Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1952, Side 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1952, Side 59
 59 LÖG RÆKTUNARFÉLAGS NORÐURLANDS. Samþykkt á aðalfundi félagsins 21. júní 1952. 1. gr. Félagið heitir Ræktunarfélag Norðurlands og er samband bún- aðarsambanda í Norðlendingafjórðungi. Heimili þess og vamar- þing er á Akureyri. 2. gr. Tilgangur félagsins er: að styðja alls konar tilraunir og fram- farir í landbúnaði á Norðurlandi. Að vera tengiliður milli búnað- arsambandanna í Norðlendingafjórðungi. Að útbreiða meðal al- mennings þekkingu á öllu því, er að landbúnaði lýtur og líkindi eru til að geti komið að gagni. 3. gr. Félagið vill ná tilgangi sínum, með því að verja tekjum sínum og sjóðseignum á þann hátt, er nú skal greint: 1. Að safna saman reynslu tilraunastarfsemi og búnaðarsamtaka í ræktunarmálum og útbreiða hana í Norðlendingafjórðungi á námskeiðum, aðalfundum sambandanna og í framhaldsskólum innan fjórðungsins 2. Með því að halda árlega sameiginlegan fund með fulltrúum búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórðungi, er jafnframt verði aðalfundur félagsins, þar sem rædd verði sameiginleg áhuga- og velferðarmál sambandanna og teknar ákvarðanir um starfsemi félagsins á hverjum tíma. 3. Með því að stuðla að því, að komið sé á fót verklegum nám- skeiðum í garðrækt, skógrækt og öðrum þáttum jarðyrkju. 4. Með því að gefa út ársrit er flytji alhliða búfræðilegan fróðleik, verði málgagn búnaðarsambandanna í Norðlendingafjórðungi og starfsmanna þeirra og vinni að því að kynna samböndunum sem bezt reynslu hvors annars. 5. Sjái félagið sér fært að hafa verksvið sitt víðtækara, getur að- alfundur tekið ákvörðun um það. 4. gr. Búnaðarsambönd í Norðlendingafjórðungi eru aðalfélagar Ræktunarfélagsins. Aukafélagi er hver sá maður, sem gerzt hefur

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.