröar sýnir nk.
sunnudag sjónleikinn ISkjaldhamra eftir Jónas
Árnason. Leikstjóri er Jónina Kristjánsdóttir frá
Keflavik ogeru leikendur tuttugu.
- Regína, Eskifirði.
Sæluvikuleikrit Leikfélags
Sauðárkróks 1980
Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni
er Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta
leikrit var frumsýnt i Þjóðleikhúsinu haustið 1977 og
hlaut mikla aösókn eins og önnur leikrit Kjartans.
Leikstjóri er Ásdis Skúladóttir, en Leikfélag Reykja
víkur lét hana lausa frá öðrum störfum þar til að leik
stýra þessari sýningu. þetta er fyrsta leiksýningin sem
Ásdis leikstýrir. Aðstoðarleikstjóri er Jón Ormar
Ormsson.
Leikmynd er eftir Jón Þórisson og er þetta i fyrsta
sjnn sem leikmynd fyrir félagið er ekki unnin af
heimamanni.
Með aöalhlutverk fara Elsa Jónsdóttir. Hafsteinn
Hannesson, Haukur Þorsteinsson og Helga Hannes-
dóttir. Með önnur hlutverk fara Bragi Haraldsson.
Guðbjörg Bjarman, Guðbjörg Hólm, Jón Ormar
Ormsson og Stefán Sturla Sigurjónsson.
Alls hafa um fjörutiu manns unnið að þessari sýó-
ingu.
Formaður Leikfélags Sauðárkróks er Helga Hann
esdóttir og framkvæmdastjóri er Erling örn Péturs
son.
Hafsteinn Hannesson og Haukur Þorsteinsson I hlut-