Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.04.1981, Qupperneq 5

Dagblaðið - 01.04.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. 5 SALA HAFIN A AFENGISDUFTI biðröð við Amuna í morgun þegar opnað var Áfengisduft hefur verið flutt til landsins í fyrsta sinn og hófst sala þess í verzluninni Ámunni, Ármúla 21 í morgun. Þegar í morgun höfðu fastir viðskiptavinir verzlunarinnar safnazt fyrir utan dyra og var hamagangur í öskjunni þegar lokið var upp. Með duftinu má gera mjög góð áfengiskaup bæði í dósum og pokum. Eins og fram kom í sjónvarps- þættinum, Nýjasta tækni og vísindi, nýlega, hafa Japanir þróað með sér tækni til framleiðslu áfengisdufts. Duft þetta kom fyrst til Norður- landanna núna fyrir helgina og hefur verið mikil sala í því. Þeir sem reynt hafa segja að sáralítill munur. sé á duftinu, blönduðu í vatni og venjulegu áfengi. Bæði er hægt að fá sterkar og veikar blöndur með þessum hætti. Einkaleyfi á duftinu hefur heild- sölufyrirtækið Humall hf. og fóru for- ráðamenn þess til Japans nýlega þar sem þeir tryggðu sér umboðið. Áman sérhinsvegarumsmásöluna. .jh Guttormur Einarsson, forstjóri Ámunnar: vGífurlegur spamaður f kaupum áfengisdufts” — þó ástæða til þess að vara fólk við — þvf neytendur verða ekki timbraðir Jónas reynir vfn úr poka og dós: „Rauðvínið kom þægilega á óvart” — hvítvfnið gersamlega ódrekkandi og írska viskflð gengur með sóda drekki þeir áfengi sem blandað er úr áfengisdufti „Ríkisvaldið hefur rekið krumluna enn lengra ofan í vasa almennings og með áfengisverðhækkuninni í gær keyrir um þverbak,” sagði Guttormur Einarsson forstjóri í Ámunni í morgun. „Alþýðubandalagsráðherrunum hefur verið sleppt of langt í stjórnarsam- starfinu og Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra gengur á lagið. Þessu offorsi ríkisvaldsins verður að mæta með þeim meðulum, sem þessir menn skilja. Það er nokkuð síðan ég lagði drög að innflutningi áfengis- duftsins. Sagt var stuttlega frá framleiðslu þessa dufts í sjónvarpinu fyrir nokkru. Tilraunir hafa staðið um nokkurra ára skeið með slíkt duft og náðu það langt fyrir áramót, að duftið hefur verið sett í framleiðslu. Það er samdóma álit vínsmakkara að vart megi greina mun á drykkjum úr áfengisdufti og venjulegu áfengi. Duft- ið er aðeins sett út í kalt vatn og hrært í. Það blandast þegar. Síðan er hægt að blanda drykkina á hefðbundinn hátt, með gosi, ávaxtasafa, sóda o.fl. Þrátt fyrir ákvæði í tollalögum um innflutning á áfengisdufti, er gifurlegur sparnaður í kaupum áfengidduftsins. Hægt er að fá það bæði í pokum og dósum. Við erum hér t.d. með 400 gr. dósir með viskídufti. Aðeins þarf um 40 gr. af duftinu í þriggja pela flösku, þannig að dósin dugar í tíu flöskur. Þessi dós kosta aðeins um 800 krónur. Hver viskíflaska er því á um 80 krónur, en eftir áfengishækkunina í gær kostar viskíflaskan í ríkinu um og yfir 200 krónur. Það þarf ekki mörg orð um það, hversu mikill sparnaður það er fyrir fólk, sem t.d. ætlar að halda veizlu, að kaupa duftið. Vitanlega er til mun ódýrara duft en þetta, þer sem boðið er bæði upp á létt- vínsduft og brennt. Nefna má sem dæmi að 100 gramma poki af Martini dry kostar ekki nema 18 krónur. Þessi poli dugar vel í þrjár flöskur, þannig að hver Martiniflaska kostar með því móti um 6 krónur. Nú eru hins vegar ódýrustu léttu vínin í ríkinu á 35 krónur. Með þessu er auðvitað alls ekki verið að hvetja til aukinnar drykkju, heldur að gera mönnum kleift að rækta með sér þá vínmenningu, sem hér hefur blessunarlega verið að þróast nokkur undangengin misseri. Ástæða er þó til að biðja fólk að fara varlega fyrst í stað, þrátt fyrir að Sameiginlegur fundur áfengisvarnamefnda: Sölubanns krafizt — fulltrúar nefndanna ganga á fund dóms- málaráðherraídag „Duftið kemur sem hrein viðbót. Vara ber sérstaklega við sölu áfengis- dufts og munu nefndirnar ganga á fund dómsmálaráðherra í dag og krefjast sölubanns. Áfengisvandi íslendinga er ærinn, þótt ekki sé apað allt nýtt eftir útlendingum”. Þessi var niðurstaða áfengisvarnar- nefnda Reykjavikur, Kópavogs og Seltjarnarness en þær komu saman síðdegis í gær þegar fréttist aðhefja ætti sölu á áfengisdufti í Ámunni. Ekki náðist í Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra í morgun. 4H. Guttormur Einarsson forstjóri: „Ríkis- valdið hefur rekið krumluna enn lengra ofan f vasa almennings með áfengis- verðhækkunini f gær. hér sé um mjög vandaða vöru að ræða. Það er eitt atriði, sem komið hefur fram við síendurteknar tilraunir erlendis sem gæti orðið hvetjandi til nokkuð mikillar drykkju. Hún er sú, að neytendur verða alls ekki timbraðir, drekki þeir áfengi, sem blandað er úr á- fengisdufti. Sala á duftinu hefst hjá okkur í dag. Við eigum enn eftir að fá nokkrar tegundir, en þær koma alveg á næstunni. Við getum þó afgreitt allar algengar áfengistegundir nú, en lagerinn er enn nokkuð af skornum skammti. Menn verða því að koma snemma dagsins. Það má búast við nokkuð mikilli bílaumferð og því verður umferðarstjórnun við verzlunina að Ármúla 21. Þá höfum við fengið heimild hjá Brimborg, Daihatsu-umboðinu fyrir notkun á bílastæðum. Verði biðröð út úr verzluninni bið ég fólk að mynda biðröð niður i portið hjá okkur og síðan upp með Daihatsu- umboðinu,” sagði Guttormur. -JH. „í þessari litlu prófun reyndi ég rautt vín úr dós, hvítt úr poka og viskíduft, írska blöndu,” sagði Jónas Kristjánsson ritstjóri. Jónas er þekktur fyrir vínsmökkun sina í Vikunni og fékk Humall hf. ritstjór- ann til þess að reyna gæði vinsins. Jónas Kristjónsson: „Varast ber að taka ber bæði úr suður- og notðurhllðum”. „Þessi prófun ætti að gefa nokkra mynd, en er að sjálfsögðu ekki tæm- andi. Óhætt er að segja að hvítvinið var gersamlega ódrekkandi. Það var likt því að drekka vín úr flösku, sem staðið hefur opin í viku. Vínið var svo að segja lyktarlaust og auk þess ofdökkt. írska viskíið var drekkandi, en þó ekki líkt betri viskítegundum. En hálffullir íslendingar á öldurhúsum ættu að koma þvi niður. Lítill munur finnst á því og öðru viskii ef það er blandað sóda. En rauðvínið kom þægilega á óvart. Liturinn var dimmur, dálítið gruggugt og það hafði höfugan blómailm. Þetta vin líktist talsvert hinu ódýra Trakia. Þetta vin fengi hiklaust einkunnina 7 og jafnvel 8 ef lyktin héldist betur. Það má segja að víhið sé bæði þungt og milt í senn og helgast það sjálfsagt af blöndun berja við duftgerðina. Varast ber að taka ber bæði úr suður- og norðurhlíðum. Grugg var í botni er þetta vin var smakkað og bragðaðist það ekki illa.” -JH. Mazda 929 Sport 1977. Brúnsans- eraður, ekinn 68 þús. km. Fallegur bill. Verð kr. 55 þús. Mazda 626 (1600) 1980. Blásanser- aður, ekinn 20 þús. km, beinsk. Verð kr. 78 þús. Einnig Mazda 626 (2000) 1979. Blásanseraður, ekinn aðeins 11 þús. km, sjálfskiptur. Verð kr. 80 þús. sliEii Oldsmobile Cuttlas coupé 1977. Hvitur m/vinyltopp, 6 cyl. sjálfsk. m/öllu. Glæsilegur sparneytinn sportbill. Verð kr. 80 þús. (Skipti mögulega á BMW). ILA- MARKAÐ- URINIM GRETTISGÖTU sími 25252 Rauður. Honda Accord 1979. Kremgulur, 4ra dyra, 5 gíra beinskiptur, ekinn 17 þés. km. Verð kr. 92 þús. Peugeot 504 station m/dísilvél 1978. Grseaa, 7 manna bíll i toppstandi. Verðkr. 110 þús. Citroén CX 2400 Pallas 1978. Gullfallegur, beinskiptur, ekinn aðeins 21 þús. km. Verð kr. 120 þús. Wagoneer disil 1973. Grænn, Trader disilvél, gott ástand, vegamælir. Verð kr. 52 þús. Sldpti athugandi. Dátsun pickup 1977. Ekinn 44 km. Verð kr. 46 þús. „FramdrifsbOI”. GMC (35) Rally Wagon 1977. Rauðbrúnn, 8 cyl. (350) in/öllu, 11—12 manna. Eftirsóttur fjallabíll. Verð kr. 90 þús. Skipti möguleg. Subaru 1600 station 4 WDR. árg. 1978. Rauður. Verð kr. 58 þús. Skipti athugandi á ódýrari bíl. Daihatsu Charade Runabout 1980. Silfurgrár, ekinn 9 þús. km. Verð kr. 64 þús. (Eingöngu skipti á amerisk- um bil á svipuðu verði). Galant 1600 GL station 1980. Blá- sanseraður. MIKIL SALA Mazda 323 station 1980. Hvitur, ek- inn 11 þús. km. Verð 75 þús. Sem nýr. Ford Mustang 1969. Blásanseraður, 8 cyl. (357), sjálfsk. Sportbill í góðu lagi. Verð kr. 38 þús. Wartburg 1978. Brúnn, ekinn aðeins 15 þús. km. Snjódekk + sumardekk. Verð kr. 27 þús. m m u Ford Escort 1300 1978. Drapplitur, ekinn 24 þús. km. Verð kr. 52 þús. Range Rover 1973. Drapplitur, bfll i góðu standi. Verð kr. 75 þús. Jfm Honda Accord EX 1980. Silfurgrár, 3ja dyra, sjálfskiptur, aflstýri o.fl. (m/öllu). Ekinn 17 þús. km. Verð kr. 102 þús. SÉ BÍLLINN Á STAÐNUM SELSTHANN FLJÓTT Lada Sport 1979. Rauður, ekinn 39 þús. km, silsalistar o.fl. Verð kr. 65 Qronco 1974. Grænsanseraður, 0 cyl. beinsk., nýjar hliðar og bretti. Fallegur jeppi. Verð kr. 58 þús.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.