Alþýðutímaritið Vanadís - 01.01.1915, Page 23
25
Bjarna! Hæ, hæ! En því skrifaði hann ekki
utan á til hennar eins og hann var vanur, og
hver skrattinn var á þessum danska miða?
Hun rendi augunum yfir hann á meðan hún
var að rifa opið litla umslagið, en hún lauk
aldrei við að gera það, heldur rak upp veikt
og skerandi hljóð: »Æ, æ! Dá-inn — dá-á-inn!
Ó, Jesús minn — dáinn!« Og hún hneig mátt-
vana niður á þúfurnar hjá götunni, og huldi
andlitið í moldkaldri sinunni, og lá eins og
hún væri dáin. En óskýrar stunur, sem virt-
ust koma einhversstaðar neðan úr jörðinni,
báru vott um það að hún lifði og þjáðist:
»Ó, Jesús minn! Elsku — ástkæri — Bjarni
— dá-inn — dáinn dá--inn! Ómöguleg! vit-
leysa! Jú — satt — hann Bjarni var dáinn«.
Og sorgin lagðist yfir sál hennar óendanleg,
vonlaus, taumlaus og eldheit. Og Hanna gat
ekkert hugsað. Hún gat ekkert annað en legið
þarna á kaldri jörðinni, harðri af frostinu og
svo óendanlega ömurlegri, gat ekkert annað
en fundið sársaukann, fundið sorgina læsa sig
um sig, gera hana örmagna, koma alstaðar
að, upp úr fylgsnum sálarinnar, upp úr jörð-
inni, utan úr loftinu, sogast inn með andar-
drættinum og síast um allan líkamann með
blóðinu, eldheitu, og gera hann máttvana eins
og sálina, gera hann máttvana til alls annars
en að finna hana, sorgina, í stuttu máli,
sorgin hafði hertekið hana, Hanna var her-