Dagblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981. 3 ÞAÐ ER HÆGT AB MIS- SKIUA ALLA HLUTI —ef fólkvill ekki setja sig inn í hlutina, segir formaður Ijósmyndarafélagsins Þórlr H. Óskarsson, form. Ljós- myndarafélags íslands, skrifar: Seinni part sl. vetrar efndu Ljós- myndarafélag fslands, Hans Petersen hf. og dagblaðið Visir til samkeppni um „skemmtilegustu barnamynd- ina”. Fyrirkomulag þessarar keppni var að mestu eða nær öllu Ieyti sótt til Kodak í Bretlandi þar sem fulltrúi frá þvi fyrirtæki kom hingað í febrúar 1980 til að kynna fslenzkum ljós- myndurum hvernig slik keppni hefði gengið fyrir sig i ýmsum - löndum. Virtist þetta fyrirkomulag í alla staði hið athyglisverðasta. Var þvi ráðizt i að halda samkeppni hér á landi með svipuðu sniði. Þvi miður virtust nokkrir misskilja auglýsingu þá sem hönnuð var í sam- bandi við keppnina. Þó tekur stein- inn úr þegar „húsmóðir á Akranesi” skrifar i Dagblaðið rúmum 3 mánuðum eftir að keppninni lauk og telur aðstandendur keppninnar hafa staðið að óheiðarlegri auglýsingu. Auglýst var ókeypis myndataka og vill undirritaður standa og falla með þvi að einungis sjálf myndatakan var ókeypis eða hvað kallast það þegar fólk getur farið inn og látið mynda ' .......... Hri*«»d's,l,,a barnið sitt án nokkurra skuldbind- inga, komið svo eftir viku eða svo og skoðað 2 myndir í stærðinni 18x24 cm og átt þess kost að kaupa þær á sama verði og greiðist fyrir næstu stærð fyrir neðan (13x18 cm). Myndatakan er eftir sem áður ókeypis. Og hvað með ljósmyndar- ann sem tekur þá áhættu að við- skiptavininum líki myndirnar ekki og þakki fyrir sig og gangi út? Er slfkt ekki nokkur áhætta? Hvaða stétt i þessu landi tekur að sér að vinna án þess að eitthvað komi á móti? Svari þvi bver fyrir sig. Umrædd samkeppni var í marga staði mjög ánægjuleg og þvi ekkert til fyrirstöðu að út 1 slikt verði farið aftur. Vissulega verða ýmsir van- kantar afsniðnir í ljósi þeirrar reynslu sem þátttakendur hafa hlotið. „Húsmóðir á Akranesi” segir í grein sinni að ljósmyndarinn á Akra- nesi sé eini ljósmyndarinn sem ekki hafi tekið þátt 1 þessari keppni. Þama er annar misskilningur á ferðinni og vill undirritaður nota tækifærið til að lýsa yfir vonbrigðum sinum með að ekki skyldu allir félagsmenn Ljós- myndarafélags íslands treysta sér til að taka þátt í keppninni, þ.e.a.s. þeir sem á annað borð taka barnamyndir. „Húsmóðir á Akranesi” segir enn- fremur að hún hafi tekið sér frí úr vinnu til að fá ókeypis myndatöku í Reykjavik. Vill undirritaður benda henni á að liklega hefði verið ódýrara að kaupa heila myndatöku með 12 myndum heldur en að taka sér ferð á hendur til Reykjavikur til að fá ókeypis myndatöku sem kynnt var á þann hátt að aðeins væru teknar 2 uppstillingar. Undirritaður vill sann- færa bréfritara um það að svo sannarlega nægja 5—6 minútur til að ná 2 góðum myndum af barni sem er „skemmtilegt”. Hafi ljósmyndarinn verið fúll og leiðinlegur þá held ég að fólk ætti að velta fyrir sér hvort ekki taki nokkuð á taugarnar að mynda fjöldann allan af börnum sem eru misjafnlega sam- vinnuþýð („skemmtileg”). Að lokum vil ég lýsa því yfir að mér finnst miður að viðkomandi aug- lýsing skuli hafa verið misskilin en held þó að hægt sé að misskilja alla hluti ef fólk er ekki reiðubúið til að setja sig inn í hlutina og kynna sér hvað að baki liggur. Ef húsmóðir á Akranesi” er reiðubúin til að benda mér á einhverja stétt í þessu landi, sem býður þjónusta sína án þess að hafa eitthvað í aðra hönd, þá skal ég kynna slik sjónarmið fyrir minni stétt. íy’éí opurnmg dagsins Hefur orðið breyting f Borgarnesi með til- komu Borgarfjarðar- brúarinnar? (Spurt (BorgamMl) Jóhannes Jóhannesson, starfsmaður Loftorku sf.: Það er meiri umferð en tilkoma brúarinnar er fremur til góðs en hitt. Meira er að gera fyrir verzlan- irnar og hótelið. Eitthvert ónæði er þó af umferðinni að næturlagi en lítið er farið að reyna á það. Sigriður Andrésdóttlr neml: Það er miklu meiri umferð. Þessi breyting hefur orðið til bóta og ég finn ekki fyrir ónæði. Birna Jakobsdóttir hjúkrunarfræðing- ur: Já, það er meiri umferð, sem leiðir raunar af sjálfu sér. Sumum finnst e.t.v. ónæði af umferðinni en mér finnst bæjarbragurinn alla vega ekki verri. Það er enn ekiö i gegnum bæinn en það á að breytast. Reiðhjóli stolid á útimarkaðinum Sl. miðvikudag var reiðhjóli stolið á útimarkaðnum á Lækjartorgi. Eigandi hjólsins lagði það frá sér við upplýsingatuminn og sneri sér frá því eitt augnablik, i næstu andrá var hjóliö horfið. Reiðhjólið er 3ja gira Raleigh Grifter og er blátt að lit. Hjólið er 3 ára gamalt og er hnakkurinn farinn að láta á sjá, einnig annar pedalinn skemmdur. Eigandinn, sem er 12 ára gamall og vinnur á útimarkaðnum, biður þá sem gætu gefið einhverjar upplýs- ingar um hjóliö að hafa samband við DBÍsima 27022. hafa einstæðar mæður? Einstæð móðlr hringdl: Hér á Djúpavogi var verið að selja ibúð sem byggð var á vegum hreppsins. Ég sótti um íbúðina en fékk hana ekki. Annar umsækjandi, sem á ágætt hús fyrir, fékk ibúðina og því spyr ég: Hvaða rétt hafa ein- stæðar mæður i málum sem þessum? Sitja þær aldrei fyrir, jafnvel þó að þær séu sama sem á götunni? Fimm til sex minútur nægja svo sannarlega til að taka myndir af „skemmtilegu” barni, scgir formaður Ijósmyndarafélagsins í svari til húsmóður á Akranesi. Herdls Guðmundsdóttlr húsmóðir: Það er meiri umferð en að öðru leyti lítil breyting. Eggert Eggertsson, Ambjargaríæk: Umferðin hefur að sjálfsögðu breytzt óskaplega mikið, brúin er svo nærri Borgarnesi. En það er mikil breyting að fara yfir hana í stað þess að fara upp hjá Hvítá. Unnur Þorgrimsdóttlr afgrelðslu- stúlka: Það er meiri umferö en var en mér finnst ekkert ónæði fylgja henni. ! Þessi breyting var áreiöanlega til góðs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.