Auglýsingablaðið - 29.11.1902, Síða 4

Auglýsingablaðið - 29.11.1902, Síða 4
4 Járnvöru og smíðaáhóldum er enn talsvert til af, en þó ættu menn að koma sem fyrst, til að kaupa það, er þá vanhagar um af þeirri vöru, áður en það bezta og hentugasta kann að ganga upp. Hór skal talið upp hið helzta: Grindarsagir Hararar Axir Hefiltannir Skrúbbheflar Langheflar Púðsheflar Gluggaheflar Nótheflar Litlir járnlieflar Sporjárn Þjalir Borjárn Kliputangir Stofuhurðarhengsli Lamir, alls konar Stofuskrár Kommóðuskrár Skápskrár Hongilásar Gluggahengsli Skráa-skylti Bátaskröpur Bátasaumur Stipti, ýmis konar Skrúfur Tin Yasahnifar Ullarkambar Bandprjónar Heklunálar Sanmnálar Strarnmanálar „Sykkerheds“-nálar Yestishringjur Krókapör Skæri Skautar, fyrir fullorðna og fjölda margt fleira, sem hér yrði allt of langt upp að telja. Komið sem lyi'st, sliodið vöruna og spyrjið um verðið, og mun• uð þér þá komast að raun um að bezt er að knupa fyrir peninga i verzlun 8kúla Thoroddsen. ísafirði ’29. nóv. 1902. Magnús Ólafsson. Ilitt og T>et ta. Kvöldskóla ætlar hið svo nefnda „Mentafélag11 að koma á fót hér i kaupstaðnum í vetur, er veitir konum og körlum tilsögn i ýmsum námsgreinum, svo sem: tungumálum, reikningi o. fl.; og leitaði fól. til bæjarstjórnarinnar i því skyni, að fá leigð- an Barnaskólann til skólahaldsins. í'lestir bæjarfull- trúarnir virtust vera þeirrar skoðunar, að iána skólann endurgjaldslaust. án ljóss og hita, en til frekari íhugunar þóknaðist þeim, að kjósa nefnd i málið, er svo síðar leggði fram sinar tillögur því viðvíkjandi. Yonandi er, að þessi dráttur vorði þó ekki til þess, að svæfa þetta lofsverða fyrirtæki, þvi engum mun hlandast hugur um það, að slikur skóli myndi gott af sér leiða, ef hann á annað borð yrði sóttur, oins og vera ætti. Nýjan maskínu-bát (,,Motor“-bát) hefur hr. Arni Gíslason form. hér á Isafirði vorið að setja á lagg- irnar þessa síðustu dagana. Bátur Bá. sem vélin var sett í, er sexæringur eins og almennt gerast hér við Djúp. Var vélin fyrst reynd þ. 2ö. þ. m., og kom þá strax i Ijós, að hún var eigi nógu krapt- góð i svo stóran bát, þar eð hann fékk ekki jafn mikla ferð með maskinunni, eins og þegarfimenn róa. — Maskínan hefur tveggja hesta afl, og kost- aði að sögn um 900 kr. Allur frágangur á vélinni er hinn fallegasti. Talið er vist, að þurfa muni maskinu með allt að helmingi meiri krapti, i jafn stór skip og hér um ræðir, og munu slíkar maskinur kosta um 1400 kr. __________ Hafnarbryggja. Bæjarfulltrúi hr. Árni Sveins- son gat þess i ræðu, er hann flutti á tundi í „Menta- fél. Isfirðinga11 fyrir skömmu, að hafnarbryggju- málið væri nú all-ofarlega á dagskrá hjá bæjarstj.; og i tilefni af þessu sendu um 70—80 kjósendur brét' til bæjarstjórnarinnar þesB efnis, að bryggjan, — ef samþykkt yrði að byggja hana —, verði byggð utanvert við bæinn (i Sundunum), en ekki inn á Polli (við Mjósundinj, eins og áður nefndur bæjar- fulltrúi hefði látið i íjósi, enda mun almenningur hér þeirrar skoðunar að sízt beri bráða nauðsýn til, að byggja bryggju inn á Polli. Bæjarsjórnin hefur nú samþykkt að senda beiðni til landstjórnarinnar, um að senda hingað verk- fræðing landsins næsta sumar, til þess að skoða bryggjustæði hér.

x

Auglýsingablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Auglýsingablaðið
https://timarit.is/publication/262

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.