Dagblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980. mBlABW fsjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvnmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjórl: Jónas Kristjánsson. RitstjórnarfuHtrúi: Haukur Hsigason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannas Raykdal. Iþróttir: HaHur Sfmonarson. Manning: Aðalstainn Ingótfsson. Aðatoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pélsson. Hönnun: Hllmar Karisson. Blaðamann: Anna Bjarnason, Atll Rúnar HaNdórsson, Atli Stainarsson, Ásgair Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Slgurður Svarrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur BjamlaHsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson SkrHstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkarl: Þréinn ÞorteHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DraHing- arstjóri: Mér E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgraiðsla, éskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoW 11. Aöalskni blaöeins er 27022 (10 llnur). Setning og umbrot: Dagbiaðið hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmlr hf., Sfðumúla 12. Prantun Arvakur hf., SkaHunni 10. ÁskrHtarvarð é mánuði kr. 5.500.- Verð i tausasölu 300 kr. eintakið. Já, værum við í Eden ,,Einn skuttogara og skóla á mann, fríar íbúðir og matvæli, daglegan ný- iðnað og algert skattfrelsi.” Þetta er ýkt mynd, en þó með sannleikskjarna, af óskhyggjustefnu allra íslenzku stjórn- málaflokkanna. Þeir vilja gera allt fyrir ekkert. Þessi óskhyggjustefna leiðir til allt annars raunveru- leika, það er árlegrar útþenslu ríkisgeirans á kostnað annarra geira þjóðfélagsins. Stjórnmálamenn þurfa sí- fellt meiri peninga til að efna lítið brot loforða sinna. Mikið óskaplega væri það fersk og hressileg til- breytni, ef einhver stjórnmálaflokkurinn eða landsfað- irinn gengi fram fyrir skjöldu og segði sannleikann, — ef hann vildi gera svo vel að byrja á byrjuninni. Við höfum svo og svo miklar þjóðartekjur á ári. Þessar þjóðartekjur eru sumpart notaðar til neyzlu og sumpart til fjárfestingar. Þær eru líka sumpart notaðar af hinu opinbera, atvinnuvegunum og almenningi. Það er hægt að hafa skoðun á æskilegum hlutföllum þessara þátta. Til dæmis, að fólkið skuli nota 74% þjóðartekna, hið opinbera 14% og atvinnulífið 12%. Slíkt mundi byggjast á mati á, hvaða geirar þjóðfélags- ins eigi að hafa meiri forgang en aðrir. Sumir mundu segja, að atvinnulífið þyrfti meira til hraðari uppbyggingar þjóðarauðs. Aðrir mundu segja, að velferðarríkið þyrfti meira til hraðara réttlætis. Aðrir mundu segja, að fólkið sjálft þyrfti meiri raun- tekjur. Hægt er að sundurgreina þessar prósentutölur enn frekar. Til dæmis, að einkaneyzla (rauntekjur) skuli vera 68% þjóðartekna, samneyzla (rekstur hins opin- bera) 8%, fjárfesting í ibúðum 6%, í atvinnuvegum 12% og 6% hjá hinu opinbera. Þessi raunsæja hugsun, að milli verðmæta verði að velja, krefst sennilega nýrrar tegundar þjóðhagsreikn- inga. Þar þyrfti að koma fram, að sum fjárfesting ríkisins, til dæmis í orkuverum og hitaveitum, er at- vinnulífs eðlis. Burtséð frá slíkum annmörkum, sem leysa má, er líka hægt að sundurgreina liðina enn frekar. Sem dæmi má nefna samneyzluna og opinberu fjárfesting- una, sem samanlagt eru viðfangsefni fjárlaga ríkis og fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Einhvern tíma kemur að því, að alþingi og ríkis- stjórn neyðast til að standa andspænis þeirri stað- reynd, að niðurstöðutala fjárlaga sé föst og fyrirfram ákveðin. Hún sé hreinlega byggð á pólitísku mati á hluta ríkisbús í þjóðarbúi. Þar með er komið upplagt tækifæri til að velja og hafna í einstökum þáttum ríkisbúskaparins. Þá er ekki reiknað á ímynduðum þörfum, nýjum eða hefðbundn- um. í staðinn er byggt á því fé, sem er til ráðstöfunar. Þegar til dæmis er búið að ákveða, að ríkið fái 6% þjóðartekna til rekstrar og 4% til fjárfestingar, er hægt að skipta fénu niður á einstaka þætti. Svo og svo mikið til menntamála, utanríkismála, landbúnaðarvitleysu o.s.frv. Þannig gætu stjórnmálaflokkarnir minnkað mögu- leika á hinu gífurlega tjóni, sem þeir nú valda almenn- ingi og atvinnulífi með gegndarlausri óskhyggju, er byggist á notkun þjóðartekna, sem ekki eru til. Horfur í Póllandi: GIEREK ER MIKILL VANDI ÁHÖNDUM — Getur hann fylgt slökunarstefnu innanlands án þess að styggja valdamenn í Kreml? Pólski kommúnistinn Gierek er eins og maður, sem fetar hættulegt einstigi. Ef hann hrapar fyrir björgin eru horfurnar svartar fyrir pólsku þjóðina. En takist honum að komast klakklaust yfir torfæruna getur hann orðið þjóðarhetja. • Fréttamenn á Vesturlöndum telja, að enn eigi Gierek það erfiðasta eftir, og ekki mundi það furða neinn ef hann félli. Hann á við ofurefli að etja, þar sem eru hans eigin verka- menn, og í annan stað pólitískir óvin,- ir innanlands og í þriðja lagi rússnesk yfirvöld. Vandinn, sem hann glímir við, cr að búa til nýtt kommúnistiskt þjóð- skipulag, sem betur hæfir þörfum pólsku þjóðarinnar en það núver- andi. Til þess að honum heppnist þelta þarf hann að efna loforð sín við pólska verkamenn án þess að styggja valdhafana í Kreml. Það hefur verið allt annað en létt fyrir Gierek að fást við mestu verk- föll, sem orðið hafa i austur-evrópsk- um verksmiðjum. Og enginn komm- únistaleiðtogi hefur þurft að veita jafnmiklar tilslakanir og hann i til- raunum sínum til að fá 250 þúsund verkamenn aftur til vinnu eftir tveggja mánaða óróaskeið. Standist hann þessa eldraun hefur hann skapað áhrifamikið fordæmi. Verður útvarpað frá guðsþjónustum? Gierek hefur gengið lengra í frjáls- ræðisátt en nokkur annar hreinhjart- aður kommúnistaleiðtogi i þau 63 ár, sem liðin eru, siðan byltingin í Rúss- landi var gerð. Á það sérstaklega við um rétt vcrkalýðsfélaga til sjálfræðis og til verkfalla. En þar fyrir utan féllst Gierck á að draga úr ritskoðun, sleppa pólitískum föngum úr haldi, afnema forréttindi flokksbrodda, hækka launataxta, efla félagslega að- stoð og auka matvælabirgðir. Það markar og tímamót, að kaþólsku kirkjunni, sem er mjög voldug i landinu, verður nú í fyrsta sinn veittur aðgangur að fjölmiðlum. Hugsanlega verður nú messum út- varpað á sunnudögum, en slíkt hefur ekki verið leyft hingað til. Verkalýðsleiðtogar lofuðu á móti að virða forræði kommúnistaflokks- ins og taka tillit til þeirrar stað- reyndar, að austurlandamæri lands- ins liggja að Sovétríkjunum. Enn- fremur að hafa í huga stöðu Póllands sem næststærsta rikis í Varsjár- bandalaginu, andsvari austurblokk- arinnar við Nató. Á pappirnum eru skilmálarnir ótví- ræð dreifing á valdi, frá miðstjórn- inni til verkamanna, en þess verður að gæta, að orðalagið er viða svo frjáls- legt, að það má túlka — og mistúlka — á marga lund. Enn er því óljóst, hvernig það muni virka í reynd. Brósnjef bíður átekta Það er skoðun vestrænna frétta- manna, að bæði Gierek og verka- menn muni fara gætilega fyrst í stað, minnugir þess hvernig farið hefur í grannríkjunum undir svipuðum kringumstæðum. Pólverjar kæra sig víst ekki mikið um vopnaða innrás Sovétmanna, enda voru Rússar erfðafjendur þeirra löngu áður en kommúnisminn var fundinn upp. En það virðist heldur ekkert óða- got á Bresnjef og almennt er búizt við, að sovétstjórnin muni biða átekta. Hún muni fylgjast vandlega með þróun mála í Póllandi, hvort Gierek takist að friða verkamenn án þess að laska samstöðu Pólverja og Rússa. Þegar Tékkar reyndu að breyta sinum stjórnarháttum biðu Sovét- menn aðgerðalausir í átta mánuði. Breytingar á efnahagskerfi leiddu af sér æ meiri breytingar í pólitik Tékka, og eftir þessa átta mánuði létu Sovétmenn til skarar skríða. Hvernig fór þá í Ungverjalandi? Sumir telja, að af leiðtogum Austur-Evrópuríkja hafi Janosi Kadar hinum ungverska tekizt bezt að halda jafnvægi milli óska þjóðar sinnar annars vegar og Sovétmanna hins vegar. Kadar þótti ekki spámannlega vax- inn, þegar hann komst til valda í Ungverjalandi í skjóli sovézkra skrið- dreka árið 1956. Hann var fordæmd- ur sem leppur Rússa. En fljótlega hófst hann handa um að sætta stríð- andi öfl innanlands, undir kjörorð- inu „Allir sem ekki eru á móti okkur eru með okkur.” Með því að standa staðfastlega með Sovétmönnum i utanríkismálum tókst honum að fá frið með innanlandsmál. Árangurinn varð frjálslegur kommúnismi, ekki eins þungur í vöfum og víða annars staðar. Margt getur gerzt í Póllandi á næstu mánuðum, og Gierek mun þurfa á allri ráðsnilld sinni að halda til að steypast ekki úr stóli. - IHH Gierek, leiðtogi Pólverja, þarf að biðja landa sina að gxta stillingar og Sovétmenn að vera ekki of tortryggnir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.