Dagblaðið - 21.10.1981, Page 14

Dagblaðið - 21.10.1981, Page 14
JJAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir gþróttir Iþróttir Badminton: Gentöfte Evrópumeist- ari félagsliða Gentöfte frá Danmörku vann örugg- an sigur á Evrópumóti félagsliða i Kaupmannahöfn um helgina en eins og frá hefur verið skýrt var TBR þar meðal keppenda. Danska liðið tapaði einungis einni viðureign i allri keppninni, gegn hollenzku meisturun- um i undanúrslitunum en leiknum lauk 6—1 fyrir Danina. 1 hinum undanúrslitaleiknum mætt- ust Aura frá Svíþjóð og Wimbledon frá Englandi og sigruðu Svíarnir 5—2. í lið Wimbledon vantaði Steven Baddeley og Martin Dew, sem léku hér á landi á dögunum, en þeir voru að leika á móti i Skotlandi um helgina. Fjarvera þeirra veikti lið Wimbledon nokkuð. Til úrslita í keppninni léku því Gen- töfte og Aura og vann Gentöfte 7—0. -VS. ^' Badminton: Englendingar sigruðu Svía Englendingar unnu öruggan sigur á Svíum I fyrsta af fjórum landsleikjum þjóðanna i badminton karla i Chester, Englandi, á mánudag. Leiknum leuk 5—0 þrátt fyrir að sjálfur Englands- meistarinn, Ray Stevens, gæti ekki leikið vegna meiðsla. Sæti hans í ein- liðaleiknum tók Kevin Jolly. Stevens lék þó með i tvíliðaleik. Úrslit í einstökum leikjum urðu þessi: Kevin Jolly — Thomas Kihlström 15—415—12 Steven Baddeley — Thomas Petterson 15—4 15—11 Nick Yates — Ulf Johansson 15—5 15—8 Mike Tredgett/Mardn Dew — Thomas Kihlström / Stefan Karlsson 15—7 15—5 Steven Baddley/Ray Stevens — Christian Lungberg / Claes Nordin 18—4 15—9 Ulrike Meyfarth, sem varð olympíumeistari i hástökki kvenna á ólympíu leikunum i Miinchen 1972, vakti mikia athygli á stórmótum sumarsins f frjálsum íþrótturn. Ekki hefur mikið borið á henni siðan á ólympiuleikunum þar til f sumar, að hún setti nýtt vestur-þýzkt met f hástökkinu. Stökk 1,96 metra. í Evrópubikarkeppninni í Zagreb sigraði hún. Stökk 1,94 m og þessi hávaxna stúika er iikleg tii mikilla afreka i framtfðinni. Á afrekaskránni f sumar varð Ulrike Meyfarth f 3.—6. sæti með 1,96 m. Handknattleikur í kvöld: STORLEIKUR VIKINGS 0G FH í LAUGARD ALSHÖLL Það verður stórleikur i handknattleiknum i Laugardalshöll i kvöld. Þá leika Vfkingur og FH f 1. deild karla og þar verður áreiðan- lega ekkert gefið eftir. Leikurinn átti upphaf- lega að vera sfðasti leikurinn i fyrri umferð mótsins eða nánar tiltekið sjöunda janúar 1982 í sjöundu umferðinni. Vegna óska frá félögunum, sem bæði taka þátt i Evrópu- keppni í handknattleiknum, var leikurinn færður fram. íslandsmeistarar Víkings hafa ekki byrjað vel í íslandsmótinu. Unnu þó Þrótt í fyrsta leik mótsins með tveggja marka mun, 18— 16, og það var 29. leikur Víkings í röð á mótínu án taps. Reyndar aðeins tapað einu stigi i þessum 29. leikjum. í 2. umferð mótsins í fyrrahaust gegn KR.Jafntefli 11 — 11. Unnið alla hina leikina 28 að tölu. í 2. umferð mótsins nú tapaði Víkingur hins vegar fyrir Val 16—19 og tókst því ekki að leika 30 leiki án taps á íslandsmótinu. En að tapa ekki leik í rúm tvö ár er nær einstæður árangur á íslandsmótínu. FH hefur byrjað á mótinu nú með tveimur sigrum og er í efsta sæti ásamt KR og Val með fjögur stíg. Mótherjar FH voru „léttir” í þessum umferðum. Fyrst sigur á HK 30— 22, síðan á KA 29—23. Það reynir því i fyrsta skipti verulega á FH-piltana í kvöld. Þeir bjuggu sig vel undir mótið. Fóru meðal annars i keppnisför tíl Danmerkur og náðu þar ágætum árangri. Á íslandsmótinu siðasta sigraði Víkingur FH í báðum leikj- unum, 22—16 í Laugardalshöll, og með eins marks mun í íþróttahúsinu í Hafnarfirði 20—19. í keppninni um sæti í hinni nýju IHF-keppni í vor vann FH hins vegar Víking. FH hefur ungu liði á að skipa ásamt nokkrum leikreyndum köppum og þjálfari er Geir Hallsteinsson, sem nú hefur alveg lagt skóna á hilluna í handknattleiknum. Nýr leikmaður leikur með Víking i kvöld, Hilmar Sigurgíslason, sem gekk til liðs við Víking i september. Leikreyndur kappi, sem um árabil var einn af máttarstólpum HK- liðsins í Kópavogi. Hilmar verður i nýju hlut- verki í kvöld sem linumaður og verður at- hyglisvert að sjá hvernig hann fellur inn í liðið. En hvað sem því líður má búast við miklum baráttuleik á fjölum Laugardals- hallarinnar í kvöld. Stórsigur Islands —í unglingalandsleik gegn Hollandi, 78-54 „Ég hef aldrei séð aðra eins baráttu í liði sem ég hef stjórnað,” sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari eftir leikinn í Borgarnesi i gærkvöldi. „Þetta er sögu- leg stund í íslenzkum körfuknattleik, stórsigur gegn einu af sterkustu ungl- ingalandsliðum I Evrópu. Ég vil sér- staklega þakka áhorfendum hér I Borg- arnesi, húsið var troðfullt og stuðn- ingur þeirra stórkostlegur,” sagði Einar. Já, Einar má vera stoltur af strákun- um sínum. Að sigra Holland 78—54 er mikið afrek og sýnir svo ekki verður um villzt að íslenzkur körfuknattíeikur er á stöðugri uppleið. íslenzku piltarnir Loks tapaði Oldham Úrslit í ensku knattspyrnunni í gær- kvöldi urðu sem hér segir: 2. deild Charlton—Oldham 3—1 3. deild Bristol City—Reading 2—0 Doncaster—Lincoln 4—1 Fulham—Exeter 4—1 Gillingham—Portsmouth 4—2 Huddersfield—Carlisle 2—1 Newport—Millwall 1—1 Preston—Burnley 1 — 1 Walsall—Swindon 5—0 Wimbledon—Plymouth 2—1 4. deild Aldershot—Bournemouth 2—0 Bury—Wigan 5—3 Colchester—Hereford 4—0 Darlington—Halifax 1—1 Scunthorpe—Hull 4—4 Sheff. Utd.—Mansfield 4—1 Tranmere—Hartlepool 1—0 York—Blackpool 0—4 Fyrsta tap Oldham en liðið varð síðast allra deildaliðanna til að tapa leik. Martin Robinson og Billy Lands- downe skoruðu fyrir Charlton en eitt markið var sjálfsmark. Jim Steel Vetrardagsmót unglinga 1981 Vetrardagsmót unglinga í badminton verður haldið i húsi TBR laugardaginn 24. okt. næstkomandi og hefst mótið kl. 3 e.h. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik eftirtalinna flokka: Hnokkar-tátur (f. 1969 og siðar) kr. 30 pr. grein Sveinar-meyjar (f. 1967 og ’68) kr. 40 pr. grein Drengir-telpur (f. 1965 og ’66) kr. 50 pr. grein Piltar-stúlkur (f. 1963 og ’64) kr. 55 pr. grein Þátttökutilkynningar skulu hafa borist Unglingaráði TBR fyrir mið- vikudaginn 21. okt. ENN STEKKUR SUITALSKA HÆST Enn er Sara Simeoi, hcimsmethafinn og ólympiumeistarinn frá Ítalíu, bezt i há- stökkinu kvenna. Þó nokkuð frá heims- meti sínu og meiðsli siðari hluta sumars settu strik i reikninginn hjá henni. Engin heimsmet voru sett i stökkgreinum kvenna I frjálsum íþróttum i sumar en eitt heims- met leit dagsins Ijós I köstum. Búlgarska stúlkan Antonetta Todorova, sem aðcins er 18 ára, kastaði spjótinu 71.88 metra. Hafði þar mikla yfirburði en i öðru sæti varð enska blökkustúlkan Tessa Sanderson. Það er nýtt að blökkustúlkur veki athygli I köstum. Fjögur heimsmet voru sett í sjöþraut i sumar. Fyrst Jane Frederick, USA, þegar hún náðl 6166 stigum. Siðan Nadesjda Vinogradova, Sovétrikjunum, sem hlaut 6212 stig. Þá kom að austur-þýzku stúlk- unni Ramonu Neubert að stórbæta mctið. Fyrst i 6621 stig og síöan i 6716 stig. Árangur stúlkna í stökkum og köstum og sjöþraut i sumar fer hér á eftir. Hástökk 1,97 Sara Simeoni, ítalíu 1,97 Pamela Spencer, USA 1,96 Charmaine Gale, S-Afríku 1,96 Kerstin Dedner, A-Þýzkal. 1,96 Ulrike Meyfarth, V-Þýzkal. 1,96 Tamara Bykova, Sovét. 1,95 Joni Huntley, USA 1,95 AndreaReichstein, A-Þýzkal. 1.95 Ljudm. Sjetsjeva, Búlgaríu Langstökk 6.96 Jodi Anderson, USA 6,91 AnisoaraCusmir, Rúmeniu 6,91 Heike Daute, A-Þýzkal. 6,90 Ramon Neubert, A-Þýzkal. 6,89 SiegridUlbricht, A-Þýzkal. 6.88 Anna Wldarczyk, Póllandi 6,83 Tatjn Kolpakova, Sovét. 6,83 Margarita Butkiene, Sovét. 6,80 Tatjana Skatsjko, Sovét. 6,77 Karin Hánel, V-Þýzkal. Kúluvarp 21,61 Ilona Slupianek, A-Þýzkal. 21,57 HelenaFibingerova.Tékkósl. 21,14 Ines Mtlller, A-Þýzkal. 21,09 Verzh. Veselinova, Búlgaríu 21,08 MargittaPufe, A-Þýzkal. 21,01 Helma Knrscheidt, A-Þýzkal. 19.92 Mihaela Loghin, Rúmeníu 19.75 Cordula Schulze, A-Þýzkal. 19,56 S. Kratsjevskaja, Sovét. 19.54 ZdenkaBartonova, Tékkósl. Kringlukast 71,46 Evelin Jahl, A-Þýzkal. 71,30 Maria Vergova, Búlgaríu 69.86 Val. Khartsjenko, Sovét. 69,70 GalinaSavinkova, Sovét. 68.92 Flor. Craciunesce, Rúmeníu 68.76 Giesela Reismítller, A-Þýzkal. 67,48 Margaret Ritchie, Bretlandi 67,38 Irena Meszynski, A-Þýzkal. 67,12 Petra Sziegaud, A-Þýzkal. 66.54 Maria Betancourt, Kúbu Spjótkast 71.88 AntoanetaTodorova, Búlgaríu 68.86 Tessa Sanderson, Bretlandi 67,24 Ute Hommola, A-Þýzkal. 66,60 PetraFelke, A-Þýzkal. 66,34 TiinaLillak, Finnlandi 66,08 Rositha Potreck, A-Þýzkal. 65.82 Fatima Whitbread, Bretlandi 65,56 Ingrid Thyssen, V-Þýzkal. 64.82 Loelita Blodnietse, Sovét. 64,62 AntjeKempe, A-Þýzkal. Stig sjöþraut 6716 Ramona Neubert, A-Þýzkal. 6357 Samine Everts, V-Þýzkal. 6320 Jek. Gordienko, Sovét. 6308 Jane Frederick, USA. 6296 Malg. Guzowska, Póllandi 6260 Anke Vater, A-Þýzkal. v 6223 Heidrun Geissler, A-Þýzkal. 6212 Nad. Vinogradova, Sovét. 6210 SabineMöbius, A-Þýzkal. 6172 Ute Rompf, A-Þýzkal. Sara Simeoi, Ítaliu, heimsmethafl i hástökki kvenna. Hún varð ólvmpíumeistari á Moskvuleikunum 1980 og hefur oröið Evrópumeistari. svaraði fyrir Oldham. Charlton komst þar með i 5. sæti i 2. deild en Oldham er í þriðja. Doncaster er nú efst í 3. deild, Walsall í 2. sæti. í 4. deUd hefur Bradford 28 stig, Blackpool og Bury 25 hvort og Sheffield United 23. í gærkvöldi rak Bristol Rovers stjóra sinn, Terry Cooper, fyrrverandi lands- liðsbakvörð úr Leeds. Bobby Gould tekur við stöðu hans. -VS. Gert Jörgensen, leikur hann með Pétri Péturssyni hjá Anderlecht? Anderlecht skoðar danskan markaskorara Belgísku meistararnir, Anderlecht, lið Péturs Péturssonar, fylgjast nú með markahæsta leikmanni dönsku 1. deildarinnar, Gert Jörgensen hjá B. 1901. Danski landsUðsmaðurinn Morten Olsen, félagi Péturs hjá Anderlecht, vakti athygli Belganna á Jörgensen og gefur landa sínum góð meðmæli. Út- sendari frá félaginu fylgist nú með hinum 24 ára gamla Dana sem hefur skorað 20 mörk í dönsku 1. deildinni í ár. -VS. höfðu forystu allan leikinn, minnst munaði 16—14, en í hálfleik höfðu þeir 9stiga forystu, 42—33. Þegar 6 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik settu strákarnir allt á fullt og skoruðu 30 stig gegn 13 það sem eftir var leiksins. Varnarleikur íslenzka liðs- ins var mjög góður og sóknin gekk mun betur upp en í fyrsta leiknum. Viðar Vignisson, sem átt hefur við meiðsU að stríða að undanförnu, náði sér vel á strik, hirti ógrynni af fráköstum fyrir framan nefið á hinum hávöxnu Hol- lendingum og var stigahæstur með 18 stig. Valur Ingimundarson og Axel Nikulásson skoruðu 16 hvor, Hálfdán Markússon, sem lék sérstaklega vel í vöminni, skoraði 4, og Leifur Gústafs- son, Páll Kolbeinsson og Hjörtur Oddsson 2 hver. Fyrirliðinn Van Noord og Botse skoruðu mest fyrir Holland, lOstig hvor. Liðin mætast í þriðja sinn í Keflavík í kvöld og hefst leikurinn þar kl. 20. -VS. Arsenal tapaði ÍUEFA Úrslit leikja í 2. umferð UEFA- bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær- kvöldi: í Genk: — Winterslag, Belgíu- Arsenal, Englandi 1—0 (0—0), Berger. Áhorfendur. í Graz: — Sturm Graz, Austurríki- Gautaborg, Svíþjóð 2-2 (2-1). Graz: Breber, Niederbacher. Gautaborg: Nijsson 2. Áhorfendur 14.000. í Mönchengladbach: — B. Mönchengladbach, V.-Þýzkal-Dundee United, Skotlandi 2—0 (0—0). Win- fried Scháfer, Wilfried Hannes. Áhorf- endur 30,000. Borðtennis- piltamirá Norður- landamót íslenzka karla- og ungllngalandsliðið I borðtennis heldur til Danmerkur næstkomandi fimmtudag, þar sem það tekur þátt i Norðurlandamótinu i borð- tennis. Mótið er að þessu sinni haldið I Hörning á Jótlandl og stendur dagana 23.-25. október. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til fararinnar: Karlar: Stefán Konráðsson Víkingi (35 A- landsleikir) Gunnar Finnbjörnsson Erninum (22 A- landsleikir) Hilmar Konráðsson Víkingi (14 A-landsleikir). Unglingar: Bergur Konráðsson Víkingi nýliði Bjarni Bjarnason Gerplu nýliði Kristinn Már Emilsson KR nýliði Landsliðsþjálfarinn Hjálmar Aðal- steinsson verður einnig með i ferðinni. Fararstjórar verða Gunnar Jóhannsson og Ásta Urbancic. Næsta Norðurlandamót verður haldið i Reykjavík 1983. Nýjasta nýtt um 1. deild íkörfu! —fjögur lið leika jiar í vetur Á íþróttasiðunni hér i gær var skýrt frá því að fimm lið léku i 1. deild ís- landsmótsins i körfuknattleik i vetur og fimmta liðið yrði KFÍ, Tindastóll og ÍV. Í gær breyttist staðan all nokkuð og er Ijóst aö liðin I 1. deild verða aðeins fjögur. KFÍ settí þá skilmála fyrir þátttöku sinni í 1. deild að liðið fengi að leika fjóra leiki í hverri suðurferð. Ekki reyndist unnt að ganga að því, einfald- lega vegna þess að ekki var hægt að fá iþróttahús tíl að leika i. Tindastóll var reiðubúinn að leika úrslitaleik um sætíð við ÍV frá Vestmannaeyjum en þegar til kom gáfu Eyjamenn málið frá sér. Þá vildu norðanmenn ekki i 1. deild, treystu sér ekki í hina hörðu bar- áttu þar án þess að kanna eigin styrk- leika fyrst með leik við ÍV. Keflavík, Haukar, Grindavík og Skallagrímur skipa því 1. deildina í vetur. Fyrirhugað er að liðunum í deildinni verði fjölgað i sex fyrir næsta keppnistímabil og verður þá einungis um toppbaráttu að ræða í 1. deildinni í vetur, enga fallbaráttu. Tvö lið komast þáupp úr 2. deildinni. -VS. Llena Mukhina l heimsmeistarakeppmnni iy/a. Lömuð—en getur lesið Sovézka fimleikakonan, Yelena Mukhina, heimsmeistari 1978, sem slasaðist illa á æfingu fyrir ólympíu- leikana i fyrra, liggur enn lömuö á sjúkrahúsi en læknar hennar hafa látið i Ijós vonir um að hún muni ná sér að einhverju leyti. Frétt þessi sem birtist nýlega í sovézka blaðinu Pravda, er hin fyrsta í þarlendum fjölmiðlum sem greinir frá slysinu að einhverju gagni.. Þar segir að Mukhina hafi verið að æfa nýjan og flókinn hluta frjálsra æfinga þegar hún lenti illa á hálsinum og braut þrjá háls- , liði. í Pravda segir að Mukhina, sem nú er 21 árs, geti lesið bækur og andleg heilsa hennar sé góð. Þar er haft eftir lækni þeim sem sér um meðferð hennar að bati hennar verði mjög hægur. Hann segist þó bjartsýnn, Mukhina komi örugglega til með að geta lifað sem nýtur þjóðfélagsþegn í framtið- inni. Fyrst eftir slysið barst sá orðrómur til Vesturlanda að Mukhina hefði látizt af völdum þeirra áverka, sem hún hlaut. Það var ekki fyrr en löngu síðar að skýrt var frá því í Sovétrikjunum að hún væri lifandi en hefði slasazt mjög alvarlega. -VS. Man. Utd. fylgist með norskum Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Manchester United, er nú á höttunum eftir tveimur Norðmönnum til að styrkja iið sitt. Útsendarar hans fylgd- ust með markverðinum Frode Hansen hjá Fredrikstad, liðinu sem Tony Knapp er að taka við, og Pal Jacobsen hjá Noregsmeisturum Valerengen um helgina. Tveir Norðmenn leika nú í ensku 1. deildinni, Einar Aas hjá Nottm. Forest og Age Hareide hjá Manch. City. Svo virðist sem sigur Noregs á Englandi á dögunum hafi vakið athygli enskra á norskum leikmönnum. Jaocobsen átti góðan leik þá og Hansen lék kvöldið áður í landsleik þjóðanna 21 árs og yngri. Talið er að Hansen hafi mikinn áhuga á að fara til United en Jacobsen sé ekki sérlega spenntur. Er skemmst að minnast þess er hann neitaði tilboði vestur-þýzka liðsins Nilrnberg fyrr í haust. Siðustu fréttir herma svo að Frode Hansen sé kominn til Manch. Utd. Hann mun vera á mánaðarsamningi og er þvi nú varamarkvörður fyrir GaryBailey. -VS. Pal Jacobsen — bezti leikmaðurinn i Noregi nú.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.