Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 05.07.1964, Blaðsíða 1
Sandlóan bjó sér hreiður á götunni
Þarna liggja eggin fjögur í hreiðri sandlóuunar milli steina í jaðri maiar-
götunnar vestur í bæ.
VOR
Það faldist lengi bak við hríð og hregg,
unz Harpa kom — og golan þaut við kinn.
Þá hætti ég að leika mér við legg,
ég lagði á sprett — og tamdi ei fögnuð minn.
Og ég fann sóley sunnan undir vegg,
og sá mín draumaský við heiðarbrún.
Og ég fann líka lítil dropótt egg
í litlu hreiðri fyrir utan tún.
Og ennþá man ég hrossagauksins hnegg
um heiðrík kvöld, er voru blá og rjóð.
Ég hafði sjálfur mjallhvítt mjólkurskegg
og mjúka grænku berum iljum tróð.
Nú brumar mór — og börðin skipta um lit,
í brjósti mínu heyri ég vorsins þyt.
Ari Kárason, ljósimyndari Þjóð-
viljans tók þessar myndir á dögun-
um í Vesturbænum, en þar hefur
sandlóa gert sér hreiður og verpt
fjórum eggjum „úti á götu“ bók-
staflega talað, þ. e. í jaðri malar-
götu einnar, um hálfan annan
metra frá akbrautinni!
Heppilegri stað til hreiðurgerðar
hefði sandlóan að sjálfsögðu getað
fundið sér, því að þarna vill oft
verða ónæðissamt. Þó situr fuglinn
sem fastast á eggjunum þegar bílar
aka hjá, og eins virðist lóan þekkja
starfsmennina í nálægum nýbygg-
ingum, þá sem oftast eiga leið um
götuna, og hún hreyfir sig ekki
þegar þeir eru á ferðinni, en ó-
kunnuga hræðist hún og einkum
börn sem um götuna ganga.
Við segjum ekki nánar frá þvi,
hvar þetta hreiður sandlóunnar er,
til þess að ónæðið verðí ekki meira
hjá blessuðum fuglinum. Jafnframt
minnir ÓSKASTUNDIN ykkur,
bömin góð, á að sýna fuglunum,
eins og öllum öðrum dýrum, fyllstu
nærgætni og umhyggju og tillits-
semi. Það er Ijótur leikur að hrekkja
dýrin og börnum ekki samboðinn.
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON.
Sandlóuhreiftrið rétt utan akbrautar.