Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Blaðsíða 28
Skýrsla um tiiraunir með mismunandi aðferðir við notkun húsdýraáburðar við túnrækt. Sá áburður, sem almennasta og víðtækasta þýðingu hefur fyrir jarðrækt vora, er búfjáráburðurinn, því hin árlega framleiðsla vor af þessum áburði mun nema nokkurum hundruðum þúsunda tonna. Það er því geysimikil vinna og fé, sem árlega gengur til þess, að hagnýta þennan áburð og stórt fjárhagslegt atriði, að hann sé hagnýttur á sem heppilegastan og fullkomnast- an hátt. Til skamms tíma hefur meginhlutinn af þeim bú- fjárábui'ði, sem vér höfum átt ráð á, verið notaður í föstu ásigkomulagi til yfirbreiðslu á grasi gróna jörð og þó nýyrkja síðari ára hafi gert oss mögulegt að bera allmikið af búfjáráburði á flög og koma honum þann- ig niður í jarðveginn, þá mun hann þó ennþá mjög víða vera notaður til að viðhalda ræktun varanlegs gras- lendis og þannig mun það verða enn um langt skeið. Spumingin verður því: Á hvern hátt getum vér not- fært oss búfjáráburðinn, í þessu augnamiði, svo að hann komi að sem mestum og beztum notum? Ræktunarfélag Norðurlands hefur um langt skeið haft þetta atriði til meðferðar í tilraunum sínum og þó þessar tilraunir séu að ýmsu leyti ófullnægjandi, til

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.