Auglýsarinn - 14.12.1902, Page 2
180
AUGLÝSARINN.
[14. desember J.902.
Tll minnis.
Landsbókasafnið er opið daglega U. 12—2 og
& md., myd. og ld. 12—3.
Landskjalasafnið (i Þinghúsinu) þd.t fmtd. og
ld. 12—1.
Ndttdrugripasafnið er opið á sunnud., kl. 2—3
slðd.
Forngripasafnið (í Bankahúsinu) myd. og ld.
11—12.
Landsbankinn Opinn hy. virkan dag 11—
Bankastjörn við 12—1.
Söfnunarsjóðurin (1 húsi Þorst. Tómassonar) 1.
mánud. hvers mánaðar 5—6 siðd.
Landshöfðingjaskrifstofan opin 9—IO’/í H'/a—
2, 4—7.
Amtmannsskrifstofan opin dagl. kl. 10—2, 4—7
Bœjarfógetaskrifstofan opin dagl. kl. 9—2,4—7.
Póststofan opin 9—2, 4—7. Aðgangur að box-
kössum 9—9 Bæjarkassar tœmd.
ir rúmhelgad. 7'/, árd., 4 siðd.
en á sunnud. 7‘/s árd. að eins.
Afgreiðsla gufuskipaféi. 8—12, 1—9.
Bæjarstjórnarfundir 1. og 3. fmtd. hvers mán-
aðar kl. 5 siðd.
Fátækrafundir 2. og 4. flmmtud. hvers mán.
Héraðslæknirinn erað hitta heima dagl.10—11.
Tannlæknir heima 11—2. Frilækn. 1. og 3.
mánud 1 mánuði
BBEgsBaBsssssBsgsBSBESBBSsææBl
Úr bænum og grendinni.
„Morsö“ kom hingað loksins
11. þ. m’ eftir 26 daga útivist-
Hafði farið frá Höfn um líkt leyt*
og „Laura“, en er svona voðalega
seinfært. Aukaskip þetta kom
með vörur sem „Laura“ komst
ekki með. Með skipinu kom séra
Friðrik Frieriksson.
„Pervie“ kom hingað 10. þ,
m. með timbur frá Halmstad
Svíþjóð til Thor Jensens kaup -
manns.
Veðráttan hefi nú verið lengi
stormasöm og stöðugar rigningar.
aldrei komið frost enn þá að heita
megi.
Frá últöndum-
Bruni allmikill hefur orðið í
Helsingjaborg í Svíþj'A, brunnu
timburhlaðar feiknastórir og
geymsluhús; stóð bruninn alla
nóttina og sást víðá að; járn-
brautarteinar voru skammt frá
brunastæðinu og telegrafþræðir
og lagði yfir þá logann og þótti
það sögulegt að ein járnbrautar-
lestin óð í gegnum bálið og sak-
aði ekki; telegrafþræðirnir bráðn-
uðu, en stengurnar brunnu þar
sem þær stóðu; skip urðu að flytja
sig frá bryggjum og út í sund, svo
að eigi kviknaði í siglum og reiða.
Skaðinn metinn nær 200,000 kr.
Það er eins í Kaupmannahöfn
og hjer, að menn kvarta undan
sveitarþyngslum. Einn af bæjar-
fulltrúunum þar hefur nýlega sagt
bæjarmönnum hvað þeir hefðu
fengið fyrir peningana síðustu ár-
in og fylgir hjer ágrip af því:
„Ræsi hafa verið lögð neðan-
I jarðar um alla borgina, svo að nú
I má hafa vatnssalerni í hverju húsi;
sveitafjelögin sem umhverfis borg-
ina lágu, hafa verið samemuð
henni, og þar með hafa fengist
skilyrði fyrir enn meiri viðgangi
hennar; sporvagnar ganga nú allir
fyrir rafmagni, sem áður voru
dregnir af hestum; götur lýstar
með rafmagni og Auerslömpum,
en áður með gasi; drykkjarvatn
hefur verið bætt stórum, svo að
nú er ekki annað flutt til borgar-
innar en uppsprettuvatn; götur
og torg asfalteruð, nýtt ráðhús
reist og slökkvilið aukið og bætt;
nýjar rafmagnsstöðvar settar upp
og ný svæði til skautaferða og
leikja búin til og haldið við, bað-
hús á sjó og landi og söngvahallir
fyrir almenning, og kostar bæjar-
íjelagið líka sönginn eða hljóð-
færasláttinn. — Þar að auki hafa
verið hækkuð laun allra þeirra
sem eru í þjónustu bæjarins, nýj-
ir skólar reistir og framhaldsskól-
ar, hæli fyrir gamalt fólk sett á
stofn, skólabörnum gefinn matur,
læknar settir við skólana, spítal-
ar stækkaðir og menn settir til
að útvega vinnu handa atvinnu-?
lausu fólki, og að lokum má nefna
hæli henda tæringarveikum mönn-
um.
Hvenær skyldi bæjarstjórnin
hjerna geta bent á annað eins.
Látinn er 22. f. m. úr hjarta-
elagi Alfred Krupp, kanónukong-
urinn alþekkti, sonur „gamla
Krupps“, sem upphafiega kom á
fót falibyssuverksmiðjunum, sem
frægar eru um allan heim. A.
á engan son, og á kona hans,
samkvæmt erfðaskrá hans að eiga
verksmiðjurnar og elzta dóttir
þeirra á að taka við, þegar þar
að kemur.
Morðið á Lorelei. Aldrei eru
morð jafntíð sem á haustin, enda
lítur maður þá varla svo í út-
Ient blað, að ekki sje sagt frá
morði, einu eða fleirum, og manu-
drápum. einhversstaðar í heimin-
um. Nú sem stendur er blöðun-
um tíðræddast um það morð sem
nú skal frá sagt. Þýzkt her-
skip að nafni Lorelei var á leið-
inni frá Miklagarði heim til sín
og kom við í Piræus, hafnarborg
Aþenu. Það þurftí að gera tals-
vert mikið við það og svaf skips-
höfnin á landi en 4 meun voru
á skipi á næturnar og aldrei
þeir sömu. Þá var það einn
morgun, er einn af foringjum
skipsins kom út á skip, til þess
að líta eptir vörðunum, að hann
8á engan manninn. Hann fór
þangað sem skipsmenn voru van-
ir að sofa, og fann þar 2 af
varðmönnunum sofandi. Þeir
sögðu honum að hinir tveir v rð-
mennirnir hefðu átt að vaka síð-
ari hlut nætur, og hefði annar
þeirra, Köler að nafni, óbreyttur
liðsmaður, setið í eldahúsi, en
hinn var undirforingi, og hjelt
sig í lyptingu. En er þeir fóru
að leita, fundu þeir engan mann
í eldahúsi og engin vegsummerki
nema nokkra blóðdropa. í lypt-
ingunni sást heldur enginn mað-
ur, en stór bl ðpollur var þar
og blóðdrefjar upp allann stiga
og svo á þilfarinu. Horfinn
var og stór járnskápur, er stóð
á lyptingunni, og hafði inni að
halda áríðandi skjöl, er stjórnin
þýzka átti að fá; þar voru og geym-
dir peningar þeir er skipið hafði
meðferðis. Þóttust allir vita að
ræningjar hefðu læðst út á skipið,
drepið varðmennina, og brotið
upp skápinn og kastað svo öllu í
sjóinn. Þetta styrktist við það
að lík undirforingjans fannst sam-
dægurs rjett hjá skipinu, moð
mörgum hnifsstungum.
En daginn eftir fannst járn-
8kápurinn á sjávarbotni, og var
alveg með ummerkjum; hafðí
auðsjáanlnga verið reynt að brjóta
hann upp en ekki tekizt. Gríska
lögreglan Ijet hið versta yfir
verkinu og tók fjölda manna