Dagblaðið - 28.07.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1981.
4
r
DB á ne ytendamarkaði
Töf I, kotrur, lúdó,
matador, bridge-
spil og spáspil
—allt er þetta gott þegar rignir í sumarf rfínu
Eins og tíðin hefur verið í sumar er
varla hægt að reikna með glampandi
sól í sumarfríinu — og ráðlegt að
vera við öllu búinn þegar farið er í
sumarbústaðinn eöa útileguna.
Á markaðnum er mikið framboð
af spilum og leikþrautum. Margar
ritfangaverzlanir hafa gott úrval, en
Neytendasíðan brá sér i einu sérverzl-
un bæjarins, til Magna á Laugavegi
15.
Hann hefur hátt á annað hundrað
leikspil, frá Bandaríkjunum,
Englandi, Hollandi, Vestur-Þýzka-
landi og víðar. Árlega koma fram
nýjungar, en í raun virðast undir-
stöðuatriðin lítið breytast, þótt þau
birtist I nýjum útgáfum. Kinverska
dóminóið, sem byrjað var að spila á
20. öld fyrir Krist, selst mikið og
gamla kotran er núna tízkuspil.
„Kotran var mjög vinsæl af ís-
lenzkri borgarastétt um aldamótin
síðustu,” segir Magni, „og af henni
mun vera dregið orðið að vera kot-
roskinn.”
Lúdóið, matadorinn og spil þar
sem á að fara hættulega leið, þar sem
manni ýmist er hent áfram eða aftur
á bak, þetta er allt jafnvinsælt og það
var fyrir nokkrum áratugum.
Áhrif tæknialdar sjást þó í spilum
eins og Electro, sem er spurningaleik-
ur, tengdur lítilli rafhlöðu. Við rétt
svar kviknar rautt ljós. Og í rök-
hyggjuspilum eins og Black Box á að
raða kúlum eftir svipuðum lögmálum
og þeim sem gilda í uppbyggingu
mólekúla og atóma.
En þrátt fyrir efnishyggjuna þá eru
Einkum fyrir f ullorðna—og þó?
Solitaire, sagn-
fræðileg hernaðar-
spil og svo auðvit-
að taflið bezt af öllu
Fyrir fullorðna má fyrst telja spil
fyrir þá sem sitja einir, eins og
Solitaire, sem fundið var upp af
fanga nokkrum til dægrastyttingar.
Það kostar frá kr. 81—223. Fyrir
einn er líka Tangram, flisin sem kín-
verskur guð á að hafa misst á gólfið
endur fyrir löngu, og er hægt að raða
brotunum saman á ótal vegu (kr. 79).
Sagnfræðileg hernaðarspil fyrir
3—5 spilara eru vinsæl i Bandaríkj-
unum nú. Þeir sem æstastir eru leigja
sér mótel frá föstudagskvöldi til
sunnudags til að vera í friði við spila-
mennskuna og taka fyrir ákveðnar
styrjaldir, Rósastrlöið á Bretlandi á
15. öld, Napóleonsstyrjaldirnar eða
fyrri heimsstyrjöld (hvert stríð kr.
198).
Þá má nefna ýmis rökhyggjuspil,
t.d. Black Box, þar sem kúlum er
'raðað eftir svipuðum lögmálum og
gilda i uppbyggingu mólekúla og
atóma (kr. 150), og grindaspil þar
sem á að koma lituðum plötum í
raðir eftir vissum relgum, eins og
„Slide 5” og „Fjórir í röð” á kr. 155.
Taflið gnæfir auðvitað langt yfir
aðrar hugvitsþrautir og ætti alls
staðar að vera með i för, hvort sem
menn vilja fá sér vasasegultafl fyrir
aðeins 26 krónur eða borð úr hnotu
og taflmenn úr rósaviði á 1300 kr.
Vestur-þýzkar skákklukkur, BHB,
kosta 460 krónur. Og síðan má rigna
eins og vill!
Reyndar má geta þess að í gamla
daga voru oft kotruborð teiknuð
aftan á taflborðin, og nú er kotran að
komast aftur í tízku og nefnist að
visu „backgammon” og fæst á kr. 71
upp I kr. 665.
spáspilin, eins og gömlu tarot-spilin
vinsæl. „Ég sel pakka af þeim í
hverjum degi,” sagði Magni, „og
kaupendurnir eru ekki sizt piltar á.
aldrinum 17 til 19ára.”
Taflborð úr hnotu og menn úr rósaviv. >g kotra, eða backgammon, úr flaueli
og leðri.
Fyrir börn 3ja til 10 ára:
Svartipétur og spil þar sem keppt
er hver verður
fyrstur á leiðarenda
Handa börnum á aldrinum 3ja til 6
ára fást svarta'plétursspil á 19 kr.
Þau eru með myndum úr Grimms
ævintýrum, tveim og tveim eins, og
þá er um að gera að safna sam-
stæðum. Ofurlítið flóknara er veiði-
mannsspilið með fjórum sam-
stæðum.
Myndabingó, þar sem börnin læra
að telja frá 1 upp í 6 eru á boðstólum
og eins 5 tegundir af lúdó, á verðinu
kr. 16 upp í kr. 65.
Einfalt er líka ameríska spilið
Candyland (kr. 92) þar sem komast
þarf ákveðna leið með ýmsum hindr-
unum.
í þeim sama stíl er til fjöldi spila
fyrir eldri börn, á aldrinum 6—10 ára
fást sænsku spilin Emil í Kattholti og
öskubuska, með íslenzkum áletrun-
um, á kr. 39. Einnig „Konunglega
gæsaspilið” sem hefur verið vinsælt 1
Bretlandi síðustu 250 árin (kr. 69),
Slönguspilið alkunna (kr. 59),
Draugakastalaspil (kr. 95).
öðruvísi er Electro-spilið með 216
spurningum. Það er sérhannað fyrir
islenzkan markað og krakkarnir læra
af því að þekkja umferðarmerkin,
ýmis blóm, staði og fleira. í þvl er
rafhlaða, svo við rétt svar kviknar
rautt ljós. Verð kr. 52, en svo er hægt
að kaupa aukaspjöld með léttari
spurningum fyrir allra yngstu börnin.
mm
„Konunglega gKsaspllið” barst til
Englands árið 1725 og hefur verið
vinsælt þar I landi allar götur síðan.
Hver keppandi á að koma sinni litlu
gæs eftir þreföldum hringnum inn í
miðju. DB-myndir: Sigurður Þorri.
Fyrir stálpaða krakka og alla f jölskylduna:
Sjóorrustur, efnahags-
spilið íslenzka og eld-
gamalt kfnverskt dómínó
Grindaspllin „Sllde 5” og „Fjórir I röð”.
Fyrir stálpaðri krakka er um margt
að velja. Vinsælt er Draculaspilið
(kr. 150). Allt að fjórir spilarar þurfa
að fara gegnum bústað þessarar
óvættar og blóðsugur elta þá og of-
sækja.
Sjóorrustan, sem mikið var spiluð í
gagnfræðaskólum hér áður fyrr, með
blýanti og rúðustrikuðum pappir, er
komin á markaðinn með sjó og
skipum úr plasti og kostar kr. 345.
„öll spil sem talin eru krefjast hugs-
unar eru 1 háum tollflokki — 80%
tollur og 24% vörugjald,” segir
Magni, „en teningaspil sem talin eru
byggjast á heppni spilarans eru i
lægra tollflokki, aðeins 20%.”
Jæja, þar kom að því að flótti
undan leiðinlegri kennslu var viður-
kenndur sem hugvit — en merkilegir
eru þessir tollmúrar, ég segi ekki
meira.
Flóknari et Stratego. Þar berjast
tveir spilarar hvor með sínum 40
manna her. og sá sem nær fána and-
stæðingsins vinnur. Þetta spil er af
hollenzkum uppruna og er spennandi
fyrir áhorfendur, því leikararnir sjá
ekki menn hvor annars nema að tak-
mörkuðu leyti. Verð kr. 195—242
eftir því hve mikið er í spilið borið.
Fjöldi annarra spila er í þessum
fiokki, svo sem leynilögregluspilirt
InterpologCluedo.
Af íslenzkum spilum hafa Útvegs-
spilið og Söguspilið notið mikilla vin-
sælda, en eru bæði uppseld. Land-
námsleikur, gefinn út af Ríkisútgáfu
námsbóka, hefur hins vegar þótt tyrf-
inn, saminn meira af sjónarhóli
fræðslu en leikgleði, en kostar kr.
195.
„En Efnahagsspilið er mjög
skemmtilegt,” segir Magni. „Það er
svipað og matador, en fjölþættara og
fyndið. Á einum reit stendur til
dæmis: „Ný ríkisstjórn tekur viö —
ekkert gerist” og á öðrum „Þú ferð
að verzla með íslenzkt smjör og
græðir 15 milljónir” eða eitthvað í
þeim dúr.
Efnahagsspilið kostar kr. 99, en
gamli matadorinn þar sem götur og
fyrirtæki í Reykjavík eru til sölu
kostar kr. 139. Ensk útgáfa þar sem
maður getur eignazt hálfa London, ef
heppnin er með kostar 219 kr.
Þarna erum við nú eiginlega komin
út í spil, sem öll fjölskyldan getur sezt
í kringum. Eitt vinsælasta fjölskyldu-
spilið í Ameríku núna heitir „Game
of Life”, er fyrir 2—8 spilara og
snýst um fjármál eins og matador, en
segir sögu launþegans frá vöggu til
Kassi með sjóorrustuspili. Krakk-
arnir sjá ekki staðsetningu skipa
hver annars.
grafar. Þar eru ýmist útborgunar-
dagar eða afborganir á víxlum, hagur
af barnalífeyri eða tjón af innbrotum
o.s.frv. Verð kr. 220.
Af öðrum toga er hornskákin kín-
verska sem fæst í ýmsum útgáfum,
frá kr. 65 til kr. 400, og annað merki-
legt kínverskt spil sem tveir til tiu geta
tekið þátt 1 og heitir d'óminó. Það er
talið að fyrst hafi idóminó verið
spilað í Kína tuttugu öldum fyrir
Krist, en það hefur staðizt tímans
tönn og selst mikið f Reykjavík i dag,
enda verðið hagstætt, kr. 26—84 kr.
V