Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 10.09.1939, Page 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 10.09.1939, Page 7
SUNNPÐAOUR 7 S K Á K Fleslir munu kannast við Ripley, Amerikumanninn, sem hefur aflað sér heimsfrægðar með I>vi að safna saman kyndugum frásögnum af þeim undarlegu hlutum, sem stöð- ugt koma fyrir í heiminum. Þessar ótrúlegu sögur hans, sem ávalt eiga þó að vera sannar, hafa verið eitt bezta lestrarefni blaða og tímarita um allan heim. Skákin hefur einnig sinn Ripley. Það er líka Amerikumaður, og heit- ir Irving Chernev. 1937 kom út eftir hann heilt smá- sagnasafn — Curious Chess Faets. (The Black Knight Press, New York 75 cent). Þetta er ekki stór bók, enda er býsna örðugt að slíta sig frá henni fyrr en síðustu blaðsíð- unni er flett. Hér koma á eftir nokkrar af sögum hans, valdar af handahófi. Ef menn langar í fleiri geta menn fengið sér bókina. Ilijn Genevski varð að læra tvis- var að tefla. Hann missti minnið við sprengingu og varð alveg að byrja á upphafinu á ný. (Ilijn Ge- nevski er einn af kunnustu skák- mönnum Rússa). 1 skák milli Aljechin og Bogolju- bovv í Hastings 1922, fórnaði Alje- chin drottningunni, kom peði upp í drottningu, fórnaði henni líka, kom öðru peði upp, í drottningu, fórnaði drottningunni í þriðja sinn, og var vel á vegi með að vekja sér upp fjórðu drottninguna, þegar Bogol- jubow fannst nóg komið og gaf skákina. I skák milli Gottschall og Tarrasch í Niirnberg 1888 hélt Tarrasch öll- um peðum sínum þar til í 96. leik að fyrsta peð hans var drepið. 1 áttundu útgáfu frægrar kennslu bókar í skák eftir Dufressne og Mieses er eftirfarandi byrjun: 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 c7—c5 4. Rgl—f3 c5xd4 5. Rf3xd4 e6—e5 6. Rd4—b5 d5—d4 7. Rc3—d5 Rb8—a6 8. Ddl—a4 Bc8—d7 9. e2—e3 Rg8—e7 „og svart stendur betur“. Það virðist alveg hafa farið fram hjá höfundinum, að hvítur getui? mátað í leiknum! Stytzta kappskák, sem tefld hef- ur verið er ekki nema 4 leikir. Hún var tefld; í París fyrir nokkrum ár- um, og er svona: 1. d2—d4 Rg8—f6 2. Rbl—d2 e7—e5 3. d4xeð Rf6—g4 4. h2—h3 ? Rg4—e3! og hvítur gafst upp, því hann á um það að velja að tapa drottning unni eðá konginum. Hér kemur önnur einkennileg skák. Svartur vinnur í 6 leikjum án þess að hreyfa nokkurn aðal- mann: 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 c7—c5 4. Bcl—f4 c5xd4 5. Bf4xb8 d4xc3 6. Bb8—e5 c3xb2 hvítur gafst upp, því svartur hótar bæði b2xalD og Bf8—b4j* í flokkakeppni í skák milli amer- isku háskólanna hafði City College í New York 1931, flokk sem ein- ungis voru í kunnir skákmeistarar. Skákmenn lfér heima munu kann- ast við þessa menn. Það voru: Reu- ben Fine, Sidney Benistein, Fred Reinfeld og Robert Willmann. Þeir félagar tefldu alls 24 skák- ir í keppninni. Af þeim unnu þeir 23 en gerðu eina jafntefli. Saga jafnteflisins er dálítið skrít- in. 1 þessari keppni var umhugs- unartími hvers keppanda 2 stund- ir fyrir fyrstu 40 leikina eins og venjulega. Hafi keppandinn ekki lo ið 40 leikjum á þessum tveimur stundum dæmist skákin töpuð hon- um. Nú var Bernstein einu sinini svo óheppinn að koma 1 klukku- stund og 591/2 mínútu of seint til keppninnar. Á þeirri hálfu mínútu, sem hann átti eftir af umhugs- unartíma sínum, lék hann sínum 40 leikjum og náði þó jafntefli. Hjá einum kynþætti á Sumatra Loforðið. Eftír E. Berlín. Hinrik Kottenkamp, sjóhetja og hafnsögumaður í Hamborg, tók sér ferð á hendur til Flensborg. Hann ifór í beztu fötin sin, konan hans skoðaði hann • hátt og lágt og fann ekkert athugavert við útbúnaðinn. Að skilnaði gaf hún honum mynd- arlegan böggul og saði: — Hérna Hinrik minn eru nokkr ar brauðsneiðar og fleskbiti handa þér í nesti. Þegar þú kemur til Flensborg skaltu setjast einhvers- staðar úti, í garði og borða matinn. En þú skalt ekki taka á bögglinum fyrr en til Flensborg er komið, ann ars verðurðu svangur á leiðinni heim. Vasapeninga færðu enga, þú drykkir þá upp eins og vant er. Sjóhetjan varð unc)irleit og döp- ur á svip. — En elsku góða Katrín mín, ætl- arðu að- láta mig farast úr þorsta? Ekki get ég étið flesk án þess að hafa eitthvað vott til að skola því niður með. Gefðu mér merkurglas af heimabruggi með í nestið, sagði Hinrik svo blíðlega, að kalda hjart- að hennar frú Katrínar var að því komið að þiðna. En hún horfði á hafnsögumanninn full tortryggni. — Trína mín, sagði Hinrik Kotten kamp og lagði hægri hramminn einhversstaðar nálægt hjartastað. Þú mátt kalla mig svikara ef ég snerti flöskuna fyrr en í Flensborg. Við þetta hátiðlega loforð þiðn- aði Trína. Hún vék sér fram í eldhús og kom að vörmu spori aft- ur með flösku vel vafða í pappír. Hérna góði minn er flaska af verða konur að sjá alveg um hið daglega brauð, því að karlmenn- irnir telja undir virðingu sinni að gera annað en tefla skák. Hvergi er meiri áhugi fyrir skák en í Rússlandi og er jafnvel hægt að telja hana þjóðaríþrótt Rússa. Þó kallaði Ivan 4. Rússazar hana „dægrastyttingu fundna upp af hellenskum — djöfulskap“, og hann bannaði hana alveg. Þetta var 1551. Guðmundur Arnlaugsson

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.